Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 37
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30.
Boccia kl. 10.
Árskógar 4 | kl. 9.30 bað. Kl. 9.30 boccia. Kl.
13.30 hjólreiðahópur.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn
handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há-
degisverður, kaffi.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl.
9.15. Handavinnustofan opin og heitt á könnunni
og heimabakað meðlæti til kl. 16. Allir velkomnir.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 handavinna,
kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa-
vinna. Dagblöðin, kaffi og heimabakað.
Hraunsel | Bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Fé-
lagsvist kl. 13.30, 1. og 2. verðlaun. Nýbakað með
kaffinu. Allir velkomnir. Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Blöðin liggja frammi.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð-
ir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30 handa-
vinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leik-
fimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 14.30-15.45
kaffiveitingar. Kór félagsstarfs aldraða, Söngfugl-
arnir, hittast kl. 14.30 og hlýða á nýútkominn
geisladisk þeirra.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgunstund kl. 9.30,
handavinnustofan opin, bridds kl. 13-16.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-
22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í
kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282.
Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir.
Áskirkja | Göngum frá Áskirkju kl. 14 inn í Lauga-
dalinn, hlustum á andakt dagsins og fáum okkur
kaffisopa. Allir velkomnir.
Háteigskirkja | Taizé-messur. Lágstemmdir
söngvar, bænir og Guðs orð lesið alla fimmtudaga
kl. 20.
Laugarneskirkja | Kl. 21 AA fundur í safnaðar-
heimilinu.
Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Kl. 20
unglingasamkoma og fyrir þá sem eru ungir í
anda. Herman Abrahams frá Suður-Afríku predik-
ar, lofgjörð, fyrirbæn og samfélag. Allir velkomnir.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl.
21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundar.
60ára afmæli. Laugar-daginn 7. júlí verður
Kristín Sigurðardóttir sex-
tug. Hún verður á heimili sínu
í Öldubakka 33c, Hvolsvelli, á
afmælisdaginn og tekur á móti
vinum og ættingjum.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.)
Tónlist
Deiglan | Narodna Musika
leikur í Deiglunni í kvöld.
Hljómsveitina skipa Haukur
Gröndal á klarínett, Boris
Zgurovski á harmóníku, Enis
Ahmed á tamboura, Þor-
grímur Jónsson á bassa og
Erik Qvick á trommur. Á efn-
iskránni eru búlgörsk þjóðlög.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
Hallgrímskirkja | Tómas
Guðni Eggertsson, organisti
á norðanverðu Snæfellsnesi,
leikur á hádegistónleikum kl.
12. Á efnisskránni eru verk
eftir Dietrich Buxtehude,
César Franck og Olivier
Messiaen.
Myndlist
Öryrkjabandalag Íslands |
Örvar Árdal, myndlistar-
maður, sýnir í Jaðarleikhús-
inu (Miðvangi 41, bakvið
Samkaup) til 9. júlí. Opið er
alla dagana frá kl. 14-18.
Fyrirlestrar og fundir
Café Victor | Í kvöld kl. 20
verða fluttir tveir fyrirlestrar
á vegum Res Extensa, félags
um hug, heila og hátterni.
Hannes Högni Vilhjálmsson
flytur fyrirlesturinn „Staf-
rænir holdgervingar í félags-
legum sýndarheimi“ og Ian
Watson fjallar um samskynj-
un. Nánar á www.ResEx-
tensa.org.
Börn
Brúðubíllinn | Brúðubíllinn er
nú að hefja sína aðra umferð
um Reykjavík og sýnir leikrit
sem heitir „Óþekktarormar“.
Frumsýning í Hallargarðinum
v/Fríkirkjuveg í dag kl. 14.
Útivist og íþróttir
Skógræktarfélag Íslands |
Fimmta skógarganga skóg-
ræktarfélaganna í sumar er
fimmtudaginn 5. júlí kl. 20.
Upphaf göngunnar er við
Vígsluflöt á Heiðmörk. Nánari
upplýsingar á heimasíðu
Skógræktarfélags Íslands -
www.skog.is.
