Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 31    Umsóknarfrestur er til 3. júní nk. Netdeild mbl.is óskar eftir að ráða forritara til starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af UNIX/Linux, þekkingu á forritun í perl og reynslu af SQL-gagnagrunnum ásamt því að þekkja vel til HTML, Javascript, CSS og XML. Leitað er eftir dugmiklum og stundvísum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og tekist á við margvísleg verkefni í krefjandi umhverfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar veitir Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, í síma 569 1308. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ingvar@mbl.is. Umsóknir skal fylla út á slóðinni http://www.mbl.is/go/starf og veljið Tölvuumsjón. Athugið hægt er að setja ferilskrá og mynd í viðhengi. Vélamenn KNH ehf. á Ísafirði óskar eftir vönum véla- mönnum til starfa á gröfum og borum fyr- irtækisins. Fyrirtækið vinnur að vegagerð og öðrum jarðvinnuverkefnum víða um land. Upplýsingar gefur Sævar í síma 894 6666 eða sendið fyrirspurnir á einar@knh.is KNH ehf., Grænagarði, 400 Ísafirði. Kaldrananeshreppur Drangsnes Grunnskólinn Fjölhæfa, reynsluríka kennara vantar á kom- andi skólaári við Grunnskólann á Drangsnesi. Almenn kennsla á öllum stigum:  Sérkennsla  Íþróttir  Listgreinar. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 451 3436 og 692 5572, netfang skoli@drangsnes.is. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Fundir/Mannfagnaðir Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí klukkan 20:00 í safnaðarheimilinu í Þverholti 3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Lágafellssóknar. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h. þriðjudaginn 29. maí 2007 kl. 14:00 á eftir- farandi eignum: Aðalstræti 85, efri hæð og bílskúr, Vesturbyggð, fastanr. 212-3747, þingl. eig. Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, gerðarbeiðandi Vestur- byggð. Balar 6, íbúð 01-0002, Vesturbyggð, fastanr. 212-3818, þingl. eig. Egill Össurarson, gerðarbeiðandi Vörður Íslandstrygging hf. Bjarkargata 5, efri hæð, Vesturbyggð, fastanr. 212-3834, þingl. eig. Örlygur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslu- maðurinn á Patreksfirði. Brunnar 18, Vesturbyggð, fastanr. 212-3867, þingl. eig. Haukur Már Sigurðsson og Gunnhildur Agnes Þórisdóttir, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Dalbraut 22, Vesturbyggð, fastanr. 212-4845, þingl. eig. Björn Magnús Magnússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Fiskverkunarhús við Patrekshöfn, ehl. 01-0102, Vesturbyggð, fastanr. 212-4166, með öllum tilheyrandi rekstrartækjum, þingl. eig. G.S. Fisk- ur ehf, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Hellisbraut 32, Reykhólum, fastanr. 212-2746, þingl. eig. Ingibjörg Sæmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Trygginga- miðstöðin hf. Hera BA 51, sknr. 6214, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Hafþór Hafsteinsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Tryggingamiðstöðin hf. Jörðin Stakkar 1, ásamt ræktun og mannvirkjum, ehl. Skúla Hjartar- sonar, Vesturbyggð, landnr. 139929, þingl. eig. Ólöf Matthíasdóttir og Skúli Hjartarson, gerðarbeiðendur Orkubú Vestfjarða hf og Spari- sjóður Vestfirðinga. Laugarholt, Vesturbyggð, fastanr. 212-3108, þingl. eig. Helga Bjarndís Nönnudóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Melanes, Vesturbyggð, landnr. 139903, þingl. eig. Vigdís Þórey Þor- valdsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sellátur, Tálknafjarðarhreppi, landnr. 140305, ehl. Hreggviðs Davíðs- sonar , þingl. eig. Höskuldur Davíðsson, Benedikt Davíðsson, Einar Ólafsson, Guðjóna Ólafsdóttir, Ólafur Davíðsson, Hreggviður Davíðs- son, Guðný Davíðsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir, Gunnbjörn Ólafsson, Ólöf Ólafsdóttir og Davíð Davíðsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraemb- ættið. Stekkar 8, efri hæð og ris, suðausturendi, Vesturbyggð, fastanr. 212- 4030, þingl. eig. Berglind Eir Egilsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Urðargata 6, neðri hæð, Vesturbyggð, fastanr. 212-4097, þingl. eig. Ingimundur Óðinn Sverrisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður Íslandstrygging hf. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 22. maí 2007, Björn Lárusson, ftr. Til sölu Skrifstofubúnaður til sölu Vegna flutnings er til sölu nokkurt magn af skrifborðum, skápum, stólum o.fl. Á sama stað er einnig til sölu úr mötuneyti stálborð, hitunar- borð, borðkælir, kælir, frystir, blástursofn, helluborð, mötuneytishús-gögn, -borð og - stólar fyrir um 60 manns. Upplýsingar veittar í síma 660 3331 og 660 3364. Tilkynningar Aðalfundur - Nýtt húsnæði Félagið Heyrnarhjálp er flutt á Langholtsveg 111 Aðalfundur félagsins verður miðvikud. 6. júní í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 19.30. Rittúlkur verður á fundinum og tónmöskvi. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Önnur mál. Fundarmönnum boðið yfir í nýtt húsnæði, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Stjórnin. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu verður er í kvöld kl. 19:00 í Hátúni 2. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar lesnir upp, út- skýrðir og bornir upp til samþykktar. Ath. Reikn- ingar munu liggja frammi 1 klst. fyrir fundinn. 4. Könnun á hug safnaðarins til sitjandi djákna. 5. Önnur mál. Við hvetjum safnaðarmeðlimi til að mæta. filadelfia@gospel.is Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnu- auglýsingar sími 569 1100 Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn á Háaleitsbraut 13, fimmtu- daginn 31. maí kl. 16.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 4. gr. í skipulagsskrá Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stjórnin. FRÉTTIR HVÍTASUNNUGANGA að kirkju- stöðum Mosfellsbæjar verður laug- ardaginn 26. maí. Gengið verður að kirkjustöðum sveitarfélagsins og lagt af stað frá Lágafellskirkju kl. 10. Gengið verður að Varmá, Hrísbrú og Mosfelli og sagt frá fornum og nýjum kirkju- stöðum sveitarfélagsins. Frá Mos- felli verður ekið til baka að Lágafelli um kl. 13. Leiðsögumaður verður Magnús Guðmundsson sagnfræð- ingur. Allir eru velkomnir í ferðina. Ekkert þátttökugjald. Hvítasunnuganga að kirkju- stöðum Mosfellsbæjar BORIST hefur eftirfarandi ályktun frá félagi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Ísafjarðarbæ: „Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum á Flateyri vegna fyrirhugaðra sölu veiðiheimilda og lokunar fiskvinnslu- fyrirtækisins Kambs á Flateyri vill félag Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ að nú þegar verði gripið til aðgerða af hálfu stjórnvalda og Ísafjarðar- bæjar svo koma megi í veg fyrir at- vinnuleysi og búsetuflótta frá Flat- eyri. Mikilvægt er að íbúar sjávarbyggða vítt og breitt um land- ið fái um það skýr skilaboð frá stjórnvöldum hvernig bregðast eigi við aðstæðum sem nú eru uppi á Flateyri og geta blasað við öðrum sjávarbyggðum hvenær sem er við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Krafa íbúa sjávarbyggðanna er að grunnréttur þeirra til auðlinda fiski- miðanna sé tryggður til frambúðar og þar með atvinnu- og búsetuör- yggi.“ Grunnréttur verði tryggður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.