Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 27
MINNINGAR
MEÐ þessum línum lýsi ég, ein-
lægur Þórsari, yfir sérstakri ánægju
með samkomulag sem stjórn félags-
ins og bæjaryfirvöld skrifuðu undir
á dögunum um upp-
byggingu íþróttasvæð-
is félagsins. Ég hika
ekki við að fullyrða að
þetta samkomulag
verður talið einn merk-
asti viðburður í sögu
Þórs. Með því er lagð-
ur grunnur að glæsi-
legri aðstöðu fyrir fjöl-
breytt íþrótta- og
tómstundastarf á veg-
um félagsins. Margar
íþróttagreinar fá þar
fyrsta flokks aðstæður
svo sem frjálsar íþrótt-
ir, knattleikir innan-
húss og utan, sund og
almenningsíþróttir
hverskonar. Allt mynd-
ar þetta glæsilega
heild sem verður félag-
inu og bæjarbúum til
gæfu og sóma.
Þegar félagið verður
eitt hundrað ára eftir
átta ár, munum við
Þórsarar og gestir
okkar fagna þeim tímamótum á
glæsilegasta íþrótta- og tóm-
stundasvæði landsins. Þá minnumst
við þess að þar var haldið Landsmót
UMFÍ árið 2009, sem bar hróður fé-
lagsins og bæjarins um víðan völl og
vakti jafnframt athygli á jákvæðu og
markvissu starfi Þórs fyrir unga og
aldna. Þá mun félagssvæðið þegar
hafa laðað að sér alla aldurshópa til
heilbrigðrar og uppbyggjandi lík-
amsræktar og þeirrar andlegu örv-
unar sem henni fylgir. Því munum
við stolt geta haldið
upp á aldarafmælið og
horft björtum augum
til framtíðar.
Það er því morg-
unljóst að með und-
irritun áðurgreinds
samnings var stigið
mikilvægt skref sem
ástæða er til að þakka
bæði stjórn Þórs og
bæjaryfirvöldum fyrir.
Auðvitað má finna að
einu og öðru og ekki er
allt í hendi. En látum
það ekki villa okkur
sýn því vandamál eru
ekki til að gleyma sér í
þeim heldur til eyða
þeim í uppbyggjandi
samstarfi. Aðalatriðið
er að búið er að varða
veginn sem mun verða
okkur Þorpurum og
bæjarbúum öllum til
farsældar.
Að lokum vil ég einn-
ig óska vinum okkar í
KA til hamingju með sinn samning
og velfarnaðar við að byggja upp sitt
íþrótta- og tómstundasvæði.
Merkur viðburður
í sögu Þórs
Ragnar Sverrisson þakkar
samkomulag um uppbyggingu
íþróttasvæðis Þórs á Akureyri
»… með und-irritun áð-
urgreinds
samnings var
stigið mikilvægt
skref sem
ástæða er til að
þakka …
Ragnar Sverrisson
Höfundur er félagsmaður í Þór.
ÞAÐ var athyglisvert viðtal í
Kastljósi á föstudaginn, þá fékk
alþjóð loks að sjá og heyra hvaða
mann Tryggvi Jónsson, fyrrum að-
stoðarforstjóri Baugs Group, hefur
að geyma.
Hann hefur lengst af haldið sig
til hlés og skotið úr launsátri á
mig og alla þá sem reynt hafa að
aðstoða mig við að
koma mínum sjón-
armiðum á framfæri,
vegna vanefnda
Baugsmanna við mig
og mitt fyrirtæki,
Nordica, Inc.
Það er hinsvegar
rétt hjá þér, Tryggvi,
að maður stofnar ekki
til málaferla nema
hafa augljósar van-
efndar kröfur á hend-
ur þeim aðila sem
maður fer í mál við. Í
þessu tilfelli hafði ég
kröfur á hendur
Baugi. Ég veit ekki betur en að
útkoman úr þeim málaferlum hafi
verið viðurkenning og greiðsla frá
Baugi til Nordica, Inc., þvert ofan
í kenningar þínar um að Nordica
hafi skuldað Baugi kreditreikning-
inn tilhæfislausa. Ekki kom fram
af hálfu Baugs krafa um greiðslu á
þessum margumtalaða, tilhæfu-
lausa kreditreikningi, enda ekkert
á bak við þann reikning, eins og
þú veist. Ekkert nema bókhalds-
fals þitt, sem einnig mátti rekja til
samskonar reiknings sem forstjóri
SMS í Færeyjum viðurkenndi að
hafa falsað fyrir þig. Ekki var
hann dæmdur! Þetta var allt
svindl ykkar Jóns Ásgeirs til þess
eins að rétta við bókhald Baugs og
bjarga bréfum Baugs frá hruni.
