Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 39
Aðalsafnaðarfundur
Hjallasóknar í Ölfusi.
Verður í Þorláksk irkju, fimmtudaginn 24. maí, kl. 20:00.
Hjallasókn er sókn þeirra sem eiga kirkjugöngu
í Þorlákskirkju og Hjallakirkju í Ölfusi.
Dagskrá:
1. Gerð verður grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á
liðnu starfsári.
2. Reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár afgreiddir.
3. Greint verður frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar.
4. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til
4ra ára.
5. Kosning tveggja endurskoðenda sóknar og kirkjugarðs og
varamanna þeirra.
6. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
7. Önnur mál.
Sóknarnefnd Hjallasóknar
KIRKJUSTARF
Kirkjudagur aldraðra
EINS og undanfarin ár er uppstign-
ingardagur kirkjudagur aldraðra í
kirkjum landsins. Þá er eldri borg-
urum og fjölskyldum þeirra boðið
sérstaklega til guðsþjónustu. Aldr-
aðir taka virkan þátt í guðsþjónust-
unni með söng og upplestri. Þarna
gefst fjölskyldum tækifæri til að
eiga hátíðarstund saman í kirkj-
unni sinni og á eftir er boðið upp á
gómsætar veitingar. Í nokkrum
kirkjum eru sýningar á verkum
sem eldri borgarar hafa unnið í
vetrarstarfinu. Útvarpsguðsþjón-
usta þennan dag verður frá Há-
teigskirkju. Ellimálanefnd Þjóð-
kirkjunnar hvetur alla til að koma í
kirkju á uppstigningardag. Þar
geta þeir kynnt sér það sem er í
boði fyrir eldri borgarana og notið
dagsins með þeim.
Uppstigningardagur
í Hallgrímskirkju
HÁTÍÐARMESSA kl. 11. Sr. Bára
Friðriksdóttir predikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hró-
bjartssyni, Magneu Sverrisdóttur,
Margréti Hróbjartsdóttur og fjór-
um konum sem taka þátt í opnu
húsi í Hallgrímskirkju vikulega.
Hópur úr Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur og leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti verður
Björn Steinar Sólbergsson.
Drengjakór Dómkirkjunnar í
Niðarósi syngur í messunni, en kór-
inn verður með tónleika kl. 17 í
kirkjunni. Eftir messu verður farið
í safnaðarferð með eldri borgurum.
Ferðinni verður heitið í Reykholt í
Reykholtsdal. Þar mun sóknar-
presturinn sr. Geir Waage segja frá
sögu staðarins. Á Hótel Glym verð-
ur snæddur hádegisverður en síð-
degiskaffi í Reykholti. Tónleikar
Drengjakórsins frá Niðarósi hefjast
kl. 17, en Drengjakór Reykjavíkur í
Hallgrímskirkju syngur í upphafi
tónleikanna og býður gestina vel-
komna. Norski drengjakórinn er
einn þekktasti drengjakór á
Norðurlöndum. Söngstjóri er Björn
Moe. Drengjakórinn mun einnig
syngja í norskri messu í Dómkirkj-
unni kl. 14, en hún er haldin í tilefni
þjóðhátíðardags Norðmanna, sem
er 17. maí. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis.
Uppstigningardagur
í Kópavogskirkju
GUÐSÞJÓNUSTA verður kl. 14 á
uppstigningardegi, kirkjudegi aldr-
aðra. Sr. Stefán Lárusson, fyrrver-
andi sóknarprestur, predikar og
sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sigur-
geirsson þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur og leiðir
safnaðarsöng. Organisti Julian
Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu
verður öllum kirkjugestum boðið til
samveru í safnaðarheimilinu Borg-
um þar sem einnig verður boðið
upp á veitingar. Allir eru hjartan-
lega velkomnir.
Guðþjónusta
í Keflavíkurkirkju
FIMMTUDAGINN 17. maí, upp-
stigningardag, kl. 14 verður guðs-
þjónusta í Keflavíkurkirkju. Sr.
Björn Jónsson predikar og sr. Skúli
S. Ólafsson og Ólafur Skúlason
þjóna fyrir altari. Eldeyjarkórinn
syngur. Að athöfn lokinni verður
myndlistarsýning Sossu opnuð með
dagskrá þar sem dr. Gunnar Krist-
jánsson flytur erindi um verk lista-
mannsins.
