Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is „ÞAÐ segir sig sjálft að ef þorskkvóti verður minnkaður um 30% hlýtur fullt af fólki að missa vinnu, bæði í landi og á sjó,“ segir Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannafélags Ís- lands, spurður um áhrif yfirvofandi skerðingar á þorskkvóta á umbjóð- endur sína. Árið 2005 fengust tæplega 11.000 manns við fiskveiðar og fiskverkun á landsvísu, eða tæp 6,6% af vinnufær- um mönnum. Sjómenn voru um 4.400 og tæplega 6.400 unnu við fiskverkun. Flestir eru sjómennirnir á Norður- landi eystra og á höfuðborgarsvæð- inu, en flest fiskverkafólk er á Suð- urnesjum og í nágrenni Reykjavíkur. Sævar segir það liggja í hlutarins eðli að áhrifa skerðingarinnar muni fyrst og fremst gæta í þeim byggð- arlögum þar sem hlutfall þorsks af heildarkvóta er hæst. „Og það er á Vestfjörðum, það er bara þannig,“ segir Sævar en bætir þó við að ef far- ið verði að tillögum Hafrann- sóknastofnunar muni neikvæðra áhrifa gæta alls staðar. „Á meðan gengið er svona sterkt og svona áföll ríða yfir getur ekkert annað gerst en að tekjur sjómanna gjörsamlega hrynji. Þá óttast ég að það leiði til þess að menn fari bara í land. Ef menn hafa ekki viðeigandi laun úti á sjó eru þeir ekkert að dingla þar, bara að gamni sínu.“ Sævar hefur ekki aðeins áhyggjur af launamálum þeirra sjómanna sem vinna við þorsk, heldur óttast hann einnig að með skertum þorskkvóta verði mun erfiðara um vik að veiða aðrar tegundir á borð við ýsu. „Þú leggur ekki línu eða troll og biður bara um ýsu,“ segir Sævar til útskýr- ingar. Spurður um mótvægisaðgerðir stjórnvalda kveður Sævar ekkert fram komið um að þær muni bæta af- komu sjómanna. „Ég hef aldrei skilið þessar hliðarráðstafanir. Það er vissulega hægt að hjálpa sveitarfélög- unum sem slíkum, en ég hef aldrei séð neinar mótvægisaðgerðir sem koma í veg fyrir hrun í tekjum sjó- manna eða fiskvinnslufólks. Aukið fé til vegagerðar eða þess háttar hefur ekkert með það að gera.“ Tillögurnar jafngilda því að 15-20 frystihús yrðu lögð niður Aðalsteinn Á. Baldursson, sviðs- stjóri matvælasviðs Starfsgreina- sambands Íslands, er þungur á brún vegna þeirrar kvótaskerðingar sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til. Hann segir að ef farið verði að til- lögum stofnunarinnar í einu og öllu muni aflaskerðingin samtals nema um 100.000 tonnum, sé litið er til þorsks, ýsu og ufsa. „Ef við gerum ráð fyrir að allur afli sé unninn á landi og hvert frystihús vinni um 4.000 tonn á ári, jafngildir skerðingin því að 15 til 20 frystihús yrðu lögð niður,“ segir Aðalsteinn og heldur áfram. „700 til 1000 störf í fiskvinnslu væru í hættu og álíka fjöldi afleiddra starfa.“ Aðalsteinn er sammála Sævari um það að skerðingin muni bitna hvað harðast á Vestfirðingum auk þess sem Norðurland kæmi illa út úr henni. Hann segir að einnig hafi verið rætt um að skerðingin myndi koma sér illa fyrir Suðurnesjamenn. „Þar er ástandið hins vegar allt annað og atvinnuhorfur mun betri en annars staðar.