Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 35 að sá sem öllu ræður taki á móti þér með sama rausnarskap og einkenndi þig. Þinn vinur, Guðmundur Lárusson. Í dag kveð ég góðan vin og fyrr- verandi svila, Hörð Sævaldsson. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 30 árum, er þau Hörður og Ragn- heiður mágkona mín hófu búskap og barneignir. Við áttum sameiginlegt áhugamál, veiðar, aðallega gæsa- og rjúpna- veiðar, þannig að við áttum á næstu árum margar skemmtilegar veiði- ferðir saman. Hörður var um margt sérstakur maður. Eldklár og lifandi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, áhugasamur um margt og drífandi. Skemmtilegur, ræðinn og vel lesinn, sem ekki fór fram hjá samferðafólki. Margar ferðir fórum við saman ásamt félögum Harðar austur í Landeyjar í gæsaveiði, en þar átti Hörður vísan stað við skemmtilega sandtjörn, þar sem gæsir komu venjulega á kvöldin, og lágum við þar tíðum í ljósaskiptunum, þegar sólin var að setjast á vesturhimni og kyrrðin algjör nema einstöku hundgá á bæjum og gæsir að nálgast úr túnum til að hafa næturstað á tjörninni. Trúi ég því, að Hörður hafi notið þessara veiðiferða sérstaklega, með þessa óviðjafnanlegu fjallasýn í fjarska og víðáttu sem Suðurlandið gefur. Eftir að myrkur var skollið á voru gervigæsir tíndar saman og far- angur allur, og veiði, ef heppnin var með, sett í Toyota-jeppann hans Harðar, og síðan haldið heim á leið, þar sem sögur voru sagðar og farið yfir veiðiaðferðir. Einnig átti Hörður rjúpnaveiðilendur ásamt félögum sínum í Borgarfirði, en þangað bauð hann mér með sér og áttum við eft- irminnilega skemmtilegar ferðir þangað. Ekki síður var Hörður áhugasamur um laxveiðar, en segja má að veiðieðlið hafi verið honum sem lífsnæring stóran hluta ársins. Á Skógarströnd áttu Hörður og fjöl- skylda veiðihús með veiðifélögum, og áttum við þar fjölskyldan margar ógleymanlegar stundir með þeim Ragnheiði og Herði, sem alltaf voru tilbúin að taka á móti gestum og veita þeim það besta sem til var. Hörður var áhugasamur um skákí- þróttina, og var á góðum stundum skorað á undirritaðan að taka eina eða svo, en átti oftar en ekki við ofur- efli að glíma, því Hörður var býsna sterkur á taflborðinu. Hörður og Ragnheiður byggðu sér fallegt og rúmgott heimili vestarlega á Sel- tjarnarnesi, og hefur þar alltaf verið gott að koma, sérstaklega elskulegar móttökur þeirra hjóna, sem nutu þess bæði er gesti bar að garði. Margar gleðistundir höfum við fjöl- skyldan fyrr og síðar átt með Herði og Ragnheiði, sem nú syrgir elsku Hörð sinn, sem hún kynntist ung að árum og átti sem besta vin. Hörður var góður og hlýr maður, vinur vina sinna, og sérstaklega um- hyggjusamur við fólkið sitt. Fóru tengdaforeldrarnir ekki varhluta af því, en ég veit að Marteinn tengda- pabbi leit á Hörð sem einn sinn besta vin, og svo er einnig um Sigríði tengdamömmu, sem þótti sérstak- lega vænt um hann. Einnig veit ég, að systur Ragnheiðar sakna nú góðs vinar, sem hægt var að leita til þegar þurfti, enda hann höfuð fjölskyld- unnar. Svo er einnig um börnin mín, en þau kölluðu hann jafnvel á stund- um Hörð pabba. Ég naut þess nú seinni árin, að Hörður leit upp í mig við og við og gerði við það sem aflaga fór, og smíðaði í mig brú. Auðsjáan- legt var að þar fór mikill fagmaður, fumlaus með öllu og skipulagður og agaður í sinni grein. Hörður Sæ- valdsson var maður gleðinnar hvar sem hann kom, vinmargur og vin- sæll. Ég vil í lokin þakka kærum vini samfylgdina við mig og fjölskylduna, sem aldrei hefur borið skugga á. Elsku Ragnheiður og börnin öll. Guð veri með ykkur. Jón Karl Snorrason. Í dag er borinn til grafar vinur okkar og veiðifélagi Hörður Sæ- valdsson. Hörður