Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 33
að brjóta sér leið út á himnum, fugl-
arnir vaknaðir og sungu svo fallega
þarna úti í náttúrunni og gestir
hússins að týnast fram hver af öðr-
um. Ég var stödd á Selsundi ásamt
fjórum af systkinum þínum og fjöl-
skyldum þeirra, við vorum í okkar
árlegu vinnuferð í bústaðnum. Sím-
inn hringdi – þennan fallega morgun
höfðu ekki allir vaknað. Það dró ekki
bara dökkt sorgarský fyrir hjörtu
okkar, það dró líka ský fyrir sólu –
það var eins og himinninn gréti með
okkur. Enn og aftur er maður
minntur á hve lífið getur verið hverf-
ult.
En þótt mennirnir séu frá okkur
teknir getur enginn tekið minning-
arnar sem þeir skilja eftir sig– minn-
ingar sem eru mér svo dýrmætar í
dag – ég þakka Guði fyrir þær.
Maggi var einn af sex systkinum
mannsins míns. Hann var það systk-
ini sem ég kynntist síðast, því ein-
hvern veginn höguðu örlögin því
þannig að um svipað leyti og ég fór
að venja komur mínar á Lambhól
fluttist Maggi erlendis og þegar
hann loks kom heim bjuggum við úti
á landi um tíma. En alltaf fengum við
fréttir af honum í gegnum tengda-
mömmu sem alla tíð hefur verið svo
dugleg að halda utan um hópinn sinn
og færa fréttir af hverjum og einum.
Það var svo ekki fyrr en við gerð-
umst nágrannar að samfundir okkar
urðu tíðari og tengslin efldust. Mín-
ar bestu stundir með honum voru
þegar við kíktum í heimsókn á
Lambhól eða hann og tengda-
mamma komu í heimsókn til okkar –
alltaf spunnust upp skemmtilegar
umræður því það var næstum því
sama hvar drepið var niður í þjóð-
málum eða öðru – hann var svo víð-
lesinn og hafði kynnst svo mörgu á
lífshlaupi sínu sem margur annar
ekki þekkti.
Maggi kom mér fyrir sjónir sem
einstaklega hlýr og gefandi en jafn-
framt mjög viðkvæmur drengur.
Maður sá það svo vel í samskiptum
hans við börnin okkar hve vel hann
náði til þeirra á sinn nærgætna
máta. Börn voru honum mikils virði,
og veit ég að þó svo honum hafi ekki
hlotnast sú gæfa að ala upp litla
drenginn sinn sem hann missti þá
fannst honum hann vera ríkur með
allan þann stóra hóp systkinabarna
sem hann átti. Ríkidæmi felst ekki í
veraldlegum auði heldur eru fjöl-
skylda og vinir einn af fjársjóðum
hvers manns.
Elsku Maggi minn, í dag eru svo
margir sem eiga um sárt að binda
því þú gerðir líf svo margra ríkara,
en minningin lifir og mun ég geyma
hana í brjósti mér. Ég bið algóðan
Guð að opna faðm sinn og umvefja
þig sínum mjúku höndum um leið og
ég vil þakka þér fyrir samfylgdina.
Þín mágkona,
Svava.
Ferjan hefur festar losað,
farþegi er einn um borð,
mér er ljúft af mætti veikum
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(J. Har.)
Nú í júní þegar sólargangur er
sem lengstur hefur Magnús kvatt
þessa jarðvist. Sorgin og söknuður
haldast í hendur eftir áratuga vin-
áttutengsl. En eftir lifa minningar
og svipmyndir tengdar hans lífs-
hlaupi. Magnús var ljós yfirlitum,
töffari með kankvíst bros, lífsglaður
og orðheppinn. Hann var greiðasam-
ur, hafði útgeislun og góða nærveru.
Hann var einnig gæfusamur að eiga
góða og velviljaða fjölskyldu sem var
til staðar, líka á erfiðari stundum.
Það er komið að kveðjustund. Að-
stæður haga því þannig að hvorugt
okkar getur fylgt honum síðasta
spölinn. Með hlýhug og söknuði
kveðjum við Magnús og þökkum
honum samleiðina löngu. Móður
hans, systkinum og fjölskyldu vott-
um við okkar dýpstu samúð. Megi
mildi Guðs lina söknuð ykkar og
auka ástvinum Magnúsar öllum
styrk í sorginni.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Ásdís Arnljótsdóttir og
Bjarni Leifur Pétursson.
Auðvitað á maður aldrei von á því
að dauðann beri að höndum innan
raða sinnar fjölskyldu. Hann bankar
á dyrnar hjá hinum. Auðvitað kemur
hann síðan við hjá fjölskyldu manns.
Það segir sig sjálft, þegar maður
hugsar út í það. En maður hugsar of
sjaldan út í það og fyrir vikið ýtir
maður sjálfsögðum, auðveldum og
ánægjulegum hlutum á undan sér.
Ég hitti hann á næstunni. Slæ á
þráðinn innan skamms. Svo gerist
það auðvitað ekki. Síðan sér maður
eftir því.
Fyrir tæpri viku síðan barst mér
sú frétt sem er ástæða þessara
skrifa. Að Maggi frændi minn væri
látinn. Auðvitað kom fregnin flatt á
mann. Eins og alltaf á maður ekki
von á slíkum fréttum. Og eins og
alltaf vekja slíkar fregnir mann til
umhugsunar. Maður hugsar til þess
sem dó og maður hugsar til þess sem
maður sjálfur tapar. Málið er nefni-
lega oft þannig að maður lítur á
sjálfan sig sem þolanda, en ekki
endilega þann látna. Að sjálfsögðu
er slíkur þankagangur eigingjarn og
egóistíkur. En er það svo slæmt?
Eru ekki bestu eftirmælin þau að
maður sjálfur sé að missa eitthvað;
samvistir við þann sem látinn er? Til
að koma sér að efninu þá finnst mér
ég vera að fara á mis við eitthvað.
Eitthvað gott. Eitthvað sem svo
sannarlega hefði veitt mér ánægju
og gleði. Núna hef ég ekki lengur
möguleikann á því. Auðvitað veit ég
að sjálfsagt er margt sem finna
mætti að Magga frænda. Hann var
enginn engill, frekar en nokkurt
okkar. En sannleikanum samkvæmt
á ég ekkert nema góðar minningar
um hann. Aldrei fékk ég nokkuð
annað frá honum en almennilegheit
og þá tilfinningu að hann væri stolt-
ur af litla bróðursyni sínum og þætti
svo sannarlega vænt um hann. Það
er ekki slæm arfleifð til að skilja eft-
ir sig í huga manns. Það væri og ósk-
andi að stundirnar hefðu getað verið
fleiri. Hann er sannlega að fara of
fljótt. En hvað getur maður gert?
Ekkert nema það að votta sína virð-
ingu og útmála að manni þótti vænt
um hann, að hans verði saknað og að
eftirsjáin eftir því að hafa ekki notið
samvista hans oftar sé mikil.
Farvel elsku Maggi frændi.
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson.
verður til nýr kafli í lífi fólksins um
sveitir landsins. Hinn bjarti nótt-
lausi voraldar heimur þar sem víð-
sýnið skín. Svo bætast við á vordög-
um lömbin, folöld og kálfar og þá er
þetta allt fær frelsi og frjálsræði
verður gleðin mikil, fjölbreytt og
fullkomin, bæði meðal manna og
dýra.
Á slíkum vordegi fæddist hann
bróðir minn, 20. maí 1926, sem nú er
kvaddur hér. Hann var skírður af sr.
Jóni Guðnasyni sem þá var prestur
á Kvennabrekku og hlaut nafnið
Guðmunur Hans og bar nafn móð-
urfrænda og móðurbróður. Æ síðan
hefur hann verið kallaður Hansi
bæði heima og af kunnugu fólki.
Hann var rólyndur sem barn, fór
stundum einn til að dunda sér við
sína barnaleiki. Snemma kom í ljós
hagleikur við smíðar og ýmis störf
og vandvirkni. Hann skrifaði á ung-
lingsárum fallega rithönd sem
breyttist síðar í ,,erfitt“ lestrarefni
þegar læknishöndin var farin að
skrifa. En unglingsárin liðu fljótt.