SALKA Guðmundsdóttir, 26 ára há-
skólanemi, tók á móti Gaddakylfunni í gær
úr hendi Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra.
Kylfuna hlaut hún fyrir sigur í glæpasagna-
keppni Mannlífs, Hins íslenska glæpafélags
og Grand Rokks. Saga Sölku heitir „Við
strákarnir“ en strákarnir í öðru og þriðja
sæti voru Hilmar Örn Óskarsson bók-
menntafræðinemi í öðru sæti með söguna
„Brúður“ og Dagur Gunnarsson blaðamaður
með söguna „Myndhöggvarinn“. Hæfileik-
ana á Salka ekki langt að sækja en foreldrar
hennar eru rithöfundarnir Olga Guðrún
Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson.
Salka hlaut Gaddakylfuna
Morgunblaðið/ÞÖK
Bikarkeppnin í fullum gangi
Bikarkeppni Bridgesambandsins
fer að venju fram í sumar og hafa
nokkrir leikir þegar farið fram en
alls skráði 31 sveit sig til leiks.
Sveit Eyktar situr yfir í fyrstu um-
ferð.
Úrslit leikja sem þekkt eru:
Breki jarðverk – Landsbankinn 70-60
Söluf. garðyrkjum. – Gylfi Baldurss. 79-164
VÍS – Villi jr. 91-93
Rúnar Einarsson – Klofningur 63-109
Sveinbj. Eyjólfss. – Anton Hartmss. 59-114
Eðvarð Hallgrss. – Malarvinnslan 90-129
Málning – Plastprent 109-61
Frestur til að ljúka umferðum:
1. umferð 21. júlí
2. umferð 18. ágúst
3. umferð 16. sept.
Undanúrslit og úrslit 22.-23. sept.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 28.6.
Spilað var á 8 borðum. Meðalskor
168 stig.
Árangur N-S
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 194
Helgi Hallgrímss.- Jón Hallgrímss. 183
Björn E. Péturss. - Gísli Hafliðason 178
Árangur A-V
Magnús Oddss. - Sæmundur Björnss. 232
Viggó Nordqvist - Gunnar Andrésson 219
Ægir Ferdinandss. - Ármann Láruss. 183
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 26. júní var spilað á
13 borðum. Meðalskor var 312. Úr-
slit urðu þessi í N/S
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 365
Bragi Björnsson – Auðunn Guðms. 363
Oliver Kristóferss. – Gísli Víglundss. 353
Jón Hallgrímss.– Bjarni Þórarinss. 350
A/V
Björn Björnsson – Haukur Guðmss. 367
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldss. 358
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 357
Kristín Jóhannsd. – Bergljót Gunnarsd. 354
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
FRÉTTIR
FYRSTA flug Flugfélags Íslands til Narsarsuaq
á Grænlandi var farið sl. þriðjudag, 3. júlí. Með
fluginu fóru Kristján J. Möller samgönguráð-
herra og eiginkona hans Oddný Hervör Jóhanns-
dóttir ásamt föruneyti.
Í fréttatilkynningu segir að flugið hafi verið
þéttskipað þó flogið væri með þotu og mikil
eftirvænting í farþegum enda Grænland æði sér-
stakur staður og þangað er ekki sérlega langt að
fljúga frá Íslandi eða í þessu tilfelli aðeins um 2
tímar. Flugið tekur hins vegar rúma 3 tíma ef
flogið er með DASH 8-200.
Farið var í stutta siglingu til Igaliko sem er
byggð í hinu forna biskupsdæmi Garða, sem var aðalstjórn og
menntasetur Grænlands fram til miðalda.
Blíðskaparveður var, 16 stiga hiti og sólskin, sem dró fram feg-
urð Igaliko í Einarsfirði og Qooroq ísfjarðarins þar sem margir
stórfenglegir borgarísjakar reikuðu um fjörðinn.