Dagur aldraðra
í Laugarneskirkju
Í MÖRGUM kirkjum hefur upp-
stigningardagur á síðari árum ver-
ið gerður að degi aldraðra og er
það vel um leið og við minnumst
uppstigningar Jesú Krists til
himna. Hátíðarmessa tileinkuð
öldruðum verður í Laugarnes-
kirkju á uppstigningardag kl. 14.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir predikar
og þjónar í messunni ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni, meðhjálpara,
þjónustuhópi kirkjunnar, Gunnari
Gunnarssyni organista og kór
Laugarneskirkju. Að messunni lok-
inni býður sóknarnefnd kirkjunnar
upp á tertusneið og notalegan og
samfélagseflandi kaffisopa. Umsjón
hefur Gunnhildur Einarsdóttir
kirkjuvörður. Þegar flestir hafa
rennt tertunni niður mun Gunnar
Gunnarsson organisti, setjast við
flygilinn og við tökum saman
nokkra gamla, góða og hressandi
íslenska vor- og sumarsöngva.
Eldri borgarar, aðstandendur
þeirra og að sjálfsögðu allir aðrir
eru velkomnir og hvattir til að fjöl-
menna.
Hátíðarguðsþjónusta
í Grafarvogskirkju
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð-
ur í Grafarvogskirkju kl. 14. Séra
Ólöf Ólafsdóttir, fyrrv. prestur á
Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Predik-
unarefni séra Ólafar er öldungar
Biblíunnar. Prestar safnaðarins
þjóna fyrir altari; sr. Vigfús Þór
Árnason, sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir, sr. Bjarni Þór Bjarnason og
sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Kór
Grafarvogskirkju syngur, ein-
söngvari er Sigurður Skagfjörð.
Organisti Gróa Hreinsdóttir. Kaffi
og veitingar í boði sóknarnefndar
og Safnaðarfélags Grafarvogs-
kirkju.
Dagur eldri borgara
í Háteigskirkju
UPPSTIGNINGARDAGUR er
gjarnan helgaður eldri borgurum í
kirkjum landsins. Í Háteigskirkju
er unnið fjölbreytt og öflugt starf
meðal eldri borgara. Boðið er upp á
opið hús þrisvar í viku auk ann-
arrar samveru. Á opnu húsi er
gjarnan tekið í spil, stundum sungið
og gert ýmislegt til skemmtunar.
Að venju verður messa í Háteigs-
kirkju á uppstigningardag kl. 11.
Messan er sérstaklega helguð eldri
borgurum. Gerðubergskórinn mun
koma fram og syngja. Boðið verður
upp á léttan hádegisverð að messu
lokinni. Allir eru velkomnir.
Uppstigningardagur
í Árbæjarkirkju
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA kl. 14.
Kirkjukórinn leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn organistans
Krisztina Szklenár. Sr. Þór Hauks-
son þjónar fyrir altari og predikar.
Karlakórinn Stefnir syngur. Aldr-
aðir lesa ritningarlestra. Handa-
vinnusýning frá félagsstarfi aldr-
aðra í kirkjunni. Hátíðarveisla í
boði Soroptimistafélags Árbæjar í
safnaðarheimili kirkjunnar. Viljum
við hvetja aldraða til að koma og
eiga gott samfélag í kirkjunni. Við
minnum á safnaðarferð í Þórsmörk
sunnudaginn 20. maí. Lagt af stað
frá kirkjunni klukkan 9 árdegis.
Dagur aldraðra
í Digraneskirkju
Á UPPSTIGNINGARDEGI er
messa helguð eldri borgurum í
Digraneskirkju og hefst hún kl. 14.
Þessi messa er árlegur viðburður
og er annað hvert ár í Digranes-
kirkju en hitt árið í Hjallakirkju.
Þetta er samvinnuverkefni Digra-
nes-, Hjalla- og Lindasókna. Að
þessu sinni verður messan með
gamla laginu, Sigfúsartón, og öll
þjónusta samkvæmt Helgisiðabók
frá 1934 sem eldra fólk ólst upp við.
