Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÓRTÁN unglingar í Hafnarfirði
vinna við það í sumar að skemmta
bæjarbúum með söng, dansi og
ýmsum uppákomum. Þau eru í
listahópi Vinnuskólans, sem hefur
verið starfræktur í tólf ár. Það er
mjög eftirsótt að starfa með hópn-
um, svo færri komast að en vilja.
Dominique Gyða Sigrúnardóttir
flokksstjóri stjórnar listahópnum í
sumar.
„Fyrsta verkefnið okkar var að
skemmta 17. júní, vikuna þar á eftir
vorum við að undirbúa Jónsmessu-
hátíð og síðan höfum við verið að
heimsækja leikjanámskeið fyrir
yngri börn, þar sem við kenndum
meðal annars spuna.“
Dominique er rétt rúmlega tví-
tug og var sjálf í listahópnum fyrir
nokkrum árum. Hún segir að starf-
ið hafi kennt henni ýmislegt.
„Maður fór að átta sig á því hvað
skipti máli og hvað skipti ekki máli.
Maður hætti að hugsa mikið um það
hvað öllum öðrum fannst um mann.
Við vorum alltaf að koma fram og
krakkarnir sem voru ekki í hópnum
voru stundum að segja að við vær-
um hallærisleg, en ég held að þau
hafi bara öfundað okkur.“
Starfið í listahópnum er fjöl-
breytt og mikil samkennd myndast
meðal krakkanna. „Við tökum yf-
irleitt klukkutíma á dag bara í það
að ræða ýmislegt sem er að gerast í
kringum þau. Þetta eru mjög heil-
brigðir krakkar. Eftir þessa tvo
mánuði sem hópurinn starfar eru
þau orðin bestu vinir, ég held til
dæmis ennþá sambandi við fólk sem
var með mér í hóp á sínum tíma.“
Langar að verða leikkona
Karlotta Dögg Jónasdóttir er
fimmtán, að verða sextán. „Þetta er
rosalega gaman. Við erum að búa
til spunaverk og semja leikrit og
notum heilmikið tónlist og dans.
Það er alveg nóg að gera.“
Þetta er annað sumarið sem Kar-
lotta starfar í hópnum. „Ég fann al-
veg eftir fyrsta sumarið að ég hafði
meira sjálfstraust og þorði að gera
allskonar hluti sem ég þorði ekki að
gera áður. Þetta er mjög góð lífs-
reynsla. Maður lærir heilmikið á
því að koma fram, ég mæli með
þessu fyrir alla. Svo kynnist maður
æðislegum krökkum, þetta er ótrú-
lega skemmtilegur félagsskapur.“
Karlotta hefur mikinn áhuga á
því að gera listsköpun að framtíð-
arstarfi. „Mig langar rosalega mik-
ið að verða leikkona, söngkona eða
eitthvað þessu tengt.“
Geir Guðbrandsson er sextán ára
nýliði í listahópnum. „Ég get mælt
með þessu við þá sem vilja skemmta
sér í vinnunni allt sumarið.“
Geir er ekki viss um að hann vilji
leggja leiklistina fyrir sig, en segir
að þessi reynsla nýtist öllum. „Fólk
lærir að koma fram og losa sig við
sviðsskrekk, feimni og álíka kvilla.“
Listrænir unglingar í Hafnarfirði skemmta sjálfum sér og bæjarbúum í sumar
Eftirsótt að komast í listahópinn
Morgunblaðið/Ásdís
Listir Krakkar úr listahópi Vinnuskólans í Hafnarfirði skemmta sér í
vinnunni í sumar. Hér sýna þau börnum á leikjanámskeiði listir sínar.
Í HNOTSKURN
»Ungmennin 40 hafa verið í eins konarstarfskynningu hjá fyrirtækjum en fá
ekki greidd full laun.
»Ekki nægt fjármagn er til og ekki þóttirétt að vísa fólki frá verkefninu.
500 þúsund til milljón krónur vantar.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
TÆPLEGA 40 fötluð ungmenni sem unnið hafa
hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
vegna verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar hafa
ekki fengið greidd full laun. Verkefnisstjóri hjá
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík
segir að æskilegast hefði verið að laun hefðu verið
greidd í samræmi við kjarasamninga en það hafi
ekki verið mögulegt vegna mikillar aðsóknar að
verkefninu.
Unga fólkið, sem er á aldrinum 16-20 ára, starf-
ar hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum í sjö
tíma á dag en þar af er helmingurinn talinn vera
vinna en hinn helmingurinn telst fræðsla. Í stað
þess að fá greitt fyrir þá 17,5 tíma á viku sem talist
hafa verið vinna hefur Reykjavíkurborg einungis
greitt 14 tíma. „Ástæðan er sú að fjöldinn sem
sækir í verkefnið var meiri en við reiknuðum með.
Við höfum bara ákveðið fjármagn til að setja inn í
þetta og verðum að halda okkur við það,“ segir
Árni Már Björnsson, verkefnisstjóri hjá Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík.
Verkefnið hefur gengið framar vonum
Árni Már segir að miðað hafi verið við að unga
fólkið fengi greitt í samræmi við kjarasamning
Eflingar og staðan nú sé ekki eins og vilji standi
til. Ekki hafi verið gerðir ráðningarsamningar við
fólkið en það standi til bóta. Aðspurður hvað hægt
sé að gera segir Árni einkum þrennt koma til
greina. „Fækka fjölda einstaklinga sem eru í
þessu verkefni, endurskilgreina tímann þannig að
vinnutíminn sé skemmri eða það sem mér hugnast
best, að fá meira fjármagn inn í verkefnið.“
Kristinn Ingvarsson, starfsmaður hjá Íþrótta-
og tómstundaráði, sér um framkvæmd verkefn-
isins. Hann segir að um tilraunaverkefni sé að
ræða sem sett hafi verið af stað í nokkrum flýti.
Fremur sé litið svo á að um starfsfræðslu sé að
ræða og því hafi ekki verið sérstaklega leitað eftir
því að fyrirtækin sjálf borguðu fyrir vinnu unga
fólksins. „Verkefnið hefur verið í gangi síðan 2001
en þangað til nú hafði aðeins verið boðið upp á
garðvinnu. Nú erum við að reyna að hlusta eftir
því hvað þau hafa áhuga á að gera í framtíðinni og
reynum þá að láta drauminn rætast.“ Starfsmenn
ÍTR liðsinna unga fólkinu í starfinu en hvert
þeirra fær tækifæri til að starfa í fyrirtæki í sex
vikur. „Þetta hefur gengið alveg stórkostlega.
Ungmennin eru miklu duglegri núna en þau hafa
verið áður og mér finnst vera grundvöllur fyrir því
að fyrirtækin ráði fólkið til sín næsta sumar en við
höldum þá bara utan um það,“ segir Kristinn.
Fötluð ungmenni fá ekki full
laun fyrir vinnu sína í sumar
A.m.k. 500.000 krónur vantar til að unga fólkið fái greitt skv. kjarasamningum
BENT Scheving Thorsteinsson færði LSH 30
milljónir að gjöf sem stofnfé í styrktar- og verð-
launasjóð á sviði hjartalækninga og hjarta- og
lungnaskurðlækninga í gær. Hlutverk og mark-
mið sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir
vísindaleg afrek, rannsóknir og ritgerðir og
skylda starfsemi á því sviði og sagðist Bent færa
LSH þessa gjöf að gefnu tilefni og sem þakklæti
fyrir frábæra umönnun hjartalækna á LSH.
„Ég vona að vel gagnist öllum sem hér starfa
og öllum þeim eru hér og þeim sem hingað sækja
til að endurnýja sína heilsu,“ sagði Bent eftir að
hafa undirritað ásamt Magnúsi Péturssyni, for-
stjóra LSH og ábyrgðarmanni sjóðsins, skipulags-
skrá hans. Bent hefur áður komið á fót þremur
sjóðum ásamt konu sinni Margaret Ritter Ross
Wolfe, en þeir eru allir varðveittir af Háskóla Ís-
lands.
Morgunblaðið/Sverrir
Gaf 30 milljóna sjóð til vísindastarfs
„ÞETTA kemur stundum fyrir,“ segir Bent
Scheving Thorsteinsson aðspurður hvaða
ástæður lægju að baki gjafmildi hans.
Hann gekkst undir aðgerð fyrir tveimur
vikum þar sem skipt var um hjartaloku
fyrir ósæð og segist ákafleg þakklátur
læknunum sem um hann sáu og öllu starfs-
liðinu á deildinni.. „Þeir hafa allt frá fyrstu
ferð gert allt fyrir mig sem hægt er að
gera og hafa í einu og öllu reynt að leysa
úr öllum málum fyrir mig og ekki bara þeir
heldur allt starfsliðið á deildinni,“ segir
Bent.
„Ég gerði góð viðskipti með verðbréf og
mér fannst ég skulda samfélaginu eitthvað
því ég var bara á réttum stað á réttum
tíma. En þó ég sé löngu hættur verð-
bréfabraski þá hafa hlutabréfin sem ég hef
eignast rokið upp úr öllu valdi,“ segir Bent
og tekur sem dæmi að hlutabréfin í fyrrum
Íslandsbanka, nú Glitni, hafi ekki tvöfald-
ast og ekki þrefaldast, að verðmæti, heldur
þrjátíufaldast! Bent giskar á að hann hafi
gefið samtals um 100 milljónir reiknað til
núvirðis, í þá fjóra sjóði sem hann hefur nú
stofnað en bætir við að ómögulegt sé að
reikna það nákvæmlega út.
Þakklátur
hjarta-
læknunum
Bent Scheving Thorsteinssyni fannst hann í skuld við samfélagið
ÖKUMENN sem staðnir eru að
verki við hraðakstur mælast nú á
minni hraða og alvarlegum umferð-
arslysum fækkar miðað við fjölda
ökutækja í Reykjavík og nágrenni,
samkvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir ökumenn sem kærðir hafa
verið fyrir hraðakstur það sem af er
árinu voru að meðaltali á minni
hraða en fyrirrennarar þeirra síð-
ustu ár. Ef litið er til þeirra svæða
þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.
sést að fjórðungur ökumanna sem
náðust við hraðakstur voru á yfir 100
kílómetra hraða árið 2005. Hlutfallið
var svipað í fyrra en í ár er það 9%.
Hraðamælingar Vegagerðarinnar
staðfesta niðurstöðuna sem er mik-
ilvægt í ljósi þess að vinnubrögð við
skráningu, virkni eftirlits og fleira
getur haft áhrif á tölur yfir kærða
ökumenn. Meðalhraði á Dalvegi hef-
ur þannig lækkað úr 84 í 79 km/klst.
Hraðinn hefur aðeins aukist á tveim-
ur stöðum, ofan við Ártúnsbrekku og
við Korpu.
Fleiri ökutæki – færri slys
Alvarlegum umferðarslysum hef-
ur líka fækkað á höfuðborgarsvæð-
inu miðað við fjölda ökutækja.
Fyrstu mánuði ársins eru þau örlítið
fleiri en í fyrra, en í heildina hefur
þeim fækkað um 12% miðað við 2002.
Heildarfjöldi slysa hefur ekki
breyst mikið. Fyrstu fjóra mánuði
ársins urðu á milli ellefu og sautján
slys síðustu ár. Það sem munar um
er að skráðum ökutækjum á höfuð-
borgarsvæðinu hefur fjölgað um
50.000 á tímabilinu, án þess að það
hafi sýnt sig í fjölgun slysa.
Minni
hraði og
færri slys
Ökumenn virðast
hafa tekið sig á