var vinmargur, og ekki að undra, því þar fór þægilegur og já- kvæður maður sem öllum vildi vel. Vinskapur okkar félaganna nær meira en 30 ár aftur í tímann, og því er margs að minnast á stundu sem þessari. Hörður var mikill veiðimaður bæði til sjós og lands, og jafnvígur á byssu og stöng. Til eru margar skemmti- legar veiðisögur af þessum góða fé- laga okkar, sem ekki verða sagðar á þessari stundu. Veiðiklúbburinn Landsliðið var stofnaður formlega árið 1984, og var Hörður gjaldkeri félagsins frá upp- hafi. Hann mun hafa sagt í gríni á einum af mörgum fundum félagsins að lágmark væri að eiga fyrir einum kransi og flösku af víni til að skála fyrir hinum látna. Það þurfti ekki annað en að láta sér detta í hug að framkvæma eitt- hvað, þá var viðkvæðið hjá Herði „já ég er til í það“, þannig var Hörður. Gjafmildi og væntumþykja eru orð sem koma upp í hugann þegar Harð- ar er minnst, en margir hafa notið umhyggju og liðsinnis þessa ágæta drengs um tíðina. Öll höfum við misst mikið, og þá sérstaklega börn hans, sem hann var stoltur af og talaði fallega um. Ragnheiði og börnum Harðar vottum við okkar dýpstu samúð. Við söknum góðs vinar og félaga. Veiðiklúbburinn Landsliðið. Okkar kæri vinur og félagi til margra ára Hörður Sævaldsson er fallinn frá mjög óvænt. Við, sameig- endur hans að Laxá á Skógarströnd Snæfellsnesi, höfum í gegnum árin átt margar góðar og glaðar stundir á Borgum vestur, veitt saman lax úr ánni, silung úr vötnum, sjóbleikju úr ósnum, legið fyrir gæs á haustin, sumir spilað bridge í bjartri sumar- nóttinni við undirleik náttúrunnar sinfóníu. Hörður var einstakur heiðursmað- ur í orðsins fyllstu merkingu – sögð orð stóðu, handsalað málefni var sem þinglýst. Hörður var hógvær og yf- irvegaður en kom sínum málum fram með ljúfu brosi og rökum. Hörður og Ragnheiður nutu þess að dvelja við veiðar og útiveru á þessum frábæra stað með fjölskyld- unni eða í vinahópi burt frá erilsömu starfi í höfuðborginni. Nú fer í hönd stórkostlegasti tími ársins þegar líf kviknar um allar jarðir, lóa og þröstur þenja brjóst og syngja, hrossagaukurinn dembir sér af himnum ofan og þessi einstaka náttlausa veröld verður til þá kveður þessi góði vinur okkar hann sem naut þessa svo mikið. Við félagar hans kveðjum með söknuði og munum setjast hljóðir niður við ána og hlusta á niðinn og fylgjast með þegar straumurinn líð- ur hjá og sameinast hafinu niður í lóni eins og sál Harðar sameinast al- mættinu. Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur F.h. Veiðifélagsins Laxaborgar, Sigurður G. Steinþórsson. Það er komið að kveðjustund. Kvaddur er Hörður Sævaldsson tannlæknir, sérstakur maður og hollvinur, stjórnarformaður Dental- íu hf. um árabil. Hörður Sævaldsson var gæddur einstakri skapgerð, vinnusamur, ákveðinn og stoltur af sér og sínum. Margbrotinn persónuleiki með mikla þörf fyrir að sýna stuðning sinn í verki. Kröfuharður í návígi þegar því var að skipta. Dugmikill athafna- maður, mannglöggur, vel greindur og með eindæmum kappsfullur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég vík að vináttu okkar Harðar og söknuði að honum flognum. Þökk sé þér fyrir styrk þinn og stuðning í verki og fyrir öll þau ánægjulegu samskipti sem við áttum í leik og starfi. Ég kveð þig með djúpri eft- irsjá. Það var ávallt líf og skerpa í kringum þig og nauðsynlegt að leggja sig allan fram í návist þinni. Eftir öll okkar samskipti stendur nú eftir fjársjóður gagnlegra og góðra minninga. Við Sigríður Ólafsdóttir vottum fjölskyldu Harðar Sævaldssonar og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði kæri vinur. Árni Rafnsson. Látinn er fyrrverandi vinnuveit- andi minn Hörður Sævaldsson. Í tuttugu og fimm ár var ég hans hægri hönd eins og hann sagði. Ekki vorum við nú alltaf sammála en virt- um skoðanir hvort annars. Hann var góður og réttlátur vinnuveitandi. Hörður var afskaplega laginn og góður tannlæknir. Ég sagði gjarnan að fáir færu í fötin hans þegar kæmi að tannúrtökum. Mér fannst alltaf svo flott þegar hann tók endajaxla, hann saumaði líka svo vel. Hann var tryggur sínum kúnnum og taldi það ekki eftir sér að sinna fólki sem var í vanda þótt það væri helgi. Eins var algeng setning „þú borgar bara næst, þetta var svo lítið“. Þótt liðin séu tæp tvö ár síðan ég hætti kom ég við á Tjarnargötunni ef ég átti leið hjá. Mér fannst ég aðeins þurfa að finna lyktina. Að lokum þakka ég Herði sam- fylgdina og bið fjölskyldu hans guðs blessunar á erfiðum tímum. Valgerður Níelsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir og afi, EYMUNDUR KRISTJÁNSSON, Bleikugróf 13, Reykjavík, áður til heimilis á Lundagötu 17B, Akureyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugar- daginn 19. maí nk. 11.00. Börn, systkini og barnabörn. ✝ JÓAKIM SNÆBJÖRNSSON, Meistaravöllum 7, er lést að morgni föstudagsins 11. maí verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 18. maí kl. 11.00 árdegis. Þeim sem vilja minnast Jóakims er bent á Minning- arsjóð KR, sími 510 5300. Tómasína Sólveig Magnúsdóttir, Sigríður Jóakimsdóttir, Kjartan Viðar Sigurjónsson, Jenný Jóakimsdóttir, Árni Þór, Arnar Ingi og Ellert Andri. ✝ Útför ástkærs bróður okkar, mágs og frænda, GUÐMUNDAR HELGA HELGASONAR fyrrverandi sjómanns, Skúlagötu 20, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu í Fossvogi föstudag- inn 18. maí kl. 11.00. Kristinn Vignir Helgason, Jófríður Björnsdóttir, Jane Elvína Dolce, Vigdís Arnone, Jóhann Helgason, Guðrún Einarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS PÁLSDÓTTIR, Barkarstöðum, Miðfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Mel- staðarkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Ragnar Benediktsson, Karl Georg Ragnarsson, María Rós Jónsdóttir, Ásta Pálína Ragnarsdóttir, Magnús Sverrisson, Jenný Karólína Ragnarsdóttir, Hilmar Sverrisson, Margrét Halla Ragnarsdóttir, Jón Gunnarsson, Benedikt Ragnarsson, Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir, Álfheiður H. Árdal, Helga Berglind Ragnarsdóttir, Sigmar Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ HREFNA FRÍMANNSDÓTTIR, Hellissandi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. maí. Hún verður jarðsett frá Ingjaldshóli laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Bollagörðum 67, áður Ytri-Grund, Seltjarnarnesi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 15. maí. Steinunn Felixdóttir, Benedikt Sigurðsson, Jóhanna Felixdóttir, Anna Felixdóttir, Jón Geir Guðnason, Sigmundur Felixson, Sigrún Steinbergsdóttir, Einar Felixson, Guðbjörg Helgadóttir, Felix Felixson, Rebekka Hannibalsdóttir, Örn Felixson, Helga Pálmadóttir, Kjartan Felixson, Þóra Björg Álfþórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Frænka okkar, MAGNEA JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR Grænuhlíð 20, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, miðvikudaginn 9. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Jarðsett var í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Jón Magnússon, Halla Magnúsdóttir, Anna Magnúsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÁÐHILDUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Hlíðarhvammi 11 og Gullsmára 7, Kópavogi, andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún V. Sigurðardóttir, Kristinn Sigurðsson, Ruth Alfreðsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.