Sr. Sigurður Pálsson, fyrrum sókn-
arprestur í Hallgrímsprestakalli,
predikar en sr. Gunnar Sig-
urjónsson og sr. Magnús B. Björns-
son þjóna fyrir altari. Kór Digra-
neskirkju syngur og organleikari
verður Kjartan Sigurjónsson. Að
messu lokinni er öllum boðið til
kaffiveitinga í safnaðarsal.
Eldri borgarar
í Hafnarfjarðarkirkju
ELDRI borgurum verður sérstak-
lega boðið til guðsþjónustu í
Hafnarfjarðarkirkju á uppstigning-
ardag 17. maí nk. og veglegs kaffi-
samsætis eftir hana í Hásölum safn-
aðarheimilisins Strandbergs, svo
sem tíðkast hefur lengi á þessum
kirkjudegi. Guðsþjónustan hefst kl.
14 ( ath. tímann). Reynt verður að
greiða götu eldri borgara til og frá
kirkju, en vel fer á því að yngri ætt-
menn og vinir sæki kirkju með
þeim á þessum degi. Rúta fer frá
Höfn og Sólvangshúsum kl. 13.30
og ekur þaðan að kirkju og síðan
þangað aftur síðar um daginn. Báð-
ir prestar kirkjunnar, sr. Gunnþór
Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimis-
son, þjóna í guðsþjónustunni. Þóra
Björnsdóttir syngur einsöng í kirkj-
unni og einnig í kaffisamsætinu í
Hásölum Strandbergs. Þar mun
Hjörtur Howser leika létta tónlist
og sumarlög á Friðriksflygilinn og
fleira skemmtilegt verður á boð-
stólum. Fjölmargir hafa síðastliðin
ár sótt guðsþjónustu í Hafnarfjarð-
arkirkju á uppstigningardegi og
notið þess að vera í veislunni sem
henni fylgir og þess er vænst að svo
verði einnig nú.
Nýkjörinn alþingis-
maður predikar
í Bústaðakirkju
UPPSTIGNINGARDAGUR er dag-
ur aldraðra í kirkjunni. Þá eru aldr-
aðir sérstaklega boðnir velkomnir
til messu og þátttöku í helgihald-
inu. Í Bústaðakirkju verður guðs-
þjónusta klukkan 14. Þar predikar
Ellert B. Schram, nýkjörinn alþing-
ismaður. Áslaug Brynjólfsdóttir og
Sigrún Sturludóttir lesa bænir og
ritningarlestra. Glæðurnar, kór
Kvenfélags Bústaðakirkju, syngja
undir stjórn Arnhildar Valgarðs-
dóttur. Organisti er Renata Ivan og
einsöngvari Erla Berglind Einars-
dóttir. Eftir messu verður opnuð
sýning í safnaðarheimili á munum
úr starfi aldraðra í vetur. Stór hóp-
ur hefur tekið þátt í starfinu í vetur
og þar hefur verið komið saman til
handavinnu, gripið í spil eða
dægurmálin skeggrædd. Veislu-
borð verður framreitt og öldruðum
boðið upp á veitingar meðan þeir,
sem yngri eru, greiða fyrir sig. Það
er von okkar að sem flestir sjái sér
fært að taka þátt í messunni og að
hin yngri aðstoði aldraða að komast
til kirkju.
Uppstigningardagur
í Selfosskirkju
Á UPPSTIGNINGARDAG, 17. maí,
verður sungin messa í Selfosskirkju
kl. 11. Ágústa Skúladóttir, Kjartan
T. Ólafsson, Ólafur Ólafsson og
Hjörtur Þórarinsson lesa ritningar-
orð. Sóknarprestur þjónar fyrir alt-
ari og predikar. Kirkjukórinn syng-
ur undir stjórn organistans, Jörgs
E. Sondermanns. Eldri borgarar
boðnir sérstaklega velkomnir. Létt-
ur hádegisverður í safnaðarheimil-
inu eftir athöfnina.
Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja
V i n n i n g a s k r á
3. útdráttur 16. maí 2007
Harley Davidson
+ 3.000.000 kr. (tvöfaldur)
3 2 0 3 0
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 4 7 5 9 4 2 5 1 0 6 0 8 3 6 7 0 2 5 1
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
9434 13357 26208 37171 49054 68430
12737 23199 35832 41522 52279 71184
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
2 0 9 1 1 2 7 9 5 1 8 6 0 7 2 8 0 9 6 4 5 4 1 9 5 5 1 2 6 6 3 8 8 7 7 5 3 6 5
2 7 2 6 1 3 0 9 4 2 0 2 0 5 3 2 9 4 0 4 6 0 4 2 5 5 2 8 8 6 4 5 1 0 7 5 4 8 7
3 4 9 1 1 4 1 7 2 2 0 6 2 8 3 3 0 4 4 4 6 3 8 3 5 6 0 5 1 6 4 9 5 9 7 5 9 7 2
3 7 3 9 1 4 3 5 0 2 1 4 8 3 3 3 1 5 2 4 6 3 9 0 5 6 1 7 3 6 5 7 6 2 7 7 2 2 3
3 8 1 5 1 5 8 8 5 2 2 4 0 0 3 3 5 0 2 4 6 8 0 0 5 6 7 5 6 6 7 2 3 9 7 7 3 6 5
4 4 9 2 1 6 9 1 1 2 2 9 9 0 3 4 8 0 6 4 8 9 4 6 5 7 4 0 8 6 7 9 3 0 7 8 2 2 5
5 5 0 0 1 7 2 4 6 2 3 2 6 9 3 5 4 3 4 4 9 1 8 9 5 8 1 7 1 6 8 1 4 9 7 8 9 7 8
5 8 8 7 1 7 3 3 6 2 6 0 7 9 3 6 4 2 0 5 0 9 5 3 5 8 6 6 5 6 9 5 8 6 7 9 0 9 0
6 1 3 7 1 7 4 5 6 2 6 2 7 1 3 9 1 2 9 5 1 0 1 2 5 8 8 3 9 7 2 1 2 4 7 9 1 5 6
8 3 1 0 1 7 5 2 9 2 6 8 0 4 4 0 8 4 8 5 1 7 2 1 5 9 8 1 4 7 2 3 4 8
9 3 6 9 1 7 5 6 5 2 7 5 0 1 4 1 7 7 7 5 2 7 7 7 5 9 9 8 5 7 3 5 8 8
1 0 3 0 0 1 7 6 5 1 2 7 7 0 5 4 1 8 5 7 5 3 8 2 9 6 2 2 9 0 7 4 9 0 2
1 2 1 8 0 1 8 2 3 6 2 8 0 0 7 4 4 3 9 4 5 5 0 9 9 6 3 8 7 1 7 5 2 3 0
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
7 8 8 1 0 2 5 9 2 1 4 2 0 3 1 0 5 1 4 2 1 2 9 5 2 4 1 5 6 4 8 3 4 7 3 2 1 8
9 4 1 1 1 1 5 4 2 1 8 1 4 3 1 2 8 8 4 2 5 3 8 5 2 7 7 3 6 5 5 8 7 7 3 3 5 1
1 1 4 6 1 1 5 7 1 2 1 8 8 9 3 1 5 1 7 4 2 6 2 0 5 3 3 3 0 6 5 6 5 2 7 3 5 3 2
1 2 2 0 1 2 2 5 3 2 2 3 4 2 3 2 2 6 0 4 2 9 4 7 5 3 4 6 5 6 5 7 7 0 7 3 5 6 2
1 9 0 5 1 2 5 7 8 2 2 5 5 3 3 2 5 7 2 4 3 8 1 5 5 3 5 3 6 6 6 2 6 0 7 3 8 3 6
2 1 3 9 1 2 9 2 1 2 2 6 5 9 3 2 6 4 0 4 3 9 8 9 5 4 0 4 9 6 6 4 3 7 7 4 5 5 8
2 2 5 8 1 2 9 2 4 2 2 8 3 0 3 3 0 8 5 4 4 0 8 0 5 5 1 9 6 6 6 5 7 1 7 5 1 8 6
