Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR ORTRUD Gessler Guðnason, sjálf- boðaliði á vegum Félagsins Ísland- Palestína, varð fyrir barsmíðum í árás landtökumanna á alþjóðlega sjálfboðaliða í hertekinni Palestínu í fyrradag. Ortrud er þýskur ríkis- borgari en búsett hér á landi. Árás- in átti sér stað í Hebron þar sem Ortrud hefur starfað við mann- úðarmál síðustu vikur, m.a. við að fylgja börnum í skólann gegnum vegatálma og hindranir landtöku- fólks og ísraelska hernámsliðsins. Unglingar úr röðum landtökufólks spörkuðu í maga Ortrud í árásinni, segir í fréttatilkynningu. Á meðan fékk grískur félagi hennar hnull- ung í höfuðið og heilahristing. Varð fyrir bar- smíðum í Hebron Reuters Átök Frá Dahariya, sunnan Hebron. Á FUNDI þing- flokks framsókn- armanna í gær var ný stjórn þingflokksins kjörin. Siv Friðleifs- dóttir, fráfarandi heilbrigðisráð- herra, er nýr þingflokksfor- maður og meðstjórnendur eru Magnús Stefánsson og Birkir J. Jónsson. Varamenn í stjórn þing- flokksins eru Bjarni Harðarson og Höskuldur Þór Þórhallsson. Siv Friðleifsdóttir tekur við for- mennskunni af Hjálmari Árnasyni, sem ekki var í kjöri í nýafstöðnum kosningum. Siv nýr formaður þingflokksins Siv Friðleifsdóttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is LJÓSMÆÐUR eru í lykilaðstöðu til að greina ýmis þyngdarvandamál þungaðra kvenna, hvort sem vandamálin snúa að ofþyngd og of- fitu eða átröskun og lystarstoli. Mikilvægt er að huga vel að þessum þáttum til þess að stuðla að heil- brigði jafnt móður sem barns. Þetta er mat þeirra Auðbjargar Brynju Bjarnadóttur og Nínu Bjargar Magnúsdóttur, sem á morgun, fimmtudag, kynna lokaverkefni sitt til embættisprófs í ljósmóðurfræði. Kynningin fer fram í Eirbergi og stendur milli kl. 13-18. Alls verða átta lokaverkefni kynnt. Of þungar konur eignast frekar þungbura Að sögn Auðbjargar fer hópur of þungra barnshafandi kvenna stöð- ugt stækkandi, en það er í samræmi við þá þróun að offita virðist vax- andi vandamál í heiminum. Bendir hún á að sé kona of þung fyrir með- göngu megi frekar búast við ýms- um vandamálum, s.s. háþrýstingi og sykursýki af gerð II, sem auki hættuna á meðgöngusykursýki, meðgönguháþrýstingi og með- göngueitrun. „Eftir því sem líkamsþyngdar- stuðull er hærri fyrir meðgöngu aukast líkur m.a. á lengdri með- göngu sem leiðir þá frekar til gang- setningar auk þess sem keisarafæð- ingar eru algengari hjá þessum hópi kvenna,“ segir Auðbjörg. Bendir hún á að erlendar rannsókn- arniðurstöður gefi til kynna að of þungar konur eignist frekar þung- bura, hafi börn sín skemur á brjósti og dvelji lengur á sjúkrahúsi eftir fæðingu með tilheyrandi umönnun og kostnaði. Að mati Auðbjargar er mikilvægt að ljósmæður jafnt sem aðrir fag- aðilar þekki áhrif og mögulegar af- leiðingar ofþyngdar og offitu barnshafandi kvenna til að geta greint konur í áhættuhóp, því þann- ig megi hugsanlega draga úr og fyrirbyggja neikvæð áhrif og af- leiðingar á skjótan og öruggan hátt. Nefnir hún í því sambandi ráð- gjöf um fæðuval og hreyfingu sem og aðstoð við brjóstagjöf. Draga má úr þróun átraskana milli kynslóða Að sögn Nínu hafa barnshafandi konur með lystarstol tilhneigingu til að fela sjúkdóm sinn fyrir ljós- mæðrum og sökum þess er mikil- vægara en ella að ljósmæður hafi vökult auka fyrir einkennum sjúk- dómsins. Bendir hún á að skimun sem gerð sé á kerfisbundinn máta geti reynst konum gagnleg þar sem greining á átröskunum geti leitt til frekari