Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
f
Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is
TÓMAS Guðni Eggertsson,
organisti Grundarfjarðar og
Stykkishólms, leikur á Klais-
orgelið í Hallgrímskirkju á há-
degistónleikum tónleikarað-
arinnar Alþjóðlegt orgelsumar
í dag. Tónleikarnir, sem hefj-
ast kl. 12 og standa í hálftíma,
eru skipulagðir í samvinnu við
Félag íslenskra orgelleikara.
Á efnisskrá Tómasar eru
þrjú verk. Það fyrsta er Pre-
lúdía í g-moll eftir Dietrich Buxtehude og annað
verkið er hinn frægi Kórall nr. 3 í a-moll eftir Cés-
ar Franck. Þriðja og síðasta verkið er síðan eftir
franska 20. aldar tónskáldið Olivier Messiaen.
Tónleikar
Hádegistónleikar í
Hallgrímskirkju
Tómas Guðni
Eggertsson
Í KVÖLD kl. 20 verða tónleik-
arnir í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar, með Joachim
Kjelsaas Kwetzinsky píanó-
leikara og Unni Løvlid þjóð-
lagasöngkonu.
Tónleikarnir bera yfirskrift-
ina Grieg í Jötunheimum og
eru haldnir í tilefni þess að 100
ár eru liðin frá andláti norska
tónskáldsins Edvards Griegs
(1843-1907).
Það eru norska sendiráðið í samstarfi við Hafn-
arborg og Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem
standa að tónleikunum. Aðgangur er ókeypis.
Tónleikar
Til minningar um
Edvard Grieg
Hluti af Pi-Kap
kvartettinum.
Í JÚLÍ og ágúst stendur
Tónlistarfélag Ísafjarðar fyr-
ir nýrri röð sumartónleika í
tónlistarsalnum Hömrum á
Ísafirði sem hlotið hefur yf-
irskriftina Sumar í Hömrum.
Þessi sumartónleikaröð hefst
í dag kl. 20 með tónleikum
tékkneska strengjakvartetts-
ins Pi-Kap ásamt Eydísi
Franzdóttur óbóleikara.
Kvartettinn hefur haldið
fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof
gagnrýnenda fyrir vandaðan og ekki síst tilfinn-
ingaríkan flutning.
Sjá má dagskrá tónleikanna á www.tonis.is.
Tónleikar
Pi-Kap á Sumar í
Hömrum á Ísafirði
Norðmaðurinn
Edvard Grieg.
FJÓRTÁN vatns-
litamyndir eftir
einn þekktasta
listamann sem
Bretland hefur
alið, Joseph Tur-
ner, seldust fyrir
metfé á uppboði
Sothebys í Lond-
on í gær.
Helmingur
verkanna seldist
dýrar en matsmenn höfðu áætlað
og var heildarsöluverð verkanna
fjórtán 10,8 milljónir punda, eða 1,4
milljarðar króna.
Seljandinn var Belginn Guy Ul-
lens, sem sagði við fréttamenn:
„Við hjónin höfum notið þeirra for-
réttinda að búa um árabil um-
kringd snilld Turners. En vissan
um að nú munu aðrir safnarar njóta
þeirra auðveldar okkur aðskiln-
aðinn við þessi meistaraverk.“ Ef-
laust hjálpa milljónirnar líka til.
Metverð
fæst fyrir
Turner
Joseph Turner enn
vinsæll meðal Breta
Sjálfsmynd Þessi
var ekki til sölu.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
NÝLEGA lagði Anima-myndlist-
argallerí, sem starfrækt hefur verið
í miðborg Reykjavíkur seinasta
eina og hálfa árið, upp laupana
vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfar
þess hefur skapast nokkur umræða
um rekstrargrundvöll slíkra gall-
ería á Íslandi.
Sveinn Þórhallsson, eigandi Gall-
ery Turpentine í Ingólfsstræti, seg-
ir reksturinn hjá sér ganga sam-
kvæmt áætlun.
„Við opnuðum 2004 og þurftum
að berjast í bökkum fyrsta árið.
Það tekur alltaf tíma að komast yfir
erfiðasta hjallann en ég hafði alltaf
trú á þessu og í dag selst vel af
verkum á sýningum,“ segir Sveinn.
Nýlega urðu breytingar á eign-
arhaldi á hlutabréfum í Turpentine
þegar Sindri Sindrason, stjórn-
armaður í Actavis Group hf., keypti
hlut í galleríinu, ásamt fjölskyldu
sinni.
„Það kom áhugasamur fjárfestir
inn hjá okkur en það breytir ekki
rekstrarfyrirkomulagi gallerísins.