2 3 0 4 1 3 4 1 6 2 3 1 0 7 3 3 1 3 0 4 4 4 5 0 5 5 3 5 1 6 6 6 0 4 7 5 3 7 8
2 3 8 0 1 3 9 7 4 2 3 5 4 3 3 3 1 3 7 4 4 7 9 7 5 5 3 6 2 6 6 7 9 8 7 5 7 5 0
2 4 6 7 1 4 0 4 1 2 3 8 9 3 3 3 1 5 1 4 5 3 1 5 5 5 5 6 1 6 6 9 8 6 7 5 8 3 8
2 9 2 3 1 4 1 0 9 2 4 2 2 4 3 3 3 4 5 4 5 4 1 1 5 6 2 8 9 6 7 2 5 5 7 6 1 0 6
3 0 0 2 1 4 1 1 1 2 5 1 4 5 3 3 6 2 2 4 6 0 3 1 5 6 5 0 4 6 7 5 5 6 7 6 5 9 9
3 5 1 2 1 4 1 9 4 2 5 2 4 0 3 3 8 7 6 4 6 2 8 4 5 6 9 3 6 6 7 6 1 0 7 6 8 4 5
3 5 3 2 1 5 5 5 0 2 5 3 1 0 3 4 5 7 9 4 6 8 8 1 5 7 3 2 3 6 7 7 7 2 7 7 0 8 1
3 5 3 4 1 5 6 9 6 2 5 9 4 5 3 4 5 9 3 4 7 0 6 3 5 7 7 5 6 6 8 5 0 4 7 7 1 3 2
3 5 3 7 1 6 7 1 6 2 6 1 7 8 3 4 7 7 2 4 7 3 8 6 5 8 4 6 5 6 9 1 1 5 7 7 1 3 6
3 9 5 0 1 7 2 5 9 2 7 4 8 6 3 4 7 8 3 4 7 7 6 8 5 9 0 3 4 6 9 1 7 8 7 7 2 3 2
4 4 6 8 1 7 5 0 7 2 7 6 1 6 3 5 1 0 4 4 7 8 7 2 5 9 0 4 4 6 9 4 0 4 7 7 4 5 4
4 5 6 9 1 8 2 8 0 2 8 3 2 5 3 5 8 1 5 4 7 8 7 5 6 0 6 9 6 6 9 5 1 5 7 7 7 8 4
4 7 1 9 1 8 5 9 0 2 8 3 7 1 3 7 7 4 7 4 8 0 1 2 6 1 3 4 0 7 0 4 6 2 7 8 0 1 7
4 9 4 1 1 9 0 3 6 2 8 4 0 1 3 7 8 4 8 4 8 3 7 5 6 1 8 6 7 7 0 5 3 9 7 8 1 6 5
5 8 9 1 1 9 3 0 3 2 8 4 0 9 3 7 9 3 1 4 8 8 0 9 6 1 9 3 1 7 0 5 9 5 7 8 5 4 7
6 3 1 4 1 9 3 5 3 2 8 4 3 2 3 8 1 0 3 4 9 1 0 1 6 1 9 5 7 7 0 7 1 5 7 8 5 8 0
6 4 9 8 1 9 8 2 0 2 8 7 3 4 3 8 1 1 0 4 9 4 4 9 6 3 0 5 7 7 1 4 6 8 7 8 6 2 5
7 2 9 8 1 9 8 7 3 2 8 9 4 1 3 8 5 2 4 4 9 5 4 9 6 3 1 8 1 7 1 6 2 2 7 9 0 0 7
8 2 2 3 2 0 0 8 1 2 9 7 0 9 3 8 5 9 5 4 9 5 6 3 6 3 4 8 6 7 1 7 3 3 7 9 9 4 6
8 4 1 6 2 0 4 6 8 2 9 8 3 7 3 9 0 9 3 4 9 6 8 9 6 3 8 1 8 7 2 2 2 4
8 5 5 1 2 0 7 1 4 2 9 8 7 6 4 0 2 4 8 5 0 7 9 5 6 3 9 9 0 7 2 4 9 4
8 6 2 6 2 0 8 9 1 2 9 9 5 4 4 0 5 3 5 5 0 8 0 9 6 4 6 0 1 7 2 5 3 8
9 0 7 9 2 0 9 9 7 3 0 5 5 5 4 0 7 2 9 5 1 1 6 5 6 4 6 7 3 7 2 6 9 4
9 5 0 3 2 1 1 6 7 3 0 8 9 9 4 1 9 0 1 5 1 4 7 9 6 4 7 6 6 7 2 8 8 0
9 8 2 1 2 1 1 9 4 3 0 9 1 7 4 2 0 8 4 5 2 3 6 8 6 4 7 8 8 7 3 1 1 9
Næstu útdrættir fara fram 24. maí & 31. maí 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is