Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 25 ÞVÍ verður vart á móti mælt að Vinstrihreyfingin – grænt framboð vann stórsigur í nýafstöðnum al- þingiskosningum um allt land. Þannig var það einnig í Norðvesturkjör- dæmi. Flokkurinn jók fylgi sitt í kjördæm- inu um nærri 60% frá síðustu alþingiskosn- ingum, fór úr 10,7% í 16% og var hárs- breidd frá því að fá tvo þingmenn. Þenn- an árangur má þakka því að Vinstri-græn hafa á skömmum tíma náð að byggja upp öflugt félagsstarf um allt kjördæmið. Við eigum nú á að skipa ferskri og baráttuglaðri liðsveit sem er reiðubúin til enn stærri átaka á næstu misserum. Kosningabarátta okkar var rekin á eigin málefnum og af heiðarleika. Á kosn- ingaskrifstofum víðsvegar um kjör- dæmið var líf og fjör þar sem bæði bakkelsi og málefnalegar umræður voru á borðum. Það var mikill styrkur fyrir VG og kjördæmið að fá Ingibjörgu Ingu í baráttusætið en aðeins munaði hársbreidd að hún næði kjöri eins og að var stefnt. Þingmönnum frá Norðvest- urkjördæmi hefur því miður fækk- að hratt á síðustu árum eða úr 15 í 10 með kjördæmabreytingunni og svo nú síðast úr 10 í níu þannig að vægi kjördæmisins í landsstjórn- inni hefur hríðminnkað á skömm- um tíma. Ég dreg í efa að sú breyting sé þjóðinni til góðs. Það er því mín von að við nýkjörnir þingmenn þessa stóra og víðfeðma svæðis náum að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum Norðvesturkjördæmis hvar sem standa í stjórnmálum. „Óveðursský á himni“ Allar líkur benda nú til að við taki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem formaður Framsóknarflokksins hefur nú þegar nefnt „Baugsstjórn“. Enn liggur stjórnarsáttmáli ekki fyrir en því miður finnst mér allt benda til þess að þessi samsteypa muni skara enn frekari eld að þeirri þenslu sem nú ríkir á höfuðborg- arsvæðinu og áfram- haldandi samþjöppun auðæva á fárra hend- ur. Þannig muni stjórnin bera nafn með rentu. Á hina höndina verður gengið enn nær landsbyggðinni með einkavæðingu al- mannaþjónustu, óheft- um innflutningi á land- búnaðarvörum og óheftum kvóta- viðskiptum sem hafa leikið mörg byggð- arlög grátt. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með Sam- fylkingunni í ríkisstjórn þar sem sumir boðuðu stóriðjustopp og frið- un jökulvatna í Fagra Íslandi en aðrir áframhaldandi álvæðingu með tilheyrandi fórnum á nátt- úruverðmætum. Hvað verður um íslenskan landbúnað þegar frjáls- hyggjuöflin í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu ná saman? Fer nú að- ild að ESB og framsal á sjálfstæði þjóðarinnar á fulla ferð? Baráttan heldur áfram Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð er ótvíræður sigurvegari kosn- inganna og staða okkar í kjördæm- inu er sterk. Mikil fylgisaukning okkar sýnir að kjósendur vilja breytta stefnu. Við viljum efla fé- lagsleg gildi, samábyrgð, nátt- úruvernd og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlindanna. Við viljum að hluti fiskveiðiheim- ildanna verði bundinn sjávarbyggð- unum og íbúunum verði þannig tryggður eðlilegur forgangsréttur að auðlindum sínum til lands og sjávar. Það sem nú er að gerast á Vestfjörðum er enn ein rækileg áminningin til stjórnvalda og krafa um algjöra hugarfarsbreytingu í málefnum sjávarbyggðanna og landsbyggðarinnar allrar. Ég vil þakka meðframbjóð- endum mínum á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, svo og þeim sem stýrðu kosningabar- áttunni af miklu hugviti og krafti og þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg í þessum kosningum. Kjós- endum flokksins þakka ég innilega fyrir öflugan og góðan stuðning. Sigur Vinstri-grænna í Norðvesturkjördæmi Jón Bjarnason skrifar um nýja ríkisstjórn Jón Bjarnason »Hvað verður um ís-lenskan landbúnað þegar frjálshyggjuöflin í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu ná saman? Höfundur er þingismaður Vinstri- grænna í Norðvesturkjördæmi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 SELFOSS – SKIPTI EÐA 95% LÁN Tvö falleg raðhús á einni hæð með stórum innb. bílskúr, samtals 166 fm hvort. Góð staðsetning í botn- langagötu með stutt í þjónustu. Til afh. strax fullbúin að utan og rúm- lega tilbúin til innréttingar að innan. Áhv. hagstæð lán um 16,2 millj. með 4,15% vöxtum. Mögul. á 95% láni. Bein sala eða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu. Verð 24,8-25,8 millj. Höfði fasteignasala Lögmenn Suðurlandi Runólfur Gunnlaugss. lögg. fasts. Ólafur Björnsson lögg. fasts. Sími 533-6050 / 895-3000 Sími 480-2900 Vorum að fá í einkasölu glæsilega 112 fm, 4ra herb. íb. á 3. hæð í þessu vin- sæla húsi. Aðeins ein íbúð á hæð. Andyri, stofa með stórum suðursvöl- um, eldhús m. góðum tækjum, þvottaherb., 3 stór svefnherbergi. Parket. Frábær staðsetning, stutt í skóla, íþróttir, sund og fl. Verð 31,4 millj. ÁLAGRANDI – 4RA Vorum að fá í einkasölu fallega 4 her- bergja neðri hæð í fjórbýli ásamt bíl- skúr, á þessum vinsæla stað. Gott hol með parketi, samliggjandi stofa og borðstofa með parketi, eldhús og baðherb. Rafmagn og frárennslislagn- ir endurnýjað. Laus fljótlega. TJARNARGATA – HÆÐ Vorum að fá í einkasölu glæsilega 140 fm, 6 herbergja penthouseíbúð á tveimur hæðum ásamt tveimur sam- liggjandi stæðum í bílskýli Gott hol, stofa, eldhús með fallegri innréttingu og nýl. tækjum, stofa m. suðursvölum, 5 svefnherbergi, sólstofa. Eikarparket. Glæsilegt útsýni. Tvennar svalir. Stutt í þjónustu. EIGN FYRIR VANDLÁTA. Verð 41,9 millj. FLÉTTURIMI – 6 HERB. Vorum að fá í einkasölu fallegt einbýli á tveimur hæðum mjög vel staðsett. Stofa, borðstofa, eldhús, baðherb. og 4 svefnherb. Parket. Stór lóð með sólpalli. Stækkunarmöguleikar. Bein sala eða skipti á 3ja-4ra herb. íbúð. HÁTRÖÐ KÓP. – EINBÝLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.