Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 20
20 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
OPIÐ ÞJÓÐFÉLAG
Eitt helzta einkenni á þróunvestrænna lýðræðisþjóð-félaga síðustu áratugi er opn-
un þeirra. Öll umfjöllun um sameig-
inleg málefni borgaranna er miklu
opnari en áður og vaxandi stuðningur
er við hið beina lýðræði, þar sem
kjósendur taka sjálfir ákvörðun um
meginmál í almennum kosningum.
Netið á býsna mikinn þátt í þessari
þróun m.a. vegna þess að Netið gerir
opinberum aðilum kleift að opna al-
menningi aðgang að margvíslegum
upplýsingum, sem áður voru á fárra
höndum. Þannig hafa mörg sveitar-
félög á Íslandi nýtt sér þessa mögu-
leika Netsins til þess að greiða að-
gang borgaranna að upplýsingum,
sem þeir þurftu áður að hafa meira
fyrir að fá.
Sumir segja að flestar nýjar hug-
myndir um þróun samfélaganna eigi
rætur að rekja til hugmyndasmiða í
Bandaríkjunum og þá sérstaklega til
Kaliforníu. Þar sé að finna mestu
uppsprettu nýrra hugmynda um sam-
félagsþróunina auk hugmynda um
nýja tækni og nýtingu hennar í þágu
almennings.
Nú eru Bandaríkjamenn að ganga
á undan með góðu fordæmi og ganga
enn lengra en áður í að nýta Netið
sem upplýsingagjafa fyrir almenning
um leið og þjóðfélagið verður enn
opnara en það þó er nú.
A.m.k. fimm ríki í Bandaríkjunum
eru að lögfesta ákvæði í fylkislögum,
sem kveða á um að almenningur skuli
hafa enn meiri aðgang en hann hefur
haft hingað til um málefni ríkjanna.
Ríkisstjórinn í Texas, sem er
repúblíkani hefur opnað netaðgang
að upplýsingum um öll útgjöld skrif-
stofu ríkisstjórans. Aðrir háttsettir
embættismenn í Texas hafa fylgt í
kjölfarið.
Ríkisstjóri Indíana, sem einnig er
repúblikani hefur sett á Netið upp-
lýsingar um alla samninga, sem fylkið
gerir, hverju nafni sem nefnast.
Ríkisstjóri Missouri, sem kemur úr
repúblikanaflokknum hefur gengið
lengst og opnað mest af upplýsingum
fyrir almenning.
Frá þessu er sagt í athyglisverðri
grein í Financial Times sl. fimmtu-
dag. Þar kemur einnig fram, að auð-
vitað eru til andstæðingar þessarar
upplýsingagjafar, sem hafa haldið því
fram, að hér væri um mjög kostnað-
arsama aðferð að ræða. Það hefur
þegar verið afsannað.
Nú er spurningin þessi: Hvaða
sveitarfélag á Íslandi verður fyrst til
að galopna allt, sem varðar viðkom-
andi sveitarfélag með opnum aðgangi
íbúanna að öllu, hverju nafni sem
nefnist, hvort sem um er að ræða
samninga, sem gerðir eru við einka-
aðila um margvíslega þjónustu eða
risnukostnað stjórnenda sveitarfé-
laganna, svo dæmi séu nefnd?
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Tæknin er fyrir hendi. Þetta er bara
spurning um að stíga hið endanlega
skref í opnum Netaðgangi íbúa hvers
sveitarfélags að upplýsingum um
sameiginleg málefni.
PAKISTAN OG AFGANISTAN
Það hefur orðið æ ljósara á und-anförnum vikum og mánuðum,
að framvinda mála í þremur ríkjum,
Írak, Afganistan og Pakistan, gæti
haft mikil áhrif á þróun alþjóðamála á
næstu mánuðum og misserum. Í Írak
er orðið nokkuð ljóst, að Bandaríkja-
menn ráða ekki við að kveða niður
borgarastríðið, sem þar er skollið á. Í
Afganistan mæta hersveitir, sem
berjast undir merkjum Atlantshafs-
bandalagsins vaxandi mótspyrnu tal-
ibana og varðandi Pakistan eru
sterkari grunsemdir en áður um að
þar sé ekki allt með felldu og að ráð-
andi öfl kunni að leika tveim skjöld-
um.
Í gær gerðist það hins vegar, að
Musharraf, forseti Pakistans, sem á
undir högg að sækja heima fyrir, við-
urkenndi í fyrsta sinn, að skýringin á
auknum styrkleika talibana kunni að
vera í Pakistan og stuðningi sem tal-
ibanar og liðsmenn Osama bin Laden
fái í landamærahéruðum Pakistans
og Afganistans.
