Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 39
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.
Fundurinn hefst að loknum fundi stofn-
fjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis sem haldinn verður sama dag
og á sama stað að því gefnu að tillaga
um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag
verði samþykkt á fyrrgreindum fundi
stofnfjáreigenda. Fundur stofnfjáreigenda
hefst kl. 17:00.
1. Tillaga til breytingar á
samþykktum félagsins sem
lýtur að heimild stjórnar
til hækkunar á hlutafé í
félaginu um kr. 500.000.000
að nafnvirði og að hluthafar
falli frá forgangsrétti til
hækkunar samkvæmt
greindri heimild.
2. Tillaga stjórnar að starfs-
kjarastefnu félagsins.
3. Tillaga um heimild til handa
stjórn félagsins til kaupa
á eigin hlutum fyrir hönd
félagsins.
4. Önnur mál.
Tillögurnar liggja frammi til sýnis í Ármúla 13a,
108 Reykjavík, og einnig má nálgast þær
á heimasíðu SPRON, spron.is.
Stjórn SPRON hf.
Dagskrá:
Hluthafafundur
A
R
G
U
S
/
0
7
-0
6
2
3
Hluthafafundur verður haldinn í Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis hf. þriðjudaginn 21. ágúst 2007
í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Reykjavík.
BRESKi 19. aldar rithöfundurinn
Jane Austen hefur átt farsælt ást-
arsamband við kvikmyndamiðilinn,
en skáldverk hennar hafa verið
kvikmynduð fyrir hvíta tjaldið og
sjónvarp í ótal gerðum, allt frá
virðulegum BBC-þáttaröðum og
Óskarsverðlaunamyndum, til Bolly-
wood-kvikmynda og nútíma-
uppfærslna á borð við Clueless og
Bridget Jones’s Diary. Kvikmynda-
aðlaganir á skáldskap Austen eru
þó aðeins brot af þeim umfangs-
mikla menningar- og aðdáendaiðn-
aði sem hverfist um ævi og verk
hennar og telur allt frá framhalds-
sögum um persónur úr skáldverk-
um Austen til minjagripa og kokka-
bóka. Kvikmyndin Að verða Jane
(Becoming Jane) er að mörgu leyti
áhugavert framlag til þess marg-
breytilega framhaldslífs sem tengist
höfundarnafni Austen, en myndin,
sem fjallar um ástarævintýri skáld-
konunnar og írska lögfræðinemans
Thomas Lefroys, styðst jöfnum
höndum við þann skáldlega heim
sem Austen skapaði með skrifum
sínum og ævisögulegar upplýsingar
(þó svo að fáar heimildir sé í raun
að finna um samband Austen og
Lefroys). Skáldskapurinn er því í
fyrirrúmi og má segja að persóna
Austen sjálfrar sé felld inn í róm-
antíska en um leið íróníska sam-
félagsgreinandi frásögn í anda
skáldsagna hennar, en samkvæmt
myndinni verður reynsla Austen af
togstreitu tilfinninga og samfélags-
legra lögmála henni innblástur að
skáldsögum á borð við Hroka og
hleypidóma. Þau Anne Hathaway
og James McAvoy fara vel með
hlutverk tveggja hugsandi ein-
staklinga sem elskast í meinum, og
myndin er fallega tekin og vel unn-
in. Hins vegar má segja að myndin
einblíni um of á rómantíkina í lífi
hinnar upprennandi skáldkonu á
kostnað tilraunar til þess að fjalla
um það hvernig rithöfundarferill
Jane Austen fór af stað og hvað
mótaði hana á þeim árum sem hún
var að byrja að skrifa.
Ekki heilög sagnfræði Í Að verða Jane er skáldskapurinn í fyrirrúmi.
Rómantík og raunveruleiki
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Leikstjórn: Julian Jarrold. Aðalhlutverk:
Anne Hathaway, James McAvoy, Julie
Walters og James Cromwell. BNA/
Bretland/Írland, 120 mín.
Becoming Jane (Að verða Jane)
Heiða Jóhannsdóttir
HÁTÍÐIN Uppskera og handverk
2007 fór fram við Hrafnagil nú yfir
helgi. Þar voru sýnd ýmis landbún-
aðartól, landnámshænur og alls
kyns föndur og handverk sem fólk
hefur búið til.
Þemað í ár var korn og það var
mikið um norsk tengsl á hátíðinni.
Því til stuðnings má nefna að norsk-
ir tískuhönnuðir sýndu þar vörur
sínar.
Einnig var haldin stórsýning
landnámshænsna á útisvæði hátíð-
arinnar. Voru þar tugir fugla auk
þess sem hægt var að fræðast um
hænurnar og aðbúnað þeirra.
Þúsundir manna lögðu leið sína á
sýninguna.
Rannsakandi á rölti Fólk grúfði sig yfir handverkið á sýningunni.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Glæsileg Tískusýningin á Handverkshátíðinni við Hrafnagil var vel sótt.Flippað Sumur fatnaðurinn var skrautlegri en það sem gengur og gerist.
Uppskera
og
handverk