Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Fræðslu- og menningarfulltrúi í Ólafsfirði eða á Siglufirði Fræðslu- og meningarfulltrúi hefur umsjón með fræðslu- og menningarmálum Fjallabyggðar og sinnir stjórnsýslu- verkefnum sem varða þessa málaflokka. Hann er starfsmaður fræðslunefndar og menningarnefnd- ar sveitarfélagsins, vinnur með þeim að stefnumótun í við- komandi málaflokki og framfylgir ákvörðunum þeirra. Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með sér- fræðiráðgjöf og sérfræðiaðstoð fyrir/við fræðslustofnanir og hefur eftirlit með að skólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir og stefnu sveitarfélagsins. Hann er fræðslu- og menningarstofnunum sveitarfélagsins til ráðgjafar um rekstur og hefur umsjón með þjónustusamningum vegna aðkeyptrar þjónustu. Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur umsjón með menn- ingartengdum viðburðum á vegum sveitarfélagsins og stýr- ir verkefnum sem varða samræmingu og samþættingu á milli stofnana Fjallabyggðar á sviði fræðslu og menningar. Hann hefur auk þess frumkvæði að nýsköpun og þróun í þessum málaflokkum og tekur þátt í ýmsum þverfaglegum verkefnum sveitarfélagsins, t.d. forvarnarstarfi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Áhugi og þekking á menningarmálum. • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Sérkennsluréttindi eru æskileg. • Reynsla af sambærilegu starfi eða skólastjórnun er æskileg • Reynsla af starfi í stjórnsýslu er æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Tengiliðir: Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri, thorir@fjalla- byggd.is, s. 464 9100 og Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, jonhroi@fjallabyggd.is, s. 464 9200. Grunnskólakennarar við Grunnskóla Ólafsfjarðar Umsjónarkennara vantar á yngsta og miðstig og í almenna kennslu á mið- og unglingastigi í Grunnskóla Ólafsfjarðar. Grunnskóli Ólafsfjarðar starfar á tveimur kennslustöðum þar sem eru yngri og eldri deild. Í skólanum eru um 140 nemendur í 1. - 10. bekk. Á bilinu 15 - 20 nemendur eru í bekkjardeildum. Öll húsnæðisaðstaða er mjög góð svo og tækjakostur. Grunnskólinn er Olweus skóli og unnið er að ýmsum þró- unarverkefnum s.s auknu vali, námsmati og fl. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Tengiliðir: Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri, threyk@olf.is, s. 464 9220 / 864 5997 og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vhedins@ismennt.is, s. 464 9230 / 895-2571. Umhverfisfulltrúi í Ólafsfirði eða á Siglufirði Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum ein- staklingi til að sinna starfi umhverfisfulltrúa. Umhverfisfull- trúi hefur meðal annars umsjón með skipulagningu og hirðingu opinna svæða, sorphirðu og endurvinnslu, skipu- lagi umhverfismála og gerð umhverfisáætlana. Hann hefur einnig umsjón með umhverfisverkefnum tengdum staðar- dagskrá 21. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða starfsreynsla á sviði garðyrkju og umhverfismála. • Víðtæk tölvuþekking • Færni í að vinna með skipulagsgögn og teikningar. • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna. • Stjórnunarreynsla er æskileg. Umsóknarfrestur um starf umhverfis- og garðyrkjustjóra í Fjallabyggð er til og með 31. maí nk. Starfsmaður í áhaldahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði Reyndur vélamaður með vinnuvélaréttindi 2 óskast til starfa í áhaldahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Starfið felur í sér vélavinnu vegna snjómoksturs og framkvæmda á veg- um sveitarfélagsins, auk annarra verkefna áhaldahúss. Við- komandi þarf að geta tekið þátt í viðhaldi vinnuvéla og tækja. Umsóknarfrestur er til 30. maí n.k. Tengiliður: Sigurður Hlöðversson, bæjartæknifræðingur, siggi@siglo.is, s. 464 9100. Grunnskólakennarar við Grunnskóla Siglufjarðar Á Siglufirði vantar nokkra menntaða kennara til starfa fyr- ir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla, dans, heimilisfræði, íþróttir, sérkennsla, textíl- mennt, upplýsingamennt og tæknimennt. Einnig vantar kennara í ensku og samfélagsfræði á unglingastigi. Grunnskóli Siglufjarðar starfar á tveimur kennslustöðum þar sem eru yngri og eldri deild. Í skólanum eru um 190 nemendur í 1. - 10. bekk. Á bilinu 15 - 20 nemendur eru í bekkjardeildum. Unnið er að markvissri uppbyggingu á skólastarfinu. Unnið er gegn einelti skv. Olweus áætlun, auk þess sem unnið er að Grænfána. Upplýsingar um skól- ann er að finna á www.sigloskoli.is Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Tengiliður: Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri, skola- stjori@sigloskoli.is, s. 464 9150 / 845 0467. Tæknifulltrúi í Ólafsfirði eða á Siglufirði Tæknifulltrúi starfar með með bæjartæknifræðingi að verkefnum á sviði byggingar-, tækni- og umhverfismála og hefur umsjón með tímabundnum verkefnum varðandi þessa málaflokka. Starfið