Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 29 sumrin til viðkynningar við annars- konar mannlíf og störf en í borgum og bæjum. Þeir dvöldu þar mörg sumur, misjafnlega mörg þó. Þeir eignuðust heimilið og heimilisfólkið og við eignuðumst þá. Slík eigna- tengsl og tryggð eru í mínum huga ómetanleg gjöf. „Sumardrengirnir“ mínir voru ekki alltaf sáttir við þau störf sem féllu í þeirra hlut og okkar heimilisunglinga, s.s. að reyta arfa, snúast kringum girðingarviðgerðir með föður mínum o.m.fl. á sömu sveif. En þeir brugðust aldrei í störf- um sínum, hvorki sjálfum sér né öðr- um og inntu þau af hendi með skyldurækni og trúmennsku hvort sem þeim fundust þau ljúf eða leið. Það er vert að geta þess hér að næsta kynslóð „sumardrengja“ á Gautlönd- um – aðallega barnabörn föður míns – áttu flest sameiginlegt með frænd- um og forverum sínum þar á bæ. Bæði ljúf og leið störf svo og skyldu- ræknina og trúmennskuna til þess að leysa hvert starf og hvert verkefni sem best af hendi. Allir þessir „sum- ardrengir“ af tveimur til þremur kynslóðum hafa reynst „drengir góð- ir“ í þessa orðatiltækis vænstu merk- ingu. Sverrir Norland er fyrstur og elst- ur þeirra „sumardrengja“ á Gaut- löndum, sem ég tók fullan þátt í að annast, þótt sjálf væri ég þá ungling- ur – og í huga mér er hann því eins- konar samnefnari eða fulltrúi þeirra manngilda, sem ég hér hef tileinkað „sumardrengjunum“ á Gautlöndum, auk fleiri einkaverðleika. Sverrir Norland lét ekki mikið yfir sér eða á sér bera á opinberum vettvangi s.s. stjórnmálum. Hann átti og rak fyr- irtækið Smith & Norland með vand- virku forræði og góðum árangri. Mér þótti sem hann mætti víðar leggja haga hönd á plóg og sagði einu sinni við hann, að þótt við værum á and- stæðum meiði í stjórnmálum mundi ég samt kjósa hann og treysta hon- um, öðrum betur til þess að stýra hag lands og þjóðar ef hann hefði áhuga og vilja á þeim vettvangi. Slíkt var honum ekki í hug. En traustsyfirlýs- ing mín stendur og ég kveð Sverri Norland með henni. Ásgerður Jónsdóttir. Það er hægt að njóta forréttinda af ýmsum toga, en það eru ekki sjálf- sögð forréttindi að eiga góðan vinnu- veitanda. Sverrir Norland var þessi góði vinnuveitandi. Af meðfæddri hógværð og lítillæti mundi hann hafa afþakkað þessi skrif. En það er erfitt að láta kyrrt liggja. Árið 1954 réðst Sverrir til starfa hjá Paul Smith og árið 1956 stofnuðu þeir Smith og Norland hf. ásamt fleirum. Frá því ári hefur Sverrir verið forstjóri og stjórnarmaður Smith og Norland hf. Af miklum dugnaði byggði hann upp fyrirtækið í yfir 50 ár. Hann stundaði sín viðskipti af vandvirkni og heiðarleika, sem skilaði sér í trausti og virðingu gagn- vart fyrirtækinu. Hann var tölug- löggur með afbrigðum og ótrúlega minnugur, með góða yfirsýn sem margur yngri maður gæti öfundað hann af. Sverrir var af gamla skól- anum og þótti leitt að handsal og heiðursmannasamkomulag væri á undanhaldi í hörðum heimi við- skiptanna. Honum hugnuðust ekki allar aðferðir nútímaviðskipta, þótti þar oft skorta tillitssemi, kurteisi og virðingu fyrir hefðum. Umhyggja og vinátta Sverris var einstök. Hlýja og velvild hans var oft þess megnug að breyta „dimmu í dagsljós“. Hann lét sig ekki einungis varða hag okkar starfsmannanna, heldur einnig fjölskyldna okkar. Ár- viss viðburður er jólaball fyrir börn og foreldra í kringum afmæli hans 8. janúar. Starfsmönnum og mökum boðið á veglega árshátíð ár hvert og ekkert til sparað. Ekki má heldur gleyma haustferðunum með blöndu af fróðleik um land og þjóð og skemmtun ásamt góðum viðurgjörn- ingi í mat