Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2007, Blaðsíða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Rúnar Kristjánsson skáld áSkagaströnd yrkir Nýviðreisnarbrag, sem hann tileinkar Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og flokkum þeirra: Ingibjörg og Geir með glans ganga að rekkju saman. Nú í beggja flokkafans fer að verða gaman. Ný skal stjórnin saman sett, sæludraumar mótast. Verkið þar mun verða létt, vilja bæði njótast. Rædd þó séu málin mörg, mælist andinn ljúfur. Enda Geir og Ingibjörg eins og turtildúfur. Viðreisn af sér elur þar ekki neina þrjósku. Stefnan er á sigursvar, sérhönnuð af ljósku. Pólitíkin líkist leir, lögun marga hlýtur. Enginn veit þó enn hvað Geir Ingibjargar nýtur. – Eða hversu langa leið létt þau saman ganga. Þar sem spjótin beitt og breið býsna marga stanga. Samfylking því önnur er á þau fús að herja, þegar aftur Framsókn fer félagshyggju að verja. Vinstri grænir hugvit hart hafa í mála róti, meðan þeirra eðli og art er að vera á móti. Rekkjuvist í ríkisstjórn ræðst því enn af mörgu. Kannski glepur gæfufórn Geir og Ingibjörgu? Kannski er valdavíman þar viskuráðum meiri, boðinn fram til blöndunar brotakenndur dreyri? Margur fyrir völdin veitt virðingunni fargar. Fá þar kannski ferlið eitt forlög Ingibjargar? Ef þar hugsað vonarverð virðist ætla að tapast. Maddömunnar feigðarferð fer á ný að skapast! VÍSNAHORNIÐ Nýviðreisn- arbragur pebl@mbl.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is E inn ef velmegunarsjúkdómum vest- rænna samfélaga er áunnin syk- ursýki (sykursýki tvö) en ekki er langt síðan þessi sjúkdómur var ein- göngu álitinn fullorðinssjúkdómur. Í Financial Times síðastliðinn miðvikudag er sagt frá vaxandi viðvarandi vandamálum sem banda- rísk börn sem tengjast offitu og áunninni syk- ursýki þurfa að glíma við. Slík sykursýki fer ört vaxandi meðal bandarískra barna og þeim börnum sem taka lyf vegna hennar fjölgar mjög hratt. Einnig fjölgar þeim börnum sem taka lyf vegna fylgikvilla sykursýki og offitu. Fjöldi þeirra barna sem taka lyf vegna sykursýki tvö, meira en tvö- faldaðist á árunum 2001-2005. Sláandi þykir hversu mörg þeirra barna sem taka lyf vegna syk- ursýki tvö eru meðhöndluð með lyfjum sem ætluð eru fullorðnum vegna viðvarandi alvarlegra heilsu- farsvandamála sem tengjast sykursýki og offitu og hafa hingað til verið talin fullorðinsvandamál. Þar má nefna háan blóðþrýsting, hátt kólesteról, astma og liðverki. Árið 2006 notuðu 17 prósent sykursjúkra drengja í Bandaríkjunum og 13 prósent stúlkna, lyf við of háum blóðþrýstingi og tæp 20 prósent voru á verkjastillandi lyfjum, þunglyndislyfjum og lyfjum vegna öndunarerfiðleika. Engan skal undra að nú heyrast raddir þar í landi um að nauðsynlegt sé að rannsaka hvaða áhrif það hefur á börn að taka til langs tíma lyf sem ætluð eru fullorðnum. Sykursýki tvö er því augljóslega vaxandi heil- brigðisvandamál í Bandaríkjunum, en árið 2002 voru sex prósent Bandaríkjamanna eða 18 millj- ónir með sykursýki og fer sú tala ört hækkandi. Sykursýki tvö er til dæmis mjög vaxandi meðal indíánaþjóðflokka í Bandaríkjunum. Svo virðist sem eitthvað sem er meðfætt hjá þeim þjóðflokki valdi því að hann þolir mjög illa offitu og velmeg- un. Íslensk börn ekki meðhöndluð með lyfjum sem ætluð eru fyrir fullorðna Árni V. Þórsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og sérfræðingur í hormónaefna- skiptasjúkdómum barna, segir að sykursýki tvö hjá börnum sé hreinlega faraldur í Bandaríkj- unum. „Við sjáum þessa miklu aukningu líka í mörgum öðrum vestrænum löndum og í Evrópu. En þessa aukningu sjáum við sem betur fer ekki hér á Ís- landi, þrátt