Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 15

Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 15 MENNING TVEIMUR árum eftir að fellibyl- urinn Katrína lagði stóran hluta New Orleans í rúst eru fyrstu skáldsögurnar um atburðinn að koma út en þegar hafa komið út þó nokkrar minningabækur og annað óskáldað. James Lee Burke hefur gefið út smásagnasafnið Jesus Out to Sea en í titilsögunni eru tveir tónlistarmenn stranda- glópar á húsþaki og spila kveðju- söng til borgarinnar sem er að hverfa fyrir augum þeirra. Heart Like Water er skáldævisaga Jos- hua Clark um atburðina þar sem hann þvælist milli kunningja í franska hverfinu þar sem hann hafði áður unnið sem barþjónn. Þá er Tom Piazza að vinna að skáld- sögu en hann hefur áður gefið út Why New Orleans Matter, skrifuð á aðeins fimm vikum í reiðikasti eftir hamfarirnar. Fellibylja- bækur Stræti New Orleans 12.00 – Tónlistarandakt Sr. Birgir Ásgeirsson Félagar úr Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag 14.00-17.00 – Meistaranámskeið I Christopher Herrick kennir á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju 19.00 – Skálholtsdómkirkja messa í h-moll BWV 232 eftir J.S. Bach Flytjendur: Monika Frimmer, Robin Blaze, Gerd Türk, Peter Kooij, Alþjóðlega barokk- sveitin í Den Haag og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Allir viðburðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Nánari upplýs- ingar á www.kirkjul- istahatid.is KIRKJULISTAHÁTÍÐ 11.-19. ÁGÚST 2007 Mánudagur 13. ágúst Á miðvikudag klukkan 20:00 verður sýnd í Tjarnarbíói verð- launamyndin Vier Minuten eft- ir Chris Kraus sem hlaut kvik- myndaverðlaun kirkjunnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík í október 2006. Innlýsingar og umræður fara fram að sýningu lokinni. Loks verður miðnætursýning fimmtudaginn 16. ágúst kl. 23.00 á meistaraverkinu Jó- hönnu af Örk eftir Carl Theodor Dreyer. Myndin verður sýnd í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Flytur organistinn Wilfried Kaets eigin tónlist við mynd- ina á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Kvikmyndir Erlendar kvik- myndaperlur Chris Krauss ÚT er komið þrettánda bindi af Borgfirskum æviskrám á veg- um Sögufélags Borgarfjarðar. Hefur það að geyma æviskrár um 900 einstaklinga með nöfn- um er hafa upphafstafi Þ, Æ og Ö, og er þar með lokið stafrófs- röð æviskránna, en fyrsta bindið kom út 1969. Frumkvöðlar verksins og fyrstu höfundar voru ættfræð- ingarnir Aðalsteinn Hall- dórsson, Ari Gíslason og Guðmundur Illugason, sem nú eru allir fallnir frá, en að þeim látnum héldu þær Sveinbjörg dóttir Guðmundar og Dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir áfram verkinu. Sagnfræði Útgáfu borgfirskra æviskráa lokið Borgarfjörður Mannfræðingar á Íslandi munu koma saman til að kynna viðfangsefni sín á ráðstefnu í Háskóla Íslands 16. og 17. ágúst nk. Komið verður víða við, bæði í fræðilegum skilningi og landfræðilegum. Á dagskrá verða erindi sem fjalla um allt frá innflytjendamálum og kynjafræði til ímynda og efnis- menningar. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til ráðstefnu hér á landi þar sem tekið verður á hinum ýmsu fræðilegu nálgunum sem mannfræðin býður upp á. Frekari upplýsingar fást á heimasíðu Reykja- víkurakademíunnar, www.akademia.is. Mannfræði Ráðstefna um mannfræði Háskóli Íslands Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „Hér ligg ég í fínu rúmi í hótelher- bergi í Helsinki og spyrðu eins og þig listir,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir þegar ég falast eftir viðtali. Afslöpp- unin er sjaldgæf enda er hún í tveggja mánaða sumarfrí sem er það lengsta sem hún hefur á ævinni tekið. Helsinki-ferðin er þó vinnutengd því þar var verið að opna sýningu á verk- um Kristínar í International Cultural Center Caisa en það gallerí einbeitir sér að því að kynna erlenda listamenn fyrir Finnum. Landslagið inni í manneskjunni Yfirskrift sýningarinnar er Fjalla- landið og undirtitillinn er „Hægt verð ég að fjallinu.“ Þetta Fjallaland er þó ekki endilega Ísland. „Þegar íslensk- ur listamaður er að vinna landslags- verk er auðvelt að falla í það að tengja það beint við íslenska náttúru og það er hún sem við Íslendingar erum allt- af svolítið mikið að „prómótera.“ En þetta hefur í raun ekkert með hana að gera og ég finn að það vekur svolitla athygli ytra, þetta er Íslendingur að ganga út frá náttúrunni inni í sér en auðvitað undir áhrifum þess að vera fæddur á Íslandi en hefur þó ekkert með íslenska náttúru að gera.