Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 21
Hagkaup
Gildir 5. júlí til 8. júlí verð
nú
verð
áður
mælie.
verð
Holta koníaksl. kjúklingabr. ......... 1.557 2.595 1.557 kr. kg
Bláberjal. lambasirloin úr kjötb. .. 1.498 1.875 1.498 kr. kg
New Orleans svínarif, bbq........... 1.118 1.398 1.118 kr. kg
Nauta ribeye úr kjötborði ............ 2.498 3.143 2.498 kr. kg
Doritos snakk ............................ 149 224 149 kr. pk.
Sól appelsínusafi, ávaxtasafar .... 249 299 249 kr. ltr
Lgg jógúrt, jarðarberja/bláberja... 88 98 88 kr. stk.
Krónan
Gildir 5. júlí til 8. júlí verð
nú
verð
áður
mælie.
verð
Lamba prime /ungv.krydd........... 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Grísalundir m/rj.osti&pappadew. 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Kjúklbr. m/rj.osti&sólþ.tóm. ....... 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Goða grísakótilettur, karab.......... 1.298 1.669 1.298 kr. kg
Móa kjúklingabringur ................. 1.685 2.515 1.685 kr. kg
Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 398 499 398 kr. pk.
Krónu hrásalat 350 gr ................ 99 140 282 kr. kg
Freschetta XL, 4 tegundir ............ 398 440 780 kr. kg
Egils kristall, 6 pk án bragðefna/
m.sítr. .......................................
399 499 66 kr. stk.
Super þvottaefni 3 kg................. 399 499 133 kr. kg
Nóatún
Gildir 5. júlí til 8. júlí verð
nú
verð
áður
mælie.
verð
Grísalundir m/sumarfyllingu ....... 2.198 2.698 2.198 kr. kg
Nóatúns lambalæri m/kryddj. ..... 1.498 1.898 1.498 kr. kg
Ungnautastrimlar í tex mex ......... 1.698 2.098 1.698 kr. kg
Grísagrillsteik Miðjarðarhafs........ 998 1.298 998 kr. kg
Túnfiskssteikur ........................... 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Keila í tómötum og basil............. 898 1.298 898 kr. kg
Myllu fjölk.saml.brauð 770 gr ..... 199 277 258 kr. kg
Brazzi 1 lítri, 5 tegundir............... 99 124 99 kr. ltr
Pepsi Max 2 lítrar ....................... 99 176 49 kr. ltr
Lambi satin, blár/hvítur.............. 399 499 399 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 5. júlí til 8. júlí verð
nú
verð
áður
mælie.
verð
Kjötborð lambaframp, hryggjbitar 1.259 1.688 1.259 kr. kg
Gourmet léttr. hunangs grísakótil. 1.169 1.682 1.169 kr. kg
Goði grísakótilettur, karabískar.... 1.159 1.669 1.159 kr. kg
Borgarnes grillpylsur .................. 699 999 699 kr. kg
Freschetta brickoven al formaggi . 399 562 399 kr. stk.
Góa bitar dúndur 200 gr............. 199 240 995 kr. kg
Magic orkudrykkur, blár .............. 109 159 109 kr. stk.
Hatting ostabrauð 2 stk. í pakka . 169 281 169 kr. stk.
sætar kartöflur........................... 159 279 159 kr. kg
ferskur ananas .......................... 129 219 129 kr. stk.
helgartilboðin
Grillborgarar og grísakjöt
V
erðgildi er undarlegt
fyrirbrigði og oft af-
stætt, enda fer verð-
skyn oftast eftir því
hversu mikla peninga
fólk hefur til umráða í dagsins
önn og striti – og reyndar lífs-
gildum. Það sem einum finnst
dýrt finnst öðrum ódýrt og enn
öðrum á spottprís. Það virðist þó
vera sammannlegt einkenni, þrátt
fyrir að sumir fari beinlínis illa
með peninga, að vilja gera góð
kaup.
Fólk gortar sig ósjaldan af því
að hafa gert góð kaup, eins og
það sé eftirsóknarverð gáfa eða
snilld. Það er það reyndar, þ.e.a.s.
ráðdeild í fjármálum heimilisins,
en stundum er eins og fólk sjái
beinlínis rautt og verði eins og
naut í flagi þegar það sér útsölu-
borða. Það ræðst á útsölugóssið
eins og það sé það síðasta sem
það muni komast yfir í þessum
neysluheimi og straujar pen-
ingakortin eins og það eigi lífið
sjálft að leysa. Sumir, ekki allir.
