Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Gallabuxur og peysur Orkuvinnslugeirinn stækkar þegar West Siberian bætist í hópinn Við bjóðum West Siberian Resources Ltd. velkomið í Nordic Exchange. West Siberian er sjálfstætt rekið olíufélag með starfsemi í Rússlandi. Félagið hefur stækkað ört á undanförnum árum og er núna með rekstur á þremur olíuframleiðslusvæðum í Rússlandi. West Siberian verður skráð í OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi 23. maí. West Siberian er flokkað sem meðalstórt félag í orkuvinnslugeira hjá OMX. omxgroup.com/nordicexchange Orkuvinnsla Fjarskipti Heilbrigðisgeiri UpplýsingatækniVeiturHráefni FjármálaþjónustaNauðsynjavörur NeysluvörurIðnaður SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra opnar í dag nýjan vef um sjúk- dóminn vefjagigt, www.vefjagigt.is, við formlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík. Vefurinn er hugarfóstur Sigrúnar Baldursdóttur sjúkra- þjálfara sem vann hann sem meistaraverkefni í lýðheilsufræðum við HR. Að hennar sögn má áætla að allt að 12.000 Íslendingar séu haldnir þess- um sjúkdómi á hverjum tíma og eru helstu einkenni hans langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, al- mennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Sigrún segir ekki vitað nákvæm- lega af hverju svefntruflanirnar stafi, en áætlað sé að 90% sjúklinganna glími við þær. Truflanirnar séu al- varlegar, þær raski djúpsvefni og valdi því að svefninn verður ekki endurnærandi, með þeim afleið- ingum að viðkomandi vaknar þreytt- ur. Hún segir einkennin þó mjög mis- munandi á milli einstaklinga, bæði hvað varðar fjölda og hversu alvarleg þau eru. Vefjagigt geti verið mildur sjúkdómur, við- komandi haldi þá fullri færni og vinnugetu þrátt fyrir verki og þreytu. Hún geti líka verið mjög ill- vígur sjúkdómur og rænt ein- staklinginn allri orku svo að hann er vart fær um ann- að en að sofa og matast. Rænir færni til daglegs lífs Almennt megi segja að hún ræni flesta sjúklinga hluta af færni sinni til vinnu og athafna daglegs lífs. Erlendar rannsóknir sýni að 10– 12% einstaklinga glími við langvinna útbreidda verki og íslensk rannsókn gefi til kynna að um enn stærri hóp kunni að vera að ræða hér á Íslandi. Auk Sigrúnar skrifa efni á vefinn Arnór Víkingsson gigtarlæknir, Karl Örn Karlsson tannlæknir og Magnús Baldursson sálfræðingur. Opna fræðsluvef um vefjagigtina Allt að 12.000 Íslendingar með sjúkdóminn Sigrún Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.