Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er stór stund og ég er ánægður með að við skyldum hafa gefið okkur nægan tíma í verkið,“ sagði Curtis Olafson, formaður kirkjunefndar Eyford í Þingvalla- sveit í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum, eftir að minnismerki um Þingvallakirkju var afhjúpað þar sem kirkjan stóð. Menningararfleifð Þingvallakirkja, lúterska kirkjan í Eyford, var eitt helsta kennileiti ís- lensku byggðarinnar í nágrenninu og einn helsti fjársjóður íslenskrar menningararfleifðar í Norður- Dakóta. Íslendingar fluttu fyrst til svæðisins frá Kanada 1878, kirkju- söfnuðurinn í Eyford var stofnaður 1889 og kirkjan byggð 1892 og 1893. Hún var vígð 9. ágúst 1893 og um 110 árum síðar brann hún til kaldra kola þegar unnið var við endurbætur á henni. Kirkjan stóð austan við þjóðveg númer 32, um 6 km sunnan við Mountain. Norðan við hana var reist minnismerki um skáldið Káin, Krist- ján Níels Júlíus, 1936 og var það lag- að og endurgert 1999. Minnismerkið slapp við skemmdir í brunanum 3. júní 2003 en eftir hann var þegar farið að huga að uppbyggingu svæð- isins. Til greina kom að reisa nýja kirkju en fljótlega var ákveðið að koma þess í stað upp minningarreit á svæðinu. Sumarið 2004 var sáð í reitinn og nú eru þar villtar plöntur sem eru einkennandi fyrir Norður- Dakóta. Upplýsingaskilti og myndir segja sögu svæðisins og ekki síst ís- lensku frumbyggjanna auk tengsla við Ísland. Um tveggja metra há eft- irlíking úr bronsi af Kristsstyttu eft- ir Bertel Thorvaldsen var síðan af- hjúpuð á reitnum föstudaginn 3. ágúst síðastliðinn en um það sáu listamaðurinn Dee Jay Bawden frá Utah, sem gerði eftirlíkinguna, og Pam Furstenau að viðstöddu miklu fjölmenni. Þakkir Hin árlega Íslendingahátíð í Mountain fór nú fram í 108. sinn og að þessu sinni voru sérstakir heið- ursgestir þeir Geir H. Haarde, for- sætisráðherra, og John Hoeven, rík- isstjóri Norður-Dakóta. Vegna afhjúpunar minnismerkisins bárust meðal annars kveðjur frá forseta Ís- lands Ólafi Ragnari Grímssyni, bisk- upi Íslands Karli Sigurbjörnssyni og Ólafi Skúlasyni biskup. Curtis Olafson segir að íbúar þessa litla samfélags séu mjög þakk- látir fyrir kveðjurnar og komu gest- anna frá Íslandi í tengslum við af- hjúpun minnismerkisins. Það væri mikill heiður að fá forsætisráðherra, ríkisstjóra og sendiherra Íslands í heimsókn og ákveðnum kafla væri lokið. Margar hugmyndir hefðu ver- ið á lofti um uppbygginguna eftir brunann og vonandi hefðu þær bestu orðið ofan á. „Upplýsingaskiltin og myndirnar halda ekki aðeins sögu Þingvallakirkju á lofti heldur sögu íslenska landnámsins á svæðinu.“ Ljósmynd/Kent Lárus Björnsson Minningarreiturinn Villtar plötnur, upplýsingaskilti með texta og myndum auk Kristsstyttunnar prýða svæðið þar sem Þingvallakirkja stóð áður. Ljósmynd/Susan Powers Minnismerki Listamaðurinn Dee Jay Bawden við eftirlíkinguna af Krists- styttu Bertels Thorvaldsens þar sem áður var Þingvallakirkja í Eyford. Minnismerki afhjúpað um Þingvallakirkju og landnámið Ljósmynd/Susan Powers ÚR VESTURHEIMI Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Akranes | Fáir ef nokkir hafa eins gaman af því að eiga afmæli eins og hún Guðríður Haraldsdóttir betur þekkt sem Gurrí Har, sú sama og bloggar frá Himnaríki á Mogga- blogginu við miklar vinsældir. Hún hélt upp á afmælið sitt í gær í tutt- ugasta skiptið í röð frá því hún varð 29 ára. Og Gurrí heldur alltaf stór- afmæli og fær um 60-80 gesti í hvert sinn. Þess