Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is UMFANGSMIKILLI leit á og við Svínafellsjökul var haldið áfram í gær, að Þjóðverjunum tveimur, Matthiasi Hinz og Thomasi Grundt, en af fasi leitarmanna mátti sjá að von um að þeir fyndust var afar veik. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-EIR, var notuð við leit- ina fram eftir degi og var henni m.a. flogið upp á Hvannadalshnjúk. Einnig leituðu um fimmtíu manns á jörðu niðri, en gríð- arlega erfiðar aðstæður settu strik í reikninginn. Líkur eru á því að menn- irnir hafi lent í ís- eða grjóthruni og gera má því skóna að þeir finnist þá ekki. Víðir Reynisson sem stjórnar að- gerðum á vettvangi var ánægður með veðrið í gær enda hamlaði slæmt skyggni leit á fimmtudag. „Leitarhóp- arnir voru að mestu í um 1.200 metra hæð, og þar hefur verið gott skyggni. Þyrlan nýttist einnig mjög vel, bæði til að flytja menn upp á jökul en einnig til að fylgja eftir vísbendingum sem við fundum í [gærmorgun].“ Vísbendingin var fótspor sem fund- ust í töluverðri hæð og eru talin vera eftir Þjóðverjana. Í kjölfarið var leit- arsvæðið þrengt. „Það bendir allt til þess, eftir að við skoðuðum búnað og annað sem þeir skildu eftir í tjaldbúð- unum, að þeir hafi ekki ætlað lengra en í dagsferð. Slík ferð, frá þessu svæði, getur hins vegar átt við nokkr- ar leiðir frá tjaldinu. En við einbeitum okkur að leit á þeirri leið sem við telj- um líklegt að þeir hafi ætlað að fara.“ Víðir segir öruggt að mennirnir hafi ætlað upp á Hvannadalshnjúk, og all- ar upplýsingar sem borist hafa um mennina staðfesta það. „Sú leið sem liggur frá tjaldinu og upp á hnjúk er afar erfið og skyggni hefur ekki verið meira en upp í 1.800 metra. En það er margbúið að fara upp á Hvannadals- hnjúk síðan í byrjun ágúst – en þá aðr- ar leiðir.“ Víðir segist telja fullvíst að mennirnir finnist ekki í efstu brúnum hnjúksins en þeir geti hins vegar verið í einhverjum sprungum í nágrenninu, og því verði að koma mönnum þangað þegar skyggni gefst. Framhaldið óvíst Spurður út í hversu lengi verði leit- að að Þjóðverjunum, finnist þeir ekki um helgina, segir Víðir ómögulegt að segja til um það. „Við tökum einn dag í einu. Í [gær] var ákveðið að við mynd- um alveg ábyggilega leita áfram á [morgun]. Svo munum við skoða framhaldið, með hliðsjón af því sem við heyrum af þeim hópum sem eru uppi að leita.“ Leitin er tæknilega afar erfið enda ekki hægt að senda upp nema mjög flinka fjallamenn. „Já, það er mikið um sprungur og íshraun og í raun er ekki hægt að lýsa þessu betur en þannig að við séum að leita að nál í heystakki. Leitarmenn sjá aldrei nema nokkra metra fram á við, því mikið er um bungur og sprungur.“ Öll ummerki líklega horfin Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri TF-EIR, segir leitina erfiða, sér í lagi fyrir þær sakir að svo langt sé um lið- ið síðan þeir sáust síðast. „Þeir eru búnir að vera týndir svo lengi, að þetta er gríðarlega erfitt. Væntanlega eru öll ummerki horfin, enda búið að snjóa og rigna. Þá er jökullinn afar sleipur og magnið af sprungum er geysilegt.