Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 28

Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sverrir Norlandfæddist í Ha- ramsöy í Noregi 8. janúar 1927. Hann lést 26. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Jó- hannesson Norland, héraðslæknir í Nor- egi, f. í Hindisvík á Vatnsnesi 21. des. 1887, d. 17. febr. 1939, og Þórleif Pétursdóttir Nor- land, fulltrúi hjá Ríkisútvarpinu, f. á Gautlöndum í Mývatnssveit 29. nóv. 1894, d. 12. nóv. 1974. Sverr- ir var yngstur fjögurra systkina. Hin eru Gunnar mennta- skólakennari, f. 6. jan. 1923, d. 7. maí 1970; Agnar skipaverkfræð- ingur, f. 16. apríl 1924; og stúlka, f. 16. apríl 1924, d. 23. apríl 1924. 23. ágúst 1952 kvæntist Sverrir Margréti Þorbjörgu Vilhjálmsson Norland, f. í Edinborg á Skotlandi 29. júlí 1929. Foreldrar hennar voru Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. ann 1953-1954. Árið 1954 hóf hann störf sem verkfræðingur hjá Paul Smith. 1956 breyttist fyr- irtækið í Smith & Norland hf. og starfaði Sverrir þar sem forstjóri til dauðadags. Sverrir var virkur í fé- lagsmálum og sinnti ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann var formaður Stéttarfélags verk- fræðinga 1953 og RVFÍ 1964- 1965, sat í stjórn BHM 1962-1966, í stjórn Verkfræðingafélags Ís- lands 1973 og var varaformaður 1974. Hann sat í stjórn Félags raf- tækjaheildsala frá 1959, og var formaður 1967-1976. Hann sat í stjórn Verslunarráðs Íslands 1967-1974, Félags íslenskra stór- kaupmanna 1970-1971, og var varaformaður 1971-1974. Hann var einnig í stjórn Versl- unarbanka Íslands 1974-1980, for- maður bankaráðs 1980-1984, próf- dómari við Háskóla Íslands 1973-1977, og í stjórn Rót- arýklúbbsins Reykjavík – Aust- urbær 1985-1988, forseti 1986- 1987. Auk þess var Sverrir í ráð- gjafarhópi verkfræðideildar Háskóla Íslands (Senati) frá 1994. Útför Sverris verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 11. júní 1891, d. 26. sept. 1965, og Kristín Thors, f. 16. febrúar 1899, d. 27. júlí 1972. Sverrir og Margrét eignuðust þrjú börn, sem eru: 1) Kristín, f. 1953. 2) Jón, f. 1957, kvæntur Sigríði L. Signarsdóttur, f. 1961. Börn þeirra eru Sverrir, f. 1986, Kristján, f. 1992, og Guðmundur Óli, f. 1993. 3) Halla, f. 1965, í sambúð með Valdimari Sigurðssyni, f. 1966. Börn þeirra eru Margrét Halla, f. 1995, og Lárus Thor, f. 2001. Sverrir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Hann lauk síðan BS-prófi í rafeindaverkfræði frá Massachu- setts Institute of Technology í Boston í Bandaríkjunum 1950. Að loknu námi starfaði Sverrir sem verkfræðingur í radíódeild Póst- og símamálastjórnar til árs- ins 1954. Hann starfaði einnig sem kennari við Loftskeytaskól- Sannur heiðursmaður er fallinn frá. Tengdafaðir minn og afi þriggja sona minna. Faðir mannsins míns og nánasti starfsfélagi. Missirinn er mikill og sorgin stór. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast eiginmanni mínum, Jóni Nor- land, á haustdögum 1982. Mér var strax tekið opnum örmum í tengda- fjölskyldunni. Minnisstæður er dag- urinn þegar ég hitti þau fyrst. Mér var þá boðið í sunnudagsmáltíð fjöl- skyldunnar. Móttökurnar voru eins og um tiginn gest væri að ræða. Margrét nostraði við matargerðina í eldhúsinu en Sverrir bauð mér inn á kontór. Þar var spjallað og talið barst að ljóðlist. Kom strax í ljós að skáldið Hannes Pétursson var hon- um sérlega kært og vék hann sér- staklega að bókinni, Heimkynni við sjó, sem þá var nýlega komin út. Það var gott að koma inn í þessa sam- heldnu og kærleiksríku fjölskyldu. Systurnar eru tvær, Kristín og Halla, báðar yndislegar manneskj- ur. Stærsta lán Sverris í lífinu var að kynnast og kvænast henni Margréti, tengdamóður minni, en þau giftu sig árið 1952. Margrét var í senn perlan og kletturinn í lífi hans. Sverrir var fagurkeri og hefur hann vafalítið heillast af fegurð hennar, jafnt innri sem ytri. Sverrir var einstaklega traustur og heiðarlegur maður, örlátur, rétt- sýnn og hjartahlýr. Heilbrigða skynsemi hafði hann í ríkum mæli. Hann var afburða greindur, vel les- inn og hafði skoðun og áhuga á flestu milli himins og jarðar. Hann hafði gaman af að dunda í garðinum sín- um og ósjaldan sýndi hann mér túl- ípanana sína og annan fallegan gróð- ur, því að allt dafnaði vel sem hann hlúði að. Þar sem ég sit og skrifa þessar línur koma nú margar og bjartar minningar upp í huga minn; afi að syngja lagið sitt fyrir ungan dreng og sýna honum málverkin á veggj- unum; við öll á Sunnuveginum að borða eða skrafa saman í eldhúsinu og koníaksstofunni. Fagurblá augu afa lýsa upp brosmilt og útitekið andlit hans þegar við hlæjum. Ég minnist allra göngutúranna okkar niður í „heiminn“ í Laugardalnum. Ferðanna í sumarbústaðinn í Borg- arfirðinum. Árlegra helgarferða okkar síðustu árin út á land á sumr- in. Svo veifar afi okkur og „ýtir bíln- um“ þegar við kveðjumst. Sverrir afi var einstakur maður og eru það forréttindi mín í lífinu að hafa fengið að kynnast honum og eiga með honum margar dýrmætar stundir. Þær ber að þakka. Ég vildi svo sannarlega að þær hefðu getað orðið fleiri og einhvern veginn finnst mér að maður eins og Sverrir eigi „alltaf að vera til“ því að hann auðg- aði þennan heim svo sannarlega. Hann var mér að mörgu leyti sem faðir en sjálf missti ég föður minn ung að árum eða fjögurra ára gömul. Elsku Sverrir, hafðu þökk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Ég kveð þig með söknuði. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr – þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson.) Þín tengdadóttir, Sigríður. Svona er hann: stendur úti í garði, klæddur vínrauðri pólópeysu og mjúkum stífpressuðum terlínbuxum með uppábroti, gránað hárið greitt í snyrtilegan sveig, – það hefur þynnst en er þrautseigt eins og eigandinn, – hann rakar saman laufi, eða dregur til sín golfbolta með wedge-járni, eða dyttar að túlípönunum við bílhlaðið; séntilmannlegur, Humphrey Bogart- legur (sígarettan reyndar horfin úr munnvikinu, hann rifjar daginn oft upp: Það var fyrir tuttugu og fimm árum …); hann er huggulegur og sérlega vel til fara eins og alltaf, jafn- vel moldin verður þrifaleg og pen í kringum hann; axlirnar síga dulítið; hann hreyfir sig hægt en örugglega þegar við rennum í hlaðið, svo réttir hann út litlafingri og segir: Jess, sör. Og þegar eitthvert okkar ber honum spennandi tíðindi bætir hann við: Hólí smók! Við stígum með honum inn, stöldr- um þó ekki lengi við því ég og afi ætl- um í göngutúr, við stefnum á Laug- ardalinn, það er allur heimurinn! Og ég er bara þriggja, fjögurra ára: Í heiminum eru indjánar og birnir og bófar. En þegar við leggjum í hann uppgötvum við okkur til skelfingar að vinnumenn hafa reist hræðilega girðingu og lokað fyrir gönguleiðina okkar. Nú eru góð ráð dýr: Gamma mennina! Gamma mennina! æpi ég örvæntingarfullur og hleyp í til- gangslausa hringi: Þeir eru búnir að gemma heiminn! – ég er í vígahug: Loks hrópa ég að afa: Við