Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMTÖK sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu ályktuðu um al- menningssamgöngur á svæðinu á fundi sínum þann 25. júní sl. Tillög- urnar eru eftirfarandi: 1. Ríkisvaldið komi að rekstri (stofnleiða) tengileiða á höfuðborg- arsvæðinu líkt og þeirra leiða sem farnar eru á milli sveitarfé- laga á landsbyggðinni. 2. Virðisaukaskattur af almennum aðföng- um, kaupa á nýjum vögnum, trygging- argjaldi launa, olíu- gjöldum og bifreiða- gjöldum falla niður ef um almennings- samgöngur er að ræða. 3. Ríkisvaldið (sam- gönguyfirvöld) setji markmið um að almenningssamgöngur og leigubílar hafi forgang í umferð til að flýta fyr- ir þessum samgöngumáta. Hér er um að ræða mjög hóflegar tillögur og ágætlega rökstuddar. Meginatriðið er krafan um að rík- isvaldið gæti jafnræðis gagnvart al- menningssamgöngum hvar sem er á landinu. Staðreynd er að ríkissjóður kemur ekkert að almennings- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti hefur ríkissjóður bein- ar tekjur af rekstri Strætó bs. og áætlað er að fyrirtækið hafi greitt a.m.k. 300 millj. kr. í skatta til ríkissjóðs árið 2006. Á því ári var tap á rekstri Strætó bs. um 530 millj. kr. Þann reikning bera sveit- arfélög á höfuðborg- arsvæðinu. Umræddar tillögur miða einfald- lega að því að Strætó bs. verði búin sömu rekstrarskilyrði og öðrum almennings- samgöngum að því er varðar stofnleiðir. Við horfum til þess að rút- ur og annar ferðamáti á landsbyggðinni njóta umtalsverðs stuðnings ríkisvaldsins með skattaí- vilnun og beinum styrkjum. Þessi mismunun kom berlega í ljós þegar Strætó bs. hóf reglulegar ferðir til Akraness, en ríkið styrkir Akra- nesbæ vegna kostnaðarþátttöku bæjarins. Í Morgunblaðinu 27. júní eru þessar hóflegu og sjálfsögðu tillögur bornar undir fjármálaráðherra. Seg- ist ráðherra hafa „engar áætlanir um aðkomu að þessu málefni“ og á honum að skilja að sjálfur stöð- ugleikinn í efnahagslífinu sé í húfi. Nauðsynlegt er í þessu sambandi að minna fjármálaráðherra á tvær stefnumarkandi samþykktir sem hljóta að vera leiðarljós ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi samþykktu sjálfstæð- ismenn á glæsilegum landsfundi sín- um 12. apríl sl. ályktun um sam- göngumál. Í ályktuninni segir: „Landsfundur hvetur til þess að stutt sé við vistvænar samgöngur og ferðavenjur. Almenningssamgöngur í þéttbýli þarf að efla og ljóst er að þær njóta ekki sama stuðnings úr ríkissjóði og langferðabílar. Því þarf að breyta.“ Skýrt og greinilegt. Og áfram: „Skoðaðar verði leiðir til að efla almenningssamgöngur í sam- starfi við sveitarfélögin, svo sem með akreinum fyrir forgangs- umferð.“ Hin samþykktin sem fjár- málaráðherra þarf að rifja upp er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá 23. maí sl. Í kafla um skattaum- hverfi stendur: „Þá skal stefnt að því að umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virð- isaukaskatts, verði endurskoðað.“ Og í kafla um búsetu- og atvinnu- svæði: „Ráðist verði í stórátak í sam- göngumálum og aukin áhersla lögð á umferðaröryggi og almennings- samgöngur. Ríkisstjórnin mun beita sér sérstaklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgarsvæð- isins.“ Hófleg og sjálfsögð krafa sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu er því ekki einungis í samræmi við vilja sjálfstæðismanna, heldur einnig í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar. Ekki verður öðru trúað en að fjármálaráðherra ætli að vinna að framgangi fyrrgreindra samþykkta um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kemur með ábendingar til fjármálaráðherra »Ekki verður öðrutrúað en að fjár- málaráðherra ætli að vinna að framgangi fyrrgreindra samþykkta um eflingu almennings- samgangna á höf- uðborgarsvæðinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. KAUPFÉLAG Skagfirðinga, sem er í eigu almennra félagsmanna í Skagafirði, og stjórnendur þess, hafa á síðastliðnu ári selt meginhluta stofnfjárbréfa sinna í Sparisjóði Skaga- fjarðar út úr héraðinu. Kaupendur voru fyr- irtæki og ein- staklingar í viðskipta- lífinu, sem meðal annars tengjast Spari- sjóði Mýrasýslu og gömlu Sambandsfyr- irtækjunum. Þessir nýju stofnfjáreigendur hafa nú eignast meiri- hluta stofnfjárbréfa í sparisjóðnum okkar og stefna nú á þessum dögum, ásamt stjórn- endum Kaupfélags Skagfirðinga, að yf- irtöku sjóðsins og leggja hann niður. Ekkert er við því að segja þótt ein- staklingar selji hlut sinn úr héraði en spyrja má að því hvaða hagsmunir liggja að baki þegar Kaupfélag Skagfirðinga selur hluti sína, án þess að hafa fyrir því að bjóða stofnfjárbréfin til sölu í heimabyggð, í grasrót Kaupfélagsins sjálfs. Ég veit að ekki skortir áhuga heima fyr- ir að kaupa hluti í sjóðnum. Með því væri verið að fjölga viðskiptaaðilum og skjóta styrkari fótum undir starf- semi hans. Tillaga mín ekki tekin fyrir Það er einnig ótrúlegt að meiri- hluti stjórnar sjóðsins hafi í tvígang komið í veg fyrir að tillaga mín verði tekin fyrir á fundi stofnfjáreigenda. En hún gerir ráð fyrir aukningu stofnfjár um 200 milljónir til al- mennings í Skagafirði. Með því að hafna tillögu minni var augljóslega unnið gegn hagsmunum sparisjóðsins og Skagfirðinga. Unn- ið gegn héraðinu í heild. Sparisjóður Skagafjarðar hefur mikil sóknarfæri sem fjár- málastofnun í héraðslegri eigu. Hins vegar hefur meirihluti stjórnar sparisjóðsins unnið að því hörðum höndum að gera stöðu hans sem versta í augum almennings á op- inberum vettvangi. Haft er eftir stjórnarformanni sparisjóðsins, Ólafi Jónssyni, sem jafnframt er sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Siglfirð- inga, í Morgunblaðinu 26. júní síðastliðinn að „stjórnin telji sjóðinn ekki rekstrarhæfan í núverandi mynd, þrátt fyrir 200 milljón króna stofnfjáraukningu.“ Stofnfjáraukning heima fyrir hafi ekkert að segja og því komi til- laga mín ekki til greina. Hvað í ósköpunum er þessi maður að gera í stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar. Að sitja báðum megin við borðið Hvergi hefur annað komið fram en tillaga mín væri fyrsta skrefið til þess að gera spari- sjóðinn að öflugri fjár- málastofnun í heima- byggð. Það má velta fyrir sér hagsmunum þeirra sem sjá hag sinn í að tala Sparisjóð Skaga- fjarðar niður samtímis og verið er að leggja hann inn í annan sparisjóð, sem við- komandi er í forsvari fyrir. Rétt er að minna á að Sparisjóður Mýra- sýslu á Sparisjóð Siglufjarðar að fullu en hann á að fá okkar sjóð á silfurfati. Segja má að þarna séu sömu hagsmunaaðilar beggja vegna borðsins. Hagsmunir Skagfirðinga í húfi. Í fjölmiðlum undanfarið hefur ver- ið reynt að gera lítið úr áhrifum Kaupfélags Skagfirðinga á fram- gang mála að undanförnu. Það er aumt yfirklór, þar sem Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri K.S. og Ágúst Guðmundsson deild- arstjóri K.S. eru fulltrúar þess í stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar og ráða málum þar. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Hvað gengur þeim til? Hvað gengur mönnum til? Gísli Árnason skrifar um Sparisjóð Skagafjarðar Gísli Árnason »Með því aðhafna tillögu minni var aug- ljóslega unnið gegn hags- munum spari- sjóðsins og Skagfirðinga. Unnið gegn hér- aðinu í heild. Höfundur er stofnfjáreigandi í Sparisjóði Skagafjarðar. HÚN kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fréttin um að ákveðið hefði verið að slíta Eign- arhaldsfélagi Samvinnutrygginga og greiða 30 milljarða til fyrrum tryggingartaka félagsins. Voru þeir án efa margir sem sátu sveittir og reyndu að rifja upp hvar þeir tryggðu bíl- inn og húsið árið 1987 eða reyndu að grafa í kjallaranum eftir gömlum iðgjaldskvitt- unum. Þeir hinir sömu verða þó samkvæmt fréttum líklega að bíða fram á haust til að heyra hvort og hversu mikið þeir kunni að vinna í Samvinnu- tryggingalottóinu. Sú spurning hefur aftur á móti vaknað hvort Samvinnutryggingar séu samvinnufélag eða ekki. Ef um samvinnufélag er að ræða kann nefnilega vafi að leika á því hvort réttilega hafi verið staðið að ákvörðun um félagsslit Sam- vinnutrygginga. Samvinnutrygg- ingar voru hluti af gamla SÍS veldinu og því kann að hljóma augljóst að um samvinnufélag sé að ræða. Svo er hins vegar ekki. Samkvæmt lögum um sam- vinnufélög nr. 22/1991 eru sam- vinnufélög félög sem stofnuð eru á samvinnugrundvelli með því mark- miði að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í fé- laginu. Aðili að samvinnufélagi verða menn með greiðslu aðild- argjalds sem leggst í stofnsjóð fé- lagsins. Fjöldi félagsmanna getur því verið mismunandi og stofn- sjóður miðast ekki við fastákveðna fjárhæð. Ólíkt hlutafjáreign geta eigendur ekki selt réttindi sín í samvinnufélagi og þau erfast ekki heldur. Æðsta vald í málefnum samvinnufélags er í höndum fé- lagsfundar og þar gildir sú sér- staka regla að allir félagsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt, þó frá því megi víkja. Tryggingarfélagið Sam- vinnutryggingar var stofnað árið 1946 sem svonefnt gagnkvæmt tryggingarfélag. Samband ís- lenskra samvinnufélaga og félög innan vébanda þess lögðu fram stofnfé félagsins en vegna þess að um gagnkvæmt tryggingarfélag var að ræða voru það í raun og veru tryggingartakar hverju sinni sem töldust eigendur Sam- vinnutrygginga. Að forminu til voru Samvinnutryggingar því ekki samvinnufélag heldur gagnkvæmt tryggingarfélag er laut fyrst og fremst lögum um slíka starf- semi. Samþykktir þess greina það líka með ýmsum hætti frá samvinnufélögum. Þannig er í sam- þykktunum gert ráð fyrir því að æðsta vald í málefnum fé- lagsins sé í höndum 36 manna full- trúaráðs sem lengst- um var kosið af aðal- fundi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hvorki er því gert ráð fyrir félagsfundi líkt og í samvinnufélögum né held- ur hinum jafna atkvæðisrétti fé- lagsmanna sem telja má eitt meg- ineinkenni samvinnufélagsrekstrar. Í Sam- vinnutryggingum var heldur ekki um að ræða greiðslu aðildargjalds í stofnsjóð líkt og í samvinnu- félögum, heldur eignaraðild bund- in við tryggingartaka á hverjum tíma. Í samþykktum Sam- vinnutrygginga var jafnframt að finna sérstakt ákvæði um hvernig fara skyldi með slit félagsins. Hreinni eign félagsins skyldi þá skipt milli tryggingartaka sem síð- ustu tvö almanaksárin fyrir skipt- in tryggðu hjá því í hlutfalli við ið- gjaldsgreiðslur þeirra þau ár. Greindi rekstur Samvinnutrygg- inga sig því að verulegu leyti frá hefðbundnum rekstri samvinnu- félaga. Í lok samþykkta Samvinnu- trygginga er þó tekið fram að um þau atriði sem ákvæði samþykkt- anna taka ekki til skuli fara eftir ákvæðum laga um samvinnufélög og laga um vátryggingarstarfsemi, eftir því sem við á. Gátu stofnend- urnir því augljóslega ekki stillt sig um að leggja Samvinnutrygg- ingum sömu lífsreglur og öðrum félögum Samvinnuhreyfing- arinnar. Jafnframt skráðu for- svarsmenn þess félagið á sam- vinnufélagaskrá og er Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga skráð sem svf. í Fyr- irtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Skráning félags skiptir þó ekki sköpum um hvers kyns það telst, heldur hvernig rekstri þess hefur verið háttað í raun og veru. Hefur Hæstiréttur þannig svipt ein- staklinga því ábyrgðarskjóli sem hlutafélag veitir mönnum, ef félag hefur ekki verið rekið í reynd sem hlutafélag þrátt fyrir að vera skrásett sem slíkt. Að mati und- irritaðs voru Samvinnutryggingar G/T hvorki stofnaðar né reknar í samvinnufélagsformi og standa því ekki undir þeim heiðri sem þeim voru sýndar með skráningu á sam- vinnufélagaskrá. Samvinnufélag eða ekki sam- vinnufélag var sú spurning sem lagt var upp með. „Ekki sam- vinnufélag“ er að mati undirritaðs svarið við þeirri spurningu. Sam- vinnutryggingar voru gagnkvæmt tryggingarfélag er laut lögum um vátryggingastarfsemi og sam- þykktum félagsins. Er fram- angreindar reglur þraut bar þó samkvæmt samþykktum félagsins að taka mið af lögum um sam- vinnufélög eftir því sem við gat átt. Ákvörðun um slit Sam- vinnutrygginga var tekin með lög- mætum hætti af fulltrúaráði fé- lagsins sem æðsta valdi í málefnum þess. Hvort sá fram- kvæmdamáti á slitum félagsins sem ákveðin var með stofnun fjár- festingafélagsins Gift sé hinn eini rétti er ekki spurning sem hér var leitað svara við. Í ljósi samsetn- ingar eigna félagsins er þó vand- séð að það hafi verið gerlegt með öðrum hætti. Það sem þar hlýtur þó að skipta mestu máli er að mikilvægasta regla félagaréttar, jafnræðisreglan, verði í heiðri höfð og hagsmuna allra eigenda gætt, jafnt stórra sem smárra. Að vera eða vera ekki samvinnufélag? Sigurður R. Arnalds leitar svara við því hvort Sam- vinnutryggingar hafi verið samvinnufélag eða ekki. Sigurður R. Arnalds » Að mati undirritaðsvoru Samvinnu- tryggingar G/T hvorki stofnaðar né reknar í samvinnufélags- formi … Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við Háskólann Bifröst. Kristinn Pétursson | 5. júlí Nóg komið af tilrauna- starfsemi með þorsk- stofninn SÍÐUSTU 10 ár, 1995- 2005, hefur verið farið 94,5% að tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Frávik er ekki nema 5,5%, sem telst innan skekkjumarka miðað við nákvæmni ganga Hafró. Frávikið er 126 þús- und tonn af þorski, sem er ekki nema 12.600 tonn árlega að með- alatali. Þetta telst að fara 100% eftir ráðgjöfinni – tölfræðilega séð. Á þessum 10 árum hefur Hafrann- sóknastofnun beitt röngu fráviks- mati árlega, „árlegt endurmat“. Þá er eldri stofnstærðum þorsks breytt aftur í tímann – í stað þess að við- urkenna hækkaðan dánarstuðul þorsks, sem er áætlaður 18% í gögn- um ráðgjafa en 28% að meðaltali í raun þessi 10 ár. Meira: kristinnp.blog.is NETGREINAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.