Þú veist að sala og tekjur Baugs
voru langt undir væntingum mark-
aðarins og langt undir því sem þú
og stjórn Baugs höfðu tilkynnt í
Kauphöll Íslands á þessum tíma.
Talandi um tölvupósta, Tryggvi
Jónsson! Mér þykir það skondið
að þú talir um tölvupósta. Ég ætti
kannski að opinbera nokkra sem
fóru á milli þín og „litlu stúlk-
unnar með eldspýturnar“ (Lindu
Jóhannsdóttur, fjármálastjóra
Baugs, póstur 23. janúar 2001).
Tryggvi, ég held þú sért á hálum
ís að tala um tölvupósta annarra.
Þú fékkst 12 mánaða dóm í ný-
felldum dómi Héraðsdóms. Það
hafði ekkert að gera með pólitík
eða stolin tölvugögn sem slitin
voru úr samhengi,
heldur það, að þið
Baugsmenn eruð
óheiðarlegir í við-
skiptum.
Ég held að stjórn
Baugs ætti heldur að
þakka Davíð Oddssyni
fyrir að ekki fór verr.
Það var hann sem
varaði Hrein Loftsson
við að menn hefðu
áhyggjur af samráði
og einokun á mat-
vörumarkaðinum á Ís-
landi, enda, eins og þú
veist, eftir komu
Hreins frá London var öll yf-
irstjórn Baugs kölluð saman á
fund til að fara yfir tölvusamskipti
framkvæmdastjóra fyrirtækja
Baugs á þessum tíma.
Sú hreinsun hafði alls ekkert að
gera með mig eða mitt fyritæki,
Nordica, Inc.
Tryggvi, til að skerpa minni þitt
þá ættir þú kannski að lesa allar
bókanirnar frá stjórnarfundum
Baugs eftir komu Hreins frá
London á þessum tíma en ekki
bara það sem hentar þér.
Þú talar um ofsóknir gegn ykk-
ur. Ég held að þú og Baugsmenn
ættuð að líta í eigin barm þegar
þið talið um ofsóknir, þær hamfar-
ir sem gengu yfir hér í bandarísku
réttarkerfi á hendur mér og mínu
fyrirtæki voru þvílíkar að orð geta
vart lýst því, með lögmenn frá
fimm lögfræðistofum í þremur
fylkjum, að ógleymdum einka-
spæjara.
Skilaboðin voru skýr í tölvu-
póstum frá Jóni Ásgeiri til lög-
manns síns í New York. „I dońt
care how much it́s going to cost, I
want him finished.“
Eftir tugi milljóna í lög-
fræðikostnað Baugsmanna sá
dómskerfið hér í Bandaríkjunum í
gegnum alla þá lygi og þvælu sem
þið Baugsmenn höfðuð uppi. Og
var ykkar málum endurtekið vísað
frá. Við vitum hvernig þau mála-
ferli enduðu, ekki satt?
Fjölmiðlar á Íslandi gleymdu
sér á þeirri vakt en skjölin liggja
fyrir.
Tryggvi Jónsson, það er ekki
rétt hjá þér að ég hafi borið
ábyrgð á bókhaldi þínu með korti
Nordica, Inc. Það var aldrei í mín-
um verkahring að sundurliða þína
persónulega reikninga. Þú einn
notaðir það kort og veist hvaða út-
gjöld voru á því. Þín fyrirmæli
voru skýr. Textinn kom frá þér og
allt samþykkt af þér. Þetta mun
allt koma í ljós þegar ég birti op-
inberlega gögn úr málinu.
