Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skítt með það þó prinsinn hafi ekki getað riðið úr hlaði á hvítum fáki með prinsessuna, það
verður ekki á allt kosið í svona drama.
Ólína Þorvarðardóttir | 21. maí 2007
Ber einhver ábyrgð?
Hvernig eiga útlend-
ingar að vita um hætt-
urnar á þekktum
ferðamannaslóðum?
Þeir þekkja ekki land-
ið, eða íslenska veðr-
áttu. Hvernig á þá að
gruna að vegur sem sagður er tor-
fær sé í raun lífshættulegur? Þegar
útlendingur kaupir ferð undir leið-
sögn telur hann sig öruggan. Hann
gefur sér að honum verði ekki teflt í
hættu. Við verðum að hafa vit fyrir
þeim sem koma hingað ókunnugir.
Meira: olinathorv.blog.is
Þorleifur Ágústsson | 22. maí 2007
Negldur
Ég ætlaði nefnilega
suður með fjölskyld-
una á morgun – keyr-
andi. En eins og allir
sem hér búa og líkleg-
ast víðar á landsbyggð-
inni vita – þá hafði
snjóað hressilega í nótt – og spáin er
eins fram að helgi […] Flugið er svo
dýrt að það er ekki valkostur. Ég á
að vísu nagladekk á felgum – tilbúin
til notkunar – en úniformin í höf-
uðborginni fá kikk út úr því að sekta
saklausan landsbyggðarlýðinn.
Meira: tolliagustar.blog.is
Katrín Anna Guðmundsdóttir | 22. maí
Hin árlega konusýning
Hin árlega konusýning
þar sem konur á aldr-
inum 18–24 ára trítla
um á bikiníi og háhæl-
uðum skóm svo hægt
sé að vega og meta
virði þeirra út frá lík-
amlegum eiginlegum verður á föstu-
daginn. Af því tilefni set ég hér inn
tvo tengla af bloggsíðum sem staðal-
ímyndahópur Femínistafélagsins
var með: missiceland.blogspot.com
og meyjanam.blogspot.com.
Skrifa meira seinna.
Meira: hugsadu.blog.is
Anna K. Kristjánsdóttir | 22. maí 2007
Change Sex Or Die
Þessi fyrirsögn virðist
skelfileg og er það í
vissu tilliti því hún er
sönn. Svona má nefni-
lega lýsa ástandi í
kynjafræðum í Íran. Í
upphafi klerkastjórn-
arinnar í Íran snemma á níunda ára-
tugnum tókst Maryam Khatoon
Molkara sem þá var 33 ára gamall
transmaður (þ.e. transsexual frá
konu til karls) að sannfæra Ayatoll-
ah Khomeni um að ekkert í Kór-
aninum bannaði aðgerðir til leiðrétt-
ingar á kyni. Það er reyndar alveg
rétt að slíkar aðgerðir eru hvorki
bannaðar í Kóraninum né Biblíunni.
Til þess að fordæma slíkar aðgerðir
hafa sértrúarklerkar orðið að beita
orðaklækjum og útúrsnúningi til að
rökstyðja mál sitt.
Ayatollah Khomeni gekk mun
lengra en þetta. Karlmönnum sem
voru staðnir að samkynhneigð (sem
er bönnuð í Íran að viðlagðri dauða-
refsingu) var boðið upp á bót meina
sinna, að fara í kynskiptaaðgerð en
deyja ella. Það er allmörg tilvik þar
sem samkynhneigðir karlmenn hafa
bjargað lífi sínu með aðgerð. Það er
þó engin lausn fyrir þá sem verða
fyrir slíku. Bæði eru aðgerðirnar
mjög ófullnægjandi og ónákvæmar
auk þess sem samkynhneigðir karl-
menn hafa venjulega engan áhuga á
að missa manndóminn. Því eru slík-
ar aðgerðir niðurlæging fyrir þá
samkynhneigðu karlmenn sem
verða fyrir henni.
Meira: velstyran.blog.is
Ragnhildur Sverrisdóttir | 21. maí 2007
Ógeðsleg gæludýr
Í bílnum leikum við
Dýraleikinn, þ.e. ein-
hver hugsar sér dýr og
hinir eiga að giska.
Elísabet hugsar sér
dýr og við höfum kom-
ist að því að það er fótalaust og
ógeðslegt og ekki gæludýr. Þetta
reynist vera ánamaðkur og þá mót-
mælir Margrét og segir að ána-
maðkar geti víst verið gæludýr. En
sættist svo á að maðkar sem maður
tínir í plastpoka á leikskólanum, set-
ur svo í krukkur með mold heima og
geymir í töskugeymslu mæðranna
flokkist kannski ekki sem gæludýr.
Meira: ragnhildur.blog.is
VEÐUR
Í nýrri ríkisstjórn sitja 12 ráð-herrar og til þess að koma þeim
fyrir er litlum ráðuneytum skipt í
enn smærri ráðuneyti.
Ætli það sé fullt starf að vera iðn-aðarráðherra? Eða að vera
viðskiptaráðherra? Svo að dæmi sé
nefnt.
Raunar má hiðsama segja
um fleiri ráðu-
neyti. Það verður
áreiðanlega ekki
of mikið starf
fyrir Einar K.
Guðfinnsson að
sinna bæði sjáv-
arútvegsmálum
og landbún-
aðarmálum.
Þetta er í sjálfu
sér ekkert nýtt en vekur kannski
meiri athygli nú en áður vegna
skiptingar iðnaðarráðuneytis og
viðskiptaráðuneytis í tvennt.
Það er líka spurning, hvort þessifjöldi ráðherra er ekki að verða
of mikill. Það eru ekki mikið fleiri
ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Frakk-
lands en sitja í nýrri ríkisstjórn Ís-
lands. Geta það verið eðlileg hlut-
föll?
Á hinn bóginn er svo spurning,hvort ráðuneytin, sem slík, eru
sum hver orðin of litlar einingar.
Sum þeirra eru áreiðanlega orðin
of veikburða, önnur hafa vaxið
hratt og kannski of hratt.
Þetta er umhugsunarefni fyrirforystumenn hinnar nýju rík-
isstjórnar, þau Geir H. Haarde og
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Verkefni ríkisstjórna og ráðherra
hafa breytzt mikið í samræmi við
minnkandi vægi stjórnmálanna.
Er ekki kominn tími til að sá veru-leiki endurspeglist í fjölda ráð-
herra?
STAKSTEINAR
Margir ráðherrar – lítil ráðuneyti
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
! ""#
""
:
*$;<
! # ! ! ""$ %"
" " &' ($$ " " ! "$!
$! )!! * ! &' ! $!" + ""$ *!
$$; *!=2
=! =2
=! =2
<>
/
.& " &
)(
(! (
"%
"#/ "
""
! )(! 0(
.
- 1
=7
2 " " (
" 3 !+
1## / " -
% ("""3
(%
""# .
=
2 " " %
" 3 !+
1## ""/ " % -
%
$(( "# .
/
(""""#
41
(55
"(! 6(
( *"#
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS