Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Selfoss | Nokkrir krakkar sem bú-
settuir eru í grónu hverfi á Selfossi
tóku sig saman og opnuðu sjoppu
um síðustu helgi þegar haldið var
götugrill og seldu úr henni ýmsar
nauðsynjar sem slíkar samkomur
þurfa á að halda, gosdrykki, sælgæti
og fleira.
Afrakstur þessa framtaks var kr.
50.500 og með þá upphæð fóru þau á
stúfana og keyptu gasgrill og ýmsa
fylgihluti hjá Bykó sem efldi fram-
takið og gaf krökkunum góðan af-
slátt. Gasgrillið afhentu þau svo
Klúbbnum Stróki þar sem það kem-
ur í góðar þarfir og mun nýtast
klúbbfélögum. Strókur heldur úti
starfsemi fyrir fólk á Suðurlandi
með geðraskanir.
Á myndinni eru, frá vinstri, í aft-
ari röð: Haraldur Gíslason, Guð-
mundur Bjarki Sigurðsson, Bjarki
Leósson og Konráð Jóhannsson.
Neðri röð frá vinstri: Margrét Lea
Haraldsdóttir, Anna Kristín Leós-
dóttir og Irena Birta Gísladóttir. Á
myndina vantar Unni Lilju Gísla-
dóttur, Þóru og Sigrúnu Jónsdætur,
Margréti og Steinunni Lúðvíks-
dætur og Katharínu Jóhannsdóttur.
Gáfu gróða
af sjoppunni
til Stróks
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Þorlákshöfn | Vatni úr Ölfusbrunni
verður tappað á flöskur í nýrri
verksmiðju sem byggð verður í Þor-
lákshöfn. Icelandic Water Holdings
ehf. byggir átöppunarverksmiðjuna
og tók Jón Ólafsson stjórnar-
formaður fyrstu skóflustunguna að
húsinu í gær.
Vatnið er selt undir merkjum Ice-
landic Glacial sem þegar hefur hasl-
að sér völl á mörkuðum í Evrópu og
Norður-Ameríku.
Verksmiðjan verður 6600 fer-
metrar að stærð og er ráðgert að
hún verði tilbúin að ári. Hún mun í
fyrsta áfanga anna átöppun hundr-
að milljón lítra af vatni á ári, fimm-
falt meira en núverandi verksmiðja
í Þorlákshöfn, og veita 35-40 manns
atvinnu. Áformað er að tvöfalda
framleiðslu verksmiðjunnar innan
fárra ára. Fram hefur komið að
samningar hafa tekist við brugg-
húsið Anheuser-Busch um dreifingu
vatnsins í Bandaríkjunum og kaup á
hlut í félaginu.
Vatn Icelandic Glacial kemur úr
Ölfusbrunni sem er tær og vatns-
mikil uppspretta. Lindin myndaðist
í eldsumbrotum fyrir tæplega fimm
þúsund árum. Icelandic Water Hold-
ings hefur tryggt sér einkarétt á
nýtingu hennar og jafnframt hefur
bæjarstjórn Þorlákshafnar afmark-
að verndarsvæði til að tryggja
hreinleika framleiðslunnar. Fram-
leiðslan hefur fengið hæstu mögu-
legu einkunn frá matvælaeftirlits-
stofnuninni National Sanitation
Foundation í Bandaríkjunum.
Í nýju verksmiðjunni verður
háþróað orkustjórnunarkerfi fyrir
byggingar til að halda í lágmarki
áhrifum á umhverfi og náttúru.
Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson
Vatn Jón bauð upp á vatn þegar bygging átöppunarverksmiðjunnar hófst.
Fimmföld afköst
í nýrri verksmiðju
Eftir Sigurð Jónsson
Hveragerði | „Það er algert leynd-
armál hver mun stýra brekkusöngn-
um í kvöld í lystigarðinum. Það verð-
ur óvænt uppákoma,“ sagði Kristinn
G. Harðarson sem er framkvæmda-
stjóri Blómstrandi daga í Hvera-
gerði. Hápunktur Blómstrandi daga
er á kvöldvökunni í kvöld þegar dag-
skránni lýkur með samkomu í lysti-
garðinum, varðeldi og söng þar sem
allir taka undir.