fyrir að offita sé klárlega vaxandi hér á meðal barna og unglinga. Hér á landi gefum við ekki sykursjúkum börnum lyf sem ætluð eru full- orðnum vegna fylgikvilla sykursýki, einfaldlega vegna þess að það er næstum óþekkt hér á landi að börn og unglingar séu komin með slíka fylgikvilla eins og háþrýsting eða kólesterólvandamál. Aftur á móti er aukning í sykursýki eitt hjá börnum og unglingum á Íslandi og mjög skörp aukning hefur verið í nýgengi síðasta áratug. Eng- in haldbær skýring er til á þessari aukningu sem er víðast hvar í heiminum á sykursýki eitt. Ný- gengi er til dæmis hæst í heiminum í Finnlandi. Umhverfisþættir, fæðuþættir, sýkingar og fleira hefur verið rannsakað, en engar haldbærar skýr- ingar fengist. Eftir að múrinn féll í Berlín 1989 hefur mesta aukningin verið í Austur-Evrópulönd- unum sem voru fyrir austan járntjald. Það sem hefur breyst í þessum löndum er til dæmis minni mengun, meiri velmegun og aukið hreinlæti. Það eru sem sagt tengsl milli almennrar velmegunar og aukningu í sykursýki eitt.“ Æ fleiri börn með sykursýki Reuters Börn Ekki er langt síðan sykursýki tvö var eingöngu álitinn fullorðinssjúkdómur. Í HNOTSKURN » Árið 2006 notuðu 17 prósent sykursjúkradrengja í Bandaríkjunum og 13 prósent stúlkna lyf við of háum blóðþrýstingi og tæp 20 prósent voru á verkjastillandi lyfjum, þunglyndislyfjum og lyfjum vegna önd- unarerfiðleika. » Skörp aukning hefur verið í nýgengi ísykursýki eitt hjá börnum og unglingum á Íslandi síðasta áratug.  Bandarísk börn með sykursýki sem fá fylgikvilla eins og háþrýsting og kólesterólvandamál eru meðhöndluð með lyfjum sem ætluð eru fullorðnum Hvers vegna reykir þú?Tókstþú ígrundaða ákvörðun umað reykja alla ævi þegar þú byrjaðir að fikta við tóbak? Flest reykingafólk svarar þessari spurn- ingu neitandi, en nikótín í tóbaki er afar ávanabindandi efni sem sleppir ekki ljúflega takinu. Flestir sem reykja byrja fyrir 18 ára aldur og á þeim aldri erum við oft upptekin af rómuðum fyrirmyndum og mót- tækileg fyrir hópþrýstingi. Þess vegna er gott að spyrja sig: Hvers vegna reyki ég enn og við hvaða að- stæður? Að hætta að reykja – breyting á lífsstíl Þegar þú ert búinn að taka ákvörðun um að hætta að reykja hefur ákveðin hugarfarsbreyting átt sér stað. Sú breyting er nauðsyn- legur undanfari þess að geta breytt lífsstílnum til hins betra. Svo er mikilvægt að undirbúa sig vel áður en þú hættir að reykja. Hugurinn stjórnar jú líkamanum og því þarf að byrja á því að virkja hugann áð- ur en tekist er á við líkamlegu fíkn- ina. Fyrst þarf að stilla hugann inn á að hætta að reykja. Þegar þú ert farinn að sjá fyrir þér í huganum hvernig þú kemur til með að hætta og hvernig þú munt njóta góðs af því, þá ertu á góðri leið með að vera tilbúinn að hætta. Sömu aðferðirnar við að hætta að reykja henta ekki öllum og þess vegna er ágætt að margvísleg að- stoð og ráð eru í boði. Hver og einn getur prófað sig áfram til að finna þá aðferð sem hentar best. Flestir sem hafa hætt að reykja gerðu nokkrar tilraunir áður en þeim tókst það endanlega. Því er mik- ilvægt að gefast ekki upp strax. Einnig er gott að hafa það í huga að allir geta hætt að reykja ef þeir eru fastir fyrir með þá ákvörðun. Stuðningur við að hætta að reykja hefur reynst mörgum vel og eykur verulega líkurnar á að þér takist að hætta. Það er því æskilegt að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. Til dæmis er hægt að hringja í Reyksímann – Ráðgjöf í reykbind- indi (s. 800-6030). Reyksíminn býð- ur upp á persónulega ráðgjöf til þeirra sem vilja hætta að reykja eða nota reyklaust tóbak. Áherslan er lögð á hvatningu og stuðning. Ráðgjöfin byggist á reykingasögu og þörfum hvers einstaklings og hægt er að fá sent heim fræðsluefni og eftirfylgd er veitt í formi endur- hringinga. Símaþjónustan þjónar öllu landinu og er veitt endurgjalds- laust. Um miðjan júní verður opnuð ný gagnvirk heimasíða, www.reyklaus- .is, þar sem er að finna ýmsan fróð- leik um leiðir til reykleysis. Ef þú skráir þig inn á síðuna færðu reglu- lega póst sem veitir þér stuðning við að hætta að reykja. Á síðunni er einnig hægt að taka þátt í spjalli við aðra sem eru í svipuðum sporum og halda dagbók (undir nafnleynd). Heilbrigðisstarfsfólk veitir ráð- gjöf um leiðir til að hætta að reykja og getur vísað á ýmis úrræði og námskeið í reykleysismeðferð. Sum- ir kjósa að hætta að reykja með hjálp lyfja sem þá annaðhvort inni- halda nikótín eða ekki. Lyfja- meðferðir geta hjálpað, hvort sem þær eru notaðar einar sér eða sem stuðningur með annarri meðferð. Dæmi um vinsæl lyf eru Champix og Zyban. En síðan eru til önnur nikótínlyf eins og t.d. nikótíntyggjó, plástrar, nefúðar, munnsogstöflur og tungurótartöflur. Er tímabært að kveðja tóbakið?  Gerðu skrif- legan samning við sjálfa(n) þig um að hætta að reykja.  Skipuleggðu fram í tímann að hætta. Það auð- veldar þér að takast á við erf- iðar aðstæður.  Veldu einhvern tiltölulega ró- legan dag til að hætta og haltu þig við hann. Sumum gefst vel að draga úr reykingum smám saman fram að þeim degi.  Gott er að ákveða hvernig þú getur brugðist við þegar löngunin grípur þig. T.d. mætti draga djúpt að sér andann nokkrum sinnum, fá sér vatnsglas eða skella sér í stuttan göngutúr.  Drekktu vel af vatni, sér- staklega fyrstu dagana eftir að þú hættir.  Þú getur not- að nikótínlyf eða nikótínlaus lyf til að takast á við mikla tób- akslöngun.  Til að byrja með skaltu forð- ast aðstæður þar sem þú gætir freistast til að reykja. Veitinga- hús og skemmtistaðir verða reyk- lausir 1. júní nk. og það gæti hjálpað.  Fylgstu með hvað þú sparar mikla peninga – og njóttu þess að nota þá í annað en tóbak.  Þótt þú fallir um stundarsakir skaltu halda ótrauð(ur) áfram að reyna að hætta að reykja, því æf- ingin skapar meistarann. Nokkur góð ráð sem gera þér auðveldara að hætta Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is, er einnig að finna upplýsingar um ýmsar leiðir til að hætta að reykja. Á síðunni er t.d. listi yfir þá aðila og félög sem bjóða upp á námskeið og aðstoð við að hætta að reykja. Bára Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri tóbaksvarna á Lýðheilsustöð Sykursýki tvö er töluvert ættgeng og hefur yf- irleitt verið bundin við eldra fólk, en fólk sem er feitlagið á líka á hættu að fá þennan sjúkdóm. Hjá heilbrigðu fólki framleiða frumur í brisinu insúlín en sykursýki tvö byggist á því að minnk- uð framleiðsla verður á insúlíni út úr frum- unum. En þessi sjúkdómur getur líka birst í því að truflun verður á verkun insúlínsins í lík- amanum á aðrar frumur. Lyf við þessari tegund sykursýki eru oft í töfluformi og beinist lyfjameðferðin að því að hjálpa frumunum í brisinu að losa meira insúlín eða þá því að auka næmið fyrir insúlíninu í lík- amanum. Sykursýki eitt er insúlínháð sykursýki sem greinist aðallega hjá ungu fólki, börnum og unglingum, en getur reyndar greinst hvenær sem er á ævinni. Sykursýki eitt orsakast af því að frumurnar í brisinu sem framleiða insúlínið verða fyrir skemmdum og eyðileggjast. Senni- lega er það vegna þess að í líkamanum myndast einhvers konar mótefni sem ráðast á þessar frumur og drepa þær. Það verður því klár insúl- ínskortur og meðferðin felst í insúlíngjöf í sprautuformi. Sykursýki eitt og tvö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.