Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 25 afa Íslendingar mótað skýra stefnu r eiga að vera helstu áherslumál, fá- í öryggisráðinu? „Ég er þeirrar ar að við þurfum að vinna betur okk- avinnu í málefnum öryggisráðsins. fum að skilgreina betur erindi okkar efni í öryggisráðinu og sýn okkar á ráðið og Sameinuðu þjóðirnar,“ seg- jörg Sólrún. Afríkuríkin varði ætti Ísland að leyti að hafa sterka stöðu. „Margir sráðherrarnir sögðu við mig að Ís- ti að verða sýnilegra og gera sig ildandi í Afríku vegna þess að við eitt fárra Evrópuríkja sem ekki tthvert syndaregistur gagnvart “ Mjög margar Evrópuþjóðir hafi ýlenduþjóðir, en Ísland ekki. „Við jálf nýlenda þannig að við höfum þeirri stöðu og eigum það sameig- með Afríku. að er auðvitað ekki nóg að hafa tri þætti, við þurfum að hafa mjög ýn á það hvað það er sem við ætlum ð gera í öryggisráðinu og hvaða arkmið við höfum,“ segir Ingibjörg Þegar hún er spurð nánar um þessi ð svarar hún að sem smáríki hljóti að leggja áherslu á alþjóðalög og á i aðgerða í alþjóðasamfélaginu. „Al- ðurkenning á mannréttindum, hinu nýja hugtaki þjóðarréttarins og mannhelgi er nokkuð sem mér finnst að við eigum að leggja áherslu á og þurfum að útfæra,“ seg- ir hún. Verðum að taka framboðið alvarlega Öðrum þjóðum þurfi að vera ljóst að Ís- lendingar leggi vinnu í framboðið til örygg- isráðsins og taki það alvarlega. Ekki komi til greina að hætta við. Íslendingar hafi tek- ið ákvörðun um að bjóða sig fram til setu í ráðinu og fengið til þess stuðning Norður- landanna. „Þá verðum við að gera þetta af fullri alvöru og heilindum og ekki kasta til þess höndunum. Við viljum auðvitað vinna þessa kosningabaráttu fyrst við erum komin út í hana,“ segir Ingibjörg Sólrún. Náist sætið ekki sé það starf sem á undan hefur farið þó alls ekki unnið fyrir gýg. „Þá er það engu að síður mjög gott tækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að kynna okkur á alþjóðavettvangi, kynna þá styrk- leika sem íslenskt samfélag býr yfir og þá möguleika sem við höfum upp á að bjóða þannig að við komumst betur inn á kortið. Margir velta því fyrir sér hvort Íslend- ingar hafi eitthvað í öryggisráðið að gera yf- irleitt og hvort þjóðin ráði við hlutverkið. Ingibjörg Sólrún telur svo vera. „Mér finnst það vera lokahnykkurinn í því að við séum sjálfstæð og fullvalda þjóð að við getum þetta,“ segir hún. Um þá gagnrýni að Ís- lendingar muni fylgja Bandaríkjamönnum í einu og öllu í ráðinu segir Ingibjörg Sólrún að vel geti verið „að það hafi ýmsar þjóðir haft af því áhyggjur, þar til þá á síðasta ári“. Myndin hafi breyst eftir brotthvarf bandaríska hersins frá Íslandi í fyrra. Brotthvarfið breyti stöðu Íslands á hinu pólitíska landakorti. „Það eru nýjar forsendur til þess að við getum verið sjálfstæð í okkar stefnu,“ segir Ingibjörg Sólrún. Meðan á dvölinni í Gana stóð hitti Ingi- björg Sólrún António Guterres, aðal- framkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og ræddi við hann um flóttamannavandann í Írak. Markmiðið með fundinum var að fá upplýsingar um stöðu flóttamannanna, en á næstunni hyggur Ingibjörg Sólrún á ferð til Mið-Austurlanda. Hún segir ljóst að staða flóttafólksins sé skelfileg. „Eftir því sem hann segir eru tvær milljónir Íraka flóttamenn í öðrum löndum, í Jórdaníu, Sýrlandi og þar í kring, og tvær milljónir flóttamanna í eigin landi. Þetta er orðið nær óviðráðanlegt hvernig eigi að koma öllum þessum flóttamönnum fyrir og hvar,“ segir Ingibjörg Sólrún. Sýrland sé eina landið sem sé opið flótta- fólkinu eins og er, en verið sé að vinna í því að hluti fólksins fái hæli í Kanada. Verða líka að vera hluti af lausninni „Í rauninni virðist ástandið bara vera að versna, það er ekkert sem bendir til að það muni neitt lagast,“ segir Ingibjörg Sólrún og tekur undir að Íslendingar beri ábyrgð í málinu þar sem fyrri ríkisstjórn studdi inn- rás Bandaríkjanna í Írak á sínum tíma. „Þegar ég spurði [Guterres] hvað væri til ráða og hvað ætti að gera sagði hann mér að spyrja þá sem ákváðu að ráðast þarna inn. Staðan er þannig núna að ríkin sem fóru þarna inn, sérstaklega Bandaríkin, eru hluti af vandamálinu, en þau verða líka að vera hluti af lausninni, þau geta ekki vikist undan því.