Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 36

Morgunblaðið - 25.08.2007, Side 36
36 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT sem mér finnst orðið mjög áberandi í þjóðfélagi okkar er menntasnobb. Það er eins og fólk sé ekki metið sem frambærilegir starfskraftar nema það sé með háskóla- menntun og þá helst með meistaragráðu eða doktorsgráðu. Iðn- nám er lítils metið þó að það sé oft fjögurra ára langt og þar ofan á meistaranám. Það er ekki nógu fínt að vera verkmenntaður og oft á tíðum er stúdents- prófið meira metið. Ég veit dæmi þess að kona sem er með meistarapróf í iðnnámi og hafði rekið fyr- irtæki í fjöldamörg ár fékk lægri laun hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi en kona með gamalt stúdentspróf og enga aðra menntun. Það er mjög algengt að fólk ný- komið úr háskólanámi, með fínar prófgráður, sé ráðið til fyrirtækja og fái einhvern „stjóra“ titil. Þar með orðið yfirmenn starfsmanna sem búnir eru að vinna fjöldamörg ár hjá fyrirtækinu, með mikla starfs- reynslu og hafa fjölda námskeiða að baki. Háskólamenntaða fólkið hefur yf- irleitt enga starfreynslu en fer samt oft á tíðum á miklu hærri laun en þessir starfsmenn. Auðvitað finnst mér mikilvægt að ungt fólk sé með góða menntun, og ég veit að við foreldrarnir hvetjum börnin okkar frekar til að fara í há- skólanám heldur en í verknám. Hvers vegna er það? Jú, vegna þess að fólk verður vart við það hug- arfar í þjóðfélaginu að háskólanám sé meira metið en annað nám. Oft er talað um „æðri menntun“ í þessu sambandi. Þetta þarf að breytast. Það kemur að því að markaðurinn verður full- mettur af háskólamenntuðu fólki. En það er margt sem hefur breyst í rétta átt, til dæmis þegar fólk er ráðið til starfa. Eldra fólk og fólk með reynslu í mann- legum samskiptum er í dag eftirsóttari starfs- kraftar en áður var. At- vinnurekendur leggja í dag meiri áherslu á líð- an starfsmanna sinna í vinnunni og góð sam- skipti starfsmanna og yfirmanna. Því það skiptir máli í rekstri fyrirtækja. Þá er það fast- eignamarkaðurinn, þar finnst mér vera algjör geðveiki í gangi. Fyrir um það bil þremur ár- um rauk fasteignaverð upp úr öllu valdi. Og ég meina öllu valdi því fast- eignaverð er óraunhæft miðað við kaupmátt venjulegs fólks. Ungt fólk sem er að byrja að stofna heimili er skuldsett í topp við það að kaupa sér þak yfir höfuðið. Þeir sem græða mest á þessu eru bankarnir og fast- eignasalarnir. Af hverju er ekki hægt að hafa sama fyrirkomulag og á Norð- urlöndunum þar sem fólk borgar lága leigu en er samt með öruggt húsnæði? Vegna þess að það er tönglast á því, og þá sérstaklega af sjálfstæð- ismönnum, að þetta fyrirkomulag sé eins konar frjálsræði því með þess- um hætti eignist fólk húsnæðið. En það er alger fjarstæða, það eru lána- stofnanir sem eiga húsin okkar en ekki við. Að síðustu langar mig að koma með hugleiðingar um skilnaði. Eins og oft hefur komið fram eru skiln- aðir eitt erfiðasta sorgarferli sem maðurinn lendir í. Það er ekki bara að höfnunin er gífurleg, heldur oft á tíðum missir fólk algjörlega tengsl við fjölskyldu hins aðilans, jafnvel þótt það hafi verið gift í tugi ára. Mjög oft hættir þessi fjölskylda að hafa samband við fyrrverandi maka, sérstaklega þegar nýr aðili er kom- inn inn í spilið, börnin verða fyrir áfalli og oft hrynur efnahagurinn. Enginn kemur til þeirra og segir: „ég samhryggist ykkur“. Enginn tekur utan um það þó fólk sé nið- urbrotið af sorg, líkt og gert er ef maki deyr. Fólk talar ekki um skiln- aðinn nema við nánustu vini og verð- ur að gjöra svo vel að halda andlitinu hvernig sem því líður. En það er yf- irbugað af sorg og á erfitt með að fela það. Þeir sem ekki hafa lent í skilnaði hafa lítinn skilning á því hvernig því líður og láta það berlega í ljós að það eigi að vera búið að jafna sig eftir nokkra mánuði, en það tekur mörg ár að ná sér eftir svona áfall og alla ævi verður ör á sálinni. Að lokum, eiginhagsmunastefna og gróðafíkn er orðið allsráðandi í heiminum. Það sem skiptir máli í lífinu er að fólk sé ekki afskiptalaust um líðan annarra og umgangist hvað annað af virðingu, umburðarlyndi og kær- leika. Mér er ekki sama – Ýmsar hugleiðingar Gunnur Inga Einarsdóttir fjallar um starfsmenntun, launakjör, fasteignamarkaðinn og skilnaði hjóna » Í þessari grein gagn-rýni ég ýmislegt sem betur má fara í þjóðfélagi okkar. Ég mun fjalla um ýmis mál- efni sem eru mér og fleirum mjög hugleikin. Gunnur Inga Einarsdóttir Höfundur er ritari og hársnyrtir. Í RITSTJÓRNARGREIN í Morgunblaðinu hinn 10. ágúst sl. eru gagnrýnd lausatök sem virð- ast vera á framfylgd laga og reglna á opinberum íslenzkum markaði. Er þar sérstaklega vitnað til lögbrota, þar sem sett- um reglum um flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands hafði ekki ver- ið fylgt. Og leiðarahöfundur upplýsir að: „Í hinum eng- ilsaxneska heimi eru reglur um viðskipti á opinberum mörk- uðum mjög strangar. Þeir sem brjóta þær reglur hafa verra af.“ Ekki er erindið að bera í bætifláka fyrir afbrotamenn í viðskiptum. En spurningar vakna við ádrepuna: Höfum við ekki mýmörg dæmi um opinber viðskipti á umliðnum árum, sem fjölmiðlum hefir ekki þótt um- talsverð, þótt margfalt stærri væru í sniðum en þau, sem Morgunblaðið ræðir í leið- aranum 10. ágúst? Menn geta t.d. reynt að fletta upp í forystugreinum sölunni á hinu svonefnda SR-mjöli án ár- angurs. Voru þó allar síldarverk- smiðjur ríkisins, ásamt fylgifé, seldar fyrir einn þriðja hlutar af bókuðu eiginfé, sem var þó langt undir réttu markaðsverði. Og ekki seldar hæstbjóðanda, enda næstfrægustu einkavinaviðskipti á stjórnarárum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og er þó af ýmsu mikilfenglegu að taka. Frægustu viðskiptin eru vafa- laust sala á eignarhlut Lands- banka Íslands í Vátrygging- arfélagi Íslands. Sá hlutur var seldur hinum svonefnda S-hópi fyrir 6,8 milljarða króna. Þann hlut seldu hinir afturgengnu SÍS-arar þremur árum síðar fyr- ir 31 milljarð króna – þrjúþús- undogeitthundrað milljónir króna. Hafi fjölmiðlar gert þeim vinnubrögðum skil hefir það far- ið framhjá undirrituðum. Nema það þyki koma málinu við við- bragð Morgunblaðsins, þegar höfuðpaur viðskiptanna, Finnur Ingólfsson, var orðaður við for- mennsku í Framsóknarflokknum eftir að Halldór Ásgrímsson var oltinn um hrygg. Þá þótti blaðinu, sem Framsókn myndi himin höndum taka með því að skáka fjárglæframanni í for- mannsstólinn, enda marg- reyndur maður í opinberum við- skiptum, sem hann hefir „ekki haft verra af.“ Undarleg þögn hefir ríkt á fjölmiðlum um hin stórbrotnu opinberu viðskipti, þegar þáver- andi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, skákaði Íslenzkum aðalverktökum yfir til formanns einkavæðingarnefndar, fyrrver- andi aðstoðarmanns síns, Jóns Sveinssonar og hans nóta. Skyldu menn þó halda að ýmsa fýsti að sjá ofan í saumana á þeim gerningi. T.d. matsverð tækja á Vellinum eða lóða í Blikastaðalandi, svo eitthvað sé nefnt. Það er kannski ekki að undra að menn nenni ekki að reka upp stór augu, þótt landsráðamenn- irnir gauki milljörðum að vinum sínum og flokksgæðingum, haf- andi í huga þjóðarránið miklar, þegar þjóðareign fiskimiðanna var færð örfáum útvöldum að gjöf. Og víst er um það, að reglur um opinber viðskipti á Íslandi virðast ekki mjög strangar. A.m.k. hafa þeir „ekki verra af“ sem þær brjóta, enda flagga fjölmiðlar ekki í hálfa stöng, þótt fjárplógsmennirnir fari sínu fram. Sverrir Hermannsson Mannamunur Höfundur er fv. alþingismaður. HEILBRIGÐI er forsenda lífs- gæða og grundvöllur framfara. Ótrygg heilbrigð- isþjónusta ógnar vel- ferð almennings og ógnar jafnframt hag- vexti. Uppbygging sjúkrahúsa og heilsu- gæslu var baráttumál á fyrri tíð en nú um stundir er frekar rætt um þjónustuna sem taumlausan út- gjaldalið þar sem skortir mannafla, tíma og húsnæði. Torvelt er að líta á Landspítala – há- skólasjúkrahús sem dýrmætan hornstein samfélagsins á meðan um hann er rætt sem byrði vegna óhóflegra útgjalda og vandræða vegna aldraðra og sjúkra sem þangað leita. Allir Íslendingar njóta á einn eða annan hátt þjónustu Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Allar heilbrigðisstofnanir landsins reiða sig á sérhæfða þjónustu Landspít- alans. Spítalinn gegnir lykilhlut- verki í menntun heilbrigðisstétta, þar starfa virtustu fræðimenn á öllum sviðum heilbrigðisvísinda og spítalinn er miðstöð rannsókna sem eflast með ári hverju. Spít- alinn er stærsti vinnustaður lands- ins og vettvangur verðmætasköp- unar. Samfélag fólks sem starfar á Landspítalanum er á stærð við stórt bæjarfélag hér á landi. Hvergi er samankomin jafnmikil þekking á dýrmætustu eign okkar, heilsunni. Traustur grunnur heilbrigðisþjónustu er jafnmikilvægur og traustur grunnur brú- ar yfir ólgandi á. Fáum dettur í hug að slá slöku við við bygg- ingu og viðhald slíkr- ar brúar. Sama gildir um skipulag og við- hald heilbrigðisþjón- ustu. Þar má aldrei slá slöku við. Heil- brigðisþjónusta kostar fé og mannafla og það er hlutverk íslensku þjóðarinnar að bera sameiginlega ábyrgð á þessari þjónustu. Við þurfum að hugsa til framtíðar og vera reiðubúin til að verja stórum hluta af sameiginlegum sjóði til að mæta þörfum okkar á þessu sviði. Í kosningunum í maí síðast- liðnum var stundum rætt um mál- efni sjúkra og aldraðra, – stundum en ekki nógu oft. Heilbrigð- isstarfsmenn ræða af og til op- inberlega um leiðir til framfara, en ekki nógu oft. Fjölmiðlar ræða öðru hvoru um málefni heilbrigð- isþjónustunnar, en ekki nógu oft. Betur þarf að leggja hlustir við raddir sjúkra og aðstandenda. Undanfarinn áratug hefur verið lagður grunnur að velgengni ís- lenskra fyrirtækja og stjórnendur þeirra hafa skapað ný viðmið hér á landi um árangursríkar aðferðir. Hagnaður fyrirtækjanna hefur fært ríkissjóði dýrmætar skatta- tekjur. Það er sómi Íslendinga að nýta þá fjármuni til að bæta stöðu sjúkra og aldraðra. Ríkisstjórnin hefur kynnt hugmyndir sínar um eflingu velferðarkerfisins. Leið- irnar eru margar, verkefnið marg- slungið og áríðandi að hugmynda- flug, hugrekki og víðsýni ráði þar för. Rödd fólksins og faglegt mat heilbrigðisstarfsmanna er dýr- mætt veganesti fyrir þau sem taka ákvarðanir. Með sáttmála rík- isstjórnarinnar opnast mörg ný tækifæri meðal annars í heilbrigð- isþjónustunni. Sjúkrahús og heilsugæsla snú- ast fyrst og fremst um fólk, en fjármagn er nauðsynlegt. Pláss á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili er nú, því miður, ekki sjálfsagður hlutur og ógnar öryggi sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Vandinn er alvarlegur og taka þarf ákvarðanir um lausnir og fylgja þeim fast eft- ir. Skoðanir almennings og fag- fólks veita mikilvægt aðhald. Ekk- ert okkar þolir tilhugsunina um ósæmandi innlögn á ganga sjúkra- húss, langvarandi bið eftir bráð- nauðsynlegri þjónustu og um- komuleysi aldraðra og sjúkra vegna skorts á starfsmönnum og húsnæði. Nú er lag til að breyta og bæta og nýta verðmætin til mikilvægra verkefna. Taka þarf ákvörðun um hvar og hvernig á að veita þjón- ustu á öruggan og hagkvæman hátt. Brýnast er að stórefla heilsu- gæslu og þar með samstarf heilsu- gæslu og sjúkrahúsa, bæta húsa- kost Landspítala – háskólasjúkrahúss, fjölga hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum, bæta kjör þeirra og festu í starfi og síðast en ekki síst að byggja enn frekar upp þjónustu við aldr- aða heima og á hjúkrunarheim- ilum með sómasamlegum og tryggum hætti. Það er hlutverk okkar allra að taka þátt í lifandi umræðu um leiðir til að standa vörð um dýr- mætustu eign þjóðarinnar, heilsu okkar. Fjölmiðlar eru hornsteinn umræðu í landi lýðræðis. Við þurf- um að ná samkomulagi um nauð- synlegar ráðstafanir til að auka mannafla, auka úrræði fyrir sjúka og aldraða og styðja við starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Við verðum að gera með okkur sáttmála, þjóðarsátt, um hvernig við viljum nota sameiginlegt fé til að standa vörð um eigin heilsu og velferð. Það er mikilvægt að fjár- festa í heilbrigði fólks. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þjóðarsátt um heilbrigðisþjónustu Sigrún Gunnarsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustuna Sigrún Gunnarsdóttir » Í sáttmála rík-isstjórnar Geirs Haarde felast mörg tækifæri fyrir heilbrigð- isþjónustuna. Þjóð- arsátt er mikilvæg um leiðir og ráðstöfun fjár til úrbóta. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og við Háskóla Íslands. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.