Morgunblaðið - 17.05.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2007 49
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Fyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
FÖSTUDAGINN 18. MAÍ KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Andre de Ridder
Einsöngvarar ::: Hanna Dóra Sturludóttir,
Merryn Gamba, Clemens Löschmann,
Tom Raskin, Sebastian Noack,
Jeremy Carpenter, Christian Tschelebiew
og Davíð Ólafsson
tónleikar á listahátíð í háskólabíói
Víröld fláa
í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.00.
Hafliði Hallgrímsson kynnir verk
kvöldsins. Boðið verður upp á súpu
og kaffi. Aðgangseyrir er 1.200 kr.
tónleikakynning
vinafélagsins
Hafliði Hallgrímsson ::: Die Wält der Zwischenfälle
„gæti orðið á óperusviðinu það sem
Beðið eftir Godot er í leikhúsheiminum
– klassískt absúrverk!“
Þannig fagnaði einn gagnrýnandi óperu Hafliða
Hallgrímssonar Die Wält der Zwischenfälle eftir
frumsýninguna í Lubeck árið 2004.
Nú fáum við loks tækifæri til að kynnast verkinu
í tónleikaflutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Guðjón Bergmann heldur fyrirlestur
um fyrirgefninguna
í kvöld kl. 20.00 á Grand hótel.
Aðgangseyrir: 3.000 kr.
Tilboð: Aðgangur, samnefnd bók
og bolur á 4.500 kr.
Skráning á www.gbergmann.is
Fyrirgefningin á uppstigningadag
LAUGARDAGINN 19. MAÍ KL. 17.00
Pablo Casals ::: O Vos Omnes
Henri Tomasi ::: Fanfares liturgiques (extrait de Miguel Manara)
Modest Mussorgsky ::: Myndir á sýningu
(útsett fyrir málmblásarasveit af Elgar Howarth)
Málmblásarahópur ásamt slagverksleikurum
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri ::: Anthony Plog
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír
Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is
kristall, kammertónleikar í listasafni íslands
Myndir
á sýningu
í Listasafninu
miðaverð ::: 1.500 kr.
Kvikmyndahátíðin hér í Can-nes var opnuð formlega ígær með sýningu mynd-
arinnar My Blueberry Nights.
Myndin er fyrsta mynd kínverska
leikstjórans Wong Kar Wai á enska
tungu en hann er alls ekki
ókunnugur kvikmyndahátíðinni.
Þetta er í fjórða sinn sem hann á
mynd í keppninni og hefur einu
sinni unnið Gullpálmann eftirsótta.
Auk þess var Kar Wai formaður
dómnefndarinnar í fyrra.
Það er greinilegt á öllu að Frakk-ar eru ekki að halda þessa há-
tíð í fyrsta sinn. Öll dagskráin í gær
gekk sem smurð vél, engar seink-
anir urðu á sýningum og blaða-
mannafundum og þrátt fyrir vopna-
leitir við alla innganga og grams
ókunnugra eftirlitsmanna í tösk-
unni manns virðast allir komast á
réttan stað á réttum tíma … svona
allavega ennþá. Kannski á ekki að
hrósa happi of snemma.
Mannlífið hér er ekki síður
skemmtilegt áhorfs en bíómynd-
irnar sem í boði eru. Mest ber á
blaðamönnum og ljósmyndurum af
öllum stærðum og gerðum, af öllum
(báðum) kynjum og frá flestum
heimsálfum. Dagurinn í gær hófst á
biðröð fyrir utan bíósal kenndan
við franska tónskáldið Claude De-
bussy. Til dægrastyttingar mátti
hlýða á upprifjanir tveggja danskra
blaðamanna á ævintýrum nætur-
innar, en næturgalsinn var ekki al-
veg runninn af þeim. Tilgangur bið-
arinnar var að komast á
heimsfrumsýningu opnunarmynd-
arinnar áðurnefndu. Svo mikil
heimsfrumsýning var þetta að
meira að segja aðalleikarar mynd-
arinnar, Norah Jones og Jude Law,
höfðu ekki enn séð myndina þegar
blaðamannafundur brast á eftir
sýninguna.
Margt var skrafað, spurt ogsvarað á fundunum. Sumt
misgáfulegt, annað áhugavert, eins
og gengur. Viðstaddir voru áhuga-
samir um koss aðalleikaranna, en
Kar Wai sagðist hafa þurft að leita
liðsinnis hjá leikurunum til að kom-
ast að því hvernig kossar væru við-
eigandi hér á Vesturlöndum fyrir
þá stemningu sem hann vildi ná
fram. Norah Jones var mikið spurð
út í þennan nýja starfsferil sinn en
hún er sem kunnugt er þekktari
fyrir hæfileika sína á sviði tón-
smíða, hljóðfæraleiks og söngs.