“ Hún segir að á fundinum með Guterres hafi hann verið spurður sérstaklega að því hvernig hann teldi að Íslendingar gætu orð- ið að liði. Hann hafi útskýrt að Flótta- mannahjálp SÞ ynni að því að reyna að koma fyrir íröskum flóttamönnum í löndum sem gætu tekið við töluverðum fjölda. „Við getum ekki tekið við nema takmörkuðum hópi,“ segir Ingibjörg Sólrún sem útilokar þó ekki að slíkt kunni að verða gert. Yrði af því yrði það mál unnið í samvinnu við Flóttamannahjálp SÞ. Gana og fundaði þar með fjölda afrískra leiðtoga era okkur di í Afríku“ ra flóttamanna sé skelfileg og að tafólkinu samastað. MEÐAL þeirra sem Ingibjörg Sólrún fundaði með í Gana var Ellen Johnson-Sirleaf, for- seti Líberu. Johnson-Sirleaf tók við embætti í fyrra en hún er fyrsta konan sem er lýð- ræðislega kjörin til að gegna embætti þjóðhöfðingja í Afríkuríki. „Það var mjög áhuga- vert að hitta hana og hún er náttúrlega mikil kempa. Það er ekkert einfalt mál fyrir konu að vinna lýðræðislegar kosningar í Afríku. Hlutur kvenna er víða rýr í Afríku en þær konur sem maður hittir eru verulega sterkar og kraftmiklar og það þarf greinilega til þess að ná í gegn,“ segir Ingibjörg Sólrún um fund þeirra Johnson-Sirleaf. Líbería átti í blóðugu borgarastríði frá 1990 til 2003 og samfélagið þar þarfnast mikillar upp- byggingar. Johnson-Sirleaf vann um tíma hjá þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Á þeim tíma skrifaði hún skýrslu ásamt Elisabeth Rehn, fyrrum varnarmálaráðherra Finn- lands, um áhrif stríðs á stöðu kvenna. Ingibjörg Sólrún kveðst telja að sú skýrsla hafi breytt viðhorfi margra, til dæmis til friðargæslu og þess að senda konur í slík störf. Um þessar mundir sé Johnson-Sirleaf að skipuleggja ráðstefnu sem haldin verður í byrjun árs 2009 um konur og þróun í Líberíu. Á fundinum hafi þær meðal annars rætt hversu lítið er fjallað um Líberíu í fjölmiðlum eftir að stríðinu í landinu lauk. „Við heyrum ekki af uppbyggingarstarfinu, af því sem er að gerast jákvætt,“ segir Ingibjörg Sólrún. Fundur Ingibjörg Sólrún slær á létta strengi með forseta Líberíu, Ellen Johnson-Sirleaf. Kraftmiklar stjórnmálakonur g er þeirrar skoðunar við þurfum að vinna r okkar heimavinnu í fnum öryggisráðsins. urfum að skilgreina r erindi okkar og verk- öryggisráðinu og sýn r á öryggisráðið og einuðu þjóðirnar. Morgunblaðið/Frikki Málefni tengd verndbarna og efni refs-ireglna í því skynivoru helsta umræðuefnið á nýlegum fundi norrænna dóms- málaráðherra, sem haldinn var í Finn- landi. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kyn- ferðislegs sambands og hvernig bregðast megi við hættum af þessum toga með refsireglum. Ákveðið var, að ríkislögreglustjórar landanna skyldu ræða sameiginlegar aðgerðir Norð- urlanda gegn mis- notkun á netinu gegn börnum á fundi sínum í ágúst og leggja til grund- vallar skýrslu frá norska dómsmálaráðuneytinu um varnarráðstafanir í þágu barna. Norrænir ríkissaksókn- arar ræddu þetta mál á fundi sínum hér í Reykjavík um miðjan júní. Dómsmálaráð- herrarnir stefna að aukafundi um málið í desember í Ósló. ,,Grooming“ eða nettæling Það kallast ,,grooming“ í breskri löggjöf, þegar fullorð- inn einstaklingur stofnar til sambands við barn á netinu og ræktar það í því skyni að hitta barnið síðar í kynferðislegum tilgangi. Hafa Bretar sett í lög sérstakt refsiákvæði um net- tælingu og Norðmenn fetað í fótspor þeirra. Nettælingu