Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 27
MINNINGAR
✝ Erla MargrétÁsgeirsdóttir,
verslunarmaður og
saumakennari,
fæddist á Flateyri
við Önundarfjörð
29. október 1928.
Hún andaðist á dval-
arheimilinu Grund
11. maí síðastliðinn.
Foreldrar Erlu voru
Jensína Hildur Ei-
ríksdóttir húsmóðir,
f. 18.3. 1887, d. 11.2.
1947, og Ásgeir
Guðnason, kaup-
maður og útgerðarmaður á Flat-
eyri, f. 15.8. 1884, d. 23.11. 1973.
Systkini Erlu: Guðni, f. 2.3. 1914,
d. 26.5. 1966. Hörður, f. 27.12.
1915, d. 23.10. 1982. Gunnar, f. 7.6.
1917, d. 7.7. 1991. Sigríður Jó-
hanna, f. 19.4. 1919, d. 21.3. 1996.
Eiríkur, f. 1.7. 1921, d. 13.10. 1983.
Ebenezer Þórarinn, f. 15.5. 1923,
d. 8.10. 1997. Snæbjörn, f. 27.4.
1931.
Erla gekk að eiga Baldur
Sveinsson kennara 13.5. 1950.
Hann fæddist í Reykjavík 4.4.
1929, d. 25.5. 2000. Foreldrar
Baldurs voru Sveinn Gunn-
laugsson skólastjóri, f. 17.5. 1889,
er Emil, Helga Margrét, læknir, f.
10.5.1979, sambýlismaður hennar
er Baldvin Þór Bergsson frétta-
maður, og Benedikt, BS í véla-
verkfræði, f. 20.7. 1984, unnusta
hans er Helga Björk Pálsdóttir
nemi. 3) Sveinn Ásgeir, f. 21.7.
1956, rafvirkjameistari, kvæntur
Eddu Gunnarsdóttur fram-
kvæmdastjóra, f. 19.8. 1957. Börn
þeirra eru Hildur viðskiptafræð-
ingur, f. 22.4. 1981, sambýlis-
maður hennar er Halldór Gunn-
laugsson viðskiptafræðingur,
Ragna nemi, f. 4.2. 1986, unnusti
hennar er Ragnar Sverrisson
nemi, og Sævar nemi, f. 17.1.1989.
Erla Margrét bjó á Flateyri
fram til 1959 þegar hún flutti með
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur.
Erla stundaði tónlistarnám í
Reykjavík á unglingsárunum og
síðar stundaði hún nám við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Hún
vann við verslun föður síns á Flat-
eyri en eftir að hún flutti til
Reykjavíkur starfaði hún hjá
Gunnari Ásgeirssyni hf., kenndi á
saumavélar og rak um tíma versl-
un fyrirtækisins við Laugaveginn.
Útför Erlu verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.
d. 3.5. 1981, og Sigríð-
ur Oddný Benedikts-
dóttir organisti, f.
12.8. 1888, d. 6.3.
1957.
Erla og Baldur
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Hilmar, f.
9.6. 1952, lögmaður.
Sambýliskona hans er
Guðrún Nanna Guð-
mundsdóttir kennari,
f. 10.3. 1953. Dóttir
Hilmars og Hrafnhild-
ar Skúladóttur er
Anna Rut nemi, f.
26.11. 1984, sambýlismaður hennar
er Elías S. Jónsson smiður. Stjúp-
börn Hilmars eru Íris Björnsdóttir
læknaritari, f. 27.10. 1974, sambýlis-
maður hennar er Freyr Berg-
steinsson forritari, þeirra börn eru
Breki, Katla og Svava, og Egill
Björnsson skrifstofumaður, f. 2.5.
1980, sambýliskona hans er Sóley
Árnadóttir skrifstofumaður. 2) Sig-
ríður Lillý, f. 8.6. 1954, eðlisfræð-
ingur, framkvæmdastjóri, gift Skúla
Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni, f.