Hann starfaði í Ungmennafélaginu
Æskunni meðan hann var heima og
var um tíma varaformaður. Hann
var vel liðtækur í þeim félagsskap
og átti gott með að vinna með öðrum
enda vinsæll og vel liðinn alla tíð.
Þegar að háskólanámi kom var
það læknirinn sem varð fyrir valinu.
Það var af hugsjón frá fyrstu tíð að
líkna þeim sem líða og þjást sem er
svo auðvelt að taka eftir, því alla tíð
er það lífsfylling að geta hjálpað og
linað þjáningar líðandi manna. Þeg-
ar til Svíþjóðar kom voru það skurð-
lækningar sem hann vann að. Þá
kom sér vel að vera handlaginn sem
var ættarfylgja í ættir fram, enda
hafa læknar oft þurft að leysa marg-
an vanda og hafa margir íslenskir
læknar sýnt í mörgum tilfellum hve
hæfileikaríkir þeir eru og hafa leyst
marga þraut. Um tíma var hann að
hugsa til heimferðar og átti kost á
stöðu við 2 sjúkrahús úti á landi en
ekki varð af því, einkanlega vegna
vöntunar á góðum svæfingarlækn-
um sem hann taldi svo mikilvægt í
þessu sambandi. Þá vann hann einn-
ig við fæðingarhjálp og kvensjúk-
dóma. Ég tel víst að hann hafi sýnt
sínum sjúklingum hlýlegt viðmót og
fengið traust þeirra margra því
maðurinn var þannig gerður, heill
drengskaparmaður sem engin svik
voru í.
Blessuð sé minning hans! Með
samúðarkveðju til ekkju hans, sona
og fjölskyldna
Hjörtur Einarsson.
Guðmundur Hans Einarsson,
Hansi frændi, ætlaði að heimsækja
gamla landið síðar í sumar. Til Ís-
lands hafði hann ekki komið í fjölda-
mörg ár. En þetta var ein af mörg-
um ferðum, sem aldrei eru farnar.
Hansi lést á meðan synir hans tveir,
ásamt fjölskyldum, voru á ferðalagi
um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur og
heimsóttu fæðingarstað hans í Döl-
unum. Guðmundur Hans bjó og
starfaði í Svíþjóð í marga áratugi.
Hann var læknir í orðsins fyllstu
merkingu, eftirsóttur og elskaður af
sjúklingum, sem til hans leituðu. Í
Gautaborg rak hann læknastofu í
fjöldamörg ár og honum til aðstoðar
var eiginkona hans, Elísabet. Sam-
band þeirra í lífi og starfi var mjög
náið. Á síðustu árum glímdu þau
bæði við erfiða sjúkdóma. Hansi
reyndi að sinna sjúklingum sínum
þegar af honum bráði. Hann lést
tveimur stundum eftir að síðasti
sjúklingurinn fór frá honum.
Guðmundur Hans var um margt
sérstakur maður. Hann var læknir
af lífi og sál og fátt skipti hann
meira máli en að líkna og veita að-
stoð. Hann var víðlesinn, fylgdist
grannt með heimsmálunum og hafði
mjög ákveðnar skoðanir á flestum
þeim sviðum, sem skiptu hann máli.
Sænsk stjórnmál voru honum hug-
leikin og voru mörg bréfa hans þétt-
skrifuð um pólitík. Hansi var góður
og hugulsamur faðir og afi. Synirnir
tveir, Gunnar og Þorgeir, nutu mik-
illar umhyggju foreldranna og var
samband þeirra allra mjög náið. Í
Blávík við vatnið Sommens átti fjöl-
skyldan sumarhús á fögrum stað.
Þar var hennar hamingjuland og
þangað leitaði hún hvíldar og átti
marga gleðidaga. Og þangað fer
Hansi sína síðustu ferð. Útför hans
fer fram frá kirkjunni í Blávík í dag.