Þessi yfirlýsing forseta Pakistans
er mikilvæg vegna þess, að hún er
vísbending um, að Bandaríkjamenn
séu að leggja þann þrýsting á ríkis-
stjórn Pakistans, að hún komizt ekki
hjá því að taka afstöðu.
Í fyrsta sinn í sögu utanríkismála
okkar Íslendinga frá lýðveldisstofn-
un skiptir það okkur beint máli hvað
gerist á svo fjarlægum slóðum. Í
fyrsta lagi vegna þess að við erum
beinir aðilar að þeirri ákvörðun Atl-
antshafsbandalagsins að blanda sér
inn í átökin í Afganistan. Og í öðru
lagi vegna þess að nokkrir Íslending-
ar eru við störf í Afganistan og
ómögulegt að vita hvenær þeir kom-
ast skyndilega í meiri hættu en gert
hefur verið ráð fyrir.
Ef Musharraf og hans menn hætta
að leika tveim skjöldum og taka af-
stöðu með Bandaríkjamönnum og
Atlantshafsbandalaginu getur
ástandið í þessum heimshluta gjör-
breytzt. Þá aukast líkurnar á því að
koma megi talibönum á kné og jafn-
framt verða meiri líkur á að Osama
bin Laden náist en segja má að hann
hafi haft voldugustu þjóð veraldar að
fífli síðustu sex árin. Hver hefði trúað
því eftir 11. september að Banda-
ríkjamenn gætu ekki náð einum
manni?!
Í þessu samhengi er ljóst að yfir-
lýsing forseta Pakistans í gær er
mjög mikilvæg. Í krafti hennar geta
miklir atburðir gerzt. Hún er vís-
bending um að nánara samráð sé á
milli Pakistana og Bandaríkjamanna
en áður enda hafa dagblöð í Pakistan
upplýst að utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og forseti Pakistans hafi tal-
að saman í síma þrisvar sinnum sama
daginn núna fyrir helgi.
Nú eru meiri líkur á því en fyrir
viku að Atlantshafsbandalagið geti
losnað úr því kviksyndi, sem það hef-
ur verið að sökkva í í Pakistan.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Nokkur umræða hefur orð-ið um ofbeldi og annanólifnað sem virðist tengj-ast skemmtanahaldi í
miðborg Reykjavíkur órjúfanlegum
böndum. Í umræðunni hefur þó bæði
skort réttar upplýsingar og raun-
hæfa greiningu á stöðu mála í mið-
borginni. Þar hafa ekki heldur verið
kynntar raunhæfar tillögur um
lausnir á þeim vanda sem við er að
fást. Í þessari grein verður gerð til-
raun til þess að koma staðreyndum
um stöðu mála í miðborginni á fram-
færi, um leið og vakið er máls á leið-
um og úrræðum til að uppræta þá
ómenningu sem þar því miður þrífst.
Lögreglan hefur lagt og mun leggja
sitt af mörkum í þeim efnum en ár-
angur næst ekki án virkrar aðkomu
borgaryfirvalda og þeirra sem
stunda veitinga- og skemmtistað-
arekstur í miðborginni og stefna
þangað þúsundum einstaklinga um
hverja helgi.
Hin raunverulega staða
Tölur upplýsinga- og áætl-
anadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu sýna, að ofbeld-
isbrotum á höfuðborgarsvæðinu
hefur fækkað jafnt og þétt á und-
anförnum árum. Þessar tölur bera
einnig með sér að minni háttar of-
beldismálum hefur fjölgað á þessu
ári en sú fjölgun virðist vera hlut-
fallslega meiri á öðrum stöðum á
höfuðborgarsvæðinu en í miðborg
Reykjavíkur. Að sama skapi sýna
þessar tölur að alvarlegum ofbeld-
isbrotum hefur fækkað umtalsvert á
fyrstu sex mánuðum
ársins samanborið við
sama tímabil í fyrra,
hvort heldur horft er
til miðborgarinnar
eða annarra svæða á
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt tölunum
eru flest ofbeld-
isbrotin í miðborginni
framin að næturlagi
um helgar en þar sker
miðborgin sig úr í
samanburði við önnur
svæði. Hlutfall of-
beldisbrota í mið-
borginni sem framin
eru frá miðnætti fram
til klukkan sex að
morgni hefur hækkað
á síðustu árum. Sjá
nánar í meðfylgjandi
töflum 1-5.
Tölurnar segja
okkur margt en ekki
alla söguna. Ásýnd
miðborgarinnar og
gesta hennar síðla
nætur um helgar er
vægast sagt ömurleg.
