Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 18
Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða hjá Þjónustuveri í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 SVONA SAFNAR ÞÚ GLITNISPUNKTUM • Kreditkortanotkun • Viðskiptavinir í Vildarþjónustu • Bílalán hjá Glitni Fjármögnun • Viðbótarlífeyrissparnaður • Eignastýring • Einkabankaþjónusta • Tryggingar hjá Sjóvá og margt fleira SKRÁÐU ÞIG NÚNA! Þeir sem skrá sig fyrir 17. júní fá 10.000 Glitnispunkta strax! 18 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | Fyrirtækið Data Ís- landia stefnir að því að byggja um- hverfisvæna gagnageymslu og gagnaþjónustu á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Áform fyrirtækisins voru kynnt á blaðamannafundi í Sangerði í gær og sýnt líkan af fyrirhuguðum byggingum. Gert er ráð fyrir að bygging húsnæðis Data Íslandia hefjist á þessu ár en við uppbyggingu fyr- irtækisins og starfsemi gagna- geymslunnar verður lögð áhersla á umhverfissjónarmið. Endurnýjan- leg orka mun knýja starfsemina, náttúruleg vindkæling dregur úr orkuþörf og mannvirkin verða hönnuð þannig að þau falli vel að umhverfinu. Þá telur bæjarstjóri Sandgerðisbæjar að starfsemin muni styrkja byggð í Sandgerði og nágrenni. Þörfin eykst stöðugt Húsnæðið verður byggt í áföng- um. Fyrsti áfangi er áætlaður um 800 fermetrar að stærð en að full- byggt verði húsið 4.000 fermetrar. Eftir að fyrsti áfangi verður tekinn í notkun munu 20 störf skapast í gagnageymslunni og búist er við að fleiri störf skapist á næstu ár- um. Þá gerir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sol Squire, ráð fyrir því að fjölbreytt atvinnustarfsemi skapist til hliðar við starfsemi gagnageymslunnar. Hægt verður að varðveita gögn í gagnageymslunni í Rockville sem svarar til allt að 30 milljónum gíga- bæta. „Það er aðeins byrjunin,“ segir Sol Squire enda segir hann að þörfin fyrir vistun á rafrænum gögnum aukist stöðugt og hafi að meðaltali tvöfaldast á hverju ári. Viðskiptavinirnir eru alþjóðleg fyrirtæki í Norður-Ameríku og Evrópu og einnig í Mið-Austur- löndum. Data Íslandia er þegar í samvinnu við nokkur fyrirtæki, meðal annars Breska símann og gagnageymslufyrirtæki sem vinna fyrir banka. Spurður um kosti Íslands í þessu sambandi segir Squire að land hér sé ódýrt og orkan umhverfisvæn og tiltölulega ódýr. Þá nefnir hann efnahagslegan stöðugleika, tækni- getu og gott starfsfólk. Hann segir að allt þetta skipti máli því fyr- irtækin þurfi að geyma gögnin hér í langan tíma. Þess má geta að fram kemur hjá framkvæmdastjór- anum að nálægðin við flugvöllinn skipti meira máli upp á öryggi í gagnaflutningum en sæstrengur því meginhluti gagnanna verði fluttur hingað til lands á hörðum diskum með flugvélum. Starfsemi Data Íslandia í Sand- gerðisbæ mun í upphafi þurfa tveggja megavatta afl í raforku og alls 10 MW þegar starfsemin verð- ur komin í full afköst. Hitaveita Suðurnesja hefur tekið að sér að útvega orkuna. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur umráð yfir landinu sem er á fyrrverandi varnarsvæði og hefur það gefið vil- yrði fyrir úthlutun lóðar á Rock- ville-svæðinu. Möguleikar á varnarsvæðum Atvinnumálaráð Sandgerðisbæj- ar og Jón Norðfjörð verkefnisstjóri hafa á undanförnum mánuðum unnið að ýmsum verkefnum til at- vinnuátaks í bæjarfélaginu. Hug- myndin að nýta Rockville-svæðið í þessum tilgangi hefur meðal ann- ars verið uppi. Það var síðan fyrir milligöngu ParX viðskiptaráðgjafar IBM sem samband komst á við Data Íslandia. Bærinn hefur gert drög að skipulagi á fyrrum varnarsvæðum og kom fram á fundinum í gær að þar gætu skapast miklir mögu- leikar, ekki síst í tengslum við al- þjóðaflugvöllinn sem staðsettur er í landi bæjarins. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri fagnar áformum Data Íslandia, segir að gangi áætlanir eftir verði þetta gott dæmi um það hvernig hægt sé að byggja upp umhverfisvæna upp- lýsingatæknistarfsemi sem nýti í senn umhverfisvæna orku og ís- lenska þekkingu. Torf og grjót Á fundinum í gær var sýnt líkan að fyrirhuguðum byggingum Data Íslandia. Þær eru hannaðar af Ró- berti Erni Arnarsyni hjá Hoff & Jörgensen arkitektum í Kaup- mannahöfn. Mikil áhersla er lögð á að mann- virkin falli vel að sléttu landslagi Miðnesheiðarinnar. Byggingarnar bylgja sig um landslagið og eru huldar torfi. Grjóthleðslur koma einnig við sögu, eins og í fyrstu ís- lensku byggingunum, torfhúsun- um, sem arkitektinn hafði til hlið- sjónar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Græn gagnageymsla Hús gagnageymslunnar á að falla vel inn í landið. Jón Norðfjörð verkefnisstjóri, Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, og Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri standa við líkan að byggingunum. Byggja umhverfis- væna gagnageymslu Tenging við Keflavíkurflugvöll mikilvægari en sæstrengur því flogið verður með mikinn hluta gagnanna til landsins Í HNOTSKURN »Data Íslandia er íslensktfyrirtæki sem sérhæfir sig í öruggri og umhverfisvænni gagnageymsluþjónustu á al- þjóðamarkaði. »Viðskiptavinirnir verða al-þjóðleg stórfyrirtæki í Norður-Ameríku og Evrópu sem þurfa að geyma rafræn gögn til langs tíma. »Viðskiptin aukast stöðugt,hafa tvöfaldast að meðal- tali á ári síðustu árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.