Hún sagðist ekki hafa nein áform
um áframhaldandi samstarf við
leiklistargyðjuna enda væri langt
tónleikaferðalag framundan. Kar
Wai sagðist hafa ráðlagt Jones að
leika sem minnst heldur bara vera
hún sjálf. „Eina skiptið sem ég
þurfti að biðja hana að leika var
þegar hún þurfti að gráta í mynd-
inni. Hún bað mig um nokkrar mín-
útur til undirbúnings, mætti svo til
leiks og grét eins og hetja. Eftir
fyrstu tökur á atriðinu spurði hún
samstundis: „Viltu að ég gráti
meira?““ sagði Kar Wai sem sýni-
lega var ánægður með aðal-
leikkonu sína.
Jones stóð sig ágætlega í aðal-
hlutverki myndarinnar en leið tals-
vert fyrir færni samleikara sinna,
með þau Natalie Portman og David
Strathairn í broddi fylkingar. Port-
man er án efa ein hæfileikaríkasta
leikkona samtímans.
Í dómnefndinni í ár eru níu mannsen breski leikstjórinn Stephen
Frears (The Queen) skipar forsæti
nefndarinnar. Kínverska leikkonan
Maggie Cheung (In the Mood For
Love), tyrkneski rithöfundurinn og
nóbelsverðlaunahafinn Orhan Pa-
muk, portúgalska leikkonan og
leikstjórinn Maria De Medeiros
(Pulp Fiction), máritaníski leik-
stjórinn Abderrahmane Sissako (En
attendant le bonheur), ástralska
leikkonan Toni Collette (Muriel’s
Wedding, Little Miss Sunshine),
franski leikarinn Michel Piccoli,
ítalski leikstjórinn Marco Bellocc-
hio og kanadíska leikkonan og leik-
stjórinn Sarah Polley (Don’t Come
Knocking, Go!) hjálpa svo Frears að
ákveða hvaða mynd af þeim 22 sem
í keppninni eru hlýtur Gullpálmann
annan sunnudag. Frears var mið-
punkturinn enda forsetinn sjálfur.
Hann sagðist þó ekki ætla að beita
samdómara sína heraga í starfi né
ráðskast nokkuð með hvernig þau
komi til með að bera sig að við
áhorf á myndirnar 22 „enda er
þetta allt fullorðið og vel sjálf-
bjarga fólk“.
Cheung var þó greinilega í miklu
uppáhaldi hjá mörgum viðstöddum,
sérstaklega kínverskum blaða-
mönnum eins og gefur að skilja en
þeir voru eflaust margir viðstaddir
vegna frumsýningar landa síns fyrr
um morguninn. Cheung var þaul-
spurð út í vinskap sinn við Kar Wai,
en þau eru gamlir vinir og sam-
starfsfélagar, og hún spurð hvort
vinskapurinn hefði ekki áhrif á nið-
urstöðu dómnefndarinnar. Cheung
svaraði því til að allir væru vinir í
Cannes og gæði myndanna réðu því
hverjir hlytu verðlaunin.
Mjög svo málglaður kollegiminn frá Los Angeles var
sessunautur minn á blaðamanna-
fundinum. Hann fór samstundis að
tala um Björk Guðmundsdóttur
þegar hann komst að því hverrar
þjóðar ég væri.
„Ég féll algerlega fyrir henni
þegar hún kom á hátíðina með Dan-
cer in the Dark,“ sagði blaðamað-
urinn. Hann bætti við að hann teldi
það vera þreytandi að vera frá Ís-
landi og þurfa sífellt að vera að
svara spurningum um Björk. Ég
sagði að við teldum það sjaldnast
eftir okkur enda stolt af okkar
konu.
„Æ, ég er bara orðinn svo þreytt-
ur á að fólk spyrji mig um Bruce
Springsteen, en ég er líka frá New
Jersey. Ég meina það er ekki eins
og við förum í mat hvor til annars
bara vegna þess að við erum frá
sama stað!“
„Viltu að ég gráti meira?“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Stjörnur Norah Jones og Jude Law stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
FRÁ CANNES
Birta Björnsdóttir
» Svo mikil heims-frumsýning var þetta
að meira að segja aðal-
leikarar myndarinnar,
Norah Jones og Jude
Law, höfðu ekki enn séð
myndina þegar blaða-
mannafundur brast á
eftir sýninguna.
birta@mbl.is