Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 6

Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR nokkur hluti af bókagjöfinni góðu. Séra Þórsteinn Ragnarsson, stjórnarformaður minningarsjóðs- ins, sagði það alltaf hafa verið vilja föður síns að Hólaprentinu yrði ekki skipt heldur fengi það í heild sinni varanlegan stað „heima á Hólum“. Sagði hann það oft hafa komið til umræðu þeirra á milli á hvern hátt mætti gera þessar gersemar að- gengilegar fyrir fræðimenn og aðra þá sem fýsti að skoða hinar fornu bækur, en með nútímatækni væri nú svo komið að þetta væri vel gerlegt. Hefði minningarsjóðurinn gengið til samstarfs við hugbúnaðarstofn- unina Gagarín varðandi gerð marg- miðlunarpakka sem nú hefði verið settur upp og opnaður og yrði á allra næstu dögum aðgengilegur fyrir hvern þann sem hug hefði á að skoða hið forna prent. Um er að ræða þrjátíu bækur, sem Þórsteinn sagði ekki endilega vera mestu gersemarnar, heldur hefðu Eftir Björn Björnsson VIÐ athöfn í Auðunarstofu á Hólum bauð Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup gesti velkomna og sagði að nú, sem alltaf á Hólahátíð, væri mikill gleðidagur. Minntist hann þess að nákvæmlega eitt ár væri liðið frá því að forsætisráð- herra, Geir H. Haarde, hefði afhent Hóladómkirkju að gjöf hið mikla og ágæta safn séra Ragnars Fjalars Lárussonar af Hólaprenti hinu forna, en þegar sú gjöf var afhent var jafnframt tilkynnt að stofnaður hefði verið minningarsjóður um séra Ragnar Fjalar af eiginkonu hans, Herdísi Helgadóttur, og Herði bróð- ur hennar. Vildi að safnið yrði á Hólum Nú væri komið að öðru ánægju- legu tilefni, en það væri útgáfa margmiðlunarefnis, þar sem að- gengilegur væri á tölvutæku formi þær verið valdar með það í huga að spanna prentsöguna og aldarhátt frá sextándu öld til miðrar nítjándu aldar. Býður upp á mikla möguleika Þórsteinn sagði að hér væri að- eins um að ræða byrjun á miklu stærra verkefni og sagðist sjá fyrir sér mjög mikla möguleika, bæði til rannsókna á Hólum, en einnig taldi hann að skólar landsins mundu nýta þennan möguleika vel, og ekki síður erlendir fræðimenn, enda vefurinn aðgengilegur hvar sem er í heim- inum. Þá afhenti hann Jóni Aðalsteini biskupi disk með efni því sem um er að ræða og þakkaði biskup þessa forkunnargóðu gjöf. Að lokum afhjúpuðu þau Herdís og Hörður snertiskjá þar sem gestir geta skoðað og flett hinum gömlu bókum og á þann hátt séð hvað um er að ræða. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hið forna Hólaprent í margmiðlunarútgáfu Gjöf Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup tekur við margmiðlunar- diski hjá séra Þórsteini Ragnarssyni við athöfn í Auðunarstofu á Hólum. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra sagði í ræðu sinni á Hólahátíð í gær að byggðastefna á Íslandi ætti í grund- vallaratriðum aðeins að snúast um tvennt, samgöngur og menntun. „Komum sam- göngumálum í lag í öllum landshlutum – þ.á m. háhraðanettengingum – byggjum upp kraftmikil háskólasetur og þá mun önnur atvinnustarfsemi, verslun og viðskipti fylgja í kjölfarið. Fólkið á stöðunum mun sjá til þess. Um þetta ber háskólinn á Hólum órækt vitni.“ Hún sagði byggðir sem áður hafi vaxið og dafnað geta breyst í jaðarsvæði sem eigi sér lítillar viðreisnar von. „Þegar ástæður þessa eru skoðaðar rekumst við alltaf á að sama lögmál er að verki, þ.e. staðirnir eða byggðalögin duttu úr alfaraleið, misstu mik- ilvægustu lífæðarnar við aðra landshluta eða útlönd, og tókst ekki að halda í við önn- ur svæði hvað menntun og menningu varð- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ekki hægt að samþykkja aðgerðir Ísraelsmanna Ráðherrann gerði ferð sína til Mið- Austurlanda einnig að umtalsefni og ótryggt ástand sem þar ríkir. Hún sagði að það væri jafnvel hægt að skilja hvers vegna Ísraelar reisi múra til þess að til þess að verja þegna sína. „En það er ekki hægt að samþykkja þessar aðgerðir vegna þess að þær eru í grundvallaratriðum óréttlátar. Þær breyta heimahögum Palestínumanna í fangelsi undir berum himni og öflugu, stoltu menningarsamfélagi í hersetið samfélag reiði, uppgjafar og örvæntingar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Eigum að axla okkar ábyrgð Hún sagði Íslendinga hafa margt að bjóða og víða geta lagt góðum málum lið. Íslendingar gætu tekið sér hlutverk frið- flytjenda, og hún minnti viðstadda á að síð- ustu menn undir vopnum á Íslandi hefðu verið afvopnaðir á Hólum um miðbik sex- tándu aldar. Hún nefndi einnig að Íslend- ingar gætu staðið vörð um alþjóðalög því smáþjóðir ættu allt undir því að valdi séu takmörk sett. „Við Íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóðasamfélagsins til okkar taka hvort sem er fyrir botni Mið- jarðarhafs, í Afríku eða í Evrópu og við eig- um að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við eigum að axla okkar ábyrgð sem full- valda, menntuð og auðug þjóð sem veit að henni var mikið gefið og hún verður mikils krafin. Það á að vera samgróið vitund þeirra ungu Íslendinga sem nú vaxa úr grasi að hinum íslenska þegnrétti þeirra fylgi ljúfar skyldur bæði heima og heiman,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún segir verslun og viðskipti fylgja í kjölfarið á bættum samgöngum og meiri menntun Samgöngur og menntun lykilatriði Morgunblaðið/Björn Björnsson Hólahátíð Ingibjörg Sólrún talaði um byggðastefnu á Íslandi og ferð sína til Mið-Austurlanda. BLÁSIÐ var til mikillar hátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn í tilefni áttræðisafmælis Taílandskonungs, Bhumibol Adulayadej, á þessu ári. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa. Haldin var tísku- og danssýning auk þess sem söngatriði voru flutt. Að hátíðinni stóðu Búddistafélag Íslands, Taílensk- íslenska félagið og Aðalræðisskrifstofa Taílands á Ís- landi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hátíð af konunglegu tilefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.