Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁRBÆJARSAFNIÐ fagnaði 50 ára afmæli um helgina. Áfang- anum var fagnað með veglegri hátíð sem einkenndist af margvís- legum skemmtiatriðum. Félagar í Skylmingafélagi Reykjavíkur sýndu listir sínar og félagar Fornbílaklúbbsins óku um á glæsilegum bifreiðum. Spiluð var pönktónlist, harmóníkutónlist og kvæði Þórbergs Þórðarsonar færð í nýjan búning. Þá voru þjóðdansar sýndir ásamt diskó- dansi. Einnig var fólki boðið upp á ferð um svæðið í hestvagni en hesturinn Faxi var þar í far- arbroddi ásamt honum Guðjóni sem stýrði Faxa um vegi safnsins. Líkt og safnið er Faxi ekkert unglamb en hann er þrjátíu vetra og kannski hefur aldurinn eitt- hvað með það að gera hve gríð- arlega rólegur hesturinn þykir en reynslan mun hafa sýnt að ekki einu sinni flugeldar raska ró hans. Morgunblaðið/Ómar Nutu lífsins í hestakerru með Faxa Diskódans og harmóníkutónlist á Árbæjarsafninu um helgina Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is STJÓRNARFORMAÐUR Spari- sjóðs Skagafjarðar (SPSK) segir úr- skurð stjórnar sparisjóðsins, um að annar framboðslistinn til stjórnar sjóðsins sé ekki í samræmi við sam- þykktir hans, breyti engu um fyrir- hugaðan samruna við Sparisjóð Siglu- fjarðar (SPS). Hann segir ekki vera rekstrarlegar forsendur fyrir SPSK í óbreyttri mynd. Í dag verða greidd atkvæði á aðal- fundi SPSK um samrunann við SPS. Undanfarið hafa ýmsir gagnrýnt fyr- irhugaðan samruna sparisjóðanna og fundið að vinnubrögðum þeirra sem stýra Sparisjóði Mýrasýslu (SPM) og Kaupfélagi Skagfirðinga og talið að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti óvönduðu meðölum til að knýja fram samrunann. Í síðustu viku sendi Gísli Árnason, stofnfjáreigandi í SPSK, bréf til stjórnar og benti á að á framboðslista til stjórnar SPSK fyrir fundinn í dag, væru menn sem sætu í stjórnum, eða væru starfsmenn, ann- arra fjármálastofnana – einkum SPS, SPM og Kaupfélags Skagfirðinga en slíkt er í ósamræmi við samþykkt SPSK. Féllst stjórn SPSK á ábendingu Gísla í úrskurði nú fyrir helgina. Ólafur Jónsson, stjórnarformaður SPSK, segir að úrskurðurinn skipti í raun litlu máli verði samruninn sam- þykktur. Gangi hann eftir muni sam- þykktir SPS verða samþykktir hins nýja sparisjóðs en skv. þeim er fyrr- nefndur framboðslisti löglegur. Ólaf- ur er sjálfur sparisjóðsstjóri SPS og aðspurður hvort hans eigin stjórnar- seta í SPSK sé ekki ósamræmi við fyrrnefnda samþykkt játar hann að svo sé og það kunni að eiga við um fleiri stjórnarmenn. „Það hefur bara aldrei reynt á þetta atriði en það hef- ur hins vegar aldrei verið gerð at- hugasemd við mína stjórnarsetu.“ Hefur hann ætíð vikið af fundum stjórnar þar sem samruninn hefur verið til umræðu. Veittu umbeðnar upplýsingar Ólafur hafnar því að upplýsinga- gjöf hafi ekki verið fullnægjandi líkt og Bjarni Jónsson, sem er fulltrúi stofnfjárhafa, hélt fram í frétt Morg- unblaðsins á laugardaginn. „Þeir hafa fengið þær upplýsingar sem þeir hafa beðið um nema trúnaðarupplýsingar um viðskipti einstakra manna og sjóðsins sjálfs.“ Spurður hvað sé til í því að búið sé að dreifa stofnfjárhlutum til aðila tengdum SPM og Kaupfélags Skag- firðinga, segir Ólafur að stjórnin hafi kannað tengsl stofnfjárhafa og úr- skurðað um það hverjir hafi virka eignarhluti og hverjir ekki. „Stjórnin hefur farið í gegnum allan stofnfjár- eigendalistann og var öll sammála því hvaða aðilar teljast vera í of nánum tengslum,“ segir Ólafur. Um mikil- vægi samrunans segir hann það ljóst að sjóðurinn sé ekki nægilega stór til að fjármagna einföldustu fjárfesting- ar. „Sparisjóðurinn getur ekki þjón- ustað aðila sem ætla að fjárfesta í íbúð fyrir meira en 23 milljónir, hvað þá bændum sem eiga mjólkurkvóta og ærgildi. [...] Mér finnst að menn séu bara að ræða þessi mál á tilfinninga- legum nótum. Menn verða að átta sig á því að fjármálastofnanir verða ekki reknar á tilfinningum einum saman.“ Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hafnar því að kaupfélagið vinni að því bakvið tjöldin að sameina sparisjóðina tvö. Fyrir fáum árum hafi kaupfélagið átt þriðjung í SPSK og hafi þá viljað efla sjóðinn. Nú hafi flestir hlutirnir verið seldir enda hafi ekki verið samstarfs- vilji innan sjóðsins. Hann segir dap- urlegt að því sé haldið fram að kaup- félagið standi á bakvið stjórnar- þátttöku starfsmanna þess í spari- sjóðum. Kosið um samrunann í dag  Framboð til stjórnar SPSK ekki í samræmi við samþykktir  Búið að fara yfir tengsl stofnfjárhafa í stjórn  Kaupfélagsstjóri vísar gagnrýni á bug Í HNOTSKURN »Gangi samruni SparisjóðsSkagafjarðar og Spari- sjóðs Siglufjarðar eftir mun hluti þess fyrrnefnda verða 12%. »Sparisjóður Mýrasýslu átæp 100% í Sparisjóði Siglufjarðar. Deilur Ekki eru allir sammála um framtíð Sparisjóðs Skagafjarðar. „VERULEGA sterk staða krón- unnar undan- farna daga og misseri gefur að mínu mati versl- unum og birgjum verulegt svigrúm til að mæta þess- um matvæla- hækkunum á er- lendum mörkuð- um með því að taka þær á sig þannig að þær skili sér lítið eða óverulega til íslenskra neytenda,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra um fyrirsjáanlegar hækkanir á matvöru hér á landi vegna mikilla hækkana á grænmeti, mjólkurvörum og hveiti erlendis. Verðlagseftirlitsmál í skoðun Hann nefnir jafnframt deilur sem staðið hafa um hvort matarskatts- lækkunin sem tók gildi í mars hafi skilað sér til neytenda en niðurstöð- ur nýlegrar könnunar ASÍ sýna að svo sé ekki. „Nú er tækifæri fyrir smásölur og heildsölur að taka sann- færandi þátt í því að skila til neyt- enda bæði matarskattslækkuninni um sjö prósent frá því í vor og einnig mjög hagstæðri stöðu krónunnar fyrir þá,“ segir Björgvin. „Ég tel að þeir geti gert það með þeim hætti að þessar verðhækkanir skili sér ekki með sama hætti til neytenda og þær hefðu kannski gert ella en það kæmi mér á óvart ef hækkanirnar skiluðu sér af fullum krafti til neytenda.“ Niðurstöðurnar athyglisverðar Hvað varðar lækkun matarskatts- ins segir Björgvin vinnu við yfirferð á verðlagseftirlitsmálum langt á veg komna en fundað hefur verið með mörgum hagsmunaaðilum. „Við er- um að kanna hvernig verðlagseftir- litinu sé best fyrirkomið til framtíðar og hvort möguleiki sé á aðgangi að rafrænum gagnagrunnum og fleira.“ Hann segir að greint verði frá nið- urstöðunum mjög fljótlega en í þeim sé ýmislegt athyglisvert að finna. Útlit sé fyrir sátt um aðferðir og túlkanir á niðurstöðum könnunar ASÍ. Eðlilegt sé að menn deili um verðlagseftirlit en heppilegast fyrir neytendur alla að menn séu ekki að véfengja eftirlitið sem slíkt. Verslanir og birgjar taki á sig hækkanir Björgvin G. Sigurðsson Krónan og skattalækk- un veita visst svigrúm FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur sent frá sér túlkun á ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki um atkvæðisrétt í sparisjóðum. Þar segir að ein- stökum stofnfjáreiganda sé aldrei heimilt, einum sér eða í samstarfi við aðra aðila, þ.e. beint eða óbeint, að fara með meira en 5% af heildar- atkvæðamagni í sparisjóði. Skv. upplýsingum frá FME taldi eftirlitið þörf á því að skýra ákvæði þessara laga nánar (í 70. og 75. gr. laga nr. 161/2002) í tilefni þess umróts og breytinga sem eiga sér stað hjá sparisjóðum landsins. Meðal annars hafa komið upp deilur um atkvæðisrétt og hverjir teljast tengdir aðilar þeg- ar kemur að atkvæðamagni. Hafa þær deilur m.a. staðið yfir innan Sparisjóðs Skagafjarðar, sem heldur aðalfund sinn í dag, en þar stendur til sam- runi við Sparisjóð Siglufjarðar. Í umfjöllun FME eru raktar þær breytingar sem orðið hafa á lögum um fjármálafyrirtæki, varðandi atkvæðisrétt í sparisjóðum og stuðla hafi átt að meiri valddreifingu innan sjóðanna. Síðustu breytingar voru gerðar fyrir fimm árum en tilgangur þeirra var að koma í veg fyrir að far- ið væri í kringum reglur um hámark atkvæðis- réttar með eignarhaldi tengdra aðila á eign- arhlutum. Breyttu ákvæði var einnig ætlað að stuðla að því að fleiri einstaklingar eða lögaðilar sæju sér fært að festa fjármuni sína í sparisjóðum. Tekur FME dæmi um stofnfjáreiganda sem fari með 5% atkvæðisrétt í sparisjóði vegna eigin bréfa. Sami eigandi sé jafnframt framkvæmda- stjóri fyrirtækis sem eigi stofnfé í sama sparisjóði er veiti því 2% atkvæðisrétt. Þrátt fyrir þetta er viðkomandi framkvæmdastjóra óheimilt með öllu að fara með meira en 5% atkvæðismagn í sjóðn- um. Aldrei meira en 5% atkvæða í sparisjóði ♦♦♦ BRÆÐRABYLTA, stuttmynd eft- ir Grím Hákonarson, vann til verðlauna í flokki leikinna stutt- mynda á Melbourne International Film Festival sem nú stend- ur yfir í Melbourne í Ástralíu en þar eru sýnd- ar myndir frá fleiri en 50 löndum. Verðlaunin veita Bræðrabyltu þátttökurétt í forvali til Óskarsverðlauna. Ís- lendingum gefst færi á að sjá myndina á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík sem fram fer 27. september til 7. október næstkomandi. Íslensk mynd í Óskarsforval Gunnar Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.