stuðnings og aðstoðar við að ná fram skilningi á mikilvægi þyngdaraukningar á meðgöngu. „Ljósmæður eru í lykilstöðu til að skima fyrir átröskunum þar sem umræður um þyngdaraukningu og næringu á meðgöngu auk reglu- legra vigtana opna oft þessar um- ræður,“ segir Nína. Segir hún erlendar rannsóknir áætla að allt að 5% þungaðra kvenna glími við átröskun, en það að nærast ekki eðlilega getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstrið. Bendir hún á að hjá konum sem haldnar eru átröskunum sé mun meiri hætta á fósturláti, fyr- irburafæðingu, vaxtarskerðingu, fæðingargöllum, auk þess sem lík- legra sé að grípa þurfi inn í fæð- ingu og keisaraskurðir séu algeng- ari. Að sögn Nínu eru meiri líkur á því að börn þeirra kvenna sem þyngjast ekki sem skyldi á með- göngutímanum þrói sjálf með sér átraskanir síðar á lífsleiðinni. Tek- ur hún fram að með góðri ljósmóð- urþjónustu megi hins vegar draga úr þróun átraskana milli kynslóða. Áhrif þyngdar á meðgöngu  Ljósmæður í góðri aðstöðu til að greina konur í áhættuhópum  Mikilvægt að veita fræðslu og fyrirbyggja neikvæð áhrif þyngdarvandamála á meðgöngu Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir Nína Björg Magnúsdóttir og mun þægilegra að eiga viðskipti hér en í Kanada.“ Íbúakosning fari fram á fyrri stigum málsins Af skoðanakönnunum metur Raphael viðbrögð Íslendinga sem almennt jákvæð. „73% þjóðarinnar annað hvort styðja verkefnið eða eru ekki á móti því. Mér finnst þetta vera skynsöm viðbrögð. Nú þegar er siglt með mikið magn hráolíu framhjá landinu og eðlilegt að Íslendingar njóti góðs af því.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er varfærinn þegar hann er spurður álits á hugmyndinni. „Ég ætla að bíða með að taka afstöðu í þessu máli þar til ég er búinn að sjá svona starfsemi annars staðar og ræða við sveitarfélög sem hafa starf- semi sem þessa innan sinna marka.“ Hann segir mikilvægt að ákvörðun um verkefnið verði tekin sem fyrst hjá sveitarfélögunum og æskilegast sé að hans mati að slíkt verði gert með íbúakosningu á frumstigi máls- ins. ÍSLENSKUR hátækniiðnaður, fyrir- tæki sem nokkrir Íslendingar eiga hlut að auk annarra, setti fyrr á þessu ári fram hugmyndir um að reisa olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrir- tækið hefur augastað á svæðum í Arnarfirði annars vegar og Dýrafirði hins vegar. Samþykki sveitarfélögin verkefnið, með öllum þeim skilyrðum sem því kunna að fylgja, mætti búast við að fjögur til fimm ár liðu þar til starfsemin kæmist í gagnið. Raphael Baron, einn eiganda Katamak-nafta, samstarfsaðila Ís- lensks hátækniiðnaðar, ræddi við Morgunblaðið um hugmyndina. Á síðastliðnum árum hefur hann komið að ýmsum verkefnum er tengjast flutningi gass og olíu. „Ísland er að mörgu leyti afar heppilegur staður til að reisa svona olíuhreinsistöð. Ísland er staðsett mitt á milli olíulindanna sjálfra, hvort sem þær eru í Noregshafi eða Norð- ur-Rússlandi, og markaðarins, hvort sem hann er í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þess vegna yrði vel mögu- legt að velja áfangastað afurðarinnar eftir því hvar fengist betra verð, í Evrópu eða Bandaríkjunum. Síðan má ekki gleyma því að það eru ágætir möguleikar á því að nær Íslandi finn- ist olía. Það er ekki endilega líklegt, en vel mögulegt. Ef svo færi þá yrði Ísland kjörinn staður fyrir úr- vinnslu.