verðum að klotra yfir grindverkið! (Mér finnst enn í dag fullkomlega eðlilegt að klotra yfir hluti.) Afa líst hinsvegar ekkert á klotrið; hann er ráðagóður og kænn og vísar mér á nýja leið. Svo snúum við aftur heim og ég er enn uppveðraður og sármóðgaður út í þessa ósvífnu vinnumenn! – En sko aldeilis sammála afa um hvað þreytt- um ferðalöngum sem snúa aftur eftir ævintýri finnst best að borða: sveskjugraut! Viljum við: sveskju- graut! Og hananú! Svona rötum við í ævintýri. Og hann gefur mér fyrstu hljóð- færin, xýlófón, flautu, munnhörpu, smíðar fyrir mig skjöld og sverð; við siglum glæsilegum smábátum um tjarnirnar í heiminum og ræðum málin: spjöllum um fótbolta, seinna skeggræðum við um bókmenntir og ljóðlist og kryfjum trúmálin (okkur finnst margt gott í Kóraninum en einnig margt slæmt); við tölum um djass og hörmum örlög popptónlist- arinnar og furðum okkur margoft á hlutskipti þýsku þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Stund- um ræðum við stjórnmál ef við erum í stuði. Við skröfum um daginn og veginn. Og þó svo að við heitum sama nafni erum við ekki alltaf sammála. En við erum oft sammála, og ekki bara um ágæti sveskjugrauta. Okkur finnst jólakökur líka góðar. Guð blessi þig, afi minn. Ef allir menn væru jafngóðhjartaðir og skynsamir og þú væri heimurinn fal- legri og betri staður, – svona eins og heimurinn þinn og minn. Þinn nafni, Sverrir Norland. Afi var sannarlega góður og skemmtilegur maður. Hann var ávallt tilbúinn að gera eitthvað fyrir okkur. Hvort sem það var að sækja í jazzballett, aðstoða við heimanám, semja ljóð eða tónlist, kenna stafina eða bara fræða okkur um heiminn. Við eigum minningar í hundraðatali og það er ástæða til að gleðjast yfir því. Afi spilaði golf. Hann kenndi okkur krökkunum nokkra takta og þrátt fyrir Tiger Woods þá var afi alltaf bestur. Afi var góð fyrirmynd. Hann kunni svo margt, var heiðarlegur, hjálp- samur og mikill vinur okkar. Þegar einhver hlutur brotnaði eða varð fyr- ir óhappi þá var það næsta víst að afi gat lagað hann. Það er auðvitað erfitt að missa ein- hvern en það er allt í lagi að gráta því eins og presturinn sagði þá eru tárin tákn um þakkir. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera með afa og læra af honum. Og þó afi sé farinn til Guðs þá er hann alltaf með okkur. Við endum þessa kveðju með ljóði sem Margrét Halla og afi sömdu í sameiningu: Ekki allt svo auðvelt er en alltaf má nú reyna. Alltaf kemur eitthvað og fer því er ekki að leyna. Blessuð sé minning afa, Margrét Halla og Lárus Thor. Frá fyrstu atvikum í kynnum okk- ar fannst mér handtak Sverris hlýtt og traust og var svo áfram þá hálfu öld sem vinátta okkar stóð með mág- semd. Og það sagði mér sitthvað um mannkosti Sverris djúprætta í gild- um sem hann hafði tileinkað sér úr fornum arfi með hugsjón um mann- gildi og meðfæddri prúðmennsku. Hann vandaði sig í viðhorfum og öllu fari, var sómamaður og öðlingur, far- sæll og manna örlátastur. Ég man ekki til þess að okkur hafi nokkurn tímann orðið sundurorða þó að við hefðum ólík viðhorf að mörgu leyti. Honum var gjarnt að vera með spaugsyrði á vör og hann hafði gam- an af að vitna fundvís í ljóð sem ég hafði ort, ekki sízt á ensku sem var mér alltaf til jafn mikillar gleði. Enda þótt Sverrir hefði yndi af rökræðum um ólík viðhorf sótti hann fremur á þau mið þar sem hann fann meiri íþróttamenn í rökræðum í fjöl- skylduboðum, einkum syni mína. Gagnvart mér var hann umburðar- lyndur, og