og drykk. Minnisstæð er ferð til Kraká í Póllandi sem Sverrir bauð okkur öllum í haustið 2005. Það er því ekki undarlegt að honum hafi haldist vel á fólki og sumir hafi starf- að hjá honum áratugum saman. En það voru ekki bara við starfsmenn sem nutum velvildar hans og hjarta- gæsku. Menning, listir, íþróttir, líkn- ar- og styrktarfélög hafa notið að- stoðar hans. Sverrir hafði gaman af að ræða um lífið og tilveruna. Hann var vel lesinn og fróður og hafði gaman af kveðskap og átti til að kasta fram vísum. Hann var tónlistarunnandi og hafði mikinn áhuga á verkum íslenskra lista- manna, ekki síður þeirra ungu. Nú er skarð fyrir skildi. Það verð- ur erfitt að hafa Sverri ekki hér í Smith og Norland. Hann sem mætti alltaf með þeim fyrstu hvern morgun, þótt kominn væri á níræðisaldur. Hann sem leysti úr hverjum vanda svo vel fór. Sverrir stóð ekki einn í lífsbarátt- unni, síður en svo, hans elskulega kona Margrét og síðar börn þeirra eru stór hluti af þessu gamalgróna fjölskyldufyrirtæki. Þeim hefur tek- ist að halda því persónulegu og fjöl- skylduvænu með ljúfmennsku sinni og hlýju. Stolt Sverris leyndi sér ekki þegar börn hans og barnabörn bar á góma. Hann naut þess að vera afi og eiga þessi efnilegu barnabörn. Þar er und- arlegt til þess að hugsa að ekki eru nema tveir mánuðir síðan Sverrir stundaði sína vinnu, fór í sitt golf og Rotary. Þrátt fyrir 80 árin vonuð- umst við til að hann mundi yfirstíga veikindin og mæta aftur með glettn- isblik í augum og bjóða góðan dag. Við kveðjum heiðursmann og höfð- ingja með sorg í hjarta og miklu þakklæti fyrir allt. Margréti okkar, börnum, tengdabörnum og barna- börnum vottum við innilega samúð, einnig Agnari bróður Sverris og öll- um öðrum sem voru honum kærir. Starfsfólk Smith og Norland hf. Kær vinur er látinn. Sverrir Norland var stórbrotinn maður, hugumstór, eins og einn vina pabba míns myndi hafa orðað það. Hann var jafnframt viðkvæmur, hreinlyndur, strangheiðarlegur, góð- ur maður sem var sérstaklega hjálp- fús og rétti ýmsum hjálparhönd. Það var þó ekki gert með auglýsinga- skrumi, því græðgiþjóðfélagið var honum ekki að skapi. Ég kynntist honum fyrst þegar vinkona mín, Margrét, bauð mér ný- kominni heim frá útlöndum í bíltúr með kærasta sínum. Með í för var vinur hans Sveinn. Ári síðar vorum við báðar giftar þessum ungu verk- fræðingum nýkomnum úr námi frá Bandaríkjunum. Síðan eru liðin 56 ár. Alla tíð hefur vinskapur okkar haldist, við spiluðum bridge saman í áratugi og Margrét orðaði það svo vel við mig um daginn, „að nú væru þeir félagarnir farnir að spila saman aft- ur“. Ég minnist ferðalags sem við fór- um í saman til Noregs fyrir mörgum árum. Við keyrðum þvert yfir landið og naut Sverrir ferðarinnar sérstak- lega vel en þá heimsóttum við meðal annars þær slóðir þar sem hann var fæddur í Vestur-Noregi. Sverrir var mikill málamaður og man ég það sérstaklega hvað það kom sér vel í ferð MR ’49 árið 1994 þegar við lentum í hálfgerðum leið- indum í Prag. Ég var fararstjóri en talaði ekki þýsku og þá kom Sverrir til hjálpar svo allt fór vel að lokum. Sverrir var Rotary-maður og tók það hlutverk hátíðlega. Hann var formfastur og vildi halda í hefðir Rotary-hreyfingarinnar en ýmsar hefðir innan Rotary eru í dag ekki teknar eins alvarlega af ungu kyn- slóðinni og var það honum ekki að skapi. Öll sín verk vann hann af kost- gæfni og dugnaði. Byggði hann glæsilegt hús yfir fyrirtæki sitt sem er bæjarprýði. Það hefur ábyggilega ekki verið létt verk að reka fyrirtæk- ið síðustu árin þar sem allt í okkar þjóðfélagi er komið á svo fárra