“ Hann bendir einnig á að Ís- land sé í góðum samskiptum við Bandaríkin, Kanada, önnur Evrópu- ríki og Rússland sem geri landið hentugt sem tengimiðstöð á milli þessara ríkja. „Launin eru hærri hér en í Rússlandi og í Póllandi. Á móti kemur að stjórnkerfið er gott og stjórnsýslan virkar hratt. Skattar á fyrirtæki eru lægri en t.d. í Rússlandi „Ísland er kjörinn staður fyrir olíuhreinsistöð“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kynningarfundur Sveitarstjórnarmönnum á Vestfjarðasvæðinu var boðið á kynningarfund Fjórðungssambands Vestfirðinga og Íslensks hátækniiðnaðar um möguleikann á að reisa olíuhreinsistöð í Dýrafirði eða Arnarfirði. Haldinn var kynningar- fundur í gær um hug- myndir um byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Gunnar Páll Baldvinsson var á svæðinu. „ÞAÐ eru mörg verkefni sem bíða okkar og við gætum varla verið komin lengra með að leysa þau – en við megum heldur ekki bíða mikið lengur,“ sagði Gísli Viggósson við Morgunblaðið í hádegishléi kynn- ingarfundarins í gær. Gísli er for- stöðumaður rannsóknar- og þróun- arsviðs Siglingastofnunar. „Það er ekki lengra síðan en 2004 að olíu- skip frá N-Rússlandi og N-Noregi fóru að sigla hér framhjá, þá voru þau 17. Árið 2005 voru þau 225 og við gerum ráð fyrir að þau verði um 500 árið 2015. Þetta er alveg nýtt og í fyrsta sinn á friðartímum er Ís- land í þjóðleið siglinga ef svo má segja.“ Í erindinu nefndi hann að stór- auka þyrfti eftirlit með hafís og að gera þyrfti stafræn sjókort inn á firði og hafnir auk siglingamerkja. „Þar að auki er grundvallatriði, og það er ekki spurning hvort heldur hvenær við þurfum á því að halda, að hér þarf að vera öflugur drátt- arbátur með vel þjálfaðri áhöfn og mengunarvarnarbúnaði.“ Spurður um hvort heppilegra sé að olíu- skipin fari norðan eða sunnan meg- in við landið segir Gísli að því sé ekki auðvelt að svara. Kostir og gallar fylgi báðum leiðum. Blaðamaður spurði Raphael Baron hvort ekki væri staðreynd að því fylgdi aukin umferð olíuskipa hér um ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Benti hann á að ljóst væri að Íslendingar þyrftu hvort sem er að styrkja verulega getu sína til að stýra siglingum olíuskipa umhverfis landið. Olíuskip sigla í auknum mæli framhjá Íslandi HEILDSÖLUVERÐ á algengum dýralyfjum hefur hækkað um 18% frá áramótum og júgurbólgulyfið Nafpenzal vet. hefur hækkað um 47%. Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, segir að þær skýringar hafi verið gefnar að gengisbreytingum væri um að kenna. Gengið hafi veikst fram að áramótum en styrkst síðan og áhrif styrkingarinnar séu ekki enn komin fram. Hámarks- álagning í smásölu er 58% á lyf sem kosta 2.500 krónur eða minna í heildsölu og 53% á lyf sem kosta meira, auk þess sem leggja má á 137,50 kr. Dæmi séu til um allt að 65% álagningu hjá dýralæknum. Baldur segir að þessi mikla álagning geti bitnað á dýrunum. Í því sam- bandi bendir hann á að heimsókn til dýralæknis, sem geri eina til þrjár aðgerðir, kosti um 35.000 krónur. Dýrari dýralyf LÖGREGLA var aðfaranótt sunnudags köll- uð að mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar en þar var kyrrstæð bif- reið til trafala. Ökumaðurinn reyndist í fastasvefni og gekk veg- farendum og lögreglu illa að vekja hann, en bíllinn hans var bæði læst- ur og í gangi. Yfirheyrslur á lög- reglustöð gengu litlu betur en mað- urinn, sem er tæplega þrítugur og hafði þegar verið sviptur ökuleyfi, náði þó að skýra frá því að hann hefði sofnað þegar hann beið á rauðu ljósi. Sofnaði á rauðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.