felur í sér áætlun og eftirlit vegna framkvæmda á vegum sveitarfélagsins, auk þáttöku í eftirliti með leyfisskyldum framkvæmdum í Fjallabyggð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla úr sambærilegu starfi er æskileg • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Færni í notkun almenns skrifstofuhugbúnaðar er mikilvæg • Reynsla og kunnátta í notkun teikniforrita er æskileg Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Tengiliður: Sigurður Hlöðversson, bæjartæknifræðingur, siggi@siglo.is, s. 464 9100. Markaðs- og kynningarfulltrúi í Ólafsfirði eða í Siglufirði (50%) Ný staða markaðs- og kynningarfulltrúa Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Markaðs- og kynningarfulltrúi er um- sjónarmaður ímyndarmála Fjallabyggðar. Hann hefur umsjón með markaðssetningu sveitarfélagsins og kynningu þess út á við. Hann er tengiliður þess við fjöl- miðla og fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfi um markaðs- setningu og kynningu. Markaðs- og kynningarfulltrúi vinnur með sveitarstjórn og stjórnendum að kynningu á þjónustu sveitarfélagsins og er umsjónarmönnum viðburða á vegum sveitarfélagsins til ráðleggingar um markaðssetningu. Markaðs- og kynningarfulltrúi hefur frumkvæði að verk- efnum á sviði markaðs- og kynningarmála og og vinnur að samstarfsverkefnum á þessum sviðum með aðilum innan sem utan sveitarfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun og/eða reynsla á sviði markaðsmála • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Hugmyndaauðgi í úrlausn verkefna • Góð tölvu- og íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Tengiliðir: Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri, thorir@fjalla- byggd.is, s. 464 9100 og Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, jonhroi@fjallabyggd.is, s. 464 9200. Ráðgjafi í félagsþjónustu á Siglufirði Laus er staða ráðgjafa við félagsþjónustu Fjallabyggðar með starfsstöð á Siglufirði. Í starfinu felst meðal annars ráðgjöf og stuðningur við börn, unglinga og foreldra, um- sjón með þjónustu við fatlaða, félagsleg ráðgjöf og þver- faglegt starf í Fjallabyggð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði félagsmála • Þekking og yfirsýn varðandi málefni fatlaðra • Þekking og reynsla í starfi með fjölskyldum • Reynsla af stjórnun og rekstri • Frumkvæði og sjálfstæði í verki. • Hæfni í samskiptum og samstarfi • Skipulagshæfileikar Umsóknarfrestur er til 30. maí n.k Tengiliður: Hjörtur Hjartarson, félagsmálastjóri, hh@siglo.is, s. 464 9100. Sveitarfélagið Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga og varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006. Þar búa um 2.400 manns. Bæirnir tveir eru afar fjölskylduvænir og þaðan er stutt í góða útivistarmöguleika jafnt að sumri sem vetri. Fjöl- breytt þjónusta er í bæjunum og mannlíf gott og líflegt. LAUS STÖRF Í FJALLABYGGÐ Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Fjallabyggð Gránugötu 24, 580 Siglufirði, s. 464 9100, f. 464 9101 Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði s. 464 9200, f. 464 9201 www.fjallabyggd.is ⓦ Blaðbera vantar í Hveragerði í afleysingar og einnig í fasta stöðu Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00 Vantar vélstjóra Vantar vélstjóra á Litlaberg ÁR-155 sem gerir út frá Þorlákshöfn. Vélarstærð 368 kW (500 hö). Upplýsingar í síma 898-3285. Skrifstofustjóri Oddfellowreglunnar Umsóknarfrestur um starf skrifstofustjóra Stórstúkunnar, sem auglýst var í Oddfellow- blaðinu, 1. tbl. maí 2007, er framlengdur til 29. maí 2007. Helgarvinna Islandia í Kringlunni og í Bankastræti óskar eftir starfsfólki í helgarvinnu í sumar. Umsóknir sendist á islandia@centrum.is eða í verslun Islandia í Kringlunni. Dalabyggð, Miðbraut 11, 370 Búðardalur Dalabyggð auglýsir eftir ferða-, menningar- og markaðsfulltrúa Dalabyggðar Um er að ræða mjög spennandi og krefjandi starf, sem felur í sér meðal annars eftirfarandi:  Kynning og markaðssetning Dalabyggðar.  Auglýsingar, gerð og dreifing á kynningar- efni.  Umsjón með upplýsingamiðstöð ferða- manna.  Sjá um samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla og ferðaskrifstofur.  Aðstoð og ráðgjöf við ferðaþjónustu- fyrirtæki.  Framkvæmd og skipulagning menningar- viðburða.  Mæta fyrir hönd Dalabyggðar á ráðstefnur tengdar ferða- og menningarmálum.  Útbúa og fylgja eftir styrkumsóknum.  Fylgjast með og taka þátt í skipulagningu ýmissa mála á söfnum sveitarfélagsins. Hæfniskröfur: Tungumálakunnátta nauðsynleg, þekking á staðháttum í Dalasýslu ásamt hæfni í mann- legum samskiptum og sjálfstæðum vinnu- brögðum. Menntun og/eða góð reynsla á sviði ferða-, menningar- og markaðsmála æskileg. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 434-1132 eða í tölvupósti gunnolfur@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2007. Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.