Hinir, þeir sem hugsa áður en
þeir kaupa, eru skynsamir og fara
eftir útsölureglunum.
Útsölureglurnar þrjár
En hverjar eru reglurnar? Þær
eru bara þrjár og mjög einfaldar.
1. Hvað vantar þig?
Á útsölum má gera frábær
kaup á því sem vantar til heimilis-
ins. Það á að reka heimili eins og
fyrirtæki, á sem hagkvæmastan
hátt, og það munar svo sann-
arlega um að fá 30-70% afslátt.
Hagsýnar húsfreyjur og hús-
bændur skipuleggja innkaup á
húsmunum, fatnaði og fleiru að
sjálfsögðu fram í tímann og nýta
sér útsölutímabil til þess að gera
hagstæð innkaup.
2. Ertu sátt/ur við
útsöluvarninginn?
Algengustu mistökin sem fólk
gerir á útsölum eru að kaupa
hluti af því að þeir eru á svo góðu
verði. Það gerir af þeim sökum
oft minni kröfur um að hluturinn
falli þeim fullkomlega í geð eða til
gæða. Sértu ekki fullkomlega
ánægð/ur með hlutinn, slepptu
því þá að kaupa hann. Það er lík-
legt að þú verðir aldrei alveg
ánægð/ur og þá er peningum
mjög illa varið, sérstaklega ef
hluturinn verður sjaldan eða aldr-
ei notaður.
3. Hefur þú efni á að
kaupa útsöluvarninginn?
Þetta er mjög mikilvæg spurn-
ing. Það er til lítils að gera góð
kaup ef það steypir manni í skuld-
ir. Ef þú hefur ekki efni á út-
söluvarningnum og ef það er
heimilinu, þ.e. fyrirtækinu þínu,
ekki þeim mun bráðnauðsynlegra
að eignast hann, slepptu honum
þá. Safnaðu frekar peningum og
keyptu á næsta útsölutímabili. Til-
finningin verður miklu betri.
uhj@mbl.is
Á útsölutrippi í neysluheimi
Morgunblaðið/Kristinn
Hamagangur Það er oft hamagangur í öskjunni á útsölum enda oft hægt að gera góð kaup. Kapp er þó oftast gott með forsjá.
Morgunblaðið/Eyþór
Freistingar Því hærri sem útsöluprósentan er því betri kaup finnst fólki
það oftast vera að gera. Mikilvægast er þó að fólk hafi not fyrir kaupin.
» „Það ræðst á út-
sölugóssið eins og
það sé það síðasta
sem það muni komast
yfir í þessum neyslu-
heimi og straujar
peningakortin eins og
það eigi lífið sjálft að
leysa.“
Sumir kikna í hnjá-
liðunum þegar þeir sjá
þær. Útsölur. Þar eru
freistingar á hverju strái
fyrir venjulegt fólk.
Unnur H. Jóhannsdóttir
velti fyrir sér hvort
eitthvað væri á útsölum
að græða.
Í HNOTSKURN
Hvað er hagstætt á
sumarútsölunum?
»Sumarfatnaður. Það er nógeftir af sumrinu og gera
má góð kaup í léttum fatnaði
sem er á allt að 80% afslætti.
»Vetrarfatnaður. Á sum-arútsölunum er oft að finna
heilsársfatnað og eins útifatn-
að með góðum afslætti, sem er
gott að fara að huga að fyrir
veturinn.
» Garðhúsgögn. Góður af-sláttur er veittur af send-
ingum sem komu í vor, 20-80%
afsláttur.
»Raftæki og húsgögn. Þaðgetur munað miklu um 10-
30% afslátt af hlutum sem
kosta tugi og jafnvel hundruð
þúsunda.
»Smávara fyrir heimilið oggjafavörur. Mikið úrval
býðst af fallegum fylgihlutum
fyrir heimilið og eins gjafavör-
um sem fást með 20-80% af-
slætti.
»Nýjar vörur með afslætti. Áútsölutímabilum er víða
gefinn 10% afsláttur af nýjum
vörum.
neytendur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 21
mbl.is
smáauglýsingar