kannski í mesta lagi að bryddaði á blíðlegri kerskni. Sverrir hafði ást á bókmenntum, ekki sízt þýzkri klassík og rómantík og ég held hann hafi gripið til eigin nota margt drjúgt frá sjálfum Shake- speare. Sverrir var hámenntaður raunvís- indamaður með áherslu á rafeinda- fræði frá þeim nafntogaða MIT há- skóla í Bandaríkjunum; en hitt var nærtækara fyrir mig að meta hversu mikill fagurkeri hann var í athöfnum sínum. Það birtizt í alúð við að rækta garðinn sinn, láta blóm njóta sín og gróður og það birtizt líka í umgengni við fólk; og fyrirtæki sitt rak hann með sams konar fegurðarskyni og sköpunarþrá. Þegar maður kemur í hin fögru húsakynni Smith og Norland finnur maður að þar ríkir sérstakur andi, virðing, og útsjónarsemi að haga öllu þannig að þeim sem vinna þar geti liðið og farnast vel, og vekja góðar hugsanir með gestum. Sverrir var músíknæmur maður og hafði áhuga á myndlist eins og sést bæði í fyrirtækinu og heimili þeirra Margrétar systur minnar og hans. Sverrir lagði sig í líma að búa sem bezt í haginn fyrir sína nánustu og alla tíð fyrir drottningu lífs síns Mar- gréti systur mína og síðan þann fagra ættarlegg sem frá þeim er sprottinn. Þau voru samtaka í rausn og risnu og þeim var eðlilegt að láta öðrum líða vel í húsakynnum sínum, var hugleikið að rækta og skapa sem beztar aðstæður að atgervi allra mætti njóta sín. Mig grunar að margir eigi Sverri mikið að þakka án þess að hann hirti um að láta það vitnazt; ég veit að hann naut virðingar meðal samherja sinna í viðskiptum og keppinauta líka. Sár er söknuður eftir slíkan mann en hitt er þó líkn og örvun þeim sem hafa notið hans að finna nú ang- an minninganna með hvata til eftir- breytni. Thor Vilhjálmsson. Líður dagur, líður nótt, mánuður, svo líða áratugir og það kemur að því á ævi manns að vinir, sem á þessu ferli hafa verið nánir, heltast úr lest- inni. Sæti sem voru vel setin af góðu fólki verða auðir stólar. Minning ein. Mágur minn, Sverrir Norland verkfræðingur, lést á Landspítalan- um þriðjudaginn 26. júní sl. eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann hafði fyrir þá legu ekki gengið heill til skógar um nokkurt skeið. Sverrir útskrifaðist sem stúdent frá Mennntaskólanum í Reykjavík ásamt eldri systur minni, Helgu, á hundrað ára afmæli skólans árið 1946. Síðan fór hann til náms við MIT-háskólann í rafmagnsverk- fræði. Naut hann þar stuðnings móð- ur sinnar, hinnar merku konu, Þór- leifar Norland. Er heim kom að loknu námi starfaði Sverrir um nokk- urt skeið sem verkfræðingur hjá Landsíma Íslands en réð sig síðar til fyrirtækis Pauls Smith sem var norskur verkfræðingur, búsettur hér og rak hér fyrirtæki sem hafði um- boð fyrir ýmis erlend fyrirtæki. Af þeim er hér kunnastur rafmagnsris- inn Siemens. Skömmu eftir heimkomuna kynnt- ust þau Margrét, yngri systir mín, og Sverrir og felldu hugi saman. Við Lillý, kærastan mín, áttum margar góðar stundir með þeim. Reykjavík var mjög skemmtileg á þessum tíma, viðráðanleg og flest andlit götunnar kunnug. Þessi kvartett átti góða daga og vináttan var traust og kvart- ettinn entist æ síðan. Margrét og Sverrir giftu sig og stofnuðu heimili á Egilsgötu 10 og þar fæddist Kristín, fyrsta barn þeirra, og síðar Jón. Góð samvinna var milli Pauls Smith og hins unga verkfræðings og reyndar mikil vin- átta. Mál æxluðust svo að Sverrir gat keypt fyrirtæki Pauls Smith og hefur það síðan verið rekið sem fjölskyldu- fyrirtækið Smith og Norland hf. en það er rómað fyrir