„Samveran í brekkusöngnum í
kvöld er hápunkturinn en þá mynd-
ast sérstök stemning og samkennd
sem ekki er hægt að lýsa og er fólk
hvatt til að mæta og upplifa sjálft,“
sagði Kristinn.
Margt að skoða
„Undirbúningurinn fyrir Blómstr-
andi daga miðar að því að efla sam-
kennd íbúanna í bænum og að sýna
gestum okkar hvað bærinn er frá-
bær. Hingað koma margir ferða-
menn og við viljum gefa fólki kost á
að kynnast sem flestu í bænum og
sýna þá hvað mannlífið hér er gott og
kraftmikið. Fyrirtæki hér í bænum
búa sig undir að hingað komi fólk og
starfsmenn bæjarins eru við öllu
búnir og taka mikinn þátt í undir-
búningnum. Svo erum við með góða
gesti hér í Hveragerði, Veraldarvini,
sem er 30 manna hópur sem mun
skreyta bæinn og skapa listaverk
sem eru sýnd á Hótel Örk í dag og
síðan verða þeir með lokaatriði
Blómstrandi daga á morgun, sunnu-
dag, kl. 17 á Hótel Örk þar sem þeir
munu sýna sín verk, þar á meðal
hljóð- og ljóslistaverk,“ sagði Krist-
inn og tók fram að lögð væri áhersla
á að skapa sem mest líf í Hveragerði
í dag, laugardag.
„Það er margt að sjá og skoða í
Hveragerði í dag,“ sagði Kristinn
Grétar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Blómstrandi daga.
Undirbúningur eflir
samkennd íbúanna
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Varðeldur undirbúinn Kristinn G. Harðarson ásamt tveimur starfs-
mönnum bæjarins, Birki Svani Árnasyni og Hannesi Pétri Guðmundssyni.
Í TILEFNI af Akureyrarvöku er
fjöldi spennandi sýninga í dag. Í öll-
um galleríum Listagilsins eru opnar
vinnustofur eða opnar á sýningum,
til að mynda í Listasafninu á Akur-
eyri þar sem tilnefningar til sjón-
listaverðlaunanna verða kynntar
sem og í Ketilhúsinu þar sem sýnd
verða verk unnin út frá Jónasi Hall-
grímssyni.
Í Iðnaðarsafninu er síðasta sýn-
ingarhelgi á Valbjarkarhúsgögnun-
um, og hefst sýningin í dag kl. 13. Við
bílastæðaplanið við Landsbankann
verður boðið upp á Ljósmyndasýn-
ingu á náttúru Grímseyjar. Í Gamla
barnaskólanum er boðið upp á ljós-
myndasýningu á milli klukkan 12 og
16 um sögu hússins. Hörður Geirs-
son hjá Minjasafninu á Akureyri
veitir leiðsögn um svæðið á milli kl.
13 og 15.
Spennandi
sögusýning-
ar í dag
Ljósmyndir Boðið verður upp á sýn-
ingu í Gamla barnaskólanum í dag.
„BANDIÐ ætlar
að þessu sinni að
ráðast í að gera
Leonard Cohen
skil,“ segir Sig-
urður Heiðar
Jónsson, formað-
ur menningar-
smiðjunnar
Populus Tre-
mula. Tilefnið er
miðnæturtónleikar Húsbandsins í
smiðjunni í kvöld sem hefjast að
lokinni dagskrá Akureyrarvöku í
miðbænum. „Þeir hafa áður flutt
nokkur lög eftir sérvalda listamenn,
til að mynda Tom Waits og Nick
Cave. Þetta byrjaði allt með tón-
leikum með tónlist Cornelis Vrees-
wijk árið 2002 og hefur farið sífellt
stækkandi í kjölfarið og notið æ
meiri vinsælda. Á síðustu tónleikum
var húsið sneisafullt og færri kom-
ust að en vildu.“
Að sögn Sigurðar verður pró-
grammið að þessu sinni styttra en
venjulega eða rúmlega þrjú korter,
þar sem þeir byrja seint.
Ókeypis verður á tónleikana, líkt
og venjan hefur verið.
Cohen í Popul-
us Tremula
Sigurður Heiðar
Jónsson
AÐ HÖMRUM verður haldinn
markaður á húsgögnum og nytja-
munum í dag og á morgun undir yf-
irskriftinni Gerum eitthvað gott –
gerum það saman! Allur ágóði af
sölunni rennur til uppbyggingar
skóla í þorpinu Lamego í Mósamb-
ík. Einnig verður skátatívolí á
staðnum auk fjölda skemmtiatriða.
Söfnunin er að frumkvæði þeirra
Margrétar Þóru Einarsdóttur og
Guðrúnar Blöndal en í fyrra söfn-
uðust 1.150 þúsund krónur sem
sendar voru til Mósambík.
„Gerum eitt-
hvað gott“
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
MIKIL virkni hefur verið í hinu
unga DaLí-galleríi frá því það tók
til starfa 16. júní fyrir rúmu ári síð-
an. Nafn gallerísins er dregið af
fyrstu stöfunum í nöfnum eig-
endanna, Dagrúnar Matthíasdóttur
og Sigurlínar (Línu) M. Grét-
arsdóttur.
Á fimmtudagskvöld opnaði þar
sýningin Stóll á mann, en um er að
ræða samsýningu í umsjá Ragnhild-
ar Ragnarsdóttur og Sigrúnar Sig-
valdadóttur sem báðar eru grafískir
hönnuðir. Á sýningunni eru til sýnis
30 stólar, unnir af jafnmörgum
listamönnum á öllum aldri, allt frá 9
ára og upp úr. Sýningin verður að-
eins í galleríinu þessa einu helgi.
Í kvöld kl. 20 verður haldinn sér-
stakur súpugjörningur í tengslum
við sýninguna. „Upphaflega átti að
nota stólana á súpuveitingastað í
Þingholtsstræti,“ segir Sigrún, um-
sjónarmaður sýningarinnar, „en
ekkert varð af honum. Þá fengu
ýmsir aðilar frjálsar hendur með að
skreyta stólana á ýmsan hátt. Súpu-
gjörningurinn tengist veit-
ingastaðnum sem þeir áttu að fara
á, og í honum felst einfaldlega að
fólki verður boðið upp á eina af súp-
um Snorra Birgis Snorrasonar, en
uppskriftir að þeim verða síðan
gefnar út á bók með myndum af
stólunum.“
Fleiri opnanir í kvöld
Í kvöld verður verk Þorsteins
Gíslasonar, Fiskisögur, sýnt í sér-
rýminu Kom Inn, en það er líklega
um 1,9 metrar á hæð, 1 metri á
breidd og 10 sentímetrar á dýptina.
„Þorsteinn mun sýna bókverk,“
segir Dagrún, annar eigandi DaLí,
„í því sem við teljum minnsta sýn-
ingarrými landsins. Kom Inn er í
raun óformlegt gallerí, og fyrir
okkur að hafa gaman að því.“
„Svo er það áskorun fyrir gesti
okkar að vinna verk fyrir rýmið,“
segir Lína, hinn eigandi gallerísins.
Fyrir utan súpugjörninginn og
fiskisögurnar, sem eflaust eiga eftir
að kitla eða klípa bragðlauka ein-
hverra, mun Margeir Sigurðsson
nota tækifærið og „graffa“ fyrir
galleríið í tilefni Akureyrarvök-
unnar. Hann mun vinna verkið yfir
daginn og geta gestir fylgst með til-
urð þess.
Fiskisögur og súpu-
gjörningur í DaLí
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Virkar Dagrún og Lína á stólum eftir málarana Helga Þorgils (vinstra
megin) og Tolla, en þeir eru hluti sýningarinnar í DaLí-galleríi.