Í Kastljósi á gúmískóm
Jón Gerald Sullenberger skrif-
ar bréf til Tryggva Jónssonar »Ég held að þú og Baugsmenn
ættuð að líta í eigin
barm þegar þið talið
um ofsóknir …
Jón Gerald
Sullenberger
Höfundur er framkvæmdastjóri
Nordica, Inc.
✝ Hreinn Helga-son fæddist á
Húsabakka í Að-
aldal í S-Þing. 9.
apríl 1926. Hann
lést á Landakoti 27.
júní síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Helga
Kristjánssonar og
Þuríðar Sigtryggs-
dóttur, en fór í
fóstur til Jónasar
Péturssonar og
Sigríðar Sigtryggs-
dóttur á Húsavík
og ólst þar upp.
Systir Hreins er Sigríður
Helgadóttir.
Hinn 1. janúar 1951 kvæntist
Hreinn Steinunni Ágústu Ólafs-
dóttur, f. 8. nóvember 1932, d.
8. ágúst 2000. Synir þeirra eru:
1) Jónas Sigurður, f. 2. apríl
1951, kvæntur Valdísi Odd-
geirsdóttur, f. 21. janúar 1949,
sonur þeirra er Steinar Hreinn,
f. 20. júní 1985. Fósturdætur
Jónasar eru Guð-
rún, f. 17. sept-
ember 1968, Ása,
f. 22. júní 1972,
og Kristjana, f.
18. júní 1974. 2)
Ólafur Helgi, f. 2.
nóvember 1963,
sambýliskona
Helga Þormóðs-
dóttir, f. 17. júní
1959, sonur
þeirra er Elmar
Helgi, f. 29. des-
ember 1993. Fóst-
urbörn Ólafs eru
Bjarki Þór, f. 15.
apríl 1976, og Kristín Ýr, f. 2.
júní 1983.
Hreinn og Steinunn bjuggu á
Raufarhöfn til ársins 1974 og
fluttust þau þá til Reykjavíkur.
Hreinn var lengst af banka-
maður og starfaði hjá Lands-
banka Íslands.
Útför Hreins fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mig langar til að minnast afa
míns með nokkrum orðum. Það var
alltaf gott að koma til afa og ömmu
í heimsókn. Þau tóku alltaf fagn-
andi á móti mér og ein af fyrstu
minningum mínum er þegar ég að
labba niður í kjallara að ná mér í ís
sem var alltaf passað vel upp á að
væri til handa mér.
Afi var mikill kvikmyndaáhuga-
maður og fórum við oft saman í bíó,
ég, afi og pabbi. Þessar ferðir voru
skemmtilegar og lifa vel í minning-
unni. Stundum hringdi ég í afa eða
labbaði til hans og endaði svo dag-
urinn oft með bíóferð eða með aur í
vasanum. Ég er þakklátur fyrir
þann tíma sem við afi áttum saman
og allar góðu minningarnar sem ég
á um hann.
Elsku afi Hreinn og amma Stein-
unn, nú eruð þið saman á ný.
Steinar Hreinn Jónasson.
Fyrstu kynni okkar systranna af
honum Hreini okkar voru þegar
mamma kynntist Jónasi fóstur-
pabba og hóf með honum sambúð.
Ég yngst 5 ára, Ása 7 ára og Guð-
rún 11 ára. Við sem litlar hnátur
vorum teknar strax upp á arma
þeirra beggja, Hreins og Steinunn-
ar, alveg frá byrjun eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Það var alltaf gott að koma til
þeirra, það var dekrað við okkur og
okkur sýnd ást og umhyggja.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar við hugsum til
baka, margt er minnisstæðara en
annað en þá er okkur minnisstæð-
ast þegar við heimsóttum hann í
vinnuna í Landsbankann. Þar stóð
hann virðulegur í vesti með stóran
peningaskáp bak við sig. Okkur
fannst svo spennandi að vita til
þess að hann stjórnaði öllu út-
streymi frá þessum stóra skáp. Og
ekki vantaði brosið sem hann gaf
okkur systrunum.