Kristján J. Möller hitti einnig fyrir Josef Motzfeld, fyrrverandi
fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Grænlands en hann býr í
Igaliko yfir sumartímann og fór vel á með embættismönnunum.
FÍ flýgur til Narsarsuaq
Ís Á siglingu um ís-
fjörðinn og skrið-
jökull skammt frá.
Rangt línurit með grein
ÞAU mistök urðu við vinnslu greinar Páls Bergþórssonar, Tilmæli til
sjávarútvegsráðherra, sem birtist í blaðinu í gær, að rangt línurit var
birt með greininni.
Rétt mynd birtist hér og biður Morgunblaðið hlutaðeigandi vel-
virðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Íár eru liðin 70 ár frá stofnunNáttúrulækningafélags Íslandsog stendur félagið af því tilefnifyrir hátíðardagskrá í Heilsu-
stofnun félagsins í Hveragerði í dag
milli kl. 15 og 17.
Gunnlaugur K. Jónsson er forseti
NLFÍ: „Jónas Kristjánsson, héraðs-
læknir á Sauðárkróki, var að-
alhvatamaðurinn að stofnun félagsins
á sínum tíma.
Hann var maður langt á undan
sinni samtíð, stofnaði m.a. fyrsta tób-
aksvarnafélag landsins, en Nátt-
úrulækningafélagið var sett á lagg-
irnar til að efla umræðu um heilsu og
heilbrigða lífshætti. Vildi Jónas meina
að hvernig fólk hagaði sínu lífi, ekki
síst hvað mataræði varðaði, hefði stór-
vægileg áhrif á heilsuna.“ Meðal
fyrstu baráttumála félagsins í upphafi
var barátta gegn innflutningshöftum á
matvöru, sérstaklega grænmeti, korn-
vöru og ávöxtum sem voru mun-
aðarvara á þessum tíma en sannarlega
mikilvægur hluti af heilbrigðu mat-
aræði.
Árið 1955 var Heilsuhæli Nátt-
úrulækningafélagsins í Hveragerði
með gistirýmum fyrir 28 manns opn-
að: „Þar rættist einn stærsti draumur
félagsmanna um að eiga stað til hress-
ingar, fræðslu og hvíldar,“ segir
Gunnlaugur, en Heilsustofnun NLFÍ
býður nú upp á 160 gistirými og
starfa þar 120 manns.
Gunnlaugur segir líklegt að Nátt-
úrulækningafélagið standi nú á tíma-
mótum: „Greina má áhuga meðal fé-
lagsmanna um að félagið beiti sér í
auknum mæli fyrir almennri fræðslu
og umbótum í mataræði, líkt og á
fyrstu árum félagsins. Ljóst er að þörf
er á miklu gagnrýnni umræðu á op-
inberum vettvangi og stuðla þarf að
fyrirbyggjandi aðgerðum í auknum
mæli í stað skyndilausna,“ segir
Gunnlaugur. „Við höfum m.a. miklar
áhyggjur af offituvanda landsmanna,
barna sér í lagi. Sykurneysla hefur
aukist upp úr öllu valdi og ýmsir aðrir
þættir í mataræði og lífsvenjum kalla
á tafarlausar aðgerðir.“
Finna má nánari upplýsingar um
starfsemi Náttúrulækningafélags Ís-
lands á slóðinni www.nlfi.is.
Heilsa | Náttúrulækningafélag Íslands 70 ára í ár og efnir til hátíðar í dag
Með forvarnir að leiðarljósi
Gunnlaugur K.
Jónsson fæddist í
Reykjavík 1956.
Hann stundaði
nám við Mennta-
skólann við
Hamrahlíð og út-
skrifaðist frá Lög-
regluskólanum.
Gunnlaugur hefur
starfað við ýmis lögreglustörf en er nú
aðstoðaryfirlögregluþjónn við innri
endurskoðun Lörgeglustjóraembættis
höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur
verið forseti NLFÍ frá 1991. Gunn-
laugur er kvæntur Auði Guðmunds-
dóttur flugfreyju og eiga þau börnin
Brynju og Eyþór.