hend- ur. En hann hafði gott fólk sér við hlið. Jón sonur hans hægri hönd og Halla líka starfandi þar ásamt dyggu starfsliði. Margrét hefur líka verið góður liðsmaður, þó hún hafi spilað á kant- inum, eins og sagt er í boltanum. Margrét mín – ég, börnin mín, sem Sverrir reyndist alltaf svo vel, tengdabörn og barnabörn sendum þér, Kristínu, Nonna, Höllu og allri fjölskyldunni samúðarkveðjur. Helga Gröndal. Burt er genginn traustur vinur, grandvar maður og vandaður í alla staði. Það hlýtur að teljast gæfuspor að hafa fengið að vera í meira en hálfa öld samferða slíkum manni sem Sverrir Norland var. Mér duldist ekki allt frá fyrstu kynnum hvern mann Sverrir hafði að geyma. Við vorum um nokkuð langt skeið sam- tímis í félagsmálum atvinnurekenda í verslun. Á þeim vettvangi leyndi sér ekki hversu heilsteyptur og ráðagóð- ur hann var í hvívetna. Við höfum vit- að náið hvor af öðrum á sviði við- skipta, félagsmála og síðast en ekki síst sem nánir fjölskylduvinir. Allt skilur það eftir sig ljúfar og góðar minningar um þennan látna vin. Hans er því sárt saknað. Hinn 5. apríl síðastliðinn bar fund- um okkar síðast saman. Hann kom í heimsókn til mín og þá sem ávallt fyrr var samtalið eftirminnilegt. Hann lét í ljós sínar jákvæðu skoð- anir, kjarnyrtur með svolítinn glampa í augum þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar. Þótt veikindi hafi sótt að honum að undanförnu kemur brotthvarf hans á óvart og sárt að vita ekki af honum á næsta leiti. Sverrir rak um áratuga skeið um- fangsmikla innflutningsstarfsemi þar sem hann sérhæfði sig á sviði raf- og rafeindabúnaðar og ótal öðru því sem þessum sérsviðum tengist. Hvergi leyndi sér hið vandaða yfir- bragð húsbóndans í fyrirtækinu og gilti einu hvort húsnæðið var af skornum skammti eins og var á fyrstu árum hans í fyrirtækinu eða síðar í glæsilegum húsakynnum Smith og Norland. Það var ánægju- legt að fylgjast með þróun fyrirtæk- isins og hvernig Sverrir hélt sínu vandaða striki í öllum sínum ákvarð- anatökum. Flokkast fyrirtæki hans með þeim vönduðustu í íslensku við- skiptalífi. Það duldist engum sem Sverri þekktu að þar fór greindur og af- burða vel skólagenginn maður, sí- menntaður með opin augu fyrir þró- un í samfélaginu og skarpa framtíðarsýn. Fundum okkar bar á tímabili mjög oft saman innan sam- taka atvinnurekenda í verslun þar sem tekist var á um frelsi í viðskipt- um og einkaframtaki. Þá var gott að eiga slíkan liðsmann jafn heilsteypt- an og vandaðan sem hann var. Það var hlustað á orð hans, tekið tillit til þeirra, þar fylgdi hugur máli, ekkert frumhlaup en allt vandað og vel ígrundað. Í einkalífi sínu var Sverrir gæf- unnar smiður. Þar náðum við vel saman með konur okkar, vinkonurn- ar, okkur við hlið. Sama máli gegndi með heimilið og fyrirtækið. Engu máli skipti hvort híbýlin voru lítil eins og í byrjun eða stór og glæsileg, alltaf þetta vandaða og góða yfir- bragð. Þar var samræmi í öllum hlut- um, heimilishlýja, gestrisni og smekkvísi, hvar sem litið var. Fjöl- skyldan og heimilið var honum allt. Nú þegar Sverrir er kvaddur þökkum við vináttuna og fyrir að hafa átt hann að samferðamanni. Við Sigríður og börnin okkar sendum Margréti og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Hjalti Geir Kristjánsson. Sverrir Norland, bekkjarbróðir minn, vinur og nágranni til margra ára, er látinn. Á kveðjustundu sem þessari hrannast minningar upp og myndir þeirra renna fyrir hugskots- sjónum mínum því margs er að minn- ast eftir 65 ára samleið. Fyrstu minningar mínar eru frá menntaskólaárum okkar. Sverrir var