15.12. 1953. Börn þeirra eru Erla
lögfræðingur, f. 27.4. 1975, gift
Ólafi Ragnari Helgasyni, jarðeðlis-
og tölvunarfræðingi, sonur þeirra
Að eignast Erlu sem tengdamóður
er ein mesta gæfa lífs míns. Hver
stund með henni gerði mig að betri
manneskju því Erla gaf alltaf af sér
góða strauma og jákvætt viðhorf til
alls. Allt mitt líf verð ég henni þakklát
og á sama hátt verð ég henni þakklát
fyrir allt sem hún gerði fyrir börnin
okkar. Erla var fíngerð kona með
mikinn persónuleika sem einkenndist
af umhyggju og ríkri kímnigáfu. Gleði
og hlátur fylgdu henni alls staðar.
Hún hafði áhuga á fólki og naut þess
að hjálpa, leiðbeina og miðla öllu sem
hún átti. Henni var annt um þá sem
minna máttu sín og gerði það sem hún
gat til að bæta úr á einhvern hátt. Eitt
fjölmargra dæma er þegar hún, af ein-
lægri umhyggju gerði síðustu ár
ömmu minnar léttari með nærveru
sinni, sem var ómetanlegt. Erla var
metnaðarfull í öllum verkum og hafði
skemmtilegt keppnisskap. Hún var
frjó í sköpun sinni og sá auðveldlega
fyrir sér aðferðirnar og efniviðinn.
Hún töfraði fram listaverk með
saumavélina sem verkfæri, dýrindis
kjóla eða örsmá dúkkuföt. Hún var
snillingur í að nýta hluti á hugmynda-
ríkan hátt. Hún saumaði nýtískuleg
föt úr gömlum eða fann á háaloftinu
efnisafganga og saumaði öskudagsföt
fyrir börnin á örskotsstundu sem
gladdi þau mikið. Margir leituðu til
hennar með verkbeiðnir og sama
hversu annríkt hún átti, þá uppfyllti
hún ávallt óskir allra. Oft greip hún
gítarinn og söng með börnum okkar
og Baldur spilaði á nikkuna. Erla var
mjög fim og liðug. Sem unglingur æfði
hún fimleika og oft tók hún flottar fim-
leikaæfingar á stofugólfinu við aðdáun
barnanna. Hún naut þess að dansa og
þau Baldur voru glæsilegt danspar á
dansgólfinu. Erla og Baldur heitinn
voru samrýnd hjón, hann var menn-
ingarviti sem bjó yfir djúpri þekkingu.
Hún var framkvæmdaaðilinn og hug-
myndasmiður sem hélt utan um allt
og tvinnaði listilega saman hæfileika
þeirra með árangursríkum hætti.
Hún var höfðingi heim að sækja og
mikill fagurkeri og hélt mjög fallegt
heimili þar sem þau Baldur ólu upp
sín börn og síðar barnabörn sem sóttu
mikið til þeirra. Erla sat aldrei að-
gerðarlaus, hún vann mikið utan
heimilis og kenndi á saumavélar á
kvöldin. Í fyrstu kynnum mínum af
Erlu og alltaf síðan, dáðist ég að krafti
hennar og getu. Ef hún var ekki að
vinna þá saumaði hún, bakaði góm-
sætar kökur, föndraði, vann í garðin-
um eða bara lék sér við börnin okkar
og einstakur hlátur hennar hljómaði
um húsið. Eitt það skemmtilegasta
sem hún gerði var að fara erlendis í
verslunarferðir. Hún kom alltaf heim
hlaðin gjöfum handa öllum sem hún
naut þess að gefa. Síðan var tískusýn-
ing í hvert skipti og hún sýndi okkur
allan vandaða fatnaðinn sem hún
keypti sér og fór henni svo vel og hún
ljómaði af gleði. Stundum bar dimma
skugga á lífsleið Erlu eins og gerist
víða. En hún var eins og sterkur reyr,
hún svignaði en rétti ávallt úr sér aft-
ur, sterk og reisnarleg sem fyrr. Síð-
ustu árin skiptust á sól og skuggar og
það kom að því að líkaminn gaf eftir.
En persónuleiki hennar og góðvild var
á sínum stað þar til hún kvaddi þenn-
an heim og sofnaði vært. Guð gefi
henni góða nótt.
Edda.
Undarlegt er lífsins færiband. Allt
frá því almættið ræsti það á hinum
fyrsta degi hefur það malað jafnt og
örugglega og flutt kynslóðirnar mann
fram af manni frá rásmarkinu og allt
til enda. Einn kemur þá annar fer. Allt
væri þetta ósköp trist ef við dyttum
bara fram af að leiðarlokum ofan í
eitthvert svarthol og allt væri búið.
Búbbs! En þannig er það sem betur
fer ekki. Sumir, þar á meðal ég, trúa á
annað óskilgreint tilverustig. En við
þurfum alls ekki að trúa. Það hefur
ekkert með trúna að gera að allt líf er
ódauðlegt í þeim skilningi að við end-
urnýjum okkur í sífellu, erfðaefnið
flyst milli kynslóða. Hluti af okkur lifir
því áfram, hvernig sem á allt er litið.
Erfðafræði og genarannsóknir eru því
heillandi fag út frá alþýðlegum vinkli.
Kátbrosleg hlið á þessum vangavelt-
um er svo hin lífseiga mýta um tann-
hvössu tengdamömmurnar – menn
geta nefnilega aldrei losað sig við þær
af því að þær hafa komið dálítilli rönd
af sjálfum sér lævíslega fyrir í afkom-
endunum.
Frá því að ég fyrst hitti tengdamóð-
ur mína blessaða, Erlu Ásgeirsdóttur,
hefur allur hinn klassíski tengda-
mömmukúltúr verið mér sem lokuð
bók. Ég hef eingöngu átt góð sam-
skipti við hana sem gott og gaman er
að minnast. Aldrei deildum við, alltaf
unnum við saman og aldrei hef ég átt
betri bandamann í öllu því sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Það má
kannski segja að það hafi helst verið
gagnrýnisvert hversu fullkomlega
gagnrýnislaus hún var á allt sem ég
sagði og gerði. Ómetanleg var hjálpin
þegar við Sigga vorum að baslast í
námi með krakkana litla, þá kom hún
trillandi með vagn, kerru, þríhjól og
aðrar nauðsynjar eftir því sem við átti
hverju sinni. Matarpokar af ýmsum
toga, fatnaður, mest unninn af henni,
allt lenti þetta hjá okkur með ein-
hverjum dularfullum hætti án þess að
nokkuð væri úr gert. Það var ekki
hennar háttur, hún lét verkin tala.
Ég kveð tengdamömmu sáttur. Það
er gott að kveðja fólk sáttur. Ég er
líka sáttur við að hún skuli nú hafa
fengið hvíld – stundaglasið hennar var
tómt.
Þó við kveðjumst nú sé ég henni
bregða fyrir öðru hvoru í börnunum
okkar þremur og barnabarni. Og eitt
er á leiðinni sem vonandi hoppar glað-
beitt upp á lífsins færiband að hallandi
sumri. Svona er lífið skemmtilegt.
Þar, eins og í öðrum sameiginlegum
afkomendum fáum við vonandi að sjá
eitthvað skemmtilegt úr vestfirska
genabankanum hennar Erlu; dugnað-
inn, hjálpsemina, verklagnina, mynd-
arskapinn og reisnina. Ég held, satt
best að segja, að Kári ætti að snúa sér
að því að kortleggja vestfirsku eðal-
genin í stað þess að eltast við fitu-
bollugenin eða annað fánýti. Þar er
ósvikin verðmætauppspretta sem
hvorki mölur né ryð fær grandað.
Kæra tengdamanna, hafðu bestu
þakkir fyrir þrjátíu og sex ára sam-
fylgd, þú varst mér ekki bara tengda-
móðir heldur gekkstu mér nánast í
móður stað þegar ég kom fyrst inn á
heimilið, 17 ára umkomulaus ræfill.
Þú kenndir mér að vaska upp, ég
kenndi þér að borða hrossakjöt, hvort
tveggja jafn ólíklegt í byrjun. Við
skulum skiptast á einhverju öðru
skemmtilegu næst þegar við hittumst.