Þegar við heimsóttum Hrein og
Steinunni var okkur ávallt vel tek-
ið, iðulega sat Hreinn í stólnum
sínum, hlustaði á útvarpið og las
blöðin. Þetta var hans stund sem
við virtum. Eftir það kom hann og
spjallaði við okkur um heima og
geima. Steinunn var iðulega alveg
á fullu að sinna okkur. Eftir að við
urðum fullorðnar og eignuðumst
okkar eigin börn var þeim öllum
tekið jafnvel og okkur systrunum.
Hreinn hafði einstaklega gaman af
öllum þessum strákahóp. Í seinni
tíð fannst honum gaman að gefa
þeim jólagjafir og afmælisgjafir,
sem iðulega höfðu að geyma góðar
myndir til að horfa á í sjónvarpi.
Þrátt fyrir veikindi hjá þeim báð-
um vantaði aldrei samheldnina og
væntumþykjuna sem þau sýndu
okkur. Við erum eilíflega þakklátar
fyrir að hafa fengið að hafa Hrein
og Steinunni hjá okkur og megi
Guð geyma ykkur. Elsku Jónas og
Óli, við sendum ykkur samúðar-
kveðjur.
Guðrún Pálína, Ása
og Kristjana.
Hreinn Helgason
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2,
110 Reykjavík
Bréf til blaðsins | mbl.is
Sumarið er tíminn! Sumarið er tími
tækifæra til að njóta svo margs. All-
an veturinn bíðum við eftir góða
veðrinu og löngum dögum og sum-
arnóttum. En þessi tími líður alltaf
ótrúlega hratt. Það er því mikilvægt
að staldra við og ákveða hvernig við
nýtum þennan dýrmæta tíma.
Við foreldrar njótum þeirra for-
réttinda að bera ábyrgð á börnunum
okkar a.m.k. þar til þau eru 18 ára
gömul. Við höfum þennan tíma til að
njóta samverustunda, fylgjast með
þroska þeirra, leiðbeina þeim og
miðla gildum. Þessi tími kemur ekki
aftur, hann verður ekki endurtekinn
og ekki settur í bið. Það er ekki eftir
neinu að bíða, grípum tækifærið!
Mikilvægi samverustunda fjöl-
skyldunnar fyrir þroska barna og
vellíðan er óumdeilt. Þau börn sem
fá mikinn stuðning frá fjölskyldunni,
eru undir virku eftirliti foreldra og
verja miklum tíma með þeim líður
betur, þeim gengur betur í skóla og
neyta síður áfengis og annarra vímu-
efna.
Börn og unglingar vilja verja
meiri tíma með foreldrum sínum en
þau eiga kost á í dag. Sumarið er
tími tækifæra fyrir foreldra til að
bæta um betur og safna góðum
minningum með börnum sínum.
Sundferðir, samtöl, að borða saman,
spila, ferðast saman og bara hanga
saman, allt skiptir máli. Það skiptir
máli að slaka á og njóta stund-
arinnar. Það þarf ekki alltaf að
skipuleggja allt í smáatriðum, alltaf.
Stundum detta frábær tækifæri til
samveru í fangið á okkur, þá er gott
að geta gripið!
BERGÞÓRA VALSDÓTTIR
fulltrúi SAMFOK
í SAMAN-hópnum.
Sumarið
og tæki-
færin
Frá Bergþóru Valsdóttur
✝
Móðursystir mín,
HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Gufuá,
sem andaðist á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi,
sunnudaginn 1. júlí, verður jarðsungin frá
Stafholtskirkju, föstudaginn 6. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Skúli Guðmundsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
mágur, barnabarn og tengdasonur,
MARKÚS SÆVAR GÍSLASON,
Háholti 5,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
miðvikudaginn 4. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Svava Óskarsdóttir,
Óskar Bjarmi Markússon,
Gísli Sigurjónsson, Jóhanna H. Bjarnadóttir,
Sæmundur H. Gíslason, Anna Lilja Sigurðardóttir,
Sigurjón Már Birgisson, Lilja Hjaltadóttir,
Sigurjón K. Níelsen, Elín Sæmundsdóttir,
Óskar Jóhannesson, Sigrún Ingólfsdóttir
og fjölskyldur.