Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SUNNUDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins birtist ritsmíð eftir Önnu S. Pálsdóttur. Þar koma fram rang- færslur og sleggjudómar sem ekki verður komist hjá að svara. Innan Háskóla Íslands starfar „fem- ínistamafía“ að sögn Önnu sem und- irrituð telst án efa til sem stunda- kennari í kynjafræðum og starfandi við kynjarannsóknir. Við mafíósarnir syðra ættu kannski ekki að segja mikið því við komumst ekki í hálf- kvist við hina ill- ræmdu Bifrast- armafíu. Anna setur alla femínista undir einn hatt og talar um fem- ínisma sem eitt hug- myndakerfi, sem orðið sé að dogma og stofn- un sem er konum skaðleg. Femínistar innan Háskóla Íslands innræti nemendum þessa dogmahugsun sem gengur m.a. út á að mikla þau vanda- mál sem konur standa frammi fyrir. Ekkert hefur breyst, enginn árangur náðst, ku vera boðskapurinn. Bandaríski sagn- fræðingurinn Gerdu Lerner setti á sínum tíma fram skilgrein- ingu á femíniskri vitund. Hún segir þessa vitund felast í að viðurkenna að konur sem heild tilheyri hópi sem er ver settur félagslega en karlar, konur hafi verið rangindum beittar í tímans rás, félagsleg staða þeirra sé ekki ásköpuð heldur áunn- in og því breytanleg. Þeim konum (og körlum) sem vilja bæta stöðu kvenna ber að vinna að breytingum og setja fram tillögur til úrbóta. Margir bæta við að það þurfi líka viðurkenningu á að misrétti kynjanna sé hluti af samfélagsgerð okkar, byggt á aldagömlum hefðum. Við búum í kynjakerfi sem þurfi að rannsaka ofan í kjölinn og grípa til aðgerða til að útrýma því. Þeir sem þannig hugsa eru femínistar, hvað sem þeir svo vilja kalla sig. Meðal femínista hafa frá upphafi verið skiptar skoðanir um markmið og leiðir sem og skýringar á mis- munandi stöðu kvenna og karla. Það voru víða deilur um aðferðir í baráttunni meðal kvenrétt- indakvenna. Þeim sem vilja kynnast þeirri sögu bendi ég á sjónvarps- myndina Iron Jawed Angles. Á átt- unda áratug 20. aldar var mikið deilt um orsakir kynjamisréttis og spurt hvort um væri að kenna aldagömlu karl- veldi, efnahagskerfinu, ólíkri menningu kynjanna og þannig mætti áfram telja. Nú til dags er áhersla lögð á margar skýringar af efnahags-, menningar-, félags- og trúarlegum toga, valdamisræmi kynjanna, hugmyndir um kvenleika og karl- mennsku og hið gagn- kynhneigða forræði. Það eru því margir ismar í gangi og langt í frá að femínistar séu einsleitur hópur. Kenn- ingar og rannsóknir eru margar, mismun- andi og mótsagna- kenndar og þeim er miðlað til nemenda með áherslu á mikinn árangur kvennahreyf- inga sem eru meðal áhrifamestu fé- lagshreyfinga 20. aldar. Einn höfuðglæp hafa femínistar (eins og þeir leggja sig) á samviskunni, segir Anna. Þeir eru fullir fordóma gagnvart því sem telst vera kvenlegt meðan þeir dásama hið karlmannlega. Við höf- um hingað til fremur verið sakaðir um karlhatur og kvenrembu, að upphefja hið kvenlega. Boðskapur femínista ku vera: konur inn í karlagreinar. Vissulega hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í karlagreinum en ekki síður að fá karla t.d. í hjúkrunarfræði. Femín- istar þreytast ekki á að hamra á hve náms- og starfsval er óeðlilega kynbundið hér á landi. Skaðsemi femínista birtist einnig í að þeir vanrækja og líta nánast niður á konur í kvennastéttum. Ekki veit ég hvaðan Anna hefur þetta, því þvert á móti hafa íslensk- ir femínistar lagt áherslu á að bæta kjör kvennastétta. Á fundi sem fjöldi kvennasamtaka stóð fyrir í aðdraganda kosninganna með fulltrúum stjórnmálaflokka var lögð mikil áhersla á að bæta kjör kvennastétta. Þar talaði kona úr kennarastétt (sem við femínistar lít- um niður á) og Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og prófessor (úff, hún tilheyrir Bifrastarmafíunni) benti á hve léleg laun kvennastétta eru þjóðfélaginu dýrkeypt. Þessar stétt- ir eru óánægðar með kjör sín og það kostar þjóðfélagið atgerv- isflótta, stórfé, erfiðleika og sárs- auka. Það eru því tvær áherslur sem einkenna umræðu um launa- misrétti kynjanna meðal femínista. Annars vegar að útrýma kynbundn- um launamun sem félagsmálaráðu- neytið gefur út að sé 15,7% (könnun Capacent frá 2006), hins vegar að kjör kvennastétta verði stórbætt og störf þeirra metin að verðleikum. Hvað er mikilvægara en að kenna börnum, vernda þau og búa undir lífið! Femínisti spyr. Anna leggur til að viðskipta- og hagfræði verði bætt inn í kynja- fræði. Á móti legg ég til að kynja- fræði verði bætt inn í viðskipta- og hagfræði. Það er stórfróðlegt að skoða hagkerfið og viðskiptalífið út frá kynjasjónarhorni. Hvar eru konurnar í útrásinni? Af hverju fjölgar konum ekki meðal stjórn- enda stórfyrirtækja? Getur verið að karlar taki aðra karla fram yfir hæfar konur, af því að þeir eru karlar? Að lokum þetta. Barátta kvenna um aldir hefur snúist um frelsi, sjálfstæði og réttlæti. Frelsi kvenna til að velja sér lífsfarveg og fá að vera þær sem þær eru og vilja vera, án þess að lög, hefðir, trúarbrögð eða hagkerfi hefti þær. Feminista greinir á um hvað felst í þessu frelsi. Það gerir hinn fjölbreytta hóp femínista að spennandi og lif- andi samfélagsafli sem vonandi reynist konum og körlum gagnlegt en kynjakerfinu skeinuhætt. Kristín Ástgeirsdóttir svarar Önnu S. Pálsdóttur en hún telur hana fara með rangfærslur og sleggjudóma Kristín Ástgeirsdóttir » Femínistareru ekki einsleitur hópur heldur er að finna margs konar áherslur, stefnur og strauma í þeirra röðum. Höfundur er sagnfræðingur og femínisti Mafíós kveður sér hljóðs HÁSKÓLINN í Reykjavík (HR) stendur á tímamótum, í vor verða í fyrsta skipti útskrifaðir lögfræð- ingar með fullnaðarpróf í lögum. Tilkoma lagadeildar HR vakti mikla athygli á sínum tíma, ekki síst meðal löglærðra. Nemendurnir sem sýndu það þor að takast á við ný verkefni fóru ekki varhluta af þeirri um- ræðu sem fór í hönd. Fjölskylda og vinir sem og fólk á förnum vegi spurði mikið um gæði hins nýja laga- náms. Forsvarsmenn deildarinnar leyndu aldrei þeirri skoðun sinni að fyrstu nem- arnir við lagadeildina yrðu frumkvöðlar og þyrftu að þola gagn- rýni efasemdamanna. Kostir þess að fá að vera í fyrsta hópnum voru þó mun fleiri en gallarnir. Tækifæri til þess að fá að vera þátt- takandi í mótun nýrrar deildar og stuðla með þeim hætti að framþró- un menntakerfisins var mjög spennandi. Samkeppni er af hinu góða og sú um- ræða að ótækt væri að kenna lögfræði á fleiri en einum stað hefur runnið sína leið til sjávar og út í hafsauga. Landslag kennslu í lögfræði er annað í dag þar sem fleiri lagadeildir hafa tekið til starfa og samkeppnin hefur leitt til aukinna gæða laganáms. Gott nám og fjöldi tækifæra Gott nám byggist ekki aðeins upp á fjölbreyttum og krefjandi nám- skeiðum, heldur einnig á tækifær- um sem nemendum bjóðast á með- an á náminu stendur. Slík tækifæri eru t.a.m. skiptinám í erlendum há- skólum og þátttaka í alþjóðastarfi s.s. málflutningskeppnum svo að dæmi séu nefnd. Þrátt fyrir stuttan starfstíma hafa nemendum við laga- deild HR staðið til boða margvísleg tækifæri. Síðastliðið vor tók lið frá HR þátt í alþjóðlegri málflutningskeppni á sviði gerðardóms (International Commercial Arbitration) sem hald- in er árlega í Vínarborg. Ég tók þátt í þeirri keppni og vorum við undir leiðsögn Þórðar S. Gunn- arssonar, forseta lagadeildar. Þátt- taka í keppnum á borð við þessa er mikilvægur þáttur í starfsemi laga- deildar og veitir laganemum dýr- mæta reynslu. Þátttaka mín í þess- ari keppni hafði veruleg áhrif á þá ákvörðun mína að hefja LL.M-nám við Stockholm University í Int- ernational Commercial Arbitration Law í ágúst. Stefna sem ekki hefði verið tekin nema fyrir þau tækifæri sem mér stóðu til boða við laga- deild HR. Fjölmargir nem- endur hafa einnig far- ið út sem skiptinemar við erlenda háskóla. HR býður upp á fjöl- marga spennandi möguleika og sam- starfsskólum víðs veg- ar um heiminn fer sí- fjölgandi. Ég fór t.d. ásamt fjórum öðrum laganemum í skipt- inám við Kyushu Univerity í Japan. Það var ótrúlegt ævintýri sem ég mun búa að um ókomna tíð. Við leiðarlok Þegar maður kveð- ur og lítur til baka við endalok ferðalags og finnur fyrir söknuði, þá veit maður að sú ákvörðun að leggja upp í ferðalagið var rétt. Ég er þess full- viss að ákvörðun mín um að leggja stund á nám í lög- fræði við lagadeild HR hafi verið rétt, og ég horfi bjartsýnn fram á veginn. Eftirspurn atvinnulífsins eftir þekkingu og starfskröftum þeirra nemenda sem hér hafa stundað nám er raunhæfur mælikvarði á gæði kennslunnar. Könnun sem gerð var meðal útskriftarnemenda á vordögum benti til þess að flestir þeirra sem nú eru að útskrifast eru komnir með vinnu í tengslum við námið og að væntingar atvinnulífs- ins séu miklar. Ég er ekki í vafa um að lögfræðingar HR muni standa undir þeim væntingum. Söguleg tímamót lagadeildar Há- skólans í Reykjavík Garðar Víðir Gunnarsson skrifar í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum frá HR »Ég er þessfullviss að ákvörðun mín um að leggja stund á nám í lögfræði við lagadeild HR hafi verið rétt, og ég horfi bjartsýnn fram á veginn. Garðar Víðir Gunnarsson Höfundur er meistaranemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík. www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Háahlíð – Glæsilegt einbýli Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Vandað 250 fm einbýlishús með innbyggðum 32 fm bílskúr. Húsið stendur á stórri lóð og frá því er mikið útsýni yfir borgina til norðurs og vesturs. Við húsið er stórt upphitað hellulagt bílaplan, timburverönd, ca 30 fm sólstofa og stór garður í góðri rækt. Húsið er byggt 1954 og endurnýjað að innan og stækkað 1991. Góður möguleiki fyrir stækkun á húsinu. Séríbúðarrými í kjallara. Gott aðgengi í alla verslun og þjónustu. Gott hús á einstökum stað í miðri borginni. Allar nánari upplýsingar um eignina og skoðunartíma veitir Bogi Molby Pétursson lögg. fasteignasali s. 699 3444 bogi@heimili.is Bogi Molby Pétursson www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Heimili fasteignasala óskar eftir eignum á söluskrá sína Höfum ákveðna kaupendur að eftirfarandi eignum á ákveðnum stöðum: Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 • Halldóri vantar 4ra herbergja íbúð í lindahverfi Kópavogs • Elínu vantar 3ja – 4ra herbergja íbúð í hlíðahverfi Reykjavíkur • Sólborgu vantar 3ja herbergja íbúð í hverfi Foldaskóla Grafarvogi • Birkir leitar að stóru einbýlishúsi í miðbænum og nágrenni hans • Hilmari vantar 4ra – 5 herbergja sérhæð í Grafarholti • Guðrún leitar að sérhæð í nágrenni Hagaskóla • Eggert leitar að 5-6 herbergja einbýli í suðurhlíðum Kópavogs. Heimili fyrir alla. Fjórir reyndir löggiltir fasteignasalar og vel menntað metnaðarfullt starfsfólk tryggja persónuleg, vönduð og traust vinnubrögð. Heimili er fyrir þig! Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson sölustjóri. Bogi Molby Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.