Honum fylgir þakklæti fyrir rækt-
arsemi og vináttu og samverustund-
ir, sem voru alltof fáar. Elísabetu,
Gunnari og Þorgeiri og fjölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Að lokum fer vel á því að vitna í
Hávamál:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Árni Gunnarsson.
Mig langar með ör-
fáum orðum að kveðja
frænda minn, hann Ómar, hinstu
kveðju.
Glaðværð, skopskyn og dillandi
hlátur er það fyrsta sem mér dettur í
hug þegar ég hugsa um hvernig ég
man Ómar frá barnsárum mínum.
Hann var 10 árum eldri en ég, en mér
fannst hann alltaf hafa verið fullorð-
inn, þessi myndarlegi frændi minn, þó
hann hafi sennilega verið nýfermdur í
mínum fyrstu minningum. Hann Óm-
ar var með þeim kátustu í hópi glað-
værra afkomenda ömmu okkar og
afa, Guðrúnar Einarsdóttur og Guð-
jóns Magnússonar skósmiðs í Hafn-
arfirði. Þegar hann hló, sem var oft og
mikið, þá var ekki hægt annað en að
hlæja með, svo smitandi var hláturinn
hans.
Ungur eignaðist hann yndislega
konu og þau eiga tvær dætur saman.
Hinn 3. júlí 1984 var þessi litla fjöl-
skylda að leggja af stað í sumarfrí út á
land. Þau voru komin í Skagafjörð
þegar ógæfan dundi yfir – þau lentu í
hræðilegu bílslysi og á þeirri mínútu
breyttist líf þeirra allra, varð aldrei
samt aftur. Ég bjó á Sauðárkróki
þegar þetta gerðist og var kölluð til
þeirra þegar komið var með þau á
sjúkrahúsið, við þetta tengdist ég
þeim sterkari tilfinningaböndum en
flestum öðrum sem ég þekki. Ómar
Ómar Önfjörð
Kjartansson
✝ Ómar ÖnfjörðKjartansson
fæddist í Hafn-
arfirði 27. júlí 1946.
Hann lést á bruna-
og lýtalækn-
ingadeild Landspít-
alans í Fossvogi að-
faranótt 16. júní
síðastliðins og var
útför hans gerð frá
Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 22. júní.
barðist við dauðann í
marga mánuði eftir
þetta slys og það getur
ekki hafa verið einfalt
mál að leggja af stað út
í lífið aftur, eins og
hann var illa leikinn.
Áverkar hans fóru
versnandi með árun-
um, en alltaf kom hann
á ættarmótin okkar
með aðstoð dætra
sinna og alltaf var hann
kátur og húmorinn
ekki langt undan. Ég
man þegar hann var að
stríða okkur við morgunverðarborðið
á ættarmótinu í fyrra, honum þótti
það ekki leiðinlegt og hló mikið.
Um miðjan maí sl. lenti Ómar aftur
í hræðilegu slysi. Skaðbrunninn eftir
heitt vatn barðist hann fyrir lífi sínu í
heilan mánuð, en dauðinn hafði betur
í þetta skipti. Ég vil trúa því að hann
hafi verið sæll og glaður að losna úr
helsi síns illa farna líkama og ganga
frelsaður og verkjalaus á fund Drott-
ins.
Ó, Jesús, það er játning mín,
ég mun um síðir njóta þín,
þegar þú, dýrðar Drottinn minn,
dómstól í skýjum setur þinn.
Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm,
fagnaðarsælan heyri’ eg róm.
Í þínu nafni útvaldir
útvalinn kalla mig hjá sér.
(úr 27. Passíusálmi H.P.)
Kæri frændi, um leið og ég kveð þig
vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú
gafst mér og minni fjölskyldu með lífi
þínu.
Elsku Sigrún, Hugborg og fjöl-
skyldur, Aðalbjörg og allir aðrir sem
eiga um sárt að binda vegna andláts
Ómars Kjartanssonar, Guð styrki
ykkur.
María Gréta Ólafsdóttir.
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað í dag, fimmtudaginn 5. júlí, vegna
útfarar SVERRIS NORLAND.
Smith & Norland hf.,
Nóatúni 4, Reykjavík.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd er ráð-
legt að senda hana á myndamóttöku:
pix@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar