Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 1
KAMBUR hf. á Flateyri er nú í samningavið- ræðum um að selja frá sér umtalsverðan hluta fiskveiðiheimilda sinna og einhver fiskveiðiskip en Kambur gerir út tvo stóra báta og þrjá minni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að Brim hf. í eigu Guðmundar Kristjánssonar á Rifi og fleiri aðila sé að kaupa hluta kvóta Kambs en Kambur hefur yfir 3.000 þorskígildistonnum að ráða sem nálgast það að vera um sjö milljarða króna virði. Heimildir Morgunblaðsins herma að Hinrik Kristjánsson, útgerðarmaður og aðaleig- andi Kambs, muni kynna sjómönnum, fisk- vinnslufólki og öðru starfsfólki Kambs hver staða fyrirtækisins er á fundi síðdegis á morgun. Hin- rik vildi ekkert um málið segja þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í gær. Um 120 manns starfa hjá Kambi, liðlega 50 sjómenn og hinir í landi. Ekki liggur fyrir hversu margir munu missa atvinnu við þessi viðskipti Kambs en þó er ljóst að þetta er verulegt reið- arslag fyrir bæjarfélagið því Kambur er aðal- vinnustaður plássins. Kambur hefur, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, leigt mikið af veiðiheimildum en nú er engar veiðiheimildir að fá lengur til leigu. Gengi krónunnar hefur styrkst um 20% frá áramótum sem forráðamenn fyr- irtækisins munu telja að hafi gert þeim afar erfitt um vik með óbreyttan rekstur auk þess sem hátt vaxtastig hafi einnig gert þeim lífið leitt. Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður býr á Flateyri. „Ég hef ekki fengið þetta endanlega staðfest en þetta eru náttúrlega mjög alvarleg tíðindi. Ég hef lengi óttast það að þetta vaxtastig og þessi vaxtastefna Seðlabankans mundi leiða til þess að öll útgerð og fiskvinnsla á strandlengj- unni umhverfis landið legðist af,“ sagði Einar Oddur í samtalið við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann kvaðst árum saman hafa varað við þessu en hann vissi ekki hvort menn hefðu ekki tekið eftir því sem hann var að segja eða einfaldlega ekki trúað honum. „Gengi krónunnar er nú komið í þá stöðu að útflutningsframleiðslan getur ekki hald- ið áfram. Það sér það hvert mannsbarn í hendi sér. Hér eru því skelfilega alvarlegir hlutir á ferð.“ Kambur á Flateyri að selja kvóta og skip Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STOFNAÐ 1913 133. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Veldu virkni Nýjung Fitusnauðasta jógúrtin á markaðnum HAUSAVEIÐAR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN BÍTAST UM HÆFASTA FÓLKIÐ OG HORFA EKKI Í LAUNIN >> VIÐSKIPTI ÖRLAGAKERTIÐ HENNAR BIRNU ÁSTARELDUR DAGLEGT LÍF >> 22 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SÚ STUND er loks runnin upp að umræðan um loftslagsmálin er að skila sér í raunhæfum og markviss- um aðgerðum til að ýmist draga úr eða binda losun gróðurhúsaloftteg- unda frá Íslandi. Markmið þeirra sem standa að verkefninu Kolviður er að skapa þeim ásetningi meðbyr, að sem flestir kolefnisjafni sam- göngutæki og flugferðir – þ.e. bindi jafn mikið magn kolefnis í koldíoxíði, CO2, og umsvif þeirra og ferðir leiða af sér – samhliða því sem unnið sé að því að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þótt gróðursett hafi verið í nafni kolefnisbindingar og stuðlað að þró- un og eða notkun vistvænna orku- gjafa er þessi bylgja nú fyrst að rísa fyrir alvöru. Undrum sætir hversu lítill gaumur hefur verið gefinn að endurheimt landkosta í umhverfisumræðunni hér, enda áætlað að um þriðjungur uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu stafi frá landhnignun. Skógrækt hefur þann ávinning að kolefni binst í lífmassa og segir Einar Gunnarsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, að í verk- efninu sé aðeins reiknað með þeirri bindingu sem verður í bol og grófrót- arkerfi trjánna sem verða gróðursett. Þar að auki sé mjög mikil binding, mismunandi eftir landgerðum, bæði í sverði og jarðvegi. Mun síðar færast yfir á önnur svæði Kolviðarmönnum reiknast til að það kosti sem svarar eldsneytinu í einum bensíntanki að gróðursetja plöntur á Geitarsandi, upphafssvæði verkefnisins, til að binda losun kol- efnis frá einni bifreið á ári, miðað við 90 ára binditíma. Binding í sverði og jarðvegi bætist við, en fyrstu árin binda trén lítið en taka svo við sér eft- ir áratug. Um mismunandi tegundir verður að ræða eftir svæðum, birki, sitkagreni, alaskaösp og stafafuru. Alls þarf um 7 milljónir trjáa á ári til að kolefnisjafna þau 750.000 tonn af CO2 sem koma frá bílaflotanum, eða sem nemur 23% heildarlosunar- innar. Síðustu ár hafa 5 til 6 milljónir trjáa verið gróðursettar árlega og yrði 7 milljónum bætt við myndi við- bótin þekja 0,02% af flatarmáli lands- ins. Þýddi sú viðbót að það tæki 40 ár í stað 80 að tvöfalda skóglendið, sem er nú 1,3% af flatarmáli landsins. Er þá miðað við að allir bílar séu kolefn- isjafnaðir fyrir um milljarð kr.; ein- stök planta kostar 149 krónur. Gengi þetta eftir, sem Einar telur ekki ólík- legt, myndi Kolviður skapa hundruð ársverka, við ræktun og vöktun skóga sem yrðu þúsundir hektara. Á Íslandi er mikið land ógróið og telur Einar það markmið vel raun- hæft að með samstilltum aðgerðum verði landið afkolað, þ.e. kolefnisfrítt, á næstu áratugum. Kolefnið jafnað út Kolviður gæti skapað hundruð ársverka FAGNAÐARÓPUM áhorfenda ætlaði aldrei að linna að lokinni sýningu San Francisco- ballettsins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ball- ettinn sýndi valin verk listdansstjóra síns, Helga Tómassonar. „Þetta var stórkostleg sýning,“ sagði Margrét Gísladóttir danskennari. Morgunblaðið/Golli Stórkostleg sýning Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is VOLTA, nýjasta plata Bjarkar Guð- mundsdóttur, er í níunda sæti á lista yfir mest seldu plöturnar í Banda- ríkjunum. Þetta er besti árangur ís- lensks tónlistarmanns á bandaríska breiðskífulistanum, en sjálf átti Björk fyrra metið þegar platan Me- dúlla náði 14. sætinu árið 2004. Volta er í sjöunda sætinu í Bret- landi, sem er þó ekki besti árangur Bjarkar þar í landi því platan Post náði öðru sætinu árið 1995. Þá er Volta mest selda platan í Noregi, Dan- mörku og á Ís- landi, auk þess sem hún hefur selst vel í Frakk- landi og Japan og í gegnum net- verslunina iTunes víða um heim. Björk er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin sem lýkur 26. maí en í lok júní hefst tónleikaferð hennar um Evrópu. | 50 Besti árangur Íslendings á bandaríska listanum Björk Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.