Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 10

Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu bara, ég er líka með svona hf. græjur. VEÐUR Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn-arformaður Baugs Group, spyr í stuttri grein í Morgunblaðinu í gær, hvort Morgunblaðið geti ekki unað niðurstöðum dómstóla. Tilefni spurningarinnar er frétt í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum dögum um túlkun danskra dómstóla á 104. grein hlutafélagalaga, sem hefur komið við sögu í svonefndu Baugs- máli.     Í grein sinni seg-ir Jón Ásgeir, að frétt Morg- unblaðsins að því er hann varðar sé röng. Þetta er rétt hjá Jóni Ás- geiri. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir skömmu í þeim ákæruliðum í Baugsmálinu, sem Hæstiréttur sendi aftur heim í hér- að til efnisdóms, kemur fram í nokkrum tilvikum að lög hafi verið brotin en þar er ekki sagt að hann hafi brotið lögin eins og sagt var í fréttinni.     Í frásögn Morgunblaðsins af nið-urstöðum Héraðsdóms Reykja- víkur daginn eftir að dómurinn féll var hins vegar farið rétt með.     Nákvæmni skiptir sköpum ífréttaflutningi.     Þessi nákvæmni var til staðar íhinni upphaflegu frétt Morg- unblaðsins um niðurstöður Héraðs- dóms Reykjavíkur en ekki í frétt blaðsins í fyrradag.     Jón Ásgeir Jóhannesson er hérmeð beðinn velvirðingar á þess- um mistökum.     Og auðvitað unir Morgunblaðiðniðurstöðum dómstóla. Það er hægt að hafa skoðun á niðurstöðum dómstóla en allir þjóðfélagsþegnar hljóta að una þeim. STAKSTEINAR Jón Ásgeir Jóhannesson Morgunblaðið og dómstólar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -          ! "" #    ""  $" $  ""  $" $    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              "!" #           :  *$;< ""                !"" #   "              $ %%  %&    '  &      *! $$ ; *! &   ' " " "  (    ) =2 =! =2 =! =2 & ('  "*  # +",!- >2?         *  ()  )  #* *      +)      # &  %,   -     .      # /   %0 %&   /    $* *         ) # )  )    1   "" 23 )  *        $ %4  45   =7  6  #* *     +)    )+           +  # 6         +  $ &  %   #  7  7)+  ./ ""00 ""1  !"*  # 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C $% 2$% 23 23 23 $%2  $%2 $% $% $%  $22  %$   $2 2$  2$2 3 3 3 32 23 23 23 23% 3 3 3 3 23            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kolbrún Baldursdóttir | 3. júlí 2007 Kolefnisjafna bíla… hvaða rugl er nú það? Kolefnisjafna bíla með því að gróðursetja tré … þetta hlýtur að vera eitt mesta bull sem heyrst hefur í langan tíma. Menga bílarnir eitthvað minna ef fleiri tré verða gróðursett? Mér þykir auglýsingabransinn ganga býsna langt í að reyna að laða að sér kaupendur ef þeir ætla að nota svona rökleysu. Meira: kolbrunb.blog.is Brissó B. Johannsson | 3. júlí 2007 Eldgamla sex and the city Ísafold Fullyrt er að Ellý sé að bylta umræðunni um kynlíf kvenna. Einn, tveir og PANT EKKI VERA KONA! Pant ekki taka þátt í þessu! Og hvað í andsetnum Andrési Önd eru flestir fjölmiðlar að pæla? Þeir eru alltaf að bjóða mér útþynntan þankagang sinn í einföldu og ófrumlegu máli af því þeir gera ráð fyrir að ég sé … agúrkusneið? Meira: brisso.blog.is Viðar Eggertsson | 3. júlí 2007 Sagan sem aldrei mátti segja … Þær voru útskúfaðar, hæddar, smáðar og sendar á afvikinn stað til betrunar. Stúlkur sem urðu að sæta óheyrilegu ofbeldi af völdum sinna nánustu. Þeir sem beittu þær ofbeldinu gengu lausir, frjálsir menn. Þær voru út- skúfaðar. Þetta var á Íslandi á áttunda ára- tugnum. Stúlkur sem voru beittar kynferð- islegu ofbeldi voru ekki húsum hæf- ar. Þær voru sekar, en þeir sem beittu þær ofbeldinu fengu að fara allra sinna ferða. Það þurfti að hegna stúlkunum, taka þær úr um- ferð. Þær voru sendar á afskekktan stað úti á landi. Stúlkurnar voru vistaðar á Breiðavík þegar vist þeirra drengja, sem mest hefur verið fjallað um að undanförnu, var lokið. Meira: eggmann.blog.is Pjetur Hafstein Lárusson | 4. júlí 2007 Smásamanburður á frú Akureyri og ungfrú Reykjavík Ungfrú Reykjavík er borg á gelgjuskeiði. Og eins og títt er um fólk á því æviskeiði veit hún ekki almennilega í hvorn fótinn hún á að stíga. Í raun og veru er hún ennþá sama gamla sjávarþorpið í bland við verslun og opinberan rekstur og hún hefur verið und- anfarna eina og hálfa öld. En hana langar að vera stór. Þess vegna treð- ur hún baðmull í brjóstahaldarann. Þessi baðmull er gerð úr kaffi- húsum, galleríum og ýmsu öðru, sem einkennir borgir. Og nú er verið að tjasla saman stærsta baðmull- arhnoðranum; tónlistarhúsinu. Auðvitað væri þetta allt gott og blessað, nema hvað það er einhvern veginn eins og innistæðuna vanti. Ég hef grun um, að kaffihúsin séu ekki sá vettvangur frjórra umræðna í listum, heimspeki og stjórnmálum, sem slíkir staðir eru í alvöru borg- um. Galleríin eru yfirfull af þokka- legri handavinnu, sem bíður þess að komast prúðbúin í ramma upp á vegg hjá bankastrákum, sem borga vel. Já, og tónlistarhúsið vænt- anlega; kemur starfsemi þess ekki til með að líða fyrir það, að geti landi rekið upp sæmilega skipulagt hljóð er hann umsvifalaust tilnefndur snillingur á heimsmælikvarða? Með þessu er ég hvorki að gagnrýna myndlist, tónlist né nokkra aðra list- grein; ég er að eins að benda á það, að til þess að geta skapað þarf fólk að vita, hvar það stendur. Og það vita menn ekki í Reykjavík. Hún er nefnilega orðin að leiksviði. Og á slíkum stöðum velja menn sér ekki hlutverk, þeir falla inn í þau. Þess vegna er ungfrú Reykjavík í raun og veru ósköp einmana og umkomulaus stúlka, þegar öllu er á botninn hvolft. Akureyri er aftur á móti ekk- ert annað en það, sem hún sýnist vera. Hún er evrópskur bær. Og sá bær stendur stöðugur á sínum grunni. Í sjálfu sér er ekkert spenn- andi við Akureyri, en það er einmitt vegna þess, að bærinn læst ekki vera neitt annað en hann er. Meðan ungfrú Reykjavík er ístöðulaus krakki er frú Akureyri stöðuglynd kona á virðulegum aldri. Svo má auðvitað ekki gleyma því, að bærinn sjálfur er mjög fagur, að nú ekki sé talað um náttúrulega umgjörð hans. Þar stenst Reykjavík engan sam- jöfnuð. En vonandi á Reykjavík eftir að þroskast. Ég spái því, að eftir svo sem eina öld verði hún orðin að sett- legri evrópskri smáborg og roðni du- lítið feimnislega í vöngum þegar hún minnist gamalla drauma um að verða eins og London, París og Róm. Meira: hafstein.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.