Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 33

Morgunblaðið - 13.08.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 33 MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Um þessar mundir er öld liðinsíðan Lumiére-bræðurnirfrönsku, sem voru kunnir fyrir kvikmyndir sínar, kynntu í París svonefndar Autochrome- plötur fyrir litljósmyndun. Ljós- myndatæknin var þá komin hátt á sjötugsaldur og hafði tekið stór- stígum framförum en þrátt fyrir mismunandi tilraunir ýmissa hafði ekki fyrr verið kynnt til sögunnar litmyndatækni sem réð ágætlega við allt litrófið. Tveir af merkustu ljósmyndurum þess tíma, menn sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á þróun ljós- myndunar vestanhafs, Alfred Stieg- litz og Edward Steichen, voru báðir í París á þessum tíma. Sá fyrr- nefndi var veikur og komst ekki á kynninguna en Steichen var það hrifinn að hann keypti strax nokkr- ar plötur til að prufa. Fljótlega var Stieglitz farinn að tala fjálglega um þessa nýju litmyndatækni, hann sagði söguna setja hana við hlið hinnar „áhrifamiklu og dásamlegu“ Daguerreo-týpu en það var fyrsta ljósmyndatæknin sem kynnt var ár- ið 1839. Í september þetta sama ár, 1907, var Stieglitz með kynningu á þess- ari nýju tækni í 291, hinu goðsagna- kennda galleríi sínu í New York (hann var fyrstur til að sýna evr- ópska samtímalist þess tíma í Bandaríkjunum; Picasso, Braque og Brancusi og sýndi „Fountain“, hlandskál Duchamps). „Litljós- myndun,“ lýsti hann yfir, „ er nú orðin að staðreynd.“ Þessi saga er meðal margra sem rithöfundurinn Geoff Dyer veltir fyrir sér og leggur út frá í afar frísklegri bók sinni, The Onging Moment. Dyer hefur aldrei átt myndavél sjálfur og segist ekkert kunna að taka myndir, en hann nálgast ljósmyndasöguna á ferskan hátt, vísar í ýmsar áttir og afrakst- urinn er óvenjulega frumleg nálg- un við ýmiss konar þætti í sögu mið- ilsins. Áður hafði Dyer skrifað bókina But Beautiful, þar sem hann nálgast sögu djassins á svipaðan hátt – það er bók sem allir áhuga- menn um djasstónlist ættu að lesa.    En aftur að litmyndunum. Ístutta stund voru Stieglitz, Steichen og félagar þeirra heltekn- ir af „lita-hita“ en hann kulnaði fljótt. Kollegar þeirra, austanhafs og vestan, héldu þó áfram að mynda í lit. Autochrome-tæknin hvarf og aðrar tóku við, þar til árið 1936 kom Kodachrome á markað, best þekkta „slædsfilman“, filma sem átti litmyndamarkaðinn næstu áratugina. Öll þessi tækniþróun breytti þó engu um þá staðreynd að svarthvíta tæknin sat ein að því sem kalla má listræna ljósmyndun. Annar stórmeistari í ljósmyndun þessa tíma, Paul Strand, var á móti litmyndatækninni og sagði um film- una: „Þetta er litunarefni. Það hef- ur enga fyllingu, áferð eða styrk eins og olíulitur. Enn sem komið er bætir þetta aðeins óstjórnanlegum þætti við miðil sem þegar er nógu erfitt að ná valdi á.“ Löngu síðar, árið 1961, var litmyndatæknin stórum betri en þegar Strand var að tjá sig en það breytti engu um skoðun eins mesta snillings sem fór með myndavél á þeim tíma, Roberts Frank. „Svart og hvítt eru litir ljós- myndunar,“ sagði hann. „Fyrir mér tákna þeir þá möguleika vonar og örvæntingar sem mannkynið þarf að takast á við.“ Fyrir meistara hinnar formhreinu ljósmyndunar, Henri Cartier-Bresson, var það nógu flókið að ná skipulagi á óreiðu hversdagslífsins í svarthvítu. „Hugsaðu þér að þurfa að taka tillit til litar ofan á allt þetta.“ Og árið 1969 gaf enn einn stórmeistarinn, Walker Evans, frá sér fræga yf- irlýsingu: „Lit hættir til að spilla ljósmyndun og algjör litur spillir al- gjörlega … Það eru þrjú einföld orð sem lýsa þessu og þeim þarf að hvísla: Litljósmyndun er ruddaleg.“ Þess ber þó að geta að innan nokkurra ára var Evans farinn að beina öllum sínum kröftum að því að taka polaroid-myndir – í lit.    Á þessum tíma var nokkur fjöldiungra bandarískra ljósmynd- ara farinn að vinna markvisst og skapandi með litmyndina og í því ferli að endurmeta hvernig ljós- mynd „mætti“ líta út. Einn þeirra, Joel Sternfeld, hefur líkt aðstæð- unum við trúarhópa í frumkristni, þar sem berjast þurfti við ríkjandi viðhorf – svarthvíta listljósmyndun – og finna nýjar leiðir. Ef líkja má þessari nýju litmyndahreyfingu við trúarbrögð, þá var trúin við- urkennd opinberlega árið 1976 með sýningu á verkum William Eggle- ston í Museum of Modern Art í New York – í skjóli hins nýlátna sýning- arstjóra John Szarkowski. Verk Egglestons voru úr því mikla safni mynda sem hann tók á árunum 1966 til 1974 og er kallað Los Alamos; myndir af hversdags- legum hlutum, fólki og umhverfi í suðurríkjum Bandaríkjanna, mynd- um þar sem liturinn, og furðulegar litasamsetningar, er eitt aðalefni myndanna. Löngum hefur verið ákveðinn rígur milli þeirra sem vinna af list- rænum metnaði með ljósmyndina í svarthvítu og þeirra sem vinna í lit. Gjáin hefur þó þrengst verulega á síðustu árum og nú er svo komið að menn stökkva þar á milli; ólík verk- efni kalla á vissa nálgun, stundum í lit, stundum svarthvíta. Víst er að ljósmyndarar sjá misvel í lit og svarthvítu; sumir sjá formin betur fyrir sér í svarthvítu – sú tækni er mun meira krefjandi formrænt séð – á meðan aðrir sjá útkomuna og myndrammann betur fyrir sér í lit. Það hefur semsagt tekið þessi 100 ár að ná tiltölulega góðum sáttum milli lita og mónókróm-tækninnar í ljósmyndun. Þó fyrr hefði verið. Efni verkanna og útkoma ætti að vera það eina sem skiptir máli. Eða það finnst mér, en sjálfur lifi ég þessa dagana í þessum tveimur heimum, í lit og svarthvítu; er að vinna að tveimur sýningum og sú fyrri er aðeins litmyndir og hin öll svarthvít. Hvað skyldu þeir Strand, Evans og Frank hafa sagt um slík vinnubrögð? Hin umdeilda bylting litmyndarinnar » Annar stórmeistari,Paul Strand, var á móti litmyndatækninni og sagði um filmuna: „Þetta er litunarefni. Það hefur enga fyllingu, áferð eða styrk eins og olíulitur. Enn sem komið er bætir þetta aðeins óstjórnanlegum þætti við miðil sem þegar er nógu erfitt að ná valdi á.“ Upphaf Ljósmynd án titils eftir William Eggleston, frá árinu 1970. Sýning hans í MoMA árið 1976 þóti marka tíma- mót; litljósmyndinni var hleypt inn á listasafnið. efi@mbl.is AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson MUGISON, popparinn kunni, ákvað á dögunum að slást í hóp þeirra tónlistarmanna sem upp troða á risatónleikum Kaupþings þann 17. ágúst næstkomandi. Mun drengur leika þar ásamt hljómsveit sinni. Mugison bætist í félagskap skemmtikrafta á borð við Bubba Morthens, Stuðmenn, SSSÓL, Björgvin Halldórsson, Garðar Thor Cortes, Todmobile, Nylon og Lux- or. Rétt er að geta þess hér í lokin, að Mugison vinnur nú að nýrri hljóðversplötu. Slíkt ætti að reynast ýmsum músíknotendum tilefni eft- irvæntingar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fagnaðarefni Aðdáendur strengjasveins vipra varir sína með brosi. Mugison bætist í fríðan hóp stórmúsíkanta TONY Almeida, lífvörður Lindsay Lohan á tímabilinu 2002-2005, segir Lindsay hafa hrakist út í ólifnað vegna slæms uppeldis og ófyrirgef- anlegrar vanrækslu foreldra henn- ar. Stúlkan, sem fór í meðferð eftir ákæru um ölvunarakstur, ásakanir um að hafa kókaín í förum sínum og ákúrur fyrir smygl fíkniefna meðan á gæsluvarðhaldi stóð og akstur eftir að ökuskírteini hennar rann út, líður fyrir slæmar minningar úr barnsæsku. Foreldrar hennar voru villt, mei- nyrt, svívirðingaglöð, óseðjandi partíljón og sukkarar af bestu gerð, að sögn lífvarðarins. Fjármögnuðu foreldrarnir sumbl sitt og svínarí með því að mjólka „peningakúna“ Lindsay, en hún var, og er, líkt og flestir vita, barnastjarna mikil. Almeida segir í viðtali við Touch Weekly-tímaritið: „Frá unga aldri, hefur Lindsay þurft að glíma við líkamlega og tilfinningalega mis- notkun af hálfu föður síns, auk vímuefnanotkunar hans og drykkju móðurinnar.“ Og umfjölluð móðir leyfði stúlk- unni sinni víst að komast upp með hvað sem er, svo sú stutta héldist ánægð og ynni fyrir meiri pen- ingum. „Lindsay var tekjulind heimilis- ins – en henni gramdist það,“ segir lífvörðurinn. „Stólað var á að hún greiddi reikningana. Ég sá Lindsay úrvinda af þreytu, grátbiðjandi móður sína um smá frítíma.“ Saga lífvarðarins hermir einnig að leikkonan hafi mátt drekka hvaða sull sem henni sýndist. Þá sá hann stúlkuna sniffa hvítt duft. Og Lindsay hótaði jafnvel að fremja sjálfsmorð en fékk aldrei neina stoð hjá foreldrum sínum, ef eitthvað er að marka orð lífvarðarins. Skyld- menni Lohan neita að tjá sig um málið. Skellir skuldinni á foreldra Lindsay Lohan Reuters UmmmaAAh! Þessi koss er alveg áreiðanlega ekki ætlaður foreldrum stúlkunnar, ef eitthvað er að marka orð fyrrum-lífvarðar hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.