greindur og glæsilegur námsmaður, fullur metnaðar, í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Við Sverrir vorum Vest- urbæingar og hittumst oft á leið í skólann fyrir kl. átta á morgnana við gamla ÍR-húsið á horni Túngötu og Hofsvallagötu og slógust þar stund- um fleiri skólasystkini í hópinn. Fróðlegt og gaman var að spjalla við Sverri. Hann var vel heima í líðandi atburðum tímans jafnt innan sem ut- anlands. Þetta var tími seinni heimsstyrj- aldaráranna. Menntaskólaárin liðu hratt við lærdóm og góðan fé- lagsskap. Í minningunni er Sverrir þar rólegur, vingjarnlegur, kurteis og vinur vina sinna. Að loknu stúd- entsprófi 1946 skildi leiðir og Sverrir hélt til Boston í nám í rafmagnsverk- fræði við MIT. Hann lauk BS-prófi í rafeindaverkfræði 1950 með láði, eins og hans var von og vísa, og hélt heim til Íslands. Skömmu seinna hitti ég hann og þótti mér vænt um að finna vináttu hans óbreytta. Sverrir kvæntist 1952 glæsilegri og yndislegri konu, Margréti Þorbjörgu Vilhjálmsson. Um miðjan sjötta áratuginn ákváðu fjórir verkfræðingar og kon- ur þeirra að ráðast í það stórverkefni að byggja saman raðhús við Ljós- heima í Reykjavík. Sverrir og Mar- grét, og við hjónin, vorum í þeim hópi. Stórverkefnið gekk upp og var mikil gleði ríkjandi að framkvæmd- um loknum þegar ört stækkandi fjöl- skyldur fluttu inn í húsin sín. Í minn- ingu minni er það, að allt, sem Sverrir tók sér fyrir hendur, var unnið af nákvæmni og kunnáttu. Hann ræktaði garðinn sinn af mikilli natni og samviskusemi í orðsins fyllstu merkingu. Margrét og Sverr- ir voru nágrannar okkar í um það bil þrjátíu ár. Á níunda áratugnum fluttu þau úr Ljósheimum á Sunnu- veg. Urðu þetta mikil viðbrigði fyrir okkur því Margrét og Sverrir voru yndislegir nágrannar. Ánægjulegar minningar okkar Jó- hanns seinni áratugina eru tengdar 8. janúar, afmælisdegi Sverris. Þá héldu þau hjónin veislu og buðu til hennar ættingjum, vinum, og gömlu nágrönnunum úr Ljósheim- um. Var það ómetanlegt og einstak- lega ánægjulegt. Að leiðarlokum er margt að þakka – samveru, tryggð og vináttu. Við Jóhann og fjölskylda okkar vottum Margréti og fjölskyldu henn- ar okkar dýpstu samúð og biðjum henni Guðs blessunar. Helga Jónasdóttir. Enn einn bekkjarbróðir og vinur er fallinn frá, sá fjórði á þessu ári. Slíkt er kannski ekki að undra, þar eð við höfum náð þeim aldri að gera má ráð fyrir að við týnum tölunni hratt. Þrátt fyrir að þekking og skyn- semi segi okkur að slíks sé óðum að vænta erum við alltaf berskjölduð og missirinn er alltaf jafnsár. Í raun missum við eitthvað af sjálfum okkur í hvert skipti sem góður vinur fellur frá. Slíka tilfinningu hef ég nú við fráfall Sverris Norland. Sverrir kom í þriðja bekk Mennta- skólans í Reykjavík, greindur, kapp- samur og metnaðarfullur námsmað- ur, sem vissi að hverju skyldi stefna og fór þar af leiðandi í stærðfræði- deild. Strax eftir stúdentspróf, 1946, var honum ljóst í hvaða grein fræð- anna framtíðin lægi. Hann vildi verða bestur í sinni grein og fór því til náms í rafeindaverkfræði við einn besta háskóla í heimi, Massachusetts Institute of Technology. Að afloknu námi og nokkurra ára störfum fyrir aðra gerðist hann meðeigandi Paul Smith og síðar aðaleigandi raftækja- fyrirtækis, sem bar nafn þeirra beggja og Sverrir stýrði af miklum dugnaði og myndarskap til dauða- dags. Fyrirtækið óx og dafnaði, bæði vegna góðrar þjónustu og dugnaðar eigenda og einnig vegna einstakrar snyrtimennsku innan dyra og utan. Nægir að minna á mjög sérstakt listaverk, sem Sverrir lét setja upp á lóð fyrirtækisins neðst