Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 2
Í HNOTSKURN »Lífeyrishluti almanna-tryggingakerfisins og mál- efni aldraðra munu færast til félagsmálaráðuneytisins. »Sveitarstjórnarmál færastfrá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis. Verk- efni tengd ferðaþjónustu fær- ast til iðnaðarráðuneytisins. »Einn ráðherra fer meðlandbúnaðar- og sjávar- útvegsmálin. Iðnaðarráðu- neyti og viðskiptaráðuneyti skipt milli tveggja ráðherra. UMTALSVERÐAR breytingar verða á verkefna- skiptingu milli ráðuneyta og skiptingu ráðuneyta milli einstakra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Geirs H. Haarde, að því er fram kom í máli forystumanna og ráðherra Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í gær- kvöldi, þegar samkomulag um myndun nýrrar rík- isstjórnar var kynnt. Lífeyrishluti almannatrygg- ingakerfisins og málefni aldraðra munu færast til félagsmálaráðuneytisins sem gera á að heilsteyptu fjölskyldu- og velferðarráðuneyti. Fyrir vikið minnka umsvif heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins en tveir af þremur helstu málaflokkum þess eru, samkvæmt núgildandi reglugerð um Stjórnarráð Íslands, almannatryggingar og málefni aldraðra. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra hinnar nýju ríkisstjórnar, segir það eðlilega þróun að lífeyrismál og málefni aldraðra séu færð undir ráðuneyti félagsmála sem sé fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við velferðarmálin með heildstæðum hætti. Sveitarstjórnarmálin færast hins vegar frá fé- lagsmálaráðuneytinu yfir til samgönguráðuneytis- ins. Stjórnsýsla og verkefni sveitarfélaga, tekju- stofnar þeirra og fjármál, sveitarstjórnarkosningar og mörk sveitarfélaga verða því alfarið á könnu samgönguráðherra. Til að létta undir með ráðu- neyti samgöngumála hafa verkefni tengd ferða- þjónustu verið færð yfir til iðnaðarráðuneytisins. Tvær breytingar verða gerðar á skiptingu ráðu- neyta milli ráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar. Vik- ið verður frá því fyrirkomulagi að hafa iðnaðar- og viðskiptamál á hendi eins og sama ráðherrans, líkt og verið hefur í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá mun einn og sami ráðherrann, Einar Kr. Guðfinnsson, fara með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, en ekki liggur ljóst fyrir hvort ráðuneytin verða sameinuð síðar meir. Fyrir vikið helst tala ráðuneyta og ráðherra óbreytt; tólf ráð- herrar mynda hina nýju ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. „Með þessu samkomulagi er verið að nútíma- væða stjórnsýsluna og búa til ráðuneyti sem ramma inn breytt samfélag,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, væntanlegur iðnaðarráðherra hinnar nýju ríkis- stjórnar. Miklar breytingar verða á verkefnum ráðuneyta „Verið að nútímavæða stjórnsýsluna,“ segir tilvonandi ráðherra í hinni nýju stjórn 2 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Friðrik Ársælsson NÝ ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur til starfa að loknum ríkisráðsfundi á morgun en í gærkvöldi samþykktu flokksstofn- anir og þingmenn flokkanna stefnu- yfirlýsingu og verkaskiptingu stjórn- arinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra mun í dag fara á fund forseta og greina honum frá myndun nýrrar ríkisstjórnar. Geir og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylk- ingarinnar, vildu ekki ræða efni stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar, en þau munu kynna hana á fundi á Þingvöllum í dag. Sturla hverfur úr ráðherrastól Geir H. Haarde verður forsætis- ráðherra í hinni nýju stjórn og Ingi- björg Sólrún tekur sæti utanríkis- ráðherra. Þau Árni Mathiesen, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björn Bjarnason og Einar K. Guð- finnsson munu áfram verða í forsvari fyrir