“ Aðalsteinn segir að ofan á yfirvof- andi kvótaskerðingu standi til að fella niður skerðingarálag á gámafisk í haust, en álagið er nú 10% og var 20% fyrir fáeinum árum. „Það hefur auð- vitað áhrif á landverkafólk að flytja má út óunninn fisk án þess að til skerðingar komi. Þetta er ákveðið rothögg fyrir okkur og á meðan fagna fiskverkendur í Grimsby og Hull ákaft, þar sem þeim mun með þessu bjóðast aukið magn af óunnum fiski frá Íslandi til vinnslu. Aukið fjármagn í byggðirnar Aðalsteinn gefur, líkt og Sævar, lít- ið fyrir mótvægisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar verða samhliða afla- markstölum. „Það nægir ekki að byggja eina brú hér og malbika tíu kílómetra vegkafla þar. Við þurfum miklu meira en það.“ Spurður um hvað sé til ráða segist Aðalsteinn fyr- ir það fyrsta eiga von á því að ekki verði farið að tillögum Hafrann- sóknastofnunar hvað þorskkvótann varðar, heldur verði aflamarkið fært niður í 150 til 160 þúsund tonn. Þá segir hann að það myndi strax hafa jákvæð áhrif á atvinnuhorfur land- vinnslufólks ef horfið yrði frá fyr- irhuguðu afnámi skerðingarálags á gámafisk. „Það þarf svo að sjálfsögðu að móta öfluga atvinnustefnu og setja aukið fjármagn í byggðirnar. Menn eru orðnir þreyttir á tali um mótvæg- isaðgerðir. Ef fjármagnið kæmi beint í hendur heimamanna væri eflaust hægt að hrinda mörgum góðum hlut- um í framkvæmd.“ 1.000 störfum við fiskvinnslu teflt í tvísýnu Forsvarsmenn þeirra tveggja stétta sem yfirvof- andi kvótaskerðing mun harðast bitna á, sjó- manna og landverkafólks, hafa þungar áhyggjur af flótta úr stéttunum í kjölfar samdráttarins. Morgunblaðið/ÞÖK Fækkun Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað mikið á undanförnum árum.                             ! " #  $        !          %  % " %  !% " %  %  #%  % " "% " %  % ! %  % # %  % " %  % % ! % ! % # #% %  % "% " "% Í HNOTSKURN »Flest fiskverkafólk er á Suð-urnesjum og í nágrenni Reykjavíkur. »Ef farið verður að tillögumHafrannsóknastofnunar mun neikvæðra áhrifa gæta alls staðar. »Mótvægisaðgerðir, eins ogaukið fé til vegagerðar, koma ekki í veg fyrir hrun í tekjum sjó- manna eða fiskvinnslufólks. »Skerðing í þorskkvóta muneinnig koma illa við Suður- nesjamenn. Þar eru þó atvinnu- horfur mun betri en annars staðar. STOFNAÐ hefur verið félag um sölustarfsemi Samherja hf. Félagið heitir Ice Fresh Seafood og er að fullu í eigu Samherja. Með stofnun félagsins er verið að skerpa á áherslum í sölumálum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini, að því er fram kem- ur á vef Samherja. Ice Fresh Sea- food mun sem fyrr einbeita sér að sölu afurða Samherja og dóttur- félaga þess. Enn fremur mun nýja félagið halda áfram og auka sölu fyr- ir aðra framleiðendur. Samherji hefur verið leiðandi í sölu á frosnum og ferskum bolfisk- afurðum á Bretlandsmarkaði og á mörkuðum meginlands Evrópu. Uppbygging hefur verið mikil í sölu uppsjávarafurða til Austur-Evrópu- landa, meðal annars til Úkraínu, Hvíta-Rússlands, Póllands og Rúss- lands. Sala eldisafurða hefur vaxið mikið á Evrópu- og sérstaklega á Ameríkumarkaði. Asía hefur verið og verður áfram einn mikilvægasti markaðurinn fyrir afurðir félagsins. Á þessum grunni viðskiptasam- banda og markaðsþekkingar mun Ice Fresh Seafood byggja starfsemi sína og halda áfram frekari upp- byggingu og markaðssókn. Gert er ráð fyrir að Ice Fresh Sea- food selji yfir 100.000 tonn af afurð- um næsta árið og að velta félagsins verði um 20 milljarðar. Sölustarf- semi Sam- herja í félag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.