Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 23
hjólað í vinnuna
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 23
Heimsferðir bjóða
frábært tilboð á
síðustu sætunum til
Montreal 24. og 31.
maí. Þetta er ein-
stakt tækifæri til að
njóta vorsins og
lífsins í þessari
stórkostlega spenn-
andi borg sem er
önnur stærsta borg
Kanada. Í borginni
mætast gamli og
nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmti-
legan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í
Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitinga-
staða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til
Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg
hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Montreal
Kanada
24. og 31. maí
frá kr. 33.990
Vikuferð - siðustu sætin
Verð kr. 33.990 -
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum. Vikuferð 24.-31. maí
Verð kr. 49.990 - Vikuferð
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði
í 7 nætur, 24. eða 31. maí.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.900.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Flug og gisting í viku
- aðeins kr. 49.990
Nú eru Íslendingar
uppfullir af umhverf-
isvernd en m.v þetta
virðist hún ekki rista
djúpt. Náttúra landsins
á að vera ósnortin en
sælgætisbréf, gos-
flöskur og dagblöð
mega samt liggja út um
allt.
Með sama áfram-
haldi verður ekki gam-
an að ganga um þessa
ósnortnu náttúru, fal-
lega kjarrið flaggar
sælgætisbréfi og á milli
hverrar þúfu hvílir tóm
gosflaska eða áldós.
Víkverja finnst fólk
þurfa að líta sér nær í umhverf-
isverndinni. Auðvitað á náttúran að
vera ósnortin en landið okkar verður
aldrei fallegt ef meðfram hverjum
vegi og götu eru ruslahrúgur og síg-
arettustubbar.
x x x
Víkverji getur ekki beðið eftirreykingarbanninu 1. júní. Vík-
verji þolir ekki að geta ekki farið út
á lífið án þess að þurfa að anda þess-
um eitraða reyk að sér. Fólk má
reykja sig til dauða fyrir Víkverja
meðan það dregur ekki aðra til
dauða með sér.
Víkverji þolir ekki að koma heim
af lífinu angandi af sígarettureyk og
jafnvel með brunagat á fötunum eft-
ir einhvern óvitann sem kann ekki
að fara með þetta eiturspjót.
Það eru ýmsar sög-urnar sem ganga í
þessu þjóðfélagi okkar,
Víkverji heyrði t.d eina
sprenghlægilega um
daginn um fólk sem
hendir dagblöðum í al-
mennar ruslatunnur.
Í stigaganginum hjá
vini Víkverja býr fólk
sem lætur öll dag-
blöðin og bæklingana
renna niður ruslalúg-
una með öðru heim-
ilissorpi þrátt fyrir að í
um mínútu göngu-
fjarlægð sé endur-
vinnslugámar fyrir
dagblöð, fernur og um-
búðir. Víkverji hló mikið yfir þessari
sögu og sagði vin sinn fara með ýkj-
ur, það væri enginn svo latur og vit-
laus að gera þetta. En jú víst er það
satt og vinur Víkverja hafði heyrt
um fleiri sem stunduðu slíkt athæfi.
Fólk heldur víst að það sé endalaust
pláss fyrir rusl á okkar elskulegu
plánetu.
Víkverji varð reyndar vitni að
álíka sóðaskap um daginn þegar
hann var að keyra um götur borg-
arinnar. Þá sá hann koma fljúgandi
út um bílrúðu umbúðir utan af sæl-
gæti og gosi. Víkverji varð svo undr-
andi á þessu athæfi að hann keyrði
næstum á ljósastaur. „Er virkilega
ennþá til fólk sem heldur að með því
að henda rusli á víðavangi þá hverfi
það?“ spurði Víkverji sjálfan sig og
svarið var augljóslega já.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
HÆGT væri að draga verulega úr
umferðarteppu og loftmengun á
höfuðborgarsvæðinu ef borgarbúar
notuðu fætur sína meira. Einkabíl-
anotkun er áberandi meiri í Reykja-
vík en í öðrum borgum á Norð-
urlöndum og jafnvel víðar í Evrópu.
Könnun sem Gallup gerði árið
2002 á ferðavenjum höfuðborg-
arbúa leiddi í ljós að 76% allra ferða
á höfuðborgarsvæðinu eru farin á
einkabíl en könnunin náði til íbúa
eldri en 6 ára. Rétt rúm 19% allra
ferða eru farin hjólandi eða gang-
andi og rétt rúm 4% fara ferða
sinna með strætó.
„Þegar verið er skoða svona
venjur skiptir mestu máli að kanna
hvernig við ferðumst til og frá
vinnu af því að þær ferðir eru farn-
ar á þeim tíma sem álagið er mest á
gatnakerfinu,“ útskýrir Þorsteinn
R. Hermannsson, verkfræðingur
hjá VGK-Hönnun sem hefur unnið
greiningu á könnuninni fyrir
Reykjavíkurborg.
„Könnunin sýndi að 88% ferða í
og úr vinnu eru farin á einkabíl.
Þannig að þó að fólk labbi og hjóli
19% allra ferða fer það ekki þannig
til vinnu. Innan við 8% ganga eða
hjóla til og frá vinnu og innan við 3
prósent fara með strætisvagni.“
Hann bendir á að í þeim hópi séu
ekki börn sem ganga eða hjóla til
skóla né unglingar, sem séu stærsti
notendahópur strætós.
Þrír kílómetrar á korteri
„Okkur þótti áhugavert hversu
stuttar ferðirnar eru,“ heldur Þor-
steinn áfram. „Í ljós kom að með-
allengd ferða til og frá vinnu er rétt
rúmir fjórir kílómetrar en miðað
við gefnar forsendur er tæplega
fjórðungur ferða til vinnu styttri en
1,2 kílómetrar. Þá vegalengd er
hægt að ganga á kortéri.“
Aðspurður segir hann að sam-
kvæmt ákveðinni þumalputtareglu
sé sennilega hægt að hjóla um þrjá
kílómetra innan borgarinnar á
kortéri. „Þá erum við komin með
meirihluta ferða fólks til og frá
vinnu því það eru margir sem búa
innan við þrjá kílómetra frá vinnu
sinni. Þetta sýnir að það eru mjög
mikil tækifæri til að auka hér hlut-
deild vistvænni ferðmáta vegna
þess hversu borgin er lítil og ferð-
irnar stuttar.“
Reykjavík í sérflokki
Þorsteinn bendir á að borið sam-
an við aðrar litlar borgir á Norð-
urlöndum, s.s. Árósa, Þrándheim
eða Óðinsvé sé Reykjavík í sér-
flokki hvað notkun einkabílsins
varðar. Eins og sést á stöplaritinu
er hlutfall ferða sem farnar eru
gangandi, hjólandi eða með al-
menningssamgöngum lægst í
Reykjavík sé borið saman við
evópsku borgirnar.
!! "
#
"
$
%
&
'
&
()
*!
#+
Meirihluti borgarbúa í göngu-
eða hjólafæri frá vinnu
Morgunblaðið/Golli
Hjólreiðar Fleiri borgarbúar gætu notað tvo jafnfljóta til vinnu en raun er.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn