Morgunblaðið - 05.07.2007, Side 2
Í HNOTSKURN
»LÍÚ hefur lagt fram til-lögu þess efnis að hval-
veiðar verði stórauknar sem
liður í því að byggja upp
þorskstofninn.
»Hrefnan er ein mesta fisk-ætan meðal skíðishvala, en
algengast er að hún taki síli og
loðnu.
»Skv. síðustu talninguHafró telur hrefnustofn-
inn við Ísland um 45 þús. dýr.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
ÓVENJUMIKIÐ
hefur í sumar ver-
ið um að veiddar
hrefnur séu fullar
af stórum fiski
eins og þorski og
ýsu, en loðna sést
varla lengur í
maga þeirra.
Hrefnan hefur
auk þess verið
magrari en hún
áður var og segir Gunnlaugur Kon-
ráðsson hrefnuveiðimaður að þar sé
fæðuskorti um að kenna.
„Hrefnan hefur undanfarin ár ver-
ið mjög mögur, svo mögur að ég hef
haft vissar efasemdir um það stund-
um að sumar þeirra hafi veturinn af.
Þær hafa núna verið magrari seint á
haustin en þær voru á vorin hérna í
gamla daga.“ Hrefnan kemur til
landsins snemma á vorin í fæðuleit
og safnar jafnt og þétt fituforða yfir
sumarið, þar til hún tekur að hverfa
um miðjan nóvember. Gunnlaugur
segir ásigkomulag hrefnunnar
áhyggjuefni og að m.a. verði þær
kjötrýrari vegna fæðuskortsins.
Hrefnan sé tækifærissinni í fæðuvali
og reyni að fita sig á því sem fyrir
verður, en svo virðist sem hún fái
ekki næga næringu úr þeim fiski sem
hún kemst í.
Gunnlaugur segist hafa orðið var
við að hnúfubak hafi fjölgað mjög við
landið, sem jafnframt hafi slæm
áhrif á hrefnuna þar sem hún fer ein-
förum og verður undir í fæðubarátt-
unni þegar minnkar um ætið í sjón-
um.
Hann segir jafnframt að bæði
hvalveiðimenn sem hvalaskoðunar-
skip finni fyrir því að hvalurinn sé
styggari og órólegri, sem megi rekja
til þess að dýrin séu svöng. „Það er
beint samband á milli atferlis skepn-
unnar og fæðuframboðs,“ segir
Gunnlaugur og bætir við að þetta sé
óheillavænleg þróun.
Óvenjumagrar hrefn-
ur snúa sér að þorski
Hrefnuveiðimenn segja að dýrin éti meira af þorski en áður
Gunnlaugur
Konráðsson
Magafylli „Við Íslendingar þurfum að draga verulega úr þorskveiði svo
hrefnan fái sitt,“ segir á heimasíðu hrefnuveiðimanna, hrefna.is.
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„ÉG get gert allt sem karlmenn geta
gert og flest betur,“ hafði Hulda
Dóra Styrmisdóttir eftir ömmu sinni
og nöfnu, Huldu Jakobsdóttur, við
opnun sýningar um þá síðarnefndu í
Bókasafni Kópavogs í gær. Fimmtíu
ár eru nú liðin síðan Hulda Jak-
obsdóttir var kjörin bæjarstjóri í
Kópavogi, fyrst íslenskra kvenna til
að gegna slíku embætti. Af því tilefni
standa jafnréttisnefnd Kópavogs og
aðstandendur Huldu fyrir svokall-
aðri örsýningu um líf og störf þess-
arar merku konu og frumherja.
Hulda fæddist í Reykjavík árið
1911 en varð síðar meðal frum-
byggja í Kópavogi ásamt eiginmanni
sínum, Finnboga Rút Valdemars-
syni, og fimm börnum. Þau hjónin
létu bæði mikið að sér kveða í mál-
efnum sveitarfélagsins, og sagði
Hulda Dóra við opnun sýning-
arinnar að þau hefðu ásamt öðrum
þeim sem komu að uppbyggingu
Kópavogs unnið þar mikið þrekvirki.
„Örugglega hefur það átt sinn þátt í
velgengni Kópavogs að hann bar til
þess gæfu, í upphafi tilvistar sinnar,
að nýta vel krafta íbúa sinna, óháð
stjórnmálaskoðunum eða kynferði.“
Skriflegar heimildir dýrmætar
Á sýningunni má meðal annars sjá
fjölmörg bréf og skjöl frá Héraðs-
skjalasafni Kópavogs, þar á meðal
fjárhagsáætlun bæjarins frá emb-
ættisárum Huldu, sem sýnir glögg-
lega að forgangsatriði bæjarstjóra
var að tryggja börnum bæjarins
skólavist. Hrafn Sveinbjarnarson,
héraðsskjalavörður Kópavogs, talaði
af þessu tilefni um mikilvægi þess að
slíkar heimildir varðveittust, og
benti á að með nýrri upplýs-
ingatækni stæði skjalavörðum fram-
tíðarinnar ógn af því sem kalla
mætti „stafræna minnisglapasýki“.
„Hulda ásamt öðrum lagði grunninn
að Kópavogsbæ og minningin um
það lifir í skjölum,“ sagði Hrafn.
Una María Óskarsdóttir, formað-
ur jafnréttisnefndar, sagði frá því að
Hulda hefði risið gegn ríkjandi
venju á sínum tíma og stundum
mætt fordómum í starfi vegna kyn-
ferðis síns, og að því miður örlaði
enn á sömu viðhorfum gegn konum í
stjórnunarstörfum nú 50 árum síðar.
Hansína Ásta Björgvinsdóttir, fyrr-
verandi bæjarstjóri Kópavogs, tók
undir og sagði tímabært að bæta
kynjahlutföll í embættismannakerf-
inu.
Sýning um Huldu Jakobsdóttur, fyrsta kvenbæjarstjóra Íslands, opnuð í Kópavogi
„Hún var kvenskörungur
mikill og drengur góður“
Morgunblaðið/Golli
Opnun Kristín Ólafsdóttir, Una María Óskarsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Elín Smáradóttir, Hanna Guðrún
Styrmisdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir og Kristín Pétursdóttir voru við opnun sýningarinnar í Kópavogi.
VINIR Susie Rutar Einarsdóttur
undirbúa nú fjársöfnun til að koma á
fót minningarsjóði um hana. Sjóðnum
er ætlað að styrkja forvarnastarf og
baráttuna gegn fíkniefnum.
Bolli Thoroddsen er einn þeirra
sem standa að stofnun sjóðsins. „Við
vinir hennar, sem þurftum að horfa
upp á þessa ungu, frábæru, bráðgáf-
uðu stelpu deyja svona um aldur
fram, tókum þá ákvörðun fyrir nokkr-
um dögum að fara í þessa söfnun.“
Susie Rut lést 18. júní síðastliðinn
eftir að hafa tekið of stóran skammt
eiturlyfja. Hún átti við fíkniefnavanda
að stríða á unglingsárunum, en hafði
verið laus við þann vanda í næstum
fjögur ár. Hún komst yfir eiturlyfin
hjá sjúklingi á Landspítalanum, þar
sem hún var í læknismeðferð vegna
óskyldra veikinda.
Ekki hefur verið ákveðið til hvaða
verkefna fénu verður varið, en hóp-
urinn sem stendur að sjóðnum hyggst
funda með Braga Guðbrandssyni, for-
stjóra Barnaverndarstofu, í dag til
þess að glöggva sig á því hvar þörfin
er brýnust.
Minningar-
sjóður um
Susie Rut
„ÞETTA var mjög skemmtilegt,
svona úr hæfilegri fjarlægð,“ sagði
Hilmar Einarsson á Laugarvatni
um þrumuveðrið sem gekk þar yf-
ir síðdegis í gær.
Að sögn Hilmars voru heil-
miklar drunur, þannig að börn á
svæðinu skelfdust og eldingarnar
voru vel sýnilegar í dagsljósinu.
Hilmar sagðist ekki vita til þess
að tjón hefði orðið af veðrinu eða
að eldingunum hefði slegið niður.
Þrumuveðrinu fylgdu smáskúr-
ir, sem bændur voru fegnir, en
miklir þurrkar hafa verið á Suður-
landi í sumar. Það er ekki ofsög-
um sagt að tíðarfar þarf að vera
harla óvenjulegt til þess að bænd-
ur taki rigningu fagnandi í miðjum
heyskap.
Þórdunur miklar
á Laugarvatni
LÖGREGLAN handtók rúmlega
fertugan mann í rjóðri í Breiðholti í
gærkvöldi, grunaðan um af-
brigðilega hegðun gagnvart börn-
um. Mun hann hafa lokkað til sín
börn með því að sýna þeim hamstra
og var með barn í kjöltunni þegar
að var komið. Grunur er um að
hann hafi afklætt stúlkubarn.
Lokkaði til sín
börn í rjóðri
♦♦♦