Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 18
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ Torfi Tulinius höfum verið að tala um það í nokkur ár að halda Pét- ursþing, svo áttuðum við okkur á því að þessi síungi maður ætti stór- afmæli á árinu, þannig að okkur fannst eins gott að grípa tækifærið,“ segir Jón Karl Helgason, bók- menntafræðingur og annar skipu- leggjenda þingsins. Pétursþing heit- ir svo því þar koma saman skáld og fræðimenn til að heiðra og þinga um þann sem fagnar sextíu árum í ár, Pétur Gunnarsson rithöfund. Bók- menntafræðistofnun, Edda útgáfa og Hugvísindastofnun standa að þinginu sem haldið verður í dag stofu 101 í Odda. Fjölbreytt sjónarhorn á Pétur Jón Karl kveðst vona að í kjölfar þingsins verði hægt að gefa út bók með erindunum sem þar verða flutt og öðru efni sem tengist Pétri og verkum hans. Þeir sem tala í dag fengu algjörlega frjálsar hendur um val á sjónarhorni á list skáldsins. „Það voru engar línur lagðar en þó vill svo skemmtilega til að til samans fara fyrirlesarar yfir nánast allt höf- undarverk Péturs.“ Jón Karl segir erfitt að sjá fyrir hvers konar mynd verði sköpuð af Pétri á þinginu. „Þetta er fjöl- breyttur hópur fræðimanna og rit- höfunda. Mér þótti til dæmis mjög gaman að fá Hjalta Hugason í þenn- an hóp en hann talar meðal annars um mynd prestsins eins og hún birt- ist í Efstu dögum. Hjalti hefur haft áhuga á því hvernig presturinn birt- ist í íslenskum skáldskap og hefur samanburð af öðrum prestum úr bókmenntasögunni. Fyrirlesararnir eru annars á ólíkum aldri og koma úr ýmsum áttum og ég býst við því að hver og einn hafi sitt sjónarhorn á verkin.“ Jón Karl segir að eitt af því sem einkenni Pétur sem rithöfund sé að hann staðsetji sig gjarnan á mörkum skáldskapar og sagnfræði og vinni oft með mörk greinanna. „En svo er hann líka snjall þjóðfélagsrýnir, af- bragðsgóður þýðandi og mikill rit- gerðameistari.“ Höfundarnir forvitnir Pétur tók því ljúfmannlega, að sögn Jóns Karls, að vera settur undir mælikerið á þennan hátt. „Flestum höfundum finnst forvitnilegt að heyra hvernig þeir eru lesnir og túlk- aðir. Oft kemur það þeim á óvart að hlusta á fyrirlestra af þessu tagi því lesendur finna gjarnan eitthvað í skáldskapnum sem skáldin voru ekk- ert að hugsa um, þegar þau voru að skapa, eða áttuðu sig ekki á að væri þar. En það er löng hefð fyrir þing- um af þessu tagi hér á landi. Hugvís- indadeild Háskólans hefur haldið hefðinni á lofti síðustu ár og í fram- haldinu hafa komið út bækur um rit- höfundana en það finnst mér afar mikilvægt. Efir á að hyggja verða þessi þing eins og ágætisvörður, reistar á þeirri leið sem höfundar og lesendur feta saman. Það er stöðugt verið að fjalla um einstök verk og höfunda hér og þar, en það verður oft sérstök stemning í kringum svona viðburð þar sem fólk kemur saman til að ræða tiltekið höfundarverk, ekki síst þegar við erum svo heppin að hafa skáldið við höndina,“ Pétursþing um Pétur Gunnarsson rithöfund haldið í Odda í dag Þjóðfélagsrýnir á mörkum skáldskapar og sagnfræði Pétursþing Verk Péturs Gunn- arssonar rithöfundur verða skoðuð. Dagskrá Pétursþings: 10.00 Haukur Ingvarsson: „Ég er ekki ég, ég er annar … ég meinti Andri.“ 10.40 Bergljót S. Kristjánsdóttir: Að „lykta úr opinni Nivea- kremsdós“. 11.30 Hjalti Hugason. Símon og sr. Símon. 12.00 Torfi H. Tulinius: Ferðalok Péturs Gunnarssonar. 13.30 Gunnþórunn Guðmundsdóttir: Sjálf í vasabók. 14.00 Bjarni Ólafsson: Árið hefur tíðir. 14.30 Soffía Auður Birgisdóttir: Til- raunir um veruleikann. 15.30 Sigurður Pálsson: Tilraun um textafrelsi og tvö ungmenni. 16:00 Halldór Guðmundsson. Milli Halldórs og Þórbergs. 16.30 Pétur Gunnarsson: Lokaorð. 18 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LISTAKONAN Margit Säde vígir hljóðverk sem hún hefur í Perlunni á laugardaginn, 19. maí. Verkið heitir MonuMental NiceNess. Säde telur minn- isvarða nútímans fagna sigri yfir leiðindum og nýjum við- miðum hvað varðar vinsemd. Menn geti þó fengið sig full- sadda af vingjarnlegheitum. Verkið ætlar listakonan að gefa Perlunni og segir örlög þess í höndum þeirra sem Perlunni stjórna. Von- andi verði verkið þar til frambúðar og „fylli and- rúmsloftið af hamingju í hvert sinn sem gosbrunn- urinn gýs“. Hljóðlist Minnisvarði vinsemdar Perlan LISTDAGSKRÁIN Á Seyði verður sett með opnun listsýn- inga í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði á laug- ardaginn kl. 14. Léttsveit Reykjavíkur tekur nokkur lög á setningarhátíðinni. Ang- ur:blíða, sýning listamannanna Finns Arnar, Þórarins Blöndal og Jóns Garðars Henryssonar verður opnuð í sýningarsal Skaftfells og á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells verður opnuð sýningin Ólafur Gunnar Seyðisfirði. Þar sýna verk sín þeir Helgi Þórsson og Sig- tryggur Berg Sigmarsson. Aðgangur á sýningar í Skaftfelli er ókeypis og öllum frjáls. Myndlist Tvöföld opnun í Skaftfelli Finnur Arnar SÝNINGIN Leiðin á milli verður opnuð kl. 15 á laug- ardaginn í Þjóðminjasafni Íslands. Þar sýna þrjár lista- konur sem kenna vig við Andrá, þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir og Kristín Jóns- dóttir frá Munkaþverá. Listakonurnar vinna með þjóðararfinn og sækja á sýn- ingunni innblástur í muni úr safninu. Ný verk eru sett í samhengi við gömul og þjóðminjar þannig sýndar í nýju ljósi. Leiðin liggur milli staða, ein- staklinga, fortíðar og líðandi stundar og listján- ingar fyrr og nú. Myndlist Leiðin á milli í Þjóðminjasafninu Útskorin skáphurð Bólu-Hjálmars BÓK MEÐ ljósmyndum frá Íslandi og texta eftir tvo Letta, The Ice- landers. Between Glaciers and Lava, hefur verið valin besta list- ræna bókin í Lettlandi af þeim sem gefnar voru út í fyrra. Formála bókarinnar ritaði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanrík- isráðherra Íslands. Ljósmyndarinn Kaspar Goba tók ljósmyndir í bókina og blaðamað- urinn Ieva Puke samdi textann, en hann starfaði hjá Morgunblaðinu árið 2002. Bókin var gefin út af Val- ters un Rapa og skriftstofu Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Lett- landi. Höfundar bókarinnar hafa margsinnis sótt Ísland heim og tek- ið ljósmyndir af landslagi og fólki. Goba segir um verkefnið að hann hafi fyrst komið til Íslands 1998. Árið 2002 hafi hann fengið styrk til að fara aftur til Íslands og þeir Dieva farið saman. Þeir hafi viljað gefa út bók til að fræða Letta um Ís- land og Íslendinga, sem hafi fyrstir viðurkennt sjálfstæði Lettlands. Þar kemur Jón Baldvin Hanni- balsson til sögunnar, en hann var utanríkisráðherra árið 1991 þegar Lettland lýsti yfir sjálfstæði. Bók með Ís- landsmynd- um best Jón Baldvin skrifaði formálann Listahátíð hefur farið gríðarlega vel af stað. Klókt var að hafa áherslu á efni sem höfðar til allrar fjölskyldunnar fyrstu dagana en bæði Risessan og Les Kunz hafa slegið í gegn.    