Hér á landi er mikið af efnuðu fólki
sem hefur áhuga á myndlist og af
hverju ekki að fjárfesta í henni eins
og öðru?“ spyr Sveinn.
Mikil áskorun í byrjun
Spurður hvort erfitt sé að reka
gallerí í Reykjavík segir Sveinn það
ekki vera.
„Það á ekki að vera erfitt ef þú
ert með réttu listamennina og góð-
an kúnnahóp. En það er aldrei
sjálfgefið að hlutirnir gangi upp og
það var mikil áskorun í byrjun að
fara út í þennan rekstur. Gall-
erísrekstur er ekkert annað en við-
skipti og 100% vinna. Okkur hefur
alltaf gengið vel að fá listamenn til
liðs við okkur, enda erum við með
flottan sýningarsal og góða um-
gjörð,“ segir Sveinn sem á galleríið
ásamt konu sinni, Guðrúnu Gunn-
arsdóttur, og fyrrnefndum fjár-
festum.
Engar rekstrarbreytingar
„Það eru ellefu ár síðan galleríið
var opnað og reksturinn hefur
gengið nokkuð vel, en við þurftum
auðvitað að berjast í byrjun eins og
flestir sem opna slíkt fyrirtæki,“
segir Börkur Arnarson sem rekur
gallerí i8 á Klapparstíg ásamt móð-
ur sinni Eddu Jónsdóttur.
„Þetta er fyrirtæki sem ég og
móðir mín eigum og rekum og hef-
ur það verið þannig alla tíð. Okkar
einkahlutafélag og engir fjárfestar
sem hafa komið inn í okkar rekst-
ur.“
Börkur segir að þau hafi getað
rekið galleríið með þessu móti og
það hafi gengið ágætlega svo ekki
er breytinga von á rekstrarforminu.
„Á hverju tímabili þarf auðvitað
að fara yfir hvernig rekstrarformið
er. Okkar viðskipti eru tiltölulega
landamæralaus, með álíka fram-
kvæmdir og fjölda viðskiptavina hér
á landi og annars staðar.“
Að sögn Barkar er heljarinnar
kúnst að reka gallerí í Reykjavík.
„Við höfum verið það heppin og far-
sæl að vinna með frábærum lista-
mönnum, gott gallerí er sjaldnast
meira en listamennirnir sem þar
eru.“
Börkur segir að gallerísrekstur
krefjist þolinmæði og vinnu langt
fram í tímann.
„Öll samskipti, vinna og plön eru
langtíma. Þetta snýst um að vera
með mjög skýra hugmynd um hvað
þú vilt sýna og hvaða listamönnum
þú vilt vinna með og klárlega snýst
þetta um að selja myndlistina.“
Reksturinn hjá Gallery Turpentine og galleríi i8 gengur vel en fyrstu árin voru erfið
Tekur tíma að
komast yfir erf-
iðasta hjallann
Fagleg Gallerí i8 á Klapparstíg í Reykjavík varð fyrsta galleríið á Íslandi
til að vera rekið eftir faglegum alþjóðlegum viðmiðum.
Í HNOTSKURN
» Anima-gallerí í Ingólfs-stræti hætti nýlega rekstri
eftir eitt og hálft ár.
»Eigendur þess sögðu mjögerfitt að reka gallerí í
Reykjavík og vinnuna sem í
það er lagt ekki skila sér til
baka fjárhagslega.
» Engin verk voru keypt ígalleríinu nokkrar sýn-
ingar í röð.
» Eigendur Gallery Turp-entine og gallerí i8 segja
fyrsta árið í rekstri hafa verið
erfitt en í dag gangi vel. Þeir
segja báðir gallerísrekstur
krefjast þolinmæði og meira
en 100 % vinnu.
MYNDLISTAKONAN Ragna Ró-
bertsdóttir tekur nú þátt í samsýn-
ingunni Agitation and Repose í hinu
virta Tanya Bonakdar Gallery í New
York.
Sýningin kallar saman verk lista-
manna sem hafa sýnt víða um heim-
inn, auk Rögnu sýna t.d , Roman Sig-
ner frá Sviss, Via Lewandowsky frá
Þýskalandi, Rainer Ganahl frá Aust-
urríki og amerísku listamennirnir
Holly Zausner, Jon McCafferty,
Claire Watkins og Diana Al-Hadid.
Sýningastjórar eru þau Sabine
Russ and Gregory Volk. Sýningin
stendur til 17. ágúst næstkomandi.
Ragna í New York
Flott Verk eftir Rögnu á sýningunni í Tanya Bonakdar Gallery.