“ Hann segir menn hafa áhyggjur af því að Þjóðverjarnir hafi lent í grjót- eða íshruni, ef það reynist rétt og þeir eru grafnir undir eru ekki miklar lík- ur á að þeir finnist – í bráð. Morgunblaðið/Frikki Leitarsvæðið Björgunarmenn fínkembdu svæðið við Svínafellsjökul í gærdag og verður leit þar haldið áfram í dag. Víðir Reynisson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ELLEFU ára drengur var hætt kominn þegar hann rak á leku fiskikari út á Skorradalsvatn í gær. Tveir kennarar hans og lögreglumaður fóru á árabáti og björguðu drengnum þegar hann hafði rekið yfir meira en hálft vatnið. Hann var orðinn blautur og kaldur þegar hon- um var bjargað. Drengurinn var í haustferð ásamt tæplega þrjátíu skólasystkinum sínum og þremur kennurum úr Heiðarskóla í Borgarfirði. Þau áðu í skátaskála sunnan við vatnið, fengu sér nesti og fóru sum í berjamó. Helga Stefanía Magnúsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla, sagði að nokkrir drengir hefðu þá farið niður að vatninu og fundið þar fiskikarið. Helga Harðardóttir var ein þriggja kennara sem fylgdu nemendahópnum. Þegar hún kom ásamt samkennara sín- um að drengjunum var einn þeirra kominn út í karið nánast við vatns- bakkann. Hann hélt í annan endann á spotta og félagar hans í hinn. Þegar kennararnir komu misstu þeir takið eða slepptu en dreng- urinn í karinu hélt í sinn enda. Karið fór strax að reka frá landi að sögn Helgu. Kennararnir reyndu að kasta spottanum til drengsins en bandið var of stutt. Vatnið var of kalt „Þegar ég sá að bandið var of stutt reyndi ég að synda. Það var bara hægt að vaða hálfan metra og svo tók dýpið við. Ég gat bara ekkert synt, vatnið var svo kalt,“ sagði Helga. Hún hringdi strax í Neyðarlínuna eftir hjálp og barst hjálparbeiðnin kl. 12.59, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar. Drengurinn í karinu var með fötu og reyndi að koma sér aftur að bakkanum án árangurs. „Hann færðist bara lengra og lengra á ein- hverjum sekúndum. Hann sagði að það væri gat á karinu og við sögðum honum að vera kyrr,“ sagði Helga. Henni þótti óratími líða þangað til lögreglan kom og þá var drengurinn kominn út á mitt vatnið. Í millitíðinni var Helga búin að fara um nágrennið með rútubíl- stjóra hópsins í leit að báti, að ráði lögregl- unnar. Þau fundu árabáta sem allir voru ára- lausir. Þá hringdi Helga að Hvammi hinum megin vatnsins til að athuga hvort einhverjir þar gætu komið á báti. Þar vissu menn af báti við sumarbústað sunnan vatnsins sem væri á kerru og með árar. Þorsteinn Jónsson, lögreglumaður frá Borg- arnesi, sótti árabátinn á lögreglubílnum. Helga sagði að þau hefðu öll sest undir árar, kenn- ararnir tveir og lögreglumaðurinn, til að róa sem hraðast. Þeim var öllum létt þegar þau höfðu náð drengnum um borð í bátinn. Blautur upp úr og niður úr „Þetta er sterkur og duglegur strákur. Hann var mjög feginn að vera kominn um borð, en var blautur upp úr og niður úr í hálfu kari af vatni, og mjög kaldur,“ sagði Helga. Björg- unarsveitarmenn frá Borgarnesi og Akranesi komu kl. 13.28 og drógu árabátinn í land. Þorsteinn taldi að kennararnir hefðu brugð- ist hárrétt við aðstæðunum. Helga segir að þau hafi rætt atvikið við börnin þann stutta tíma sem gafst á heimleið- inni. Hún sagði að sér væri mjög brugðið eftir þessa þolraun, en sem betur fer hefði þetta far- ið vel. Ellefu ára dreng bjargað úr háska Hætt kominn er hann rak á leku fiskikari út á Skorradalsvatn og var orðinn kaldur          LEITARMAÐUR frá Björgunarsveitinni Tindi frá Ólafsfirði slasaðist þegar leitarflokkur hans var á leið upp á Svínafellsjökul. Manninum skrikaði fótur og datt hann á öxlina sem fór úr lið. Var hann fluttur með þyrlu Gæslunnar, TF-GNA, í Freysnes en svo fluttur til Reykjavíkur til nánari skoðunar. Slasaðist við björgun Leit að nál í heystakki Yfirferð Eftir að þyrlan hætti leit í nágrenni Svínafellsjökuls í gær var hún yfirfarin af Sigurði Ásgeirssyni flugstjóra og áhöfn vélarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.