sömu ráðuneyti og á síðasta kjörtímabili, en Einar mun jafnframt taka við landbúnaðarráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, kemur nýr inn í rík- isstjórnina. Hann mun taka við emb- ætti heilbrigðisráðherra. Fyrir Samfylkingu munu, auk Ingibjargar Sólrúnar, gegna ráðherraembættum þau Össur Skarphéðinsson, sem verður iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir sem verður um- hverfisráðherra. Sturla Böðvarsson, sem gegndi embætti samgöngu- ráðherra í fráfarandi ríkisstjórn, hverfur úr ráðherrastól og verður forseti Alþingis. „Komu allar konur í þingflokknum til greina“ Tillaga Geirs H. Haarde að skipt- ingu ráðuneyta í röðum sjálfstæð- ismanna var samþykkt samhljóða í þingflokknum, að því er fram kom í máli forsætisráðherra að loknum fundi hans. „Það er hluti af þessari tillögu að Sturla Böðvarsson verði forseti Alþingis og Arnbjörg Sveins- dóttir formaður þingflokks sjálf- stæðismanna,“ sagði Geir. „Þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Geir, þegar hann var inntur eftir því hvort ekki hefðu verið áform um að gera fleiri breytingar á ráðherraliði flokksins. Ein kona sest á ráðherra- stól fyrir Sjálfstæðisflokkinn en fimm karlar og var Geir spurður hvort hann hefði ekki hugleitt það að hafa fleiri konur í ráðherraliðinu. Sagðist hann að sjálfsögðu hafa gert það. „Það komu allar konur í þing- flokknum til greina,“ sagði Geir sem ekki kvaðst telja að það yrði óþægi- legt fyrir sjálfstæðismenn að hafa aðeins eina konu í ráðherraliðinu. „Það finnst mér ekki, við leysum það bara,“ sagði forsætisráðherra. „Ýmsar óskir uppi“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var spurð að því í gærkvöldi hvers vegna hún hefði ákveðið að taka að sér ut- anríkisráðuneytið. „Eitthvað varð ég að taka og það er einfaldlega þannig að ef maður horfir á forysturáðu- neyti í ríkisstjórn þá hafa þau annað hvort verið forsætis- og utanrík- isráðuneyti eða forsætis- og fjár- málaráðuneyti,“ sagði Ingibjörg. Hún var spurð hvort utanríkisráðu- neytið hefði verið hennar óska- ráðuneyti. „Þetta er bara niður- staðan , hún er þessi. Auðvitað var margt rætt um ýmis ráðuneyti og ýmsar óskir uppi, einnig frá hinum aðilanum. Þetta er bara niðurstaðan sem maður spilar úr,“ sagði hún. Varaformaður Samfylkingar ekki í hópi ráðherra Ingibjörg Sólrún sagði að verkefni utanríkisráðuneytisins hefðu breyst mikið með hnattvæðingunni. „Ég held að menn verði að fylgjast vel með þar og vera vakandi þar og fylgjast vel með stöðu Íslands í sam- félagi þjóðanna. Ef við pössum ekki upp á stöðu okkar í þessu alþjóðlega samhengi getum við verið fljót að glutra henni innanlands,“ sagði Ingi- björg Sólrún, sem sagði jafnframt að Samfylkingin myndi halda Evr- ópumálum á lofti og umræðum um þau gangandi. Hún sagði ennfremur að einhverjir innan Samfylking- arinnar hefðu orðið fyrir vonbrigðum með að ekki tækist að mynda vinstri stjórn en flokksfólk liti björtum augum á framhaldið og samstarfið. Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, tekur ekki við ráðherradómi og sagði Ingi- björg Sólrún að í hans hlut kæmi að stýra innra starfi flokksins. Kvaðst hún treysta honum mjög vel til þess. Ennfremur sagði Ingibjörg Sólrún að ekki hefði enn verið ákveðið hver tæki við formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Einhugur um stjórnar- myndunina  Sturla Böðvarsson lætur af ráðherra- embætti og verður forseti Alþingis Morgunblaðið/Golli Tilhlökkun Það var létt yfir samfylkingarfólki fyrir fundi þingflokks og síðan flokksstjórnar á Hótel Sögu í gær. Morgunblaðið/Sverrir Reyndir Fyrrverandi og núverandi alþingismenn Sjálfstæðisflokks ræddu málin á flokksráðsfundinum í Valhöll.  Þrjár konur og þrír karlar verða ráðherrar af hálfu Samfylkingar Sjá einnig á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.