Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
ÍBÚAR í nágrenni Keilugranda
eru afar ósáttir við vinnubrögð
Reykjavíkurborgar vegna deili-
skipulags á lóð Keilugranda 1.
Morgunblaðið sagði frá því að
borgarráð hefði samþykkt tillögu
um breytt deiliskipulag, þar sem
komið hefði verið til móts við at-
hugasemdir hagsmunaaðila, að
mati Hönnu Birnu Kristjánsdótt-
ur, formanns skipulagsráðs.
Gunnar Finnsson, talsmaður
húsfélaganna við Boðagranda 2 og
2a, segir þetta alrangt, íbúar í
næsta nágrenni séu mjög andsnún-
ir nýju tillögunum, sem ekki hafi
verið ræddar við þá.
Gunnar segir að íbúum virðist
sem reynt sé að gera sem minnst
úr umfangi andstöðunnar, m.a. sé
hvergi skráð í fundargerð að skilað
hafi verið inn athugasemdum und-
irrituðum af 99 íbúum á Boða-
granda, Fjörugranda og Keilu-
granda. Þetta sé lítilsvirðing
gagnvart þessu fólki.
Munum berjast fyrir
okkar hagsmunum
„Við drögum ekki í efa réttinn
til að byggja á lóðinni. Fram-
kvæmdirnar mega hins vegar ekki
vera á kostnað lífsgæða og fjár-
hags íbúa í nágrenninu, heldur
verða yfirvöld að fylgja þeim
reglum sem þau settu sjálf.“
Gunnar vísar þar í gildandi deili-
og aðalskipulag sem segir að á lóð-
inni megi byggja 50 íbúðir að há-
marki.
Samkvæmt breyttu skipulagi
yrðu íbúðirnar hins vegar 130, og
þótt þeim hafi þar með fækkað um
20 síðan í tillögum skipulagsráðs
frá því í janúar, sem lögðu til að
150 íbúðir yrðu byggðar, þá sé þar
um óverulegar breytingar að ræða
og í raun aðeins sýndarmennsku.
Ósáttir við
hæð húsanna
Auk fjölda íbúða eru nágrannar
lóðarinnar einnig ennþá ósáttir við
að hæð hússins yrði í engu sam-
ræmi við byggðina í kring.
Skipulagsyfirvöld hafi á sínum
tíma takmarkað hæð húsanna á
Boðagranda 2 og 2a við fimm hæð-
ir í stað sjö vegna kvartana um
skuggavarp.
Nýja húsið verði hins vegar
hæst níu hæðir og auk þess á upp-
byggðum grunni svo það nemi í
raun 10 hæðum. „Það vekur furðu
að borgarráð skuli nú vilja breyta
skipulaginu til að byggja megi hús
sem er tvöföld sú hæð sem sömu
yfirvöld hafa talið þolanlegt há-
mark,“ segir Gunnar. „Þetta er
ekki það sem fólk borgaði fyrir á
sínum tíma.“
Hann segir að íbúum finnist sem
væntingar eigenda lóðarinnar séu
teknar framyfir hagsmuni íbúa og
þeim líki ekki svona starfsaðferðir.
Gera verði þá lágmarkskröfu að
kjörnir fulltrúar og embættismenn
geri ekki geðþóttabreytingar á
reglum til að þjóna hagsmunum
viðskiptaaðila, enda starfi þeir í
umboði kjósenda. „Við munum
berjast fyrir okkar hagsmunum
með öllum ráðum.“
Einróma
andstaða íbúa
Nágrannar við Keilugranda óánægðir
með vinnubrögð borgarráðs og segja
hagsmunum fórnað fyrir gróða
MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 - Toyota Akureyri - Sími 460-4300
www.motormax.is
Nú er einstakt tækifæri til að ná afar góðum samningum við sölumenn
okkar sem eru í sólskinsskapi og veita aldeilis frábær tilboð á
Camp-let tjaldvögnunum og Starcraft fellihýsunum. Fyrstur kemur, fyrstur
fær. Þetta er tækifæri ársins til að ná sér í kostagrip á frábæru verði!
Draumavagninn þinn á
frábæru sumartilboði!
Forrétta hlaðborð
Sauðakjöt; Tvítaðreykt og þunnskorið. Borið fram
með suðrænum ávöxtum
Graflax með sinnepshunangssósu í tortillu með
grænu salati og tómötum
Tómata og mozzarella salat með svörtum olífum,
fersku basil og dressingu hússins.
Laxafiðrildi, reyktur lax á heimabökuðu rúgbrauði
með pestó, kapers, ætiþistli, rauðlauk og
piparrótarsósu
Kr.1,000
Lambasteik,
kryddleginn, bjórsteiktur lamabalærisvöðvi með
hunagnssteiktu grænmeti, léttri brúnni sósu og
kartöflubátum staðarins,.
Kr. 3,000.-
Lambastrimlar
í ævintýralegri kryddrjómasósu með peruklettasalati
og kartöflubátum staðarins.
Kr. 2,800.-
Innbökuð bleikja
með tandoori-koníakslagaðri humarsósu, rjómasoðnu
grænmetismauki peruklettasalati og kartöflubátum
staðarins.
Kr. 2,600.-
Kjúklingabringa
kryddlegin í austrænum legi með rísandi sólarasósu,
hunangssteiktu grænmeti og kartöflubátum staðarins.
Kr. 2,500.-
Við leggjum okkur fram við að gera heimilislegan, stílfærðan og fer-
skan mat - svo er umhverfið algerlega einstakt.
sími 433 58 00 – www.fossatun.is
info@steinsnar.is
Kvöldmatseðill
Frábærir eftirréttir - Stórgóður skyndibiti
Heimabakaðar kökur, Gómsætt brauðmeti
Úrvals kaffi.
Það er vel þess virði að gera sér dagamun, kíkja við og
njóta góðra veitinga í óviðjafnanlegu umhverfi.
Opnunartími: Föstudaga - Sunnudaga.
Pantanir í síma 433 5800
Aðalréttir
Eignamiðlun hefur verið beðin um að óska eftir rúmgóðri 3ja
herbergja íbúð á 1.hæð með góðu aðgengi fyrir aðila í
hjólastól. Aðgengi þarf að vera gott bæði að íbúðinni og öll
aðkoma í sameign. Baðherbergi þarf að vera rúmgott með
sturtu.
Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson
lögg. fasteignasali.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
ÍBÚÐ ÓSKAST Í REYKJAVÍK FYRIR
AÐILA Í HJÓLASTÓL