við Nóatún. Þegar Sverrir kom í skólann var hann í fyrstu frekar hlédrægur, svo að það tók nokkurn tíma að kynnast honum. Við nánari kynni reyndist hann hlýr, einbeittur, traustur og viljasterkur félagi, sem alltaf lagði gott til. Hann tranaði sér aldrei fram, en var skapmikill og átti erfitt með að þola að ekki væri farið að settum reglum. Þessir eiginleikar hafa vafa- laust átt sinn þátt í velgengni hans og að sóst var eftir starfskröftum hans í ýmsum félögum og eftir viðskiptum við hann. Sverrir var dulur og fór ekki endilega troðnar slóðir, greið- vikinn en vildi ekki láta á því bera. Honum var annt um velferð vina sinna og samferðamanna og vildi bera sáttarorð á milli manna. Þetta var mjög áberandi í samskiptum okkar í seinni tíð, bæði á reglulegum samkomum okkar bekkjarsystkin- anna og í Rotaryfélagsskapnum. Þrátt fyrir velgengni fór Sverrir ekki varhluta af ýmsu mótlæti, sem hann bar ekki á torg. Hann var samt jafnan boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og gera þeim til hæfis. Síðasta dæmið sem mér er kunnugt um var áætlun hans um utanferð með Mar- gréti konu sinni og bekkjarfélögum hennar. Er við ræddum um þessa ferð fyrir rúmum tveimur mánuðum var hann ákveðinn í að þau færu, jafnvel þótt hann yrði að gera sér- stakar ráðstafanir vegna Margrétar, en hún var þá ekki enn búin að jafna sig eftir byltu. Stuttu síðar veiktist Sverrir hastarlega, svo að ekkert varð úr ferðinni og var þeirra sárt saknað af hópnum. Góður vinur og félagi er genginn. Allir sakna hans. Margréti, börnum og barnabörn- um þeirra Sverris votta ég innlega samúð. Tómas Helgason. Með fráfalli Sverris Norland er genginn drengur góður, sem margir munu sakna. Náin vinátta okkar hefur varað vel yfir hálfa öld – ég er því vel að mér um þá miklu mannkosti sem Sverrir var búinn. Við vorum báðir vel kunnugir kreppunni sem hér geisaði á upp- vaxtarárum okkar og sem setti svip á allt mannlíf hér á Íslandi, mismun- andi þó eftir aðstæðum. Við vorum í þeim hópi þar sem kröpp kjör leiddu það af sér að afleiðingar kreppunnar urðu afdrífaríkari en hjá ýmsum öðr- um. En með þrautseigju, elju og af- burðagreind tókst Sverri að komast yfir þá tálma sem yfirvinna þurfti og aflaði sér framhaldsmenntunar hjá einni af fremstu menntastofnunum Bandaríkjanna, MIT í Boston, MA. Það var frábær undirbúningur undir það sem við tók hjá Sverri við kaup á litlu fyrirtæki í Reykjavík, sem hann gerði að stórveldi. En Sverrir tók líka að sér forystu- hlutverk ýmiss konar í athafnalífi landsins, sem hann rækti af einstakri farsæld, enda fjölfróður og úrræða- góður um þau margvíslegu málefni sem þar voru til umfjöllunar og lausnar. Mannkostir Sverris voru ofnir ýmsum vefjum, sem of langt yrði upp að telja. Hann var frábær málamað- ur og kunni góð skil á tungumálum nágrannaþjóðanna. Í allri daglegri umgengni var hann afar þægilegur Nokkrar fátæklegar línur til að minnast þín, kæri fóstri minn og vinur. Þú réðir mig til starfa hjá Smith & Norland árið 1970 og það tók ekki langan tíma fyrir þig og Sturlu að ákveða framtíð mína. Við áttum saman níu skemmtileg ár. Þegar vandamál komu upp leitaði ég til þín og lausn var fundin. Þú og fjölskyldan hafið alltaf staðið mér við hlið og þakka ég fyrir það. Guð blessi fjölskyldu þína. Hvíl í friði kæri vinur. Ágúst fóstri og fjölskylda, Calgary, Canada. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Margrét, Kristín, Jón, Halla, makar og barna- börn, innilegustu samúðar- kveðjur. Takk fyrir allt. Soffía. HINSTA KVEÐJA SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.