“ Til- gáturnar eru ýmsar, blaðamanni dettur í hug norsk fjöll Péturs Gauts, finnsk fjöll Kalevala-ævintýranna eða fjöllin úr Elsku Míó minn, Kristín segir mér frá öðrum sem tengdu þetta bæði Sínaí-skaga og æv- intýralöndum Tolkiens. En eitt kem- ur þó oftast upp: ævintýrið, ímynd- unaraflið. „Fjallalandið er til komið vegna þess að ég er að fjalla um hið innra landslag, landslag manneskj- unnar innra með sjálfri sér, tilfinn- ingar í gegnum ákveðin tímabil í líf- inu.“ Viðbrögðin við myndunum segir hún svipuð ytra og hérlendis, „það er svo margt sameiginlegt með Finnum og Íslendingum en það er dálítið per- sónubundið hvernig fólk upplifir verkið. Þetta eru torfærurnar inni í þér og annað hvort tengir fólk við þetta strax eða alls ekki.“ Vegurinn til Róm Kristín er fædd á Akureyri en eftir myndlistarnám hérlendis þá hleypti hún heimdraganum árið 1987 og fór til Ítalíu til þess að læra myndlist og draga í sig andrúmsloft endurreisn- arinnar. „Flestir voru að fara til Þýskalands, Hollands, Skandínavíu eða Ameríku en ég vildi prófa eitt- hvað annað. Ég bjó þarna í átta ár í Flórens og Róm og náði ákveðnum þroska þar sem myndlistarmaður sem myndaði minn bakgrunn í mynd- list. Ég fann fyrir sérstöðu minni sem Íslendingur, sem kona og sem útlend- ingur í ákveðnum kringumstæðum og þróaði út frá þessari reynslu mitt eig- ið myndmál.“ Kristínu gengur ágætlega að lifa á listinni. „Ég hef verið alveg óskap- lega heppin og alltaf verið mjög vel tekið. Ég er einstæð tveggja barna móðir og næ að lifa af þessu en það þarf vissulega brjálæðislega mikla vinnu og heppni til. En maður er bara bjartsýnn og heldur áfram því maður kann ekkert annað. Ég hef engar áhyggjur af sýningum í framtíðinni, helsta vandamálið er hvað myndirnar eru lengi í vinnslu þannig að ég næ að framleiða frekar lítið og er mjög lengi að vinna upp í sýningu.“ Kaupþing í London er styrktaraðili sýning- arinnar í Finnlandi og segir Kristín þá hafa staðið mjög vel á bak við sig. „Mér finnst mjög grand fyrir svona lítið land hvað þeir eru að gera þetta flott.“ Verkin eru flest stór olíumálverk unnin á striga en einnig eggtempera á tré og eru unnin á eins og hálfs árs tímabili. Kristín sýnir í Gallerí Tur- pentine í nóvember og reiknar með að það verði nokkurn veginn sömu myndir og í Finnlandi en einnig má sjá myndirnar á heimasíðu hennar. Fjallið í manneskjunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Óíslensk fjöll Kristín teiknar fjallamyndir án landamæra. www.kristing.is Rauð fjöll Olíumálverk málað í ár Nýlega var ráðist á málverk að verð- mæti 1,7 milljón punda, eða næstum 227 milljónum íslenskra króna. Fórnarlambið er portrettsmynd eftir málarann Sir Joshua Reynolds af skáldinu og fræðimanninum Samuel Johnson. Er talið að spell- virkinn hafi veist að listaverkinu með hamri skömmu fyrir lok- unartíma National Portrait- gallerísins í Lundúnum. Talsmaður safnsins kvað upphafs- athuganir benda til þess að unnt yrði að bæta fyrir skemmdirnar og koma verkinu að nýju í upprunalegt horf. „Glerið var brotið og hluti strig- ans skaddaður,“ lýsti talsmaðurinn yfir. „Í ljósi frægðar fyrirsætu og listamanns þá er verkið einn hinn prýðilegasti dýrgripur í safni okk- ar.“ Lögð hefur verið fram kæra á hendur árásarmannsins. Þær hvatir sem fengu hann til að drýgja ódæðið hafa ekki verið skýrðar. Barði málverk með hamri Málverkið Nærmynd af Samuel Johnsons í túlkun málarans Sir Jos- hua Reynolds Á VEF fjölmiðilsins New York Times má finna athyglisverða grein sem kvikmyndaleikstjór- inn Woody Allen ritar í kjölfar fráfalls Ing- mars Bergmans hinn 30. júlí síðastliðinn. Lýsir Allen þar kynnum sínum af meistaranum auk hins snilldarlega handbragðs sem hann telur Bergman hafa búið yfir. Kallast grein Allens „The Man Who Asked Hard Questions“. Þar segir Woody meðal annars um Berg- man: „Ég reyndi að fylgja fordæmi hans og vinna verk mín eins vel og mér framast var unnt hverju sinni; reyndi að láta hvorki glepj- ast af hinum kjánalega heimi vinsældanna né detta í hlutverk „glans“-leikstjórans; gerði bara kvikmyndir og sinnti svo hinni næstu að einni lokinni. Bergman gerði um það bil 60 kvikmyndir, ég hef gert 38. Nái ég ekki sömu hæðum og hann hvað gæði snertir, þá get ég þó alltjent kannski nálgast framleiðslumagn- ið.“ Woody Allen ritar um Bergman Bergman Allen fer um hann fögrum orðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.