má lýsa þannig, að fullorðinn einstaklingur leitar eftir persónulegum ,,prófíl“ barns á netinu eða fylgist með samskiptum barna á spjallrásum í leit að fórn- arlambi með kynferðistengsl í huga. Síðan setur hann sig í samband við barn, oft undir því yfirskini að hann sé einnig barn, og ávinnur sér traust þess, t.d. með að sýna því um- hyggju. Smám saman stofnar hinn fullorðni til náins tilfinn- inga- og trúnaðarsambands við barnið. Hann reynir á sambandið með kröfum og óskum og hreyfir við kynferð- islegum efnum til að athuga þolmörk barnsins. Sýni barnið mótþróa slítur hinn fullorðni sambandinu við barnið eða reynir nýja leið til að afla sér trausts. Þegar hinn fullorðni telur sig öruggan í sambandi sínu við barnið upplýsir hann smám saman um eigin hag og stingur síðan upp á fundi, þar sem kynferðisbrotið á sér stað. Dæmigert er að barnið vilji ekki horfast í augu við að hinn fullorðni hafi þessi áform, eða það þori ekki að segja öðr- um frá af ótta við viðbrögð hans. Íslensk löggjöf Hér hefur verið upplýst um fullorðna einstaklinga með ráðagerðir á netinu um að hitta barn á tilteknum stað og hafa við það kynferðismök. Í greinargerð sem fylgdi norska frumvarpinu um net- tælingu er m.a. fjallað um nor- rænan rétt til upplýsinga og samanburðar en þar segir m.a. að ákvæðið um tilraun til brots í 20. gr almennra hegn- ingarlaga hér á landi heimili refsingu fyrir verknað á fyrra stigi en sam- kvæmt norskum rétti. Ríkissaksóknari hefur nú þegar gefið út þrjár ákærur í málum þar sem menn eru sóttir til saka fyrir nettælingu, þ.e. tilraun til kynferðisbrots gegn 13 ára stúlku í samræmi við ráðagerðir í tölvusamskiptum á spjallrás á net- inu. Málin hafa verið þingfest og verður aðal- meðferð í þeim að hausti. Að sögn ríkissaksóknara má búast við að gefnar verði út fleiri sambæri- legar ákærur á næstunni, enda liggja málsgögn þegar fyrir hjá embættinu. Telji dómstólar unnt að refsa fyrir nettælingu á grundvelli þessa ákvæðis al- mennra hegningarlaga, má segja, að í íslenskum lögum sé að finna refsivernd gegn þessu ógnvekjandi athæfi gegn börn- um. Komi í ljós, að dómstólar telji lagaheimildir til refsingar ekki fyrir hendi, er nauðsyn- legt að bregðast við með nýju lagaákvæði og má þá líta bæði til Bretlands og Noregs. Heimildir lögreglu Samhliða því sem tryggt er, að refsiheimildir séu fyrir hendi, þarf að treysta þátttöku okkar í alþjóðlegri lögreglu- samvinnu um þessi mál. Þá þarf að skoða til hlítar, hvort lögregla hafi nægar heimildir til að grípa inn í þá atburða- rás, þegar barn verður fyrir árás frá óþekktum árás- armanni á netinu. Hér varð töluverð andstaða á alþingi fyrir nokkrum miss- erum, þegar við Sturla Böðv- arsson, þáverandi samgöngu- ráðherra, stóðum að tillögu um að auðvelda miðlun og geymslu á svonefndum IP- tölum, en með þeim er unnt að rekja tölvusamskipti. Vorum við sakaðir um, að vilja ganga um of á friðhelgi einstaklinga með tillögum okkar og var Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, þar fremstur í flokki meðal þingmanna. Án heimilda og leiða til að rekja tafarlaust tölvusamskipti kunna lögreglu að vera allar bjargir bannaðar í málum sem þessum. Skjót og fumlaus við- brögð á réttu augnabliki geta skipt sköpum til að standa brotamann að verki. Í Noregi eru hugmyndir um að setja á fót beina kæruleið (svokall- aðan rauðan hnapp) til lög- reglu, bæði í gegnum netið og sérstakt símanúmer. Lögregla gæti síðan tekið við þræði barnsins og rakið hann til upphafs síns. Raunar hafa Norðmenn lagt drög að því að koma á fót sérstakri lög- reglustöð, sem starfi aðeins í netheimum. Vernd barna gegn nettælingu Eftir Björn Bjarnason Björn Bjarnason »Refsiheim-ildir gegn nettælingu og heimildir lög- reglu eru lyk- ilatriði. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.