góða þjónustu og góða vöru. Með honum í rekstrinum störfuðu tvö barna hans og Mar- grétar, Jón og Halla. Smith og Nor- land hf. er að sumu leyti einstakt fyr- irtæki utan óróa Kauphallar. Starfsfólk og eigendur virðast manni vera bundin tryggðaböndum og er þar systir mín, Margrét, aldrei fjarri með sinn yndisþokka. Sverrir byggði þessari „ytri fjölskyldu“ sinni glæsi- legt hús sem vinnustað við Nóatún og vann arkitektinn, Jón Haralds, úr mörgum glæsilegum hugmyndum Sverris. Er Sverri óx fiskur um hrygg fjárhagslega byggði hann ásamt öðrum verkfræðingum fjög- urra raðhúsa röð við Ljósheima. Enn var stofnað til innilegrar vináttu og tryggðabanda. Halla, yngsta barn Margrétar og Sverris, fæddist í Ljósheimum 7. Kristín er nú kennari við Verslunarskólann en Jón og Halla starfa við fyrirtækið, eins og áður segir. Öll þrjú eru systkinin góðum kostum búin. Sverrir og Mar- grét keyptu árið 1987 húsið á Sunnu- flöt 5 og bjuggu sér þar glæsilegt heimili. Voru þau þar sem fyrr höfð- ingjar heim að sækja og fóru gestir þaðan að jafnaði mettir og glaðir. Garð sinn þar prýddi Sverrir blóm- um sem voru augnayndi. Sverrir var mjög traustur maður í starfi sem utan. Hann var einlægur og góður vinur. Hann var góður drengur. Sverrir var áhugamaður um tónlist og lék á árum fyrr sér til ánægju á klarinettu. Hann orkti ljóð en flíkaði ekki. Golf stundaði hann af kappi. Upphaf þess sagði hann vera: Sá sem þetta ritar spurði hann eitt sinn hvort hann vildi ekki koma með sér upp í Grafarholt og kynnast golfi. Viðbrögð Sverris voru sem fleiri við slíkum uppástungum: Ég nenni ekki að elta hvítar kúlur. Varð þó úr þess- ari kennsluferð og skyldi kennarinn sýna honum grip og sveiflu íþrótt- arinnar. Eftir ferðina sagði Sverrir: Ég mátti hafa mig allan við að forð- ast kylfur kennarans. En þá þegar tók hann bakteríuna, stundaði íþrótt- ina meðan heilsan leyfði og varð góð- ur golfari. Varð það honum léttir eft- ir amstur dagsins að slá hvíta bolta á grænum brautum. Við Lillý söknum Sverris, góðs vinar og drenglundaðs manns. Við vottum Margréti, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Kær föðurbróðir, mágur og vinur er fallinn frá. Í huga okkar ríkir söknuður, en jafnframt gleði yfir því að hafa átt samleið með þessum góða og merka manni. Með nokkrum fá- tæklegum orðum langar okkur að minnast hans og þakka honum fyrir allt sem hann var okkur og fjölskyld- um okkar. Sverrir var ætíð til staðar fyrir okkur systurnar, ef á þurfti að halda og tók þátt í gleði okkar og sorgum ásamt sinni góðu fjölskyldu. Traustari og gegnheilli frænda er vart hægt að hugsa sér. Hann rækt- aði frændsemina og vináttuna svo lengi sem hann lifði og sýndi okkur ætíð mikinn kærleika og hlýju sem við þökkum af alhug. Margrét kona hans og börnin hans þrjú, þau Krist- ín, Jón og Halla og barnabörnin sjá nú eftir yndislegum eiginmanni, föð- ur og afa. Samband þeirra hjóna og barna þeirra var einstakt, fallegt og kærleiksríkt, svo eftir var tekið. Með virðingu og þakklæti kveðjum við okkar góða frænda og sendum Margréti og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ljúf minning lifir. Anna og Helga Norland og fjölskyldur. Mig langar til að kveðja með nokkrum orðum frænda minn og vin Sverri Norland og jafnframt enn einn af „sumardrengjunum“ mínum, sem ég svo kalla. Þeir voru yfirleitt náfrændur föður míns á Gautlöndum í Mývatnssveit og þangað sendir á Sverrir Norland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.