Og síðan hefur hver stórviðburð- urinn rekið annan, opnun á Cobra- sýningunni, Roni Horn og Spencer Tunick, tónleikar Áshildar Har- aldsdóttur og Atla Heimis Sveins- sonar sem þóttu afbragðsgóðir, Cymbeline og í gærkvöldi San Francisco ballettinn.    Menningarvitinn var líklega ekki með rænu þegar miðar á ballettinn voru auglýstir í vetur en þeir seld- ust upp á augabragði. En ef eitt- hvað var að marka lokaæfingu flokksins í gærdag hefur sýningin ekki síst lýst því hversu fjölhæfur flokkurinn er og hversu fjölhæfur danshöfundur Helgi Tómasson er. Þarna voru látlaus og lýrísk verk en líka kraftmikil og dramatísk. Ef einhver möguleiki er á aukasýn- ingum þá er þeirri ósk hinna rænu- lausu komið á framfæri hér og nú.    Ein áhugaverðasta uppákoma Listahátíðar hingað til er þó ótví- rætt kvadrófónísk útsending á flutningi Ghostigital og Finnboga Péturssonar á verkinu Radíum. Það var eins og að vera staddur í tjaldi í óveðri uppi á Jökuldalsheiði um hánótt síðsumars að hlusta á þessa útsendingu úr tveimur út- varpsstöðvum í einu, eins og að vera umkringdur af ókennilegum öflum, haldinn truflunum í tauga- kerfinu. Alveg klístruð stemmning yfir því. Ósk hinna rænulausu MENNINGARVITINN5 Þröstur Helgason vitinn.blog.is „Þetta var bara alveg frábær sýn- ing, alveg ótrúleg sýning. Stórkost- legt að við skulum njóta þess að eiga svona frábæran meistara í þessu fagi. Helgi er frábær dansari með mikla fágun í hreyfingum, sem er sjálfsagt innbyggð og honum tekst að koma færni sinni og snilld yfir á dansarana sína. Það eru ekki allir meistarar færir um það. Þó að þú sért frábær meistari, dansari og listamaður þýðir það ekki að þú getir menntað aðra og gert þá svona frábæra. Dansararnir hans eru allir frábærir og bera þess merki að vera nemendur hans. Hann leggur gífurlega alúð við dansarana sína og það er augljóst. Þeir dansa í rauninni eins og Helgi dansaði,“ sagði Nanna að lokinni sýningu San Francisco-ballettsins á völdum verkum Helga Tómassonar, listdansstjóra flokksins. „Mér finnst frábært að sjá hvað hann hefur vaxið sem danshöf- undur. Þetta er sýning „virtúósó“, snillings,“ sagði Nanna, yfir sig hrifin af sýningunni. Hvernig var? Nanna Ólafsdóttir danskennari sá sýn- ingu San Francisco-ballettsins í gær Stórhrifin Nanna Ólafsdóttir dans- kennari. EDEN - HVERAGERÐI Bjarni Jónsson listmálari hefur opnað sína árlegu sýningu í Eden. Sýningin er mjög fjölbreytt og er opin fram á annan í hvítasunnu. Dagskráin í dag  Les Kunz – trúðar og töfrandi tónlist. 6. sýning í félagsheimilinu Valaskjálf kl. 14.  Jón Leifs - Kvartett Kamm- ersveitar Reykjavíkur leikur. Tónleikar í Listasafni Íslands kl. 20  San Francisco ballettinn 2. sýning í Borgarleikhúsi kl. 20.  Cymbeline eftir William Shake- speare. 3. sýning Cheek by Jowl í Þjóðleikhúsinu kl. 20.  Gyðjan í vélinni – viðburður í varðskipi. 3. sýning í varðskipinu Óðni kl. 20. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ................................. listir.blog.is www.listahatid.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.