má einnig geta að margir bloggvinir komu og kættust í af- mælinu. En er ekki Gurrí bara að sækjast eftir afmælisgjöfum með þessum veisluhöldum? ,,Nei, veistu,“ segir Gurrí ,,ég á nóg af kertastjökum, en ég er ógurlega fé- lagslynd og finnst gaman að fá gesti. Upphaflega fór ég að halda upp á afmælið af því að ég hafði kynnst svo mörgu frábæru fólki þarna í kringum 1986 og langaði að halda veislu. Ég er heldur ekkert fyrir fyllirí og finnst kaffi mun betra en vín. Enda passa ég alltaf upp á að hafa mjög gott kaffi í mín- um veislum. Sumir hafa til dæmis rándýrt bakkelsi en klikka á kaffinu en ég er ekki svoleiðis. Gestirnir mínir tárast af unaði þegar þeir drekka kaffið mitt.“ Fjórum dögum eldri en Madonna Gurrí upplýsir leyndardóminn á bak við kaffið en hún býður upp á Expresso Krakatá frá Kaffitári sem hún segir ekki geta klikkað. ,,Svo finnst mér heldur ekkert leiðinlegt að eldast, ég minni sjálfa mig á að ég er bara fjórum dögum eldri en Madonna og sjáðu hvað hún er að gera, hlaða niður börnum og skemmta sér.“ Dagurinn í gær var ákaflega ánægjulegur segir Gurrí, afmæl- isveislan hófst klukkan þrjú og stóð fram á kvöld. ,,Reyndar fór minna kaffi en venjulega en ég held kannski að ástæðan hafi verið veð- urblíðan. Hins vegar fór mikið af kóki og brauðterturnar voru búnar fyrir klukkan sex.“ Gurrí hefur fyrir sið að panta eina stóra marsípantertu fyrir hvert afmæli og hefur hún haft nokkuð sérstakar áletranir á þeim. Í ár stóð á tertunni ,,Elsku Þrúða, láttu þér batna“. Gurrí segir húmorinn um ódýra tertu ráða ríkjum og það þema hafi gilt í nokkur ár. ,,Eitt ár- ið stóð á tertunni: Dofri Hvannberg, til hamingju með fyrsta fallhlíf- arstökkið“ og einhverjir héldu virki- lega að ég hefði fengið tertuna ódýrt.“ Gurrí hlær og bætir við að á fyrstu tertunni hafi staðið „29 ára í fyrsta sinn“ en árið eftir ,,þrítug og enn þokkafull“. Einn siður varðandi afmælið er á undanhaldi en það er að afmælið hefur verið fullorðinsafmæli og börn ekki velkomin. ,,Þetta er ekki vegna þess að ég sé ekki hrifin af börnum, heldur var það þannig að ég bjó í 56 fermetra íbúð lengst af og þá var varasamt að hafa börn í veislunum. Þau voru hreinlega gengin niður og svo var að hellast niður appelsín og svoleiðis, þannig að ég tók fyrir að gestir kæmu með börnin með sér. Hins vegar er rýmra í Himnaríki og nú hef ég gefið grænt ljós á börn og meira segja stungið því að gestunum að koma með þau með en flestir vilja nú bara hafa þetta áfram fullorðinsafmæli,“ segir Gurrí. ,,En talandi um litlu íbúðina mína, þá er mér minnistætt að eitt árið þegar margir gestir voru komnir í afmælið og fleiri bættust við þurfti ég að hrópa inn og biðja fólkið að færa sig aftar, bara eins og í strætó.“ Reikna með fleiri gestum að ári Að ári nær Gurrí nýjum tug. Hvernig ætlar hún að halda upp á það? ,,Ég kann svo vel við mig í Himnaríki,“ segir hún og er að tala um íbúðina sína við Langasandinn, ,,útsýnið er svo æðislegt og svo er komin hefð á svona kaffi og köku- afmæli heima hjá mér sem ég ætla bara að halda mig við. En ég reikna samt með fleiri gestum að ári af því ég á stórafmæli.“ Afmælisbarn í Himnaríki Morgunblaðið/Guðrún Vala Bloggvinkonur Guðríður heldur alltaf stórafmæli. Með henni eru Anna Kristjánsdóttir og Sigríður Jósefsdóttir. Vinkonur Guðríður Haraldsdóttir afmælisbarn og Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur. xxxxxxxxxxxxx Tertan Þrúða, láttu þér batna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.