Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 20
|fimmtudagur|5. 7. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Það getur munað miklu fyrir
fólk að versla á útsölum vanti
það á annað borð flíkur, hús-
gögn eða smávöru. »21
neytendur
Svínarif, grísalundir, hamborg-
arar og ýmislegt fleira á tilboði
sem hentugt er að setja á grillið
um helgina. »21
helgartilboð
Boston hefur verið lýst sem
„evrópskri“ í anda og má segja
að hún sameini kostina vestan
hafs og austan. »22
ferðalög
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Glæsilegt“ varð Margréti Þórhildi Danadrottn-ingu að orði þegar íslenski fatahönnuðurinnIngibjörg Ólafsdóttir afhenti henni fallegtsilkisjal, sem hún hannaði og saumaði á
drottninguna.
Borgarstjórahjónin í Holbæk komu á dögunum að máli
við Ingibjörgu og báðu hana um að hanna og sauma sjalið
í tilefni af heimsókn drottningar í bæinn, en Margrét
drottning kom ásamt manni sínum, Hinriki prins, siglandi á
drottningarsnekkjunni Dannebrog til Holbæk hinn 13. júní
síðastliðinn. Ingibjörg afhenti drottningunni sjálf sjalið í
móttöku, sem haldin var í Ráðhúsinu í Holbæk, og við sama
tækifæri afhenti borgarstjórafrúin Hinriki prins ljósbláan
hálssilkiklút með grafísku mynstri, sem líka var eftir Ingi-
björgu. Gjafirnar eru saumaðar úr ítölsku gæðasilki, sem
Ingibjörg kaupir í Sviss, og voru þær frá bænum.
„Ég var auðvitað mjög montin af þessu, en þurfti að hugsa
mig um í einn dag hvort ég tæki að mér verkið eða ekki.
Sonur minn, Ólafur Elíasson, hvatti mig til að gera það og
auðvitað ákvað ég að slá til og sauma gjafirnar konunglegu
eftir smá umhugsun,“ segir Ingibjörg, sem hefur verið búsett í
Danmörku í fjörutíu ár og rekur bæði vinnustofu og verslun í
Holbæk.
Blómamynstur á rauðu silki
Að sögn Ingibjargar virti drottningin sjalið fyrir sér bæði vel
og lengi og allir viðstaddir voru sammála um að rautt silkið og
stórgert blómamynstrið færi drottningunni einstaklega vel.
Ingibjörg ólst upp í Hafnarfirði. Að loknu námi á Íslandi lærði
hún hönnun og saum í Tilskærer-akademiet í Kaupmannahöfn.
Hún hannar og saumar föt eftir pöntun og segist aðallega taka að
sér hönnun glæsikjóla og annars veislufatnaðar fyrir konur, sem
leggi áherslu á stíl og útlit.
Silkisjalið
Drottningarsjalið
er þríhyrnt að
lögun, rautt með
stóru blóma-
mynstri.
Ljósmynd/MIK/Chr.Mikkelsen
Athöfnin Ingibjörg Ólafsdóttir afhenti Margréti Þórhildi Danadrottn-
ingu sjalið sem hún hannaði og saumaði fyrir heimsóknina til Holbæk..
Fatahönnuðurinn
Ingibjörg Ólafs-
dóttir notar silki í
hönnun sína.
Hannaði silki-
sjal á Dana-
drottningu
ekki síðra öryggistæki
eru gleraugu til varnar
flugum. Þannig háttaði
til að Víkverji áttaði sig
ekki á þessari leyndu
hættu og hjólaði inn í
ósýnilegt flugnager á
fljúgandi ferð. Ein flug-
an festist í auga Vík-
verja og það sem eftir
lifði ferðar blikkaði
hann hægra auga eins
og óður maður, svona
til að reyna að hagræða
flugunni sem barðist
um og kitlaði glyrnuna
í Víkverja um leið og
hún sökk dýpra og
dýpra ofan í augnskál-
ina á leið inn í heila. Eins og nærri
má geta truflaði þetta Víkverja við
aksturinn svo lá við slysi. Og var það
ekki dæmigert að nú þurfti að vera
ótrúlega langt í næsta kyrrstæða bíl
með hliðarspegli sem er nauðsynlegt
tæki til að framkvæma sjálfsaugn-
aðgerð og ná kvikindinu út? Loks
var hægt að hefja aðgerðina og sem
betur fer var Víkverji með strætó-
miða í veskinu sem hann gat notað
sem töng og grafið út jarðneskar
leifar skorkvikindisins. Geysilegur
léttir var það, þótt hún kæmi að vísu
lappa- og vængjalaus út. Víkverji er
þá með afganginn á heilanum en
reisir ekki ágreining.
Víkverji er hrifinn afstarfsliði Sýslu-
mannsins í Kópavogi
eftir snör handtök við
afgreiðslu vegabréfs
nýverið. Já, Víkverji á
það til að hrósa fólki
stundum. Hvað um
það, sagan er svona:
Víkverja vantaði nýtt
vegabréf þar sem það
gamla rann út í vor.
Við afgreiðslu vega-
bréfa hjá sýslumanni
er hægt að velja á milli
tveggja kosta, þ.e.
venjulegrar afgreiðslu
og svonefndrar hrað-
afgreiðslu. Sú venju-
lega kostar 5.100 og hentar auðvitað
öllum sem ekki eru að flýta sér
óskaplega en sú síðarnefnda kostar
yfir 10 þúsund krónur. Þeir sem vilja
hraðafgreiðslu hafa tvo kosti; að
sækja vegabréfið út í Njarðvík innan
5 daga frá umsókn eða fá vegabréf
sent í pósti sem berst í síðasta lagi
innan 9 virkra daga frá umsókn.
Víkverji fékk hins vegar vegabréf-
ið sent í pósti að tveimur dögum
liðnum og ef þetta er ekki hröð af-
greiðsla, hvað þá? Og bað ekki einu
sinni um hraðameðferð.
Víkverji er hrifinn af hjólreiðum
og hjólaði heim úr vinnunni um dag-
inn. Hjálmur er gott öryggistæki en
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Þessa dagana keppast
frönsku tískuhúsin við
að kynna vetrarfatn-
aðinn. Í gær kynnti
hönnuðurinn Pascal
Millet línu vetrarins
frá Carven.
Kvenlegt Glæsilegur klæðnaður þar
sem grái liturinn fær að njóta sín
Hönnuðurinn Pascal Millet í lok sýningarinnar.
Grátt,
svart
og hvítt
í vetur
Öðruvísi Efnismikill kjóll sem
kæmi sér vel í vetrarkuldanum.
Sígilt Svart og
gyllt. Margar
konur eiga
eflaust eftir
að gleðjast
yfir
pífunum
á pilsinu.
Reuters