Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Sextíu milljóna lóðir  Einbýlishúsalóðir í Urriðaholti í Garðabæ munu kosta frá 18 til 60 milljónir króna, allt eftir stærð og staðsetningu þeirra. Sala lóðanna mun hefjast 15. maí næstkomandi og ljúka hinn 24. sama mánaðar. »For- síða Utan sýnisviðs  Kannað verður hvort hægt er að bæta eftirlit í Sundlaug Kópavogs eftir að 15 ára piltur fannst meðvit- undarlaus á botni laugarinnar. Stað- urinn þar sem pilturinn fannst er ut- an sjónsviðs eftirlitsmyndavéla sundlaugarinnar. »2 Vinstri grænir tapa fylgi  Vinstri grænir hafa misst um tíu prósentustiga fylgi frá 20. mars síð- astliðnum miðað við niðurstöðu skoðanakannana en fylgi flokksins er þó langt yfir fylgi hans í síðustu kosningum. »Miðopna Geta minnkað mengun  Ríki heims hafa næga fjármuni og þekkingu til að bregðast við lofts- lagsbreytingum. Er þetta nið- urstaða fimm daga langrar ráð- stefnu SÞ um loftslagsmál sem haldin var í Taílandi. »16 SKOÐANIR» Ljósvaki: Sumir klikka – aðrir ekki Staksteinar: Ókeypis kostar Forystugreinar: Falskt öryggi | Hvað gera eigendur flutningabíla? UMRÆÐAN» Geta allir kosið? Börn og umferðin Ekkert óeðlilegt við spillingu Fjármögnun heilbrigðisþjónustu Leitin að líkamsl. Egils Skallagr.s. Frjótt samstarf Að duga eða drepast Teiknað á hnöttinn Jörð LESBÓK» 0  !9# , ) ! :    /   28 828 28 2 2 8 28    8 2 2 2 82 28  28 + ; '6 #  8 2 2 2 8 28   <=>>4?@ #AB?>@1:#CD1< ;414<4<=>>4?@ <E1#;;?F14 1=?#;;?F14 #G1#;;?F14 #7@##1/H?41;@ I4C41#;AIB1 #<? B7?4 :B1:@#7)#@A4>4 Heitast 10° C | Kaldast 1° C Norðaustan 8–15 m/s. Rigning sunn- anlands en annars stöku skúrir eða él. »10 Dean Ferrell, bassa- leikari í Sinfóníunni, heldur óvenjulega tónleika í Kaffi Hljómalind á upp- stigningardag. »58 TÓNLIST» Óvenjulegir tónleikar FÓLK» Guðlaug Elísabet er í íslenskum aðli. »62 Eyjólfur Kristjáns- son er ekki sáttur við framlag Íslands í Evróvisjón og hon- um finnst lagið leið- inlegt. »61 SÖNGVAKEPPNIN» Finnst lagið leiðinlegt TÓNLIST» Hljómsveitin Blur kemur saman að nýju. »61 NETIл Ellý Ármannsd. er vin- sælasti bloggarinn. »58 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ellý hissa á bloggvinsældum 2. Garðar Thor ber dýran kross 3. Myndar útúrdrukkinn föður sinn 4. Æfa hraðakstur í herstöð Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SÍÐASTA ár var mikið Megasarár – ýmist voru gamlar plötur með hon- um gefnar út aftur, endurbættar og auknar eða aðrir listamenn túlk- uðu verk hans, gömul og ný. Á þessu ári fáum við svo að heyra nýja músík frá meistaranum því ekki aðeins samdi Megas tón- list við leikverkið Lífið – notk- unarreglur heldur er hann nú önnum kafinn við að hljóðrita breiðskífu með hljómsveit sem skipuð er Hjálmunum Guðmundi Kristni Jóns- syni, Sigurði Halldóri Guðmunds- syni, Nils Turnqvist og Mikael Svensson og Guðmundi Péturssyni en einnig koma við sögu á plötunni ýmsir aðrir hljóðfæraleikarar. Upptökum er reyndar lokið en hljóðvinnsla stendur yfir og lýkur á næstu dögum. Sena gefur plötuna út í haust en nasasjón fæst af henni í Kastljósi Sjónvarpsins á mánudagskvöld þeg- ar Megas flytur þar nýtt lag. Ekki er þó allt upp talið, því svo mikið var tekið upp af lögum að út úr flóði og því verður gripið til þess ráðs að gefa út stuttskífu með fjórum til fimm lögum sem kemur út á næstu vikum. Ný músík frá Megasi Megas „FYRIRFRAMGEFNAR nið- urstöður í fornleifauppgrefti sam- ræmast ekki lögboðinni vernd forn- leifa sem þjóðminja.“ Þetta segir Margrét Hermanns Auðardóttir sem gagnrýnir harðlega að Jesse Byock, norrænufræðingi við Kaliforníuhá- skóla, hafi verið veittur 24 milljóna króna styrkur úr menntamálaráð- urneytinu til þess að halda áfram uppgrefti að Hrísbrú í Mosfellsdal. Byock leitar að gröf og líkams- leifum Egils Skallagrímssonar og segir Margrét hann byggja rann- sóknina á frásögn í Egilssögu sem sé hæpin sagnfræðileg heimild. Í raun gefi hann sér niðurstöðuna áður en uppgröfturinn er gerður. Margrét segir að Byock hafi rask- að kirkjugrunni og gröfum í Kirkju- hólnum að Hrísbrú þótt í þjóðminja- lögum frá 2001 segi, að þeim menningararfi þjóðarinnar sem m.a. fornleifar geymi „verði skilað óspillt- um til komandi kynslóða“. | Lesbók Gagnrýnir uppgröft að Hrísbrú ÍSLENSKU Evróvisjón-fararnir með Eirík Hauksson í broddi fylkingar héldu til Helsinki í Finnlandi í gær. Að sögn Halldóru Þorsteinsdóttur í Helsinki er góð stemning í hópnum og veitir ekki af því dag- skráin næstu daga er þétt. Fyrsta æfingin á Hart- wall-leikvanginum fer fram strax í dag og svo verða stífar æfingar fram að undankeppninni sem fer fram á fimmtudaginn, 10. maí. Fari svo að Eiríkur og félagar komist upp úr undankeppninni, keppa þeir til úrslita laugardaginn 12. maí. Halldóra segir að keppnin setji mikinn svip á Helsinki um þessar mundir og sem dæmi má nefna að ýmiss konar varningur tengdur keppninni er til sölu á götum borgarinnar. Á myndinni má sjá þá Hauk Hauksson, fararstjóra íslenska hópsins, og Eirík Hauksson á Vantaa- flugvellinum í Helsinki í gær. | 64 Morgunblaðið/Eggert Rokkarinn lentur í Helsinki Íslenski Evróvisjón-hópurinn fór til Finnlands í gær Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgis@mbl.is BRÆÐURNIR Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslend- inga að fara hringinn í kringum jörð- ina á mótorhjólum og gera ráð fyrir því að það taki 90 daga. Þeir leggja í hann á þriðjudaginn, 8. maí, kl. 10 og taka Norrænu næsta dag frá Seyð- isfirði. Frá Skandinavíu verður hald- ið í austur, um víðáttur Síberíu og Mongólíu meðal annars. Mjög spenntir Sverrir segir þá bræður spennta fyrir ferðinni. „Það er nú ekki hægt annað,“ segir Sverrir. Aðalatriðið sé ekki dagafjöldinn sem ferðin tekur heldur að reisan sjálf. „Við höfum safnað reynslu í mörg ár. Þar fyrir utan skiptir gott skipulag máli, að vera í góðu líkamlegu formi og að þekkja vel tæki og tól.“ Hjólin eru ekki af kraftmestu gerð að sögn Sverris en kraftmikil þó. „Við erum viðbúnir því að það geti hvað sem er gerst, hvar sem er. Þegar maður fer í svona ferð, við erum bara tveir, þá verður maður að vera viðbú- inn öllu hreinlega,“ segir Sverrir. Hvort sem maður eða hjól bili. Sverrir segir sérstakt að fara Sverrir segir sérstakt að fara hring- inn í kringum hnöttinn í einum áfanga. Bræðurnir ákváðu sjálfir hvaða leið þeir ætluðu að fara en þeir fara ekki um ófriðarsvæði. Sverrir segir þá þó búna undir að ribbaldar og ræningjar verði á vegi þeirra, sem og einhverjar skepnur. Þeir bræður kynna ferðina kl. 12 í dag, í verslun MotorMax að Klett- hálsi 13. Þar verða mótorhjólin og önnur tæki og tól bræðranna til sýnis. Leggja í langferð Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Ís- lendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.