Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 41
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
5. júlí kl. 12.00:
Tómas Guðni Eggertsson, orgel
7. júlí kl. 12.00:
Karel Paukert, orgel
8. júlí kl. 20.00:
Hinn virti orgelleikari Karel Paukert,
leikur verk eftir Bach, Liszt, Franck
og frumflytur verk eftir Tékkann
Jiri Teml.
www.listvinafelag.is
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Fimmtudagur 5. júlí
20:00
Orgeltónleikar
Verk eftir H. Scheidemann, A. Andersen, D.
Buxtehude, P. Møller, M. Rossi, J.P. Sweelinck,
E.T. Sark, B. Pasquini og G. Frescobaldi.
Vibeke Astner orgel
Laugardagur 7. júlí
14:00
Erindi í Skálholtsskóla: Hvað er Apocrypha?
14:55
Tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga
15:00
Hugi Guðmundsson: APOCRYPHA
endurtekið sunnudaginn 8. júlí kl. 15:00
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran
Barokksveitin Nordic Affect
Daníel Bjarnason stjórnandi
17:00
Tónadómínó
Verk eftir J. Rosenmüller, F. Couperin, T.
Merula, C. Simpson, F. Durante og C. Tessarini
Barokksveitin Nordic Affect
Ókeypis aðgangur
www.sumartonleikar.is
SÝNINGAR Á
SÖGULOFTI
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt,
14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt,
11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti,
18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti,
25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20
laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti
Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf
miða með greiðslu viku fyrir sýningu
Leikhústilboð í mat:
Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600
Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200
Miða- og borðapantanir í síma 437 1600
Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is
bmvalla.is
BM Vallá – stærri og sterkari
BM Vallá og Límtré Vírnet hafa um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og
gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað, hvort á sínu sviði.
Sameining þessara fyrirtækja er nú orðin að veruleika undir merkjum BM Vallá. Þar er saman
komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila.
Af nógu er að taka þegar litið er á úrvalið.
Nýtt símanúmer 412 5000
Ný heimasíða bmvalla.is
Kynntu þér málið á nýrri og glæsilegri heimasíðu okkar bmvalla.is
ar
gu
s
0
7
-0
4
5
6
HRÓARSKELDA, hin árlega hátíð
sveittra úlnliðsbanda, tjaldborga og
tónlistar, hefst formlega í dag eftir
fjögurra daga upphitun og stendur
fram á sunnudag. Björk er ein af fjöl-
mörgum Íslendingum á hátíðinni þótt
hinir láti flestir vera að fara upp á
svið. Auk Bjarkar spila tónlistarmenn
á borð við Red Hot Chili Peppers,
Muse, Arctic Monkeys, The Who,
Wilco, Arcade Fire, Beastie Boys,
Peter Björn & John, My Chemical
Romance og Mika sem þráir að vera
eins og Mónakóprinsessan fyrrver-
andi Grace Kelly.
Frítt inn fyrir sextuga
Uppselt er á hátíðina og var einn
blaðamaður Morgunblaðsins svo
heppinn að fá miða og mun flytja okk-
ur fréttir beint í æð. Hins vegar er
aldrei uppselt á lokadag hátíðarinnar,
sunnudaginn, en aðeins þá er hægt að
kaupa sér eins dags miða og þeir sem
hafa aldur og reynslu til komast frítt
þar sem allir sem eru svo heppnir að
vera orðnir sextugir fá frítt inn. Á
sunnudeginum fer einnig fram Nakta
hlaupið, þar sem sigurvegarar úr
karla- og kvennaflokki fá miða á hátíð
næsta árs fyrir að hlaupa hraðast
allra á Adams- og Evuklæðum.
Hátíðargestir álíka
margir og Reykvíkingar
Hróarskelduhátíðin hefur verið
haldin árlega frá árinu 1971 í bænum
Roskilde í suður-Danmörku og er
stærsta rokkhátíð Evrópu ásamt Gla-
stonbury. Upphafsmennirnir voru
háskólastúdentarnir Mogens Sand-
fær og Jesper Switzer Møller og nú-
orðið dregur hátíðin að sér rúmlega
hundrað þúsund manns árlega, þar af
hátt í tvöhundruð hljómsveitir og tón-
listarmenn. Hagnaðurinn rennur all-
ur til góðgerðarmála á sviði tónlistar.
Hættuleg eldamennska
Hátíðin er þó ekki eintóm ham-
ingja. Í fyrradag brenndust fjórar
ungar konur alvarlega við gasspreng-
ingu. Stúlkurnar voru að elda kvöld-
matinn þegar einnota gaskútur sem
þær notuðu við eldamennskuna
sprakk fyrirvaralaust. Þetta kemur
fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahús í
Hróarskeldu en þær hafa allar snúið
heim núna.
Töluverð rigning hefur verið á há-
tíðarsvæðinu undanfarið og útlit er
fyrir að rigningin haldi áfram - enda
lítið gaman af útihátíðum í sól og
sumaryl.
Íslendingar fjölmenna
Um helmingur gesta hátíðarinnar
eru Danir. Von er á um 15 þúsund
Norðmönnum og 12 þúsund Svíum
auk þess sem enskir hafa verið að
uppgötva hátíðina og þaðan koma
tæplega 3000 gestir. Næstir koma
svo Íslendingar með um 1600 gesti,
örlitlu fleiri en Finnar og Þjóðverjar.
Hróarskelda
hefst form-
lega í dag
Reuters
Heimskautaapi Alex Turner spilar hér á Glastonbury ásamt sveit sinni
Arctic Monkeys. Næst troða þeir upp á Hróarskeldu.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111