Skúli Bjarnason.
Það er með miklu þakklæti og hlýju
sem ég minnist Erlu ömmu minnar.
Amma var mér sterk fyrirmynd;
kraftmikil, hjartahlý, glaðlynd, hjálp-
söm, glæsileg, félagslynd, gjafmild og
myndarleg til allra verka. Þetta er
langur listi fallegra lýsingarorða, en
svona var Erla amma og svona minn-
ist ég hennar í hnotskurn. Ég hef allt-
af verið stolt af ömmu og í fjölskyld-
unni er fræg sagan af því þegar ég dró
krakkana í Akraselinu inn til ömmu
og afa til þess að sýna þeim kóps-
skinnið, sem þar hékk uppi á vegg.
„Þetta er hvalurinn sem hún amma
skaut,“ sagði ég með aðdáun í rödd-
inni. Mér fannst engin takmörk fyrir
hæfileikum ömmu minnar.
Því miður settu veikindi mark sitt á
líf ömmu og um langt skeið hefur hún
varla verið nema skugginn af sjálfri
sér. Mér þykir þess vegna sérstaklega
vænt um þær góðu stundir sem ég átti
þrátt fyrir það með henni á síðustu ár-
um. Það er dýrmætt að hún skyldi
geta deilt með mér stóru stundunum í
lífi mínu; brúðkaupi okkar Óla og fæð-
ingu Emils, sem var augasteinn lang-
ömmu sinnar fram í andlátið. Augna-
blikin sem við áttum saman við
hversdagslegri tilefni eru þó ekki síð-
ur dýrmæt. Einhverra hluta vegna
tengjast þau að stórum hluta matseld
og veisluundirbúningi og uppskrift-
irnar hennar ömmu verða alltaf dýr-
gripir í mínum augum.
Amma fylgdist áhugasöm með
fréttum af væntanlegum afkomanda
síðustu vikur og mánuði. Meðgangan
veldur því að ég á ekki heimangengt
frá Stokkhólmi, þar sem ég bý, til þess
að fylgja Erlu ömmu til hinstu hvílu.
Það er sárt, en minningin um góða
konu og einstaka ömmu á eftir að ylja
mér um ókomna tíð. Megi hún hvíla í
friði.
Erla Skúladóttir.
Elsku amma mín, þær eru margar
góðar minningarnar úr Skipasundinu
hjá þér og afa. Ég man þegar þú
breiddir yfir mig, lítinn pottorminn,
og fórst með faðirvorið með mér fyrir
svefninn. Ég man þegar þið pöntuðuð
handa okkur barnabörnunum pizzur,
þrátt fyrir að ykkur þættu þær næst-
um óætar. Ég man þegar þú lést okk-
ur fá greiðu til þess að greiða kögrið á
teppunum á heimilinu, sem okkur
þótti merkilegt nokk alveg stór-
skemmtilegt. Ég man hvernig þú
snérist í kringum okkur og vildir allt
fyrir okkur gera. Ég man eftir ýsu-
buffinu sem þú eldaðir reglulega.
Þrátt fyrir að fiskur sé almennt ekki
ofarlega á óskalista smápjakka þá var
þetta ýsubuff ævinlega einn minna
uppáhaldsrétta.
Á síðari árum hefur þú því miður
verið slæm til heilsunnar. Mér finnst
það því segja ýmislegt um hvernig
manneskja þú varst að þegar þú hafð-
ir varla mátt til þess að standa upprétt
og gast orðið ekki loftað hrærivélinni
þá bakaðir þú samt sérstaklega handa
mér sandköku, af því að þú vissir að
mér þótti hún svo góð.
Hafðu það nú gott, elsku amma
mín, og það er ég viss um, að þú gæðir
þér á ýsubuffi uppi á himnum.
Benedikt Skúlason.
Ýmislegt kemur upp í hugann þeg-
ar ég hugsa um Erlu ömmu mína. Ég
man eftir kökuilminum sem fyllti hús-
ið hjá ömmu og afa í hvert sinn sem
gesti bar að garði. Ég man eftir jóla-
böllunum þegar við frændsystkinin
vorum lítil og hvað það var gaman að
fara svo heim til ömmu og afa þar sem
við fengum pitsu og settum upp leik-
sýningar þar sem hælaskórnir hennar
ömmu léku stórt hlutverk. Ég man
hvað mér þótti gott að gista heima hjá
ömmu og afa og hvað það var notalegt
þegar amma fór með bænirnar fyrir
mig á kvöldin. Ég man eftir öllum
skiptunum sem amma hjálpaði mér að
prjóna svo ég félli ekki í handmennt
því prjónaskapur hefur aldrei verið
mín sterka hlið. Allar þessar minning-
ar væru ekki þær sömu ef ekki væri
fyrir Erlu ömmu. Hún var ótrúlega
hlý manneskja sem hugsaði um aðra
áður en hún hugsaði um sjálfa sig.
Minningin um ömmu mun lifa í hjarta
mínu að eilífu og í hjörtum allra þeirra
sem fengu þau forréttindi að kynnast
henni. Blikið í augum ömmu hafði
dofnað smám saman síðustu ár og nú
er það slokknað. Hún er nú á betri
stað, umvafin englum Guðs og komin
til afa sem hún elskaði svo heitt. Þökk
fyrir allt, elsku amma, sofðu vel og
Guð geymi þig.
Anna Rut.
Elsku amma Erla.
Að kveðja þig er erfitt og þykir okk-
ur systkinunum alltaf jafn ómetanleg-
ur sá tími sem þú gafst okkur. Alltaf
var stutt í brosið og hláturinn elsku
amma, sá smitandi hlátur mun aldrei
gleymast.
Stundirnar með þér og afa í Skipa-
sundinu gætu fyllt margar blaðsíður
en það sem er efst í huga okkar er
hversu tilbúin þú varst í að aðstoða
okkur með allt milli himins og jarðar.
Það að sauma öskudagsbúning fyrir
Hildi á örfáum mínútum og hekla
peysusett og hosur á Bellu, dúkkuna
hennar Rögnu, sýndi hversu mikill
listamaður þú varst. Á Þorláksmessu,
þegar hinir herramenn fjölskyldunn-
ar gæddu sér á skötu í Skipasundinu,
var tilbúið jógúrt fyrir Sævar, eða jó-
gúd eins og þú sagðir alltaf, en þetta
er aðeins brot af því sem þú lagðir á
þig fyrir okkur. Símon litli var alls
ekki skilinn útundan enda einn af fjöl-
skyldunni og mikill áhugamaður um
að liggja í makindum í fanginu á þér.
Þar sem hann var ekki mikill útivist-
arhundur kom ekkert annað til greina
hjá þér en að sauma hosur á ferfæt-
linginn svo honum yrði ekki kalt.
Þú opnaðir allar gáttir þegar kom
að okkur barnabörnunum og við feng-
um að leika lausum hala um allt hús,
hvort sem það var að leika okkur með
varalitina þína, plokka gítarinn þinn,
blása í munnhörpuna eða máta alla
skóna þína, það var að þínu mati bara
hið besta mál. Ilmurinn af nýbakaðri
sandköku, fiskibuffið góða ásamt ný-
uppteknum kartöflum tók oft á móti
okkur þegar við mættum í heimsókn.
Kitchenaid-vélin var á fullum krafti og
við sóttum stólana og fengum að horfa
niður í skálina þar sem sandkökudeig-
ið veltist um í mestu makindum. Þú
hafðir virkilega gaman af því að dansa
og sagðir okkur oft sögur af þér og
fimleikahópnum fyrir vestan en ekki
léstu þar við sitja heldur sýndir okkur
tilþrif sem fáir geta leikið eftir! Dans-
inn var oft stiginn í Skipasundinu,
bæði við tóna vínylplatna Ellýar og
Vilhjálms og einnig var tekið upp á því
að tvista tímunum saman, þar varst
þú á heimavelli. Við munum þegar þið
afi fóruð í dansskólann og tókuð upp á
því að dansa vínarvals um alla stofuna,
þú varst svo falleg í síðkjól og afi
prúðbúinn í kjólfötunum.
Eitt af áhugamálum þínum voru
fallegir skór. Þitt skósafn var oft tekið
fyrir í heimsóknunum og við stelpurn-
ar fengum að skakklappast um allt
hús í flottu lakkskónum. Þér fannst
það ekkert athugavert og settir ekk-
ert út á það þótt allt væri komið á
hvolf í skápnum þínum eftir tískusýn-
ingar dagsins. Allt fram til síðasta
dags hafðir þú gaman af því að spek-
úlera í öllu og vissir upp á hár hvað var
í gangi hjá okkur öllum. Einnig fannst
þér gaman að spá í skóna okkar en
þeir voru yfirleitt fallegastir ef þeir
voru nógu háhælaðir og áberandi hjá
okkur stelpunum, það var bara þann-
ig.
Ekki er hægt að óska sér betri
ömmu, því þú varst fyrirmynd jafnt
sem félagi fram í fingurgóma. Við
munum sakna þín en þú munt alltaf
vera hjá okkur í anda.
Guð gefi þér góða nótt elsku amma
Erla.
Hildur, Ragna og Sævar.
Farin er frá okkur falleg, hæfileika-
rík og sérstök kona. Hún var ekki
allra. Sagði sínar skoðanir með sínum
hætti.
Mamma og Erla voru bekkjarsyst-
ur í barnaskólanum á Flateyri. Þær
spiluðu saman á gítar á skemmtunum
fyrir vestan.
Ég kynntist börnum Erlu og Bald-
urs á mínum yngstu árum og síðan
aftur á unglingsárunum, mjög uppá-
tækjasamir og skemmtilegir ungling-
ar.
Síðar þegar leiðir okkar Hilmars
lágu saman, þá kynntist ég Erlu.
Konu sem var einstaklega hreinskilin,
hafði góðan húmor, blik í augum og
sérstakan glaðværan hlátur.
Ég kveð Erlu með hlýju. Við áttum
góðar stundir saman. Hún var alltaf
indæl og jákvæð við mig og börnin
mín.
Guðrún Nanna.
Ég átti ömmu sem var eins og
ömmur eiga að vera. Ömmu sem bak-
aði sandkökur og pínulitlar smákökur
og var flinkust allra í höndunum.
Ömmu sem var alltaf tilbúin að
leyfa okkur að gista og skoða og prófa
síðkjólana sína og varalitina. Ömmu
sem var alltaf glöð og falleg.
Þegar ég eltist og þroskaðist veikt-
ist amma og gleðin hvarf. Síðustu árin
kaus hún að vera fremur áhorfandi en
þátttakandi.
Það var erfitt að fylgjast með konu
sem var í eðli sínu kraftmikil og fé-
lagslynd draga sig í hlé en henni leið
ekki illa. Hún fylgdist áfram náið með
okkur og hélt áfram að vera jafn
hreinskilin, jafn áhugasöm um föt og
stíl og jafn stolt og hún hafði alltaf
verið.
Ég verð alltaf stolt af ömmu Erlu.
Helga Margrét
Elsku Erla mín, nú er komið að
leiðarlokum. Þú og eiginmaður þinn
Baldur sem lést árið 2000 voruð mér
afar kær. Þið Baldur voruð mjög góðir
vinir foreldra minna og kynntist ég
ykkur þegar á barnsaldri.
Ég minnist margra skemmtilegra
heimsókna þar sem þú og Baldur
komuð norður í land og einnig þegar
við fjölskyldan sóttum ykkur heim í
höfuðborgina. Og eftir að ég fluttist í
bæinn var ég tíður gestur á heimili
ykkar og átti með ykkur margar
ógleymanlegar stundir.
Ég mun ávallt minnast þín, elsku
Erla mín, sem fallegrar og góðrar
konu.
Hjálmfríður Kristinsdóttir.
Erla Margrét Ásgeirsdóttir