Rusl, glerbrot, mat-
arleifar, sígarettur og
tóm áfengisílát flæða
um gangstéttar og
götur. Um helgar fara stórar og
smáar vinnuvélar yfir miðborgina á
hverjum morgni til að þrífa óþrifn-
aðinn eftir hina skemmtanaglöðu.
Þetta reglubundna hreinsunarstarf
minnir á foreldri sem fyrir löngu
hefur gefist upp á því að nöldra í
barninu vegna sóðaskapar og þrífur
þess í stað hljóðlega upp skítinn eftir
það.
Margt hefur batnað á liðnum ár-
um en engu að síður þarf að gera
betur í miðborginni. Að því verki
þurfa margir að koma, en fyrst og
fremst þeir, sem stefna mannfjölda í
miðborgina til skemmtanahalds um
hverja helgi. Þar er ábyrgð borg-
aryfirvalda og rekstraraðila veit-
inga- og skemmtistaða mest. Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu leikur
þar einnig hlutverk og hefur þegar
hafist handa við verkefni sem beint
og óbeint hafa að
markmiði að bæta
stöðu mála í miðborg-
inni og annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu.
Hlutverk borgaryf-
irvalda
Borgaryfirvöld hafa
með skipulagsákvörð-
unum stuðlað að mikilli
fjölgun veitinga- og
skemmtistaða í mið-
borginni. Borgaryf-
irvöld verða jafnframt
að tryggja að rekst-
urinn þrífist og dafni
án teljandi tjóns fyrir
gesti staðanna, íbúa á
svæðinu og þeirra
eignir. Mikilvægt er að
borgaryfirvöld marki
sér skýra stefnu um
mannlíf í miðborginni
og þar á meðal um tak-
markanir vegna starf-
semi veitinga- og
skemmtistaða. Meta
ber reynsluna af
löngum afgreiðslutíma
skemmtistaða í mið-
borginni og breyta
honum, ef matið leiðir í
ljós, að þar hafi verið gengið of langt.
Að sama skapi þarf að huga að fjölda
og gerð skemmtistaða í miðborginni.
Borgaryfirvöld þurfa að ákveða,
hvort beina eigi starfsemi dansstaða
og næturklúbba á önnur svæði í höf-
uðborginni. Meiri dreifing skemmti-
staða um borgina myndi án vafa
bæði bæta ásýnd miðborgarinnar og
auðvelda lögreglu hennar störf.
Veitinga- og skemmtistaðir hafa
ekki einungis áhrif á brag miðborg-
arinnar um nætur og helgar heldur
einnig virka daga. Mikið hefur borið
á kvörtunum vegna ónæðis í
tengslum við rekstur nokkurra veit-
ingastaða í miðborginni. Bent er á,
að ölvaðir gestir umræddra staða
valdi verslunareigendum og við-
skiptavinum þeirra ama og ónæði
um miðjan dag. Eðlilegt er að borg-
aryfirvöld svari þeirri spurningu
hvort rétt sé að veitingast
þessum toga starfi í miðbo
Hlutverk skemmtistað
Þeir sem eiga og reka s
staði í miðborginni bera e
ábyrgð á því ástandi sem
ast um hverja helgi. Þeir h
hagsmuni af því að leggja
mörkum til að bæta borga
Margir hafa í verki sýnt v
axla þá ábyrgð sem rekstr
fylgir og nægir að nefna s
samstarf lögreglu og dyra
mörgum skemmtistöðum
inni. Mörgu öðru þurfa ve
ingamenn þó að sinna mu
gert er, þar á meðal þrifna
mennri umgengni. Bæði þ
auka þrif og hreinsun í kr
staðina meðan þeir eru op
takmarka eftir því sem ko
menn beri áfengi, flöskur
á gangstétt eða götu. Þá b
ingamenn mikla ábyrgð þ
ur að áfengisveitingum og
þeirra til sölu og neyslu fí
mínum huga er nauðsynle
skemmtistaðir marki sér
stefnu um að öll fíkniefnan
Eftir Stefán Eiríksson
» Þörf er á sam-hentu átaki
ábyrgra aðila að
bæta ástandið
um helgar í mið-
borg Reykjavík-
ur og ekki mun
standa á lögregl-
unni í því sam-
starfi sem fram-
undan er.
Stefán Eiríksson
Mynd 3. Fjöldi ofbeldisbrota á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgar
áttu sér stað í janúar til júní 1998 til 2007 og tilkynnt voru til lög
Mynd 5. Hlutfall ofbeldisbrota (217 og 218 gr) sem áttu sér stað á
og sunnudögum í janúar til júní 1998 til 2007 og tilkynnt voru til
Vandi miðbor
og raunhæfar
Mynd 1. Fjöldi ofbeldisbr
regluog áttu sér stað í hv