Morgunblaðið - 05.07.2007, Side 23

Morgunblaðið - 05.07.2007, Side 23
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 23 Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr. Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar.* - 0 kr. mínútan eftir fyrstu 3 mínútur hvers símtals - 0 kr. fyrir hver skilaboð eftir 3 SMS eða 3 MMS innan sólarhringsins Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Tilboðið gildir innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar um tilboð og skilmála er að finna á siminn.is/frelsi 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON K610i Léttkaupsútborgun 1.900 kr. 1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 19.900 kr. á su mar tilbo ðisím i E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9 Akureyri er umsetin. Allavega um helgar að sumarlagi. Það var ekki þverfótað í sundlaug- inni fyrir herðabreiðum og allt of spengilegum keppendum á AMÍ-sundmótinu um hádeg- isbilið síðasta laugardag. „Allt of spengileg- um,“ hugsaði maður, spígsporaði milli heitu pottanna og mældi nýfædda ístruna sem stefn- ir ótrauð í eina átt.    Um næstu helgi, ferðahelgina miklu, verður að sama skapi margt um manninn í bænum. Nóg verður allavega um að vera. Í gær fór nefnilega enn eitt mótið af stað: N1-mótið, sem áður hét ESSO-mótið. Nú er spriklað á KA- vellinum og drengir í 5. flokk víðsvegar að af landinu leika listir sínar. 34 lið keppast um að komast í úrslitaleikinn sem fer fram næsta laugardag kl. 17.20.    Á föstudag og laugardag berjast svo rígfull- orðnir pollar á Þórsvellinum. Menn af léttasta skeiði, fornar kempur og seigluhundar mætast á pollamótinu, þar sem keppnisskapið er stundum jafnað með einum köldum. Á milli leikja.    Andinn, ýmist liðsandinn eða annar, er góð- ur á pollamótinu, og ekki ólíklegt að það sama muni gilda í leik Dana og Íslendinga sem fer fram á Akureyri. Þrátt fyrir söguna, einok- unina, handritin og 14-2. Þá fer nefnilega fram fyrsti landsleikurinn hjá Íslendingum í flokki ellismella, og aldrei að vita nema leikurinn færi betri tíðindi en leikir A-landsliðsins. Í leiknum eigast við margir af „pollunum“ sem hlaupa um á Þórsvellinum: Birkir Krist- insson, Halldór Áskelsson, Guðni Bergsson og Þorgrímur Þráinsson svo nokkrir séu nefndir sem keppa fyrir Íslands hönd. Nokkrir úr liði Evrópumeistaranna frá 1992, Kim Vilfort og jafnvel sjálfur Peter Schmeichel, munu svo halda uppi merkjum Dana. Koma svo!    Yfir í allt annað: Fiskidagurinn mikli er handan við hornið. Reyndar ekki fyrr en í ágúst, en tíminn líður hvort eð er hratt á gervi- hnattaöld. Í ár stefnir í sérlega veglegan fiski- dag, enda er komið á daginn að KEA mun styrkja Dalvíkinga við að veita fisk. M.a. ætlar KEA að styrkja uppsetningu Dýranna í Hálsa- skógi á meðan hátíðinni stendur, sem er ein- staklega vel til fundið. Enda ófá dýr sem renna niður hálsa gestanna á Fiskidaginn, þar sem nýjungar á borð við saltfiskbollur, plokkfisk og ígulker verða á boðstólum að þessu sinni. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Efnilegir Frá N1 mótinu á Akureyri. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttirer af skáldakyninu frá Sandi í Aðaldal. Hún yrkir: Hefur hver sinn háttinn á hirði ég lítt um trúna. Oft hún brást, er á mér lá og ekki dugði hún núna. Þá bætir hún við heilræði til kvenna: Fríður á kodda, fer vel í rúmi fallegur bak og stinnur að framan. Þá eiginleika í öndvegi settu ef þú vilt hafa af karlmanni gaman. Og Bryndís yrkir einnig ástarvísu: Úr einum faðmi í annan flý aðeins til að finna að þú varst og verður á ný viðfang drauma minna. Hálfdan Ármann Björnsson bregður á leik með limruformið: „Hundurinn heitir Nafni,“ sa damen, og hefur nóg fyrir stafni,“ ja men?“ Hann glefsar og geltir og gestina eltir og jagast í Jesúnafni, amen. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Draumar á Sandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.