Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hún frænka okkar, Sigríður Júlíana Björg, ávallt kölluð Sirrý and- aðist á heimili sínu 4. apríl síðastliðinn. Okkar fyrstu minningar um Sirrý frænku tengjast einnig ömmu okkar, Sigríði Guðjónsdóttur, en Sirrý var eldsta barnabarn hennar. Sirrý var skírð í höfuðið á henni, en tíu af ellefu föðursystkinum hennar (Kollafjarð- arnesætt) fluttust vestur um haf. Stutt er síðan að sambönd hófust við ættgarðinn í vesturheimi. Sirrý fylgd- ist af áhuga með fyrirætlaðri för okk- ar systkina á Íslendingaslóðir í Vest- urheimi. Sirrý bjó sem barn nokkur ár í Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Hún minntist þessa tímabils af mikilli ánægju. Þaðan átti hún góðar minn- ingar um frelsið, fjöruna, skeljar og haf. Okkar verulegu kynni af Sirrý og bræðrum hennar, þeim Emil Sævari og Daníel, mynduðust þegar fjöl- skyldan flutti til Seltjarnarness. Hús- ið sem þau bjuggu í stóð við sjóinn og Sigríður Júlíanna Björg Jóhannsdóttir ✝ Sigríður Júl-íanna Björg Jóhannsdóttir, æv- inlega nefnd Sirrý, fæddist 15. mars 1940. Hún lést 4. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 12. apríl. nefndist Elliði. Eitt minningabrot kemur upp í hugann. Þetta var á þjóðhátíð- ardegi, Sirrý birtist í þjóðbúningi. Glæsileg og frjálsleg framkoma hennar vakti athygli og eldrauður varalitur. Sirrý var orðin fullorð- in og um leið fjarlæg okkur krökkunum. Störf innan um börn urðu hennar ævistarf, þau voru henni afar hugleikin og áttu einkar vel við hana. Ung að árum starfaði Sirrý hjá Sesselju í Sólheim- um í Grímsnesi. Síðar var hún mat- ráðskona á barnaheimilinu í Reykja- hlíð Mosfellsdal. Þá starfaði hún 30 ár í leikskólanum Hlaðhömrum, eða til æviloka. Sirrý átti átta hálfsystkini. Þrjá bræður, sammæðra, allir voru þeir henni afar kærir, milli þeirra systkina ríkti mikil vinátta og virðing. Einnig fimm systkini samfeðra, fjóra bræður og eina systur. Sirrý eignaðist einka- soninn Friðjón Hilmi. Nokkrum ár- um síðar kynnist hún Sigurði Sieg- friedssyni, voru þau í farsælu hjónabandi í rúm 40 ár. Sigurður and- aðist í maí 2001. Þau áttu mörg sam- eiginleg áhugamál, eitt var útivist og ferðalög um landið. Síðari ár bættist við golfiðkun hérlendis og erlendis. Sirrý var mikil áhugamanneska um garðrækt, allt dafnaði og óx undan „grænum“ höndum hennar. Plöntur frá henni prýða garða hjá mörgum fjölskyldumeðlimum. Sirrý var afar smekkleg og listræn, báru heimili hennar gott vitni um þessa hæfileika hennar, hvort sem komið var inn í litla húsið Gulakot í Mosfellsdal, íbúð- ina í Eskihlíðinni, einbýlishúsið í Markholti og nú síðast í raðhúsið við Bugðutanga í Mosfellsbæ. Sirrý átti stóran vina- og kunn- ingjahóp, margir voru þeir sem litu inn til hennar nú þegar hún barðist við þennan illvíga sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Hún sýndi mikinn styrk í þessum veikindum sín- um, hélt reisn sinni, var jákvæð, glað- sinna og með spaugsyrði til hinstu stundar. Barnabörn Sirrýjar og Sigga eru þrjú og eitt langömmu- barn, elstur er sonarsonurinn Úlfur Máni, hans sonur er Albert Úlf. Báðir eru þeir búsettir í Danmörku. Alsyst- urnar Sirrý Huld og Karen Ýr voru henni mjög kærar, fylgdist hún vel með þroska þeirra og líðan, en velferð barnabarnanna skipti hana miklu máli. Sirrý var ekki bara frænka heldur náinn vinur. Sendum fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur. Þórey Eyþórsdóttir og Sigtryggur R. Eyþórssson. Sporlétt, lipur og nett var hún Sirrý, glæsileg kona. Ég kynntist henni fyrst árið 1990. Enda þótt ég hefði hitt hana fyrr og við jafnvel verið saman í góðra kvenna hópi var það ekki fyrr en með samstarfi okkar í leikskólanum Hlað- hömrum sem við kynntumst. Það ár réð ég mig til að veita skólanum for- stöðu eins og það hét þá og Sirrý var ein þeirra mætu og merku kvenna sem þar voru fyrir. Hún var afar ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG HALLVARÐSDÓTTIR, áður til heimilis í Hraunbæ 90, Reykjavík, andaðist á hjúkrunardeild Seljahlíðar föstudaginn 18. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarkort Krabbameinsfélagsins. Arngeir Lúðvíksson, Halldóra Arnórsdóttir, Guðbjörg Arngeirsdóttir, Ásdís Arngeirsdóttir, Arngeir Arngeirsson, Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Rebekka Marín Arngeirsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BOGI JÓHANNSSON rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum, Furugrund 60, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 20. maí. Útförin verður gerð frá Digraneskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 15.00. Halldóra Guðrún Björnsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Eiríkur Bogason, Guðbjörg Ólafsdóttir, Kristján Bogason, Jóhanna Emilía Andersen, Svava Bogadóttir, Kristján Bjarnason, Gunnar Bogason, Bergþóra Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNLEIFUR JÓHANNESSON bílamálarameistari, Stekkjargötu 81, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. maí kl. 14.00. Lilja Markúsdóttir, Jón Axel Brynleifsson, Ingunn Sigurðardóttir, Brynja Brynleifsdóttir Mallios, Phillip Mallios, Jóhann Brynleifsson, Sigríður Garðarsdóttir, Karl Brynleifsson, Jónína Skaftadóttir, Tobías Brynleifsson, Margrét Jónsdóttir, Jósep Brynleifsson, Melanie Brynleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HALLDÓRA MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR frá Ysta-Mói í Fljótum, til heimilis á Hvanneyrarbraut 34, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 28. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítalasjóð Hrings- ins, sími 543 3724. Margrét Lára Friðriksdóttir, Arngrímur Jónsson, Agnes Einarsdóttir, Ævar Friðriksson, Hjördís Júlíusdóttir og fjölskylda hinnar látnu. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN S. ÓLAFSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, áður til heimilis á Sléttuvegi 17, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 21. maí. Útförin verður auglýst síðar. Björn Jóhannsson, Inga Ívarsdóttir, Lovísa Helga Jóhannsdóttir, Þórarinn Ragnarsson, Halldór Jóhannsson, Nína Björg Ragnarsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Álfheiður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 35, Reykjavík, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Nes- kirkju fimmtudaginn 24. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Sigríður Hjördís Indriðadóttir, Þórir Hallgrímsson, Bogi Indriðason, Ástríður María Þorsteinsdóttir, Ólafur Indriðason, Magnús Indriðason, Lilja Viggósdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN GUNNARSSON, Ártúni 4, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 26. maí kl. 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna. Unnur Einarsdóttir, Eiður Einar Kristinsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Guðni Gunnar Kristinsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Guðlaugur U. Kristinsson, Svanhildur Guðjónsdóttir, Áslaug Anna Kristinsdóttir, Sverrir Már Viðarsson, Kristrún Sif Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að trúa því að hún Ragna sé fallin frá. Frá því að þau Baldur fluttu í sama stigagang og við fyrir tæpum fimm árum hefur verið góður og mikill samgangur á milli okkar. Ég bíð enn eftir að síminn minn hringi og Ragna segi „Sigríður, komdu nú upp í kaffisopa“, en nú er hún komin í betri heim laus við þjáningar sem hún bar með reisn. Þau sæmdarhjón voru samhent og samtaka að hjálpa öðrum með hvað sem var. Ragna var hlý og góð, gjafmild, gestrisin, glaðlynd og hreinskilin. Ég gæti haldið áfram að telja upp kosti hennar en læt hér staðar num- ið. Elsku Baldur og fjölskylda, Guð styrki ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Elsku Ragna, ég sakna þín svo mikið. Vertu Guði falin og blessuð sé minning þín kæra vinkona. Sigríður og Ármann ✝ Ragna María Sigurðardóttirfæddist í Gíslabæ í Breiðuvík- urhreppi á Snæfellsnesi 1. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. mars síðastlið- inn og var jarðsungin frá Bú- staðakirkju 23. mars sl. Ragna María Sigurðar- dóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.