Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 23 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | „Eftir fjög- ur til fimm ár verður hér jafnstór eða fjölmennari byggð og fjöl- mennari vinnustaður en var þeg- ar varnarliðið fór, auk tækifær- anna sem starfsemin skapar og margfeldisáhrifa hennar,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Líf er komið að nýju í fyrrver- andi varnarsvæði á Keflavíkur- flugvelli. Þangað hafa nú flutt lið- lega 500 manns og íbúafjöldi þessa hverfis Reykjanesbæjar verður kominn í 700 innan nokk- urra daga. Bílar sjást orðið við mörg hús og fólk á gangi. Íbú- arnir eru í háskólaþorpi sem myndast í kringum Keili sem er miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs. Hjá Keili er hafið nám í frumgreinadeild og verið að und- irbúa frekara námsframboð og fjöldi háskólanema af höfuðborg- arsvæðinu hefur einnig fengið leigðar þar íbúðir. Búið er að opna grunnskóla og leikskóla og verið að undirbúa opnun versl- unar, kaffihúss, bankaútibús og heilsugæslu. Fjöldi starfa verður til Töluverð atvinnustarfsemi er þegar komin á svæðið, fyrir utan þekkingarmiðstöðina, og stór- verkefni eru í undirbúningi. Kjartan Eiríksson, sem víkur sér undan því að vera nefndur „bæj- arstjóri“ byggðakjarnans, nefnir fyrst Dreifingarmiðstöðina sem tekur við og dreifir vörunum í all- ar verslanir Pennans. Þar starfa nú á þriðja tug manna og starf- semin fer vaxandi. Verktakar sem unnu fyrir varnarliðið eru enn með aðstöðu á svæðinu og ÍAV- þjónusta hf. er með töluverða starfsemi. Ratsjárstofnun starfar á Keflavíkurflugvelli og þar er Brunamálaskólinn kominn með aðstöðu. Kjartan áætlar að starfs- mannafjöldinn á svæðinu sé kom- inn nokkuð á annað hundraðið. Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar ehf. er að fullu í eigu rík- isins en félagið fékk það hlutverk að koma þeim eignum sem ríkið yfirtók þegar herinn fór í borg- araleg not. Félagið tók til starfa upp úr síðustu áramótum og segir Kjartan að starfið hafi gengið vonum framar. Kjartan segir að til þess að ná markmiðum félagsins sé höfuð- áherslan lögð á að ná þangað nýrri starfsemi, helst erlendri fjárfestingu. Ný starfsemi kalli á húsnæði eða land til bygginga og henni fylgi starfsfólk sem þurfi íbúðarhúsnæði. Með þessu móti skapist eftirspurn eftir húsnæði sem leysi af sjálfu sér það mark- mið félagsins að koma mannvirkj- unum í borgaraleg not. Lögð hefur verið áhersla á að sækjast eftir starfsemi á svæðið sem skapar virðisauka og hefur margfeldisáhrif, svo sem þekking- ariðnaði og rannsóknarstarfsemi. Starfsemi Keilis er mikilvægur liður í því. Einnig er lögð áhersla á tækifæri tengd alþjóðaflugvell- inum og nýtingu umhverfisvænn- ar orku á svæðinu. Kjartan segir að komist hafi á samband við bæði innlenda og er- lenda aðila um að koma þar upp fyrirtækjum af þessu tagi. Komið hefur fram að netþjónabú komi til greina en Kjartan segir að ekki hafi verið gengið frá neinum samningum um það. Fleira sé í gangi. „Við höfum öll heimsins tæki- færi til uppbyggingar. Það þarf bara að grípa þau,“ segir Kjartan. Líf er aftur komið á fyrrverandi varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli Á annað hundrað ný störf Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppbygging Kjartan Þór Eiríksson stýrir uppbyggingunni á Vellinum sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Leikskólinn Börnin geta nú nýtt leikaðstöðuna á Vellinum. Keflavíkurflugvöllur | Gengið hefur ver- ið frá sölu 22 bygginga á iðnaðarsvæð- inu á Keflavíkurflugvelli til Eignar- haldsfélagsins Base ehf. Söluverðið er 715 milljónir kr. og skuldbindur kaup- andinn sig til að leggja fé í endurbætur og uppbyggingu á svæðinu. Þróun- arfélagið auglýsti umræddar eignir til sölu í byrjun ársins og fékk fjölda til- boða. Ákveðið var að selja Base ehf. eignirnar vegna þess að hugmyndir fyr- irtækisins samræmdust markmiðum Þróunarfélagsins um uppbyggingu á svæðinu, að sögn Kjartans Eiríkssonar framkvæmdastjóra. Að Base ehf. standa nokkur fyrirtæki sem eru með starfsemi á svæðinu eða hyggjast koma þar upp starfsemi og fyrirtæki í Reykjanesbæ. Tilgangur þeirra er að koma þarna upp svo- nefndum Tæknivöllum þar sem fjöl- breyttur iðnaður og þekkingarfyrirtæki geta fengið aðstöðu. Ríkharður Ibsen framkvæmdastjóri Lykilráðgjafar, sem unnið hefur að verkefninu fyrir Base, segir að nú þeg- ar sé mikil eftirspurn eftir þessu hús- næði og ekki muni líða langur tími þar til þar verði komin mikil starfsemi. Rík- harður segir að framundan sé vinna við að samræma útlit mannvirkjanna og lagfæra það sem þörf er á. Kaupa húsnæði fyrir Tæknivelli Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Strætó er farinn að aka um helgar í Reykjanesbæ og næstkomandi mánudag hefjast dag- legar strætóferðir til Reykjavíkur undir merkjum Reykjaness Ex- press. „Óskir um strætóferðir um helgar hafa komið fram á íbúafundum und- anfarin tvö ár og nú er verið að koma til móts við þessar óskir. Mörg börn eru í íþróttum um helgar og þau fara í bíó svo þörfin er til staðar. Ég veit að skotferðum foreldra hefur fækk- að stórlega eftir að Reykjanesbær ákvað að bjóða ókeypis strætóferðir í bænum,“ sagði Árni Sigfússon bæj- arstjóri. Ólafur Guðbergsson skrif- stofustjóri SBK, sem bærinn kaupir þjónustuna af, segir að nýtingin fyrstu helgina hafi verið góð. Reykjanesbær hefur stækkað mikið að undanförnu og bæjarbúum fjölgað í takt við þá þróun. Samfara aukinni þjónustu með strætóferðum um helgar hefur þurft að tengja leið- arkerfið við ný hverfi. Um er að ræða Vallarsvæðið, þar sem eru bæði há- skólavellir og tæknivellir með vax- andi fjölda íbúa, og ný hverfi í Innri- Njarðvík. Nýjasta viðbótin er Reykjanes Express, hraðferð frá samgöngu- miðstöð við Grænás og til miðbæjar Reykjavíkur með viðkomu við há- skóla höfuðborgarinnar. Í upphafi verða átta ferðir á dag með tengingu niður í sveitarfélagið. Ferðirnar verða niðurgreiddar fyrir náms- menn sem stunda framhaldsnám á höfuðborgarsvæðinu. Gjald þeirra er innifalið í leigu íbúðanna á Keflavík- urflugvelli. „Við viljum bjóða öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum að koma inn í þetta kerfi með sama til- boði til nemenda,“ sagði Árni Sigfús- son og benti á að Reykjanes Express ætti eftir að stytta ferðatímann til miðbæjar Reykjavíkur, enda er markmiðið að hækka þjónustustigið. Strætó um helgar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.