Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ *The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 The Invisible kl. 8 Planet Terror kl. 10 B.i. 16 ára Becoming Jane kl. 5:30 - 8 - 10:30 Planet Terror kl. 5:20 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 Death Proof kl. 5:20 - 10 B.i. 16 ára 1408 kl. 8 B.i. 16 ára The Transformers kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára The Transformers kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS Evan Almighty kl. 4 - 6 The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 8 - 10.45 B.i. 14 ára Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Sýnd í ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG STÆRSTA MYND SUMARSINS BAKVIÐ ALLAR GÓÐAR ÁSTAR- MYNDIR ER FRÁBÆR SAGA EIN BESTA ÁSTARSAGA ALLRA TÍMA BYGGÐ Á ÆVI RITHÖFUNDARINS JANE AUSTEN eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL 33 .00 0 G ES TIR eee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eee - ROGER EBERT eee - R.V.E., FBL 43.000 GESTIR Sýnd með íslensku og ensku tali Frá leikstjóra Sin City BRUCE WILLIS ROSE MCGOWAN FERGIE „Gerir þig æstan fyrir kvikmyndum á nýjan leik.“ - Peter Travers, Rolling Stone eee F.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið eeee - T.S.K., Blaðið eee - Þ.Þ., Mannlíf eee - S.V., MBL eee E.E. – DV TÓNLEIKARNIR á föstudags- kvöldið voru einstaklega vel heppn- aðir í alla staði. Fyrir það fyrsta byrjuðu þeir á auglýstum tíma, sem er eitthvað sem vill stundum fara úr böndunum, sér í lagi á föstudags- kvöldum. Í öðru lagi er tónleikastað- urinn Organ alveg gjörsamlega að virka og loks er kominn þessi litli og þægilegi staður sem samt er með góðan hljóm. Þórir reið á vaðið með verkefni sitt My Summer as a Salvation Soldier rétt upp úr tíu og flutti nokkur ný lög sem gáfu tóninn um það efni sem er væntanlegt frá honum. Hluti laganna var þó með öllu óundirbúinn og spunninn á staðnum og tókst með eindæmum vel. Rödd hans er fjölbreytt og virk- ar hvort heldur sem er í tauga- óstyrku og brothættu muldri eða kraftmikilli og einbeittri raddbeit- ingu. Þórir lék sér að því að raða mörgum röddum hverri ofan á aðra og útkoman var spennandi og til- raunakennd. Lights on the Highway voru næstir á svið og hófu leikinn með frábæru lagi sem þeir sögðu vera glænýtt. Þeir mættu afslappaðir og öruggir til leiks og spilamennskan var öll til fyrirmyndar en samt fannst mér eins og eitthvað væri að. Eftir nokkur lög var eins og þeir væru farnir að endurtaka sig og held ég að bæði lög og útsetningar myndu græða á smá einföldun. Það er nefnilega hætta á að maður missi einbeitinguna ef of mikið er að ger- ast í einu og ef lögin dragast mjög á langinn. Eftirvæntingin magnaðist nú til muna og greinilega húsfyllir af fólki tekinn að bíða eftir bandi kvöldsins, hinu bandaríska Vetiver. Fyrsta plata þeirra frá 2004 ber nafn sveit- arinnar en önnur platan er frá því í fyrra og heitir To find me gone. Sveitin tók lög af báðum þessum plötum en einnig nokkur ný og óút- komin lög. Tónleikarnir hófust á fyrsta lagi fyrri plötunnar sem heit- ir ,,Oh Papa“ og er rólegt og ang- urvært. Sú stemmning hélst framan af en svo jókst stuðið til muna er meðlimirnir hitnuðu og svitnuðu og gjörsamlega gleymdu sér í að flytja nýjustu lögin sín. Tromp hljómsveitarinnar hlýtur að teljast laga- og textahöfundurinn og jafnframt söngvari sveitarinnar, Andy Cabic, sem er pottþéttur í alla staði. Hann er með afar sérstæða rödd sem hljómar stundum eins og Paul Simon, stundum eins og Neil Young og stundum eins og Marc Bolan án þess að hljóma nokkuð eins og neinn þessara meistara. Lögin hans hljóma líka eins og lög Dylan, Neil Young, Will Oldham og Paul Simon án þess að hljóma neitt eins og þau lög. Þetta er alveg stór- merkilegt og skrifast líklega á það hversu innblásnar lagasmíðar eru hér á ferð. Áhrifin frá miðjum átt- unda áratugnum leyna sér ekki í hljómi og flutningi en það er samt eitthvert ónefnt innihald til viðbótar sem Vetiver leggur í blönduna og í því felst galdurinn. Þetta dularfulla krydd leynir sér ekki á diskunum en við það að sjá Andy Cabic og Veti- ver flytja lögin sín á sviði verður galdurinn svo yfirþyrmandi að mað- ur hálfdáleiðist og fær á tilfinn- inguna að þessi lög hafi alltaf verið til, svo mikil er útgeislun mannanna og leikgleðin. Það er greinilegt að hljómsveitin er í toppspilaformi og hljómurinn er einstaklega mjúkur og þéttur í senn. Sveitin hefur verið á mjög stífu tónleikaferðalagi í nokkur ár, bæði að spila Vetiver- lögin og að spila með félaga sínum Devendra Banhart, sem syngur nokkur lög á fyrri plötu Vetiver. Það er óskandi að sveitin snúi aftur til Íslands og þá jafnvel með Dev- endra í farteskinu og ég er ansi hrædd um að þá þurfi stærri tón- leikastað því Vetiver er band á hraðri uppleið. Það voru að minnsta kosti sannkölluð forréttindi að fá að sjá þetta band á jafnsmáum og -nánum tónleikum og á Organ á föstudagskvöldið síðasta og rétt eins og tónlistin er, gekk ég innblásin út, troðfull af ást og hamingju. Lög sem hafa alltaf verið til TÓNLEIKAR Organ, Hafnarstræti 10. ágúst 2007. Tónleikar hófust kl. 22.00, um upphitun sáu My Summer as a Salvation Soldier og Lights on the Highway. Vetiver  Ragnheiður Eiríksdóttir Höfuðpaur Andy Cabic þykir harla sjarmerandi og spáir gagnrýnandi hljómsveit hans miklum frama enda tónlistin full af ást og hamingju. Morgunblaðið/Eggert Lights on the Highway Þjóðvegaljósin þótti dálítið einhæf til lengdar. Vetiver Tónar sveitarinnar eru hugljúfir, en hún getur þó einnig brugðið sér í stuðgírinn, ef sá gállinn er á henni, líkt og sannaðist á Organ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.