Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 17 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Al- þjóðabankans kom saman í gær- kvöldi til að ræða framtíð Pauls Wolfowitz sem forstjóra bankans og fregnir hermdu að hann hefði reynt að ná samkomulagi um starfslok eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa hækkað laun ástkonu sinnar sem er á launaskrá hjá bank- anum. Haft var eftir heimildarmönnum í Alþjóðabankanum að framkvæmda- stjórnin hefði rætt samkomulag um „útgönguleið“ sem gerði Wolfowitz kleift að segja af sér og „halda virð- ingu sinni að nokkru leyti“ eftir að rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið siðareglur bankans með því að hækka laun ástkonu sinnar. Heim- ildarmennirnir sögðu að Wolfowitz hefði boðist til þess að segja af sér gegn því að framkvæmdastjórnin viðurkenndi að siðareglur bankans væru óskýrar og ráðleggingar siða- nefndar bankans um hvernig for- stjórinn ætti að taka á málinu hefðu ekki verið nógu skýrar. Fram kom þó á fréttavef The Washington Post í gærkvöldi að framkvæmdastjórnin hefði hafnað tilboðinu. Hún væri á hinn bóginn að ræða tillögu um að Wolfowitz segði af sér en stjórnin þakkaði honum fyrir árangursríkt starf í baráttunni gegn fátækt í þró- unarlöndum, meðal annars með því að stemma stigu við spillingu. Daginn áður hafði Wolfowitz komið fyrir framkvæmdastjórnina og sárbeðið um tækifæri til að halda áfram störfum sínum fyrir bankann. The Washington Post hafði þó eftir heimildarmönnum, sem tengjast Wolfowitz, að hann viðurkenndi nú að hann mætti svo mikilli andstöðu innan og utan bankans að hann gæti ekki lengur stjórnað honum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur stutt Wolfowitz en ljær nú máls á því að hann segi af sér. Wolfowitz sagður vilja segja af sér AP Umdeildur Paul Wolfowitz var aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna og gegndi mikilvægu hlutverki í því að undirbúa innrásina í Írak. Í HNOTSKURN » Ástkona Wolfowitz starf-aði fyrir Alþjóðabankann áður en Wolfowitz varð for- stjóri hans í júní 2005. » Til að koma í veg fyrirhagsmunaárekstra fékk hún starf í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu en bankinn greiddi laun hennar. Þau voru þá hækkuð og reyndust hærri en laun utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAU sögulegu tíðindi urðu á Skot- landi í gær að þjóðernissinninn Alex Salmond var kjörinn oddviti skosku heimastjórnarinnar í atkvæða- greiðslu á þinginu í Edinborg. Sal- mond mun fara fyrir minnihluta- stjórn Skoska þjóðarflokksins (SNP) en þetta verður í fyrsta sinn frá því að Skotland fékk heimastjórn 1999 sem minnihlutastjórn fer þar með völdin. Salmond hlaut 49 atkvæði gegn 46 atkvæðum Jacks McConnells, fram- bjóðanda Verkamannaflokksins en hann hafði gegnt embættinu frá 2001. Frjálslyndir demókratar og íhaldsmenn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna en græningjarnir tveir, sem sitja á þingi, studdu Salmond. Tvær vikur eru liðnar frá kosning- um í Skotlandi en þar vann SNP góð- an sigur, fékk 47 fulltrúa kjörna á heimastjórnarþingið. Verkamanna- flokkurinn fékk 46, íhaldsmenn 17 og frjálslyndir 16. Skotar alls ekki klofnir Salmond hét því í gær að hafa hagsmuni allra íbúa Skotlands í huga í störfum sínum og hann sagðist ætla að leita samþykkis þingsins „í hverju máli fyrir sig“. Flokkur hans gæti hins vegar lent í vandræðum með að hrinda í framkvæmd einu helsta stefnumálinu; að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Skot- lands fyrir árið 2010. Skoski þjóðarflokkurinn á að baki 73 ára sögu en hefur aldrei áður komist að kjötkötlunum líkt og nú. Salmond neitaði því alfarið í gær að niðurstaða kosningaúrslitanna ný- verið sýndi að Skotar væru klofin þjóð. „Hér ríkir fjölbreytni, ekki klofningur,“ sagði hann og kvaðst sannfærður um að íbúar Skotlands væru hlynntir umfangsmiklum breytingum. „Við erum smáþjóð en við eigum bjarta framtíð fyrir okk- ur,“ sagði hann. Minnihlutastjórn í Skotlandi Reuters Sögulegt Fagnaðarlæti brutust út eftir kjör Alex Salmonds í gær. Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðar- flokksins, kjörinn oddviti heimastjórnar London. AFP. | Harry Bretaprins verður ekki sendur með herdeild sinni til Íraks eins og gert hafði verið ráð fyrir. Sir Richard Dannatt hers- höfðingi, yfirmaður breska herráðs- ins, skýrði frá þessu í gær og sagði ástæðuna þá að líklegt væri að upp- reisnarmenn myndu reyna að ráða prinsinum bana. Með því að senda hann til Íraks yrði honum og fé- lögum hans í breska hernum stefnt í mikla hættu. Prinsinum mikil vonbrigði Hermt er að Harry hafi orðið fyrir „miklum vonbrigðum“ með ákvörð- unina en talsmaður konungsfjöl- skyldunnar sagði að prinsinn myndi ekki hætta í hernum. Hann er þriðji í erfðaröð bresku krúnunnar. Dannatt hershöfðingi sagði að fram hefðu komið vísbendingar um að uppreisnarmenn hefðu í hyggju að gera árásir sem beindust sérstak- lega að prinsinum. „Þessar yfirvof- andi árásir stofna ekki aðeins honum heldur líka öllum í kringum hann í hættu sem ég tel núna að ekki sé hægt að sætta sig við,“ sagði hers- höfðinginn og bætti við að ákvörð- unin væri „endanleg“. Dannatt hafði áður sagt að Harry ætti að fara til Íraks síðar í maí og vera þar í hálft ár. Hann átti að stjórna ellefu hermönnum. Breskir fjölmiðlar höfðu skýrt frá því að prinsinn kynni að segja skilið við herinn ef hætt yrði við að senda hann til Íraks, en talsmaður kon- ungsfjölskyldunnar neitaði því í gær. Um 7.100 breskir hermenn eru í Írak. Alls hafa 148 breskir hermenn fallið frá innrásinni í landið í mars 2003, þar af tólf í síðasta mánuði. Hætt við að senda Harry Bretaprins til Íraks Lagadeild Umsóknarfrestur er til 5. júní. www.lagadeild.hi.is. Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár Kynntar verða eftirfarandi meistaralínur: Viðskiptadeild Meistaranám í International Banking and Finance Meistaranám í International Business Lagadeild Meistaranám í skattarétti Félagsvísindadeild Meistaranám í menningarstjórnun Meistaranám í Evrópufræðum Við viljum hvetja þig til þess að líta við hjá okkur. Deildarforsetar og aðrir starfsmenn meistaranámsins munu svara spurningum þínum og fræða þig um námið og þá möguleika sem það veitir. Umsóknafrestur í meistaranám er til 1. júní 2007 Kynningarfundur um meistaranám Háskólinn á Bifröst kynnir meistaranám sem í boði er á næsta skólaári Föstudaginn 18. maí kl. 12.30 – 15.00 á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, Fógetastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.