Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.06.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 17 Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is BANDARÍSKA neðansjávarkönn- unarfyrirtækið Odyssey Marine Exploration tilkynnti í síðasta mán- uði um fund skips á hafsbotni, sem var fleytifullt af fjársjóði. Fundurinn vakti að vonum athygli, enda voru forsvarsmenn fyrirtækisins heldur drjúgir með sig í fréttatilkynningum sínum og drógu hvergi af í lýsingum – nema hvað varðaði staðsetningu og þjóðerni flaksins. Þetta síðastnefnda atriði hefur nú valdið deilum. OME sagði í upphaf- legu fréttatilkynningunni að flakið hefði fundist í Atlantshafi, fjarri öll- um lögsögum, og því félli hann ekki undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um verndun neðansjávarmenningar- verðmæta. Spánverjar hafa nú lýst því yfir að rannsókn þarlendra stjórnvalda hafi leitt í ljós að þetta sé rangt, flakið hafi fundist í Mið- jarðarhafinu, á milli Spánar og Mar- okkó. Spánverjar telja að skipið hafi verið spænskt og sokkið í spænskri lögsögu. Þegar undirbúningur leitarinnar hófst gerði OME samkomulag við bresk og spænsk stjórnvöld um að fá að leita að skipinu HMS Sussex, bresku 17. aldar skipi. Bretar sam- þykktu, gegn því að fá helmingshlut af fjársjóðnum, ef eitthvað fyndist. Spánverjar drógu hinsvegar sam- þykki sitt til baka þegar grunsemdir vöknuðu um að fleyið væri spænskt. OME hefur lýst því yfir að skipið sé líklega ekki HMS Sussex, og þarf þar af leiðandi ekki að gjalda Bret- um hlut. Fjársjóðnum var forðað á ótil- greindan stað í Flórída skömmu eft- ir fundinn, og leitarskipin liggja nú við breska bryggju í Gíbraltar. Spánverjar hafa þó ekki í hyggju að gefa neitt eftir, og hafa sagt að um leið og skipin sigli inn í spænska lög- sögu verði þau stöðvuð – jafnvel með hervaldi. Fjársjóðurinn er talinn vera ríf- lega 30.000 milljóna króna virði. AP Sá á fund sem finnur? 17 tonn af silfurmyntum hafa verið ferjuð í plastfötum til Bandaríkjanna þar sem þau eru geymd á ótilgreindum stað, svo að evrópsk ríki geti síður gert tilkall til þeirra. Öskuillir Spánverjar gera tilkall til falins fjársjóðs París. AFP. | Spilling grefur undan skólum út um allan heim og verður til þess að tuga milljarða fjárframlög til menntamála fara í súginn ár hvert, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þar kemur m.a. fram að í nokkrum löndum fara allt að 80% fjárframlag- anna, fyrir utan laun, til spilltra embættismanna. Um 5% launagreiðslna skóla í Hondúras og um 15% í Papúa Nýju- Gíneu fara til manna sem þykjast vera kennarar en eru það ekki. Gerviháskólum fjölgar Spillingin í háskólum felst m.a. í mútuþægni, fölsuðum prófgráðum, gerviháskólum og svikum við leyf- isveitingar. Slík háskólasvik eru al- gengari í Bandaríkjunum en í þróun- arlöndunum. Gerviháskólum, sem bjóða falsað- ar prófgráður á Netinu, fjölgaði úr 200 í 800 á árunum 2000 til 2004. „Svo umfangsmikil spilling kostar ekki aðeins samfélögin milljarða dollara heldur grefur hún einnig al- varlega undan þeirri bráðnauðsyn- legu viðleitni að sjá öllum fyrir menntun,“ sagði Koichiro Matsuura, yfirmaður UNESCO. „Hún kemur í veg fyrir að fátækir foreldrar geti sent börn sín í skóla, sviptir skóla og nemendur nauðsynlegum tækjum, verður til þess að kennslan versnar, svo og menntunin almennt, og stofn- ar framtíð ungmenna okkar í hættu.“ Mútuþægni er mikið vandamál í mörgum löndum, t.a.m. í Kambódíu þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að þau geti ekki haldið kennurum í skólunum án mútugreiðslna. Í Úkraínu eru 175 einkaháskólar og stjórnendur þeirra skýrðu frá því árið 2005 að þeir hefðu þurft að greiða embættismönnum mútur fyr- ir leyfi til að stofna háskólana. Könnun í Níkaragva leiddi í ljós að 73% nemendanna, sem tóku þátt í henni, greiddu skólagjöld og þar af greiddu 86% kennurum mútur þar að auki. Í Póllandi felst spillingin í því að skólavörur eru keyptar af „vinveitt- um“ fyrirtækjum og mútur þegnar fyrir hærri einkunnir eða fyrir að skrá nemanda í skóla. Skýrslan byggist á könnunum sem gerðar voru í rúmlega 60 löndum. Spilling stór- skaðar skóla Í HNOTSKURN » Í skýrslu UNESCO segirað ekki sé hægt að upp- ræta spillingu í skólum heims- ins nema með pólitískum vilja stjórnvalda. » Úganda er dæmi um landsem náð hefur miklum ár- angri í baráttu gegn spilling- unni. Fyrir rúmum tíu árum fóru aðeins um 13% fjár- framlaganna í skólastarfið, spilltir embættismenn hirtu afganginn. Þetta